Morgunblaðið - 11.03.1980, Síða 3

Morgunblaðið - 11.03.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 3 Strætisvagnakaup SVR: Verður íslenzkur iðnaður útilokaður? „Pólitísk lykt af afgreiðslu málsins“ segir Sigríður Ásgeirsdóttir í stjórn SVR „SÍÐASTLIÐINN laug- ardag fór ég fram á það að fá fund í dag, mánu- dag, í stjórn Strætis- vagna Reykjavíkur til þess að ræða strætis- vagnakaupin fyrirhug- uðu, en stjórn SVR var ekki gefinn kostur á að senda fulltrúa með borg- arstjóra til Ungverja- lands til þess að kanna þarlendu vagnana. Tveir tæknimenn fóru í sendi- nefndinni, en beiðni SVR um að fá að senda full- trúa var hafnað,“ sagði Sigríður Ásgeirsdóttir í samtali við Mbl. í gær en Sigríður á sæti í stjórn SVR. „Fulltrúi Kópavogs slóst hins vegar í för með Reykvíkingunum og hann mun hann hafa gefið skýrslu í Kópavogi um gang mála strax í síðustu viku og einnig voru með í förinni tveir fulltrúar frá Samafli, en Samafl er umboðsaðili fyrir ungversku Ikarus- vagnana og var annar full- trúinn Sigurður Magnússon varaþingmaður Alþýðu- bandalagsins. í stjórn Sam- afls á sæti Ingi R. Helgason og gefur það einnig glöggt til kynna þá pólitísku lykt sem er af afgreiðslu þessa máls hjá meirihlutamönn- um sem virðast ætla að pressa þessi austantjalds- viðskipti í gegn hvað sem það kostar. Þó veit ég að einhugur er ekki um þetta mál hjá meirihlutanum í stjórn SVR, en hann og meirihluti borgarráðs hafa haldið fund um málið þar sem ekki mun hafa orðið einhugur um afstöðu til ungversku vagnanna. SVR eiga nú tvær teg- undir vagna, Volvo og Benz og varahlutir eru til fyrir 250 millj. kr. í þessar teg- undir. Verðtilboðið á ungversku vögnunum er lægst, en það Sigríður Ásgeirsdóttir segir ekki alla söguna. Það er ljóst að Ungverjarnir nota mjög úreltar aðferðir við byggingu þessara bif- reiða og mun það eiga sinn þátt í þessu verði. Verðið á vagni er boðið 46 millj. kr., hin tilboðin 9 eru á bilinu 64—87 millj. kr. Um er að ræða 20 vagna, eða þriðj- ung af bílaflota SVR. Eitt af mörgum atriðum sem þarf að vega og meta í þessu verði er t.d. það að ungversku vagnarnir eru einum metra styttri en t.d. Sigurður Magnússon sænsku og það þýðir að tvo vagna vantar miðað við Volvotilboðið. Þá má nefna til dæmis að ungversku vagnarnir eru með einu þrepi meira en þeir sem eru notaðir hér og slíkt bætir ekki stöðuna hjá öldruðum og öryrkjum, þá vitum við ekkert um undirvagninn á þeim ungversku og einnig má geta þess að ungverska tilboðið miðast eingöngu við allan vagninn. Hins vegar mátti bjóða í vagn- ana í þrennu lagi, undir- vagn, yfirbyggingu eða all- an vagninn. Innlendir aðil- ar buðu í yfirbyggingar og voru þeir með mjög sam- bærileg tilboð og erlendir aðilar. Þetta skiptir því einnig máli í dæminu. Var reyndar m.a. beðið með útboð í 9 mánuði til þess að innlendir aðilar gætu boðið í verkefnið. Nú hefur verið boðaður fundur í stjórn SVR n.k. fimmtudag, þar sem fund- arefnið er kynning á Ikar- us-strætisvögnum. Er furðulegt að fá slíkt fund- arboð um kynningu á einni tegund af 10 í þessu máli. Mál þetta hefur allt- hlotið mjög óvenjulega afgreiðslu. Það er kynlegt að véra í stjórn þessa fyrirtækis og fá ekki nema mjög tak- markað að fylgjast með framvindu mála og aðal- lega í gegnum fjölmiðla. Ég hef það á tilfinningunni að borgarráð muni ákveða á morgun, þriðjudag, hvað gera eigi í málinu áður en stjórn SVR fjallar um það, allavega fær stjórn SVR ekki skýrsluna fyrr en borgarráð er búið að fjalla um hana. Samkvæmt upp- lýsingum sem ég hef aflað mér telja tæknimenn sem þekkja málið að ef ung- versku vagnarnir verði fyrir valinu þá sé það að fara 10—15 ár aftur í tímann varðandi útbúnað og öryggi og þá má geta þess að vagnstjórar sjálfir sem eiga að vinna á tækj- unum hafa ekki verið spurðir álits. Margeir hlaut fegurð- arverðlaunin MARGEIR Pétursson hlaut íeg- urðarverðlaunin á Reykjavíkur- skákmótinu, sem slitið var i samsæti, sem menntamálaráð- herra, Ingvar Gíslason og kona hans héidu i eftirmiðdag í gær á Hótel Sögu. Margeir hlaut verðlaunin fyrir skák sína við Hauk Angantýsson í þriðju umferð mótsins. Nánar er sagt frá slitum Reykjavíkurskák- mótsins á bls. 16 og 17 í dag. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI ( SlMAR: 17152- 17353 BorðstofuborÖ og stólar Borðið er með massífum viðarkanti úr Stólarnir eru ,,klappstólar“ úr massífum aski. Hægterað losaborðplötunauppog aski með fléttuðum klofnum reyr í setu. snúa henni við, tveir litir eru á hverri Sérlegavandaðurogfallegaunninn viður. plötu. Stærð borðs 120 cm. í þvermál. *&*&«** ■ AUGLVSINGASTOFAN H.F GISLI B BJQWNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.