Morgunblaðið - 11.03.1980, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
Sighvatur Blöndahl:
Islendingar væru mjög einangraðir
í viðskiptum innan Vestur-Evrópu
Tíu ár eru nú liðin frá
því að ísland gekk í
EFTA, Fríverzlunarsam-
tök Evrópu, og aðlögun-
artíminn er á enda, þ.e. nú
eiga íslenzkir framleiðend-
ur að keppa á jafnréttis-
grundvelli við erlenda
starfsfélaga sína. Sú
spurning hlýtur því að
vakna hvort stigiðhafi ver-
ið rétt skref þegar aðildin
var ákveðin á sínum tíma,
með hliðsjón af fenginni
reynslu.
Ég svara þessari spurningu
hiklaust játandi. Það eru marg-
ar ástæður sem liggja þar að
baki, en sú sem vegur sjálfsagt
þyngst, er sú staðreynd, að með
aðild að EFTA og síðar meir
tengslum við EBE, Efnahags-
bandalag Evrópu, hefur opnast
einn stærsti og ríkasti mark-
aður heimsins fyrir útflutnings-
vörur okkar, því í ríkjum EFTA
og EBE búa um 300 milljónir
manna. Þessi markaður hefur
að vísu ekki verið nýttur sem
skyldi, en möguleikarnir eru
allavega fyrir hendi.
EFTA-loforðin
Þegar umræður stóðu sem
hæst hér á landi árið 1969, voru
skoðanir mjög skiptar um hvort
æskja ætti aðildar íslands að
EFTA, sérstaklega voru iðnrek-
endur á báðum áttum, töldu
sumir reyndar einsýnt að fjöl-
margar iðngreinar myndu
hreinlega leggjast niður. í kjöl-
far þess kæmi svo auðvitað
illræmt atvinnuleysi. Þetta
gerðist ekki. Nokkrar viðræður
fóru fram milli stjórnvalda og
Félags íslenzkra iðnrekenda og
varð niðurstaða þeirra sú, að
iðnrekendur samþykktu aðild-
ina, eftir að þeim voru gefin
EFTA-loforðin svonefndu.
EFTA-loforðin er bréf það nefnt
sem iðnaðarráðuneytið sendi
Félagi íslenzkra iðnrekenda í
nóvember 1969. Þar er að finna
ýmis loforð til handa íslenzkum
iðnaði, m.a. er þar tekið fram að
stjórnvöld hyggist beita sér
fyrir því, að innlendir framleið-
endur fái innlend hráefni á eigi
hærra verði en ríkjandi er á
heimsmarkaði. Þetta mál er
einmitt í brennidepli þessa dag-
ana vegna umræðna um að
ullarframleiðendur, sem eiga
um þessar mundir í miklum
erfiðleikum, þurfi að greiða allt
að 25% hærra verð fyrir ullina
heldur en gengur og gerist á
heimsmarkaði.
Þjóðartekjur
hafa aukist mikið,
en viðskiptakjör
hafa versnað
Ef litið er nánar á ástand
mála hér á landi þennan síðasta
áratug, þ.e. aðlögunartímann að
EFTA, kemur í ljós, að þjóðar-
tekjur hafa að meðaltali aukist
um 6% á ári, sem er vel fyrir
ofan meðallag hinna norrænu
landa. Þá er ísland nánast
einasta landið í Vestur-Evrópu,
sem hefur sloppið í gegnum
þennan áratug, sem hefur verið
mjög erfiður fyrir flestar þjóðir
frá efnahagslegu sjónarmiði, án
þess að til kæmi stórfellt at-
vinnuleysi. Heiidartekjur á
— ef ekki hefði komið
til aðildin að EFTA
og samningar við EBE
hvern landsmann námu á árinu
1978 um 9.100 Bandaríkjadollur-
um, eða sem næst 3,7 milljónum
á núgengi, en á þessu sama ári
voru aðeins þrjú EFTA-lönd
með betri frammistöðu, þ.e.
Sviss, Noregur og Svíþjóð.
