Morgunblaðið - 11.03.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 11.03.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 Friðrik Ólafsson forseti FIDE: Þetta er efnd á loforði við þá sem tefla í einvígjunum „ÞESSI ákvörðun mín er nú bara efnd á loforði við þá, sem taka þátt í áskorendaeinvígjunum, en á fundi, sem haldinn var eftir að dregið var í einvígin, báðu þeir mig að sjá til þess, að ef hrein úrslit réðust ekki í 14 skákum, þá yrði skákum f jölgað þar til úrslit fengjust, en ekki farið eftir þeim reglum, sem samþykktar voru á FIDE-þinginu 1977,“ sagði Frið- rik ólafsson forseti FIDE, en hann hefur tilkynnt að hann muni ekki láta breyta reglunum frá 1977, heldur verði einviígin framlengd um tvær skákir í senn, þar til úrslit fást. Reglurnar frá 1977 kveða á um 10 skákir og síðan tvisvar sinnum tvær skákir, ef úrslit fást ekki fyrr. Fáist þau ekki að loknum 14 skákum skyldi sigurvegari ein- vígisins vera sá, sem fleiri skákir hefur unnið með svörtu. Ef það gerði ekki upp á milli keppenda, þá skyldi sá sigurvegari, sem síðast í einvíginu jafnaði metin. Og ef það dygði ekki til, þ.e.a.s. að allar skákirnar hefðu endað með jafntefli, þafskyldi hlutkesti ráða. Skipuleggjendur einvígis Korc- hnois og Petrosjans, sem nú er hafið í Austurríki, hafa mótmælt þessari ákvörðun Friðriks. „Ég hef nú bara fengið mótmæli, en hins vegar séð í fréttum að þeir fari fram á tryggingu frá FIDE fyrir hverja umferð, sem yrði fram yfir 14 skákir," sagði Friðrik. Spurn- ingu Mbl. um það, hverju FIDE myndi svara slíkri kröfu, svaraði Friðrik: „Ég held ég láti hana eiga . sig í lengstu lög“. Og hann bætti við, að ekki væri nema eitt dæmi þess að framlengja hefði þurft áskorendaeinvígi, en það var ein- vígi Horts og Spasskys í Reykjavík. Friðrik sagði að á fundinum, sem hann átti með keppendum í Hrun síldar- stef na og breytingar á umhverfis- þáttum í dag þriðjudaginn 11. mars heldur Jakob Jakobsson fiski- fræðingur erindi á vegum Liffræðifélags íslands, sem hann nefnir „Hrun sildarstofna og breytingar á umhverfisþáttum“. Eins og kunnugt er hrundu flestallir síldarstofnar í Norður- Atlantshafi fyrir um það bil áratug og er ofveiði oftast einni kennt um. í þessu erindi mun Jakob hins vegar fjalla um hvern þátt breytingar á umhverfisþátt- um kynnu að hafa haft í þessu sambandi, einkum hér við land. Að venju verður fyrirlesturinn haldinn í stofu 158 í húsi verk- fræði- og raunvísindadeildar, Hjarðarhaga 2—4, og hefst kl. 20.30. Öllum er heimill aðgangur. áskorendaeinvígjunum, hefðu þeir allir verið viðstaddir, nema Korc- hnoi og Húbner, en fulltrúi Korc- hnois mætti á fundinum. „Þeir báðu mig þá að sjá til þess, að þessar reglur, sem nú átti í fyrsta skipti að beita, kæmu ekki til framkvæmda og lofaði ég því, þar sem þeir voru allir á einu máli,“ sagði Friðrik.„Ég kom svo skila- boðum um þetta til Húbners og hef ekki heyrt nein mótmæli frá honum." Friðrik sagði. að hann tæki þessa ákvörðun í krafti þess valds, sem forseti FIDE hefur á milli þinga, en þessa ákvörðun þarf hann að leggja fyrir þing FIDE í haust. Næsta áskorendaeinvígi, milli Adorjans og Húbners hefst í V-Þýzkalandi 14. marz. n.k. og 23. marz setjast þeir Tal og Poluga- evsky að tafli í Sovétríkjunum, en því einvígi var frestað vegna veikinda Tals. Og 29. marz hefst svo einvígi Portisch og Spasskys í Mexíkó. Friðrik ólafsson óskar sigurvegara Reykjavíkurskákmótsins, Sovét- manninum Viktor Kupreitscbik, til hamingju með sigurinn og stórmeistaraáranirurinn i lokahófi mótsins i gær. T.iósm Mhl: ÓI. M. fslendingar úti að aka 9 Já, margir hverjir, þaö fer ekkert feröinni sjáifir - sumir fara um ® á milli mála - þó eru þeir mörg lönd - aörir fara hægar yfir sérstaklega úti aö aka á sumrin - og halda sig lengst þar sem þá skipta þeir þúsundum Ástæöan? » ,, * ^ Jú ástæöan er einföld, hún ersú aö afsláttarfargjöld okkar gera öllum kleift aö komast utan í skemmtilegast er. Þaö þarf engan aö undra þótt margir séu úti aö aka á sumrin - á eigin bílum eöa leigöum bílum. Kynntu þér afsláttarfargjöld sumarleyfi til þess aö sjá sig um, okkar - þau gætu komiö þér kynnast frægum stööum - og gista heimsborgir. Þeirsem þannig feröast ráöa þægilega á óvart-og oröiö til þess aö þú yröir líka úti aö aka í sumar. FLUGLEIDIR luossujqíggw

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.