Morgunblaðið - 11.03.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
7
Undiralda í Al-
þýöubandalagi
Maður er nefndur
Kjartan Ólafsson, fyrrver-
andi ritstjóri Þjóöviljans
og tyrrverandi alþingis-
maöur. Hann er varafor-
maöur í Alþýöubandalagi
og af mðrgum talinn arf-
taki Lúðvíks Jósepssonar
sem formaður, er sá
síðarnefndi lætur af því
trúnaðarstarfi fyrir aldurs
sakir. En ekki er sopið
kálið þó í ausuna sé
komið, jafnvel þótt hvort
tveggja, kálið og ausan,
séu af hinni marxísku
uppskrift.
Fráfarandi formaður,
Lúðvík, mun þeirrar
skoðunar, aö Hjörleifur
Guttormsson, iðnaðar-
ráðherra, sem erfði pól-
itískar lendur Lúðvíks
eystra, hafi lipurri marx-
leníníska tilburði til að
bera bjöllu forystusauðs-
ins í hinni rauðu hjörð
Gulagsins á íslandi. SÍA-
liöiö, sem frægt varð á
sínum tíma, mun sam-
mála því „foringjavali",
þó afhuga sé „lúðvísk-
unni“ í stefnumörkun
flokksins.
Þriðji hópurinn, sem
drýgstur mun vera i
Reykjavík og á Reykja-
nesi, er þeirrar skoðunar,
að nóg sé komið af
landsbyggðarvegvísum í
flokksforystunni. Þeir
fylkja sér um hinn eína
sanna krónprins að
þeirra dómi, Svavar
Gestsson, og munu lík-
legastir til sigurs. Mun þá
Kjartan missa af for-
mennskunni í kjölfar
annars, sem týnst hefur á
pólitískri vegferö hans.
Mun Svavari ósárt um, þó
hann skilji fyrrum meðrit-
stjóra langt að baki í
eigin hraðför upp á
stjörnuhimininn.
Hver sem formennsk-
una hreppir mun þó
líklegt að eins fari fyrir
Alþýðubandalagi og
Framsóknarflokki, að „sá
garnli" verði áfram
„ókrýndur foringi" og
með hramm á stjórnveli.
En mikil undiralda er nú í
Alþýðubandalagi og til-
burðir í þá átt að beina
almannasjónum annað
en að því innanflokks-
vandamáli, sem tútnar nú
út í háhitasvæði flokks-
kröflunnar.
Af umræöu-
toppi í hyl-
dýpisþögn
Fyrir tveimur árum var
Alþýðuflokkurinn „nýr á
gömlum grunni“, á um-
ræðutoppi almennings
og fjölmiðla. Nú er hann
kominn niður á flatlendið
— í hlégjótur þagnar. Þá
léku stormar um flokk-
inn, er hann haslaðí sér
völl á Stórhöfða líðandi
stundar, en nú vaggar
hann í lítillæti lygnunnar.
Öllum er Ijóst, þó eng-
um þyki umtalsvert, að
forysta flokksins hefur
ekki fylgt eftir því bram-
bolti er einkenndi flokk-
inn fyrir fáum misserum.
Einkum og sér í lagi þykir
formaður flokksins,
Benedikt Gröndal, hafa
verið hógvær og hlé-
drægur í leiðtogastarfi,
svo ekki sé harkalegar að
orði komist. Eru því
vangaveltur þar í sveit
um hugsanlegt nýtt for-
mannsefni. Þar er efstur
á blaöi Kjartan Jóhanns-
son, varaformaður flokk-
sins. Einnig eru í umræð-
unni Sighvatur Björg-
vinsson, formaður þing-
flokksins, Vilmundur
Gylfason, sem óneitan-
lega setti sinn svip á
sviðsetningu flokksins
fyrir kosningarnar 1978
og Jón Baldvin Hanni-
balsson, ritstjóri Alþýðu-
blaðsins.
Hvern veg sem mál
þróast eru varaformenn
Alþýðubandalags og Al-
þýðuflokks, Kjartan Ól-
afsson og Kjartan Jó-
hannsson, undir smásjá
þeirra, sem rýna í hugs-
anlega framþróun
íslenzkra stjórnmála.
Líkur benda þó til að
Kjartan Alþýðuflokksins
eigi greiðari leið en Kjart-
an Alþýðubandalagsins
aö flokkslegum vegtyll-
um, þó báðir njóti hylli í
sínum pólitísku heima-
högum. Hinn síðari Kjart-
aninn á e.t.v. eftir aö
finna það enn og aftur, að
þeim er hún verst (í raun)
sem hún ann mest (í
orði) — sú pólitíska lýö-
hylli, sem lýtur í lægra
haldi fyrir skálmöld per-
sónulegs metnaðar með-
göngumanna.
Varanleg álklæðning
á allt húsið
A/klæðning er lausn á f jöldamörgum
^vandamálum sem upp koma, s.s.
steypuskemmdum, hitatapi, leka o.fl.
Fæst í mörgum litum, sem eru
innbrenndir og þarf aldrei að mála.
A/klæðning gerir meir en að borga
sig, þegar til lengdar lætur.
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7. REYKJAVlK - SlMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012.
Verksmiðjusala
Buxur
denim, flaueli, kakí og flannel.
Góö efni, fjölbreytt sniö, fallegir litir, gott verö.
Úlpurogjakkar
Margar stæröir og geröir. Gott verö.
Gerið góö kaup í úrvalsvöru.
Opid virka daga kl. 9—18. Föstudaga kl. 9—22.
Laugardaga kl. 9—12.
Skipholti 7.
Sími 28720.
r
Konur
Megrunar- og afslöppunarnudd
Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma megrunarkúrn-'
um. Megrunarnudd, partanudd og afslöppunarnudd.
Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseðill
Opið til kl. 10 öll kvöld.
Bflastæði. Sími 40609.
Nudd- og snyrtistofa
Ástu Baldvinsdóttur,
Hrauntungu 85, Kópavogi
★ 8 LITIR
★ SKJALAPOKAR
★ SKJALAMÖPPUR
★ TOPPLÖTUR: EIK-LAM-WENGE
★ NORSK GÆOAVARA
E. TH. MATHIESEN H.F.
DALSHRAUNI 5 —. HAFNARFIRÐI — SIMI 51888
Sumarbústaða-
land óskast
Óska eftir aö kaup gott sumarbústaöaland í nágrenni
Reykjavíkur, innan 100 km.
Tilboð sendist augl.deilL, Mbl. fyrir 16. marz merkt:
„Land — 6382“.
Ibúð óskast
Óskum eftir aö leigja íbúö eöa herbergi fyrir
reglusaman einstakling. Helzt þyrfti íbúöin aö vera í
nágrenni viö Ármúla — þó ekki skilyrði. Góöri
umgengni heitiö.
Upplýsingar í síma 81585.
HQLUVUððD
Fánastengur
Aukum viröingu fyrir íslenzka fánanum.
Dragiö ís'enzka fánann aö hún.
Viö höfum til afgreiöslu vandaöar fánastengur úr
húöuöu áli, uppsetning er auöveld.
Ólafur Kr. Sigurðsson HF.
Tranavogi 1, sími 83499 og 83484.