En það eru auðvitað tvær
hliðar á þessu máli eins og
öðrum. Verðbólgan hefur ruðst
áfram allan áratuginn frá árinu
1971, þegar hún var aðeins í
kringum 3%, en á síðasta ári
náði hún algjöru hámarki, var
vel yfir 50% yfir árið. Astæður
þessa er m.a. að finna í síhækk-
andi olíuverði, sem gert hefur
landsmönnum erfitt um vik. Þá
hafa viðskiptakjör íslands á
síðustu árum stöðugt verið að
versna. Frá árinu 1972 stóðu þau
nokkurn veginn í stað fram til
ársins 1976, bötnuðu tvö næstu
ár, en síðan hefur hallað undan
fæti á síðasta ári og spáð er
ennfrekari rýrnun viðskipta-
kjara á þessu ári. Þá er heldur
ekki hægt að líta framhjá þeirri
staðreynd að þjóðarframleiðsla
minnkaði nokkuð á síðasta ári
og er spáð enn niður á við á
yfirstandandi ári.
lítillar efnahagseiningar og
fleira í þeim dúr, en aðildarríki
samtakanna hafa ætíð haft
ákveðinn skilning á vandamál-
um Islendinga, s.s. með því að
samþykkja aðlögunargjaldið og
jöfnunargjaldið. Á móti má
kannski segja að flest aðild-
arríkjanna styrki sinn iðnað bak
við tjöldin og jafnvel fyrir
opnum tjöldum með ýmiss kon-
ar styrkjum frá ríkisvaldinu. I
Svíþjóð og Noregi er hver vinnu-
stund greidd niður um mörg
þúsund krónur. Forystumenn
íslenzks iðnaðar hafa í gegnum
árin mjög barizt gegn þessu og
höfðu nokkurn árangur af því
erfiði þegar ákveðið var á fundi
aðildarríkjanna fyrir nokkru að
fram skyldi fara könnun á því
hversu þessar styrktaraðgerðir
væru víðtækar í ríkjum samtak-
anna, sem samkvæmt þrengsta
skilningi EFTA-samþykktar-
innar eru ólöglegar með öllu.
Þá má nefna að samtökin
samþykktu fyrir sitt leyti
tímabundið innborgunargjald á
innflutt húsgögn vegna slæmrar
stöðu innlendrar framleiðslu,
sem hefur nokkuð þurft að hörfa
fyrir innflutningnum.
Niðurgreiddar
vinnustundir í
samkeppnislöndunum
íslenzkur iðnaður hefur vænt-
anlega hlotið nauðsynlega
reynslu í frjálsri samkeppni á
þessum tíu árum, sem liðin eru
frá inngöngunni, nema ef til vill
einstakar greinar. Það eru þó
ýmis vandamál, sem standa í
vegi fyrir því að Islendingar geti
staðið fyllilega jafnfætis sam-
keppnisaðilunum, svo sem fjar-
lægðin frá markaði, óstöðugleiki
Ekki hugað nægi-
lega að starfs-
skilyrðum iðnaðar
Það hefur lengi verið viðkvæði
þeirra sem um stjórnmál og efna-
hagsmál fjalla hér, að það væri
iðnaðurinn sem yrði að taka á
móti nánast allri aukningu á
vinnumarkaði næstu árin. Það er
sjálfsagt mikið til í þessari kenn-
ingu, en stjórnmálamennirnir
virðast bara ekki trúa henni sem
kemur fram í því að mjög lítið
hefur verið gert til að skapa
iðnaðinum sambærileg starfsskil-
yrði á við aðra atvinnuvegi. Til að
mynda hefur gengi krónunnar
ætíð verið miðað við þarfir sjávar-
útvegsins, en ekkert tillit tekið til
þarfa iðnaðarins. Aðalmálið í
þessu öllu saman er þó það, að ef
iðnaðurinn á að vaxa og dafna
þarf hann góða markaði og þá fær
hann helzt innan EFTA og EBE.
Því tel ég mjög nauðsynlegt að
íslendingar taki sem virkastan
þátt í starfi þessara samtaka.
Samningarnir við
EBE mikið happ
Eins og getið er lauslega um
hér að framan hafa skapast
ákveðin tengsl milli EFTA og
EBE, en það var árið 1972 sem
EF-TA tókst að ná fríverzlunar-
samningum við EBE og verður
að telja það happ fyrir alla
aðila, að það skyldi takast á
þessum tíma. Árið eftir varð
mikið efnahagsáfall, eða 1973,
þegar olíuverð fjórfaldaðist og
samdráttur varð á öllum svið-
um. Hefði þá verið mun erfiðara
að ná þessum samningum. Allt
frá þessum tíma hefur fríverzl-
unin átt í vök að verjast vegna
efnahagserfiðleika, en hún hef-
ur sem betur fer haldið velli.
