Morgunblaðið - 11.03.1980, Page 12

Morgunblaðið - 11.03.1980, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 Hákon Kyllingmark: þAÐ hafa mörg athyglisverð mál komið til kasta þessa þings. Ég tók t.d. upp mál sem ég tel mikilvægt, þ.e. að Norðurlanda- þjóðirnar leggi að bílaframleið- endum að smiða ódýrari, spar- neytnari og öruggari bíla. sagði Hákon Kyllingmark stórþing- maður frá Noregi er Morgun- blaðið ræddi við hann á Norður- landaþinginu. Kyllingmark er mörgum íslendignum að góðu kunnur enda hálfur íslendingur. Samgöngur við Island mikilvægar Móðir hans, Sigríður Sæmunds- dóttir, fæddist í Hörgshlíð við Mjóafjörð í ísafjarðardjúpi en giftist ung til Noregs. Kylling- mark hefur verið þingmaður fyrir Nordiand í 27 ár og hann var samgönguráðherra í 6 ár, árin 1965-71. . — Að mínu mati hafa þingstörf- in gengið vel á þinginu hér í Reykjavík, sagði Kyllingmark. Það hafa engin stórmál verið hér til meðferðar en mörg smærri mál. Kyllingmark sagði að þegar þingið væri haldið hér leiddi það hugann að því hve mikilvægt væri að hafa góðar samgöngur milli íslands og annarra Norðurlanda svo að íslendingar gætu ferðast þangað og aðrir Norðurlandabúar til Islands. Há fargjöld væru hér þrándur í götu og yrði Norður- landaráð að grípa inn í á einhvern hátt. Kyllingmark sagði að lokum að gildi norrænnar samvinnu væri ótvírætt. Ef samvinna Norður- landanna hefði ekki verið jafn naín og góð undanfarna áratugi eins og raun bæri vitni væri margt öðru vísi í samskiptum landanna og ýmsir hlutir, sem þættu sjálf- sagðir nú, ekki fyrir hendi. Opna úr dagbók Finnboga Bernódussonar í Boiungarvík. (Lj<)sm. hristján). Sýning á handritum í anddyri Safnahúss í ANDDYRI Safnahússins við Hverfisgötu mun standa fram á vorið sýn- ing á ýmsum merkum handritum, sem Lands- bókasafn hefur eignazt á síðustu misserum. Eru þar m.a. sýnishorn eiginhandarrita nokkurra skálda og rithöfunda, svo sem Eggerts Ólafssonar, / Jóns Trausta, Theódórs Friðrikssonar og Jóhannes- ar úr Kötlum. Margt fleira er á sýning- unni, svo sem 18. aldar uppskrift Annála Björns á Skarðsá og sýnishorn einn- ar dagbókar Finnboga Bernódussonar í Bolung- arvík, en hann gaf Lands- bókasafni á sl. ári dagbæk- ur sínar allt frá 1914. Olof Palme og Guttorm Hansen hjá alþýðuflokkskonum: Hvergi á Norðurlönd- um eru kjamorkuvopn Lifsnauðsynlegt eftirlit frá íslandi Jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndum hafa með sér nána samvinnu eins og kunnugt er og i tengslum við þing Norðurlandaráðs sátu þeir Olof Palme leiðtogi sænskra jafnaðarmanna og norski jafnaðarmaðurinn Guttorm Hansen forseti Stórþingsins fyrir svörum hjá Sambandi alþýðuflokkskvenna og var blaðamönnum boðið að fylgjast með umræðunum. Eins og eðlilegt er var fjallað um margvísleg stefnumál jafnaðarmanna á sviði félagsmála og ýmis grundvaliaratriði í stefnu flokkanna. Fundurinn stóð i tvær klukkustundir undir stjórn Kjartans Jóhannssonar varaformanns Alþýðuflokksins en Kristin Guðmundsdóttir setti fundinn og sleit honum. Ekki verða hér rakin öll þau mál, sem á var drepið heldur staldrað við tvö: Hægri bylgjuna og utanrikis- og öryggismál. Hægri bylgjan Spurt var, hvort um hægri bylgju væri að ræða í Evrópu. Guttorm Hansen minnti á að jafnaðarmannaflokkarnir í Svíþjóð og Noregi hefðu um lang- an aldur verið öflugustu flokkarn- ir í löndunum og setið lengi í ríkisstjórn. Hann taldi, að flokk- arnir stæðu frammi fyrir mikilli breytingu í þjóðfélögunum, þar sem menn skipuðu sér öðru visi í stjórnmálafylkingar en áður. Fækkað hefði fólki í þeim atvinnu- greinum, iðnverkafólki og sjó- mönnum, sem hefðu jafnan verið burðarásinn í fylgi norska Verka- mannaflokksins. Flokkurinn hefði ekki lagt sig nægilega mikið fram um að ná tengslum við nýja hópa og hann þyrfti að endurskoða stefnu sína og starfshætti með tilliti til þeirra. Fylgi flokksins hefði minnkað í borgum og bæjum vegna þess að hann hefði ekki lagt nægilega rækt við að viðhalda því. Til dæmis hefðu norskir jafnað- armenn verið baráttumenn fyrir umhverfisvernd úti um lands- byggðina en þeir hefðu gleymt því sem Guttorm Hansen nefndi borg- arumhverfi. Menn mætti hins vegar ekki gleyma því, að sænski flokkurinn væri annar stærsti jafnaðarmannaflokkurinn