Alþjóðasamstarf hefur komið
þar verulega til hjálpar. Sam-
starf á vegum EBE, EFTA,
OECD, GATT og Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins hefur átt veiga-
mikinn þátt í því að koma í veg
fyrir, að nýjar og frekari hömlur
yrðu settar á alþjóðaviðskipti,
sem hefði aðeins aukið enn
frekar á efnahagsvandann, sem
er víst nægur fyrir.
EFTA-ríkin
eru
dökk
á kortinu
í sambandi við samningana
milli EFTA og EBE á sínum
tíma, en hvert ríki EFTA gerði
sér samning við EBE, er rétt að
taka fram, að þar var ekki
einungis unnið að hagsmunum
íslenzks iðnaðar, þ.e. fríverzlun
með iðnaðarvöru, heldur var þar
ennfremur fjallað um fríverzlun
á sjávarafurðum, sem er auðvit-
að gífurlega mikilvægt fyrir
okkur íslendinga. Þess ber þó að
geta að sá góði markaður hefur
engan veginn verið nýttur sem
skyldi. Það er í raun furðulegt
að íslendingar skuli ekki hugsa
sér meira til hreyfings á þessum
vígstöðvum, meira að segja
Kanadamenn, sem selt hafa
meirihluta sinnar framleiðslu af
sjávarafurðum í Norður-
Ámeríku, eru farnir að líta
Evrópu hýru auga.
Viðskiptin við
EFTA og EBE
hafa aukist gífurlega
Á þeim áratug sem er að
ljúka, þ.e. aðlögunaráratugnum,
hefur útflutningur íslendinga til
landa í EFTA og EBE aukist
gífurlega. 1969, árið áður en
Islendingar gerðust aðilar að
EFTA, nam heildarútflutning-
urinn til þessara landa 57 millj-
ónum Bandaríkjadollara, hafði
því aukist um 417%. Innflutn-
ingurinn var árið 1969 að upp-
hæð 74 milljónir Bandaríkja-
dollara, en var árið 1978 469
milljónir Bandaríkjadollara,
hafði því aukist um 532%. Þess-
ar tölur sýna svo ekki verður um
villst að viðskiptin við ríkin í
EFTA og EBE eru okkur gífur-
lega mikilvæg.
Góð áhrif á
íslenzkt efnahagslíf
Af framansögðu hlýtur því að
mega draga þá ályktun, að
aðildin að EFTA og samning-
arnir við EBE hafa haft mikil
áhrif til góðs á íslenzkt efna-
hagslíf. Ef ekki hefði komið til
aðildarinnar væri ísland mjög
einangrað í viðskiptum innan
Vestur-Evrópu, sem gefur auga
leið að er til skaða. Útflutningur
til þessara landa væri minni en
raun ber vitni og því þjóðartekj-
ur að öllum líkindum öllu lægri,
að ógleymdum hag sjávarút-
vegsins sem væri ekki eins vel
borgið.
Hafa sneitt hjá
Parkinsons lögmálinu
Til gamans má svo geta þess
að EFTA hefur tekist blessunar-
lega að sneiða hjá áhrifum
Parkinsonslögmálsins, þ.e.
starfsfólk samtakanna er í lág-
marki og skriffinnskan sömu-
leiðis. Charles Múller fram-
kvæmdastjóri EFTA sagði m.a. í
samtali við Mbl. er það var á
ferð í Genf fyrr í vetur, að gæfa
EFTA væri sú, að þar réði
pólitíkin ekki ferðum, stjórn-
endur samtakanna gætu ein-
faldlega valið starfsmenn sína
eftir verðleikum, en þyrftu ekki
að fara eftir einhverjum póli-
tískum geðþótta misviturra
stjórnmálamanna. Innan EFTA
starfa í dag auk íslendinga,
Austurríkismenn, Finnar, Norð-
menn, Portúgalir, Svíar og
Svisslendingar. Þá er vert að
geta þess að síðustu