í Evr- ópu á eftir þeim austurríska og norski flokkurinn væri þriðji í röðinni. Olof Palme sagði, að á evrópsk- an mælikvarða hefðu jafnaðar- mannaflokkarnir sífellt verið að eflast. A tveimur áratugum frá 1955—1975 hefði fylgi þeirra stór- aukist. Kjósendum flokkanna hefði fjölgað mest í Suður-Evrópu en jafnframt fækkað nokkuð í norðurhluta álfunnar. Hann sagði það einkenni hægri flokka, að þeir væru ávallt á leið lengra til hægri og hann drægi í efa, að það væri í samræmi við vilja kjósenda. Þá var hann spurður að því, hvort jafnaðarmannaflokkarnir væru ekki einnig á hægri leið og kvað hann það af og frá, þeir stefndu eindregið til vinstri. Norræna jafnvægið Olof Palme var spurður að því hvort unnt væri að tryggja öryggi landa með hlutleysi utan til dæm- is Varsjárbandalagsins og Atl- antshafsbandalagsins. Hann svar- aði og sagði, að þetta hefði Svíum tekist með því að fylgja hefðbund- inni hlutleysisstefnu sinni og huga vel að vörnum sínum. En fyrir öryggi Svíþjóðar skipti hið svo- nefnda norræna jafnvægi í örygg- ismálum mjög miklu. I því fælist, að hvert Norðurlandanna um sig hefði ákveðið öryggisstefnu sína með hliðsjón af eigin hagsmunum og sameiginlega mynduðu þau síðan eina heiid. í 30 ár hefði þetta jafnvægiskerfi gefið mjög góða raun og væri það mikill styrkur fyrir Svía. Taldi hann nauðsynlegt að varðveita þetta norræna jafn- vægi og hiklaust ætti að játa, að það byggðist á þeirri skipan, sem nú ríkir: Aðild Islands, Noregs og Danmerkur að Atlantshafsbanda- laginu, hlutleysi Svíþjóðar og hlutleysi Finnlands á grundvelli sérstaks vinnuáttusamnings við Sovétríkin. Aðspurður sagðist Palme ekki vilja blanda sér í innanríkismál Islands og segja álit sitt á því, hvað mundi gerast í Svíþjóð, ef landið hætti þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. En hann sagði, að það mundi tvímælalaust leiða til aukins sovésks þrýstings á Finna, ef Svíar ákvæðu til dæmis að gerast aðilar að Atl- antshafsbandalaginu. Afganistan Um innrás Sovétmanna í Af- ganistan sagði Olof Palme, að það væri skiljanlegt, að Vesturlanda- búar gripu til harðra gagnráðstaf- ana og ekki síst Bandaríkjamenn, en hann sagðist samt vona, að ekki yrði horfið aftur til tíma kalda stríðsins. Guttorm Hansen sagði, að mikilvægast væri, að menn mætu rétt, hvað væri að gerast í Afganistan. Sovétmenn hefðu af eigin hagsmunaástæðum talið sig knúna til að leggja undir sig landið, þótt þeir réðu þar í raun lögum og lofum. Þess vegna hefði innrásin komið Vesturlandabúum í opna skjöldu. Hann sagðist ekki hafa þá trú, að Sovétmenn væru á leið til Indlandshafs, þeir þyrðu ekki að halda að hafinu, því að það mundi leiða til heimsstyrjaldar. „Höfum áhuga á víðtækara samstarfi í framtíðinni44 LANDSHÖFÐINGINN í Nordbotten í Svíþjóð, Ragnar Lassinatti, er staddur hér á landi í sambandi við þing Norðurlandaráðs. Ragnar er íslandsvinur mikill og hefur í nokkur ár beitt sér fyrir samvinnu íslendinga og Norðurkollulandanna en lén Ragnars er einmitt það nyrsta í Svíþjóð. Hann hefur m.a. gengist fyrir því, að íslendingum hefur verið boð- ið á sérstakt sænskunámskeið á hverju ári. Þá hefur íbúum Norðurkollulandanna verið boðið til íslenskunáms í þrjú ár og hefur Ragnar greitt fyrir því á ýmsan hátt. Nám- skeiðin eru haldin hér á landi og eru í umsjá menntamála- ráðuneytisins og Norræna fé- lagsins. „Samstarf um tungumála- kennslu á þessu nyrsta svæði Norðurlandanna er mjög mik- ilvægt og ég hef mikinn áhuga á því að þetta samstarf verði víðtækara," sagði Lassinatti í samtali við Mbl. „En slíkt samstarf gengur ekki nema til komi nægjanlegt fjármagn og — segir Ragnar Lassinatti sem mjög hefur beitt sér fyrir þátttöku íslands í sam- starfi Norður- kollulandanna ég vona að íslenska ríkis- stjórnin sjái sér fært að styrkja það. í framtíðinni höfum við áhuga á samstarfi þessara landa á mun fleiri sviðum. Samstarf þeirra á sviði íþrótta er þegar hafið og hefur gefið góða raun. En Norðurkollu- löndin ættu einnig að geta notið góðs hvort af öðru t.d. á sviði menningar-, félags- og stjornmála. Aðstæður á öllu þessu svæði eru mjög svipaðar l.jósm. Kmilia. Ragnar Lassinatti lands- höfðinginn í Nordbotten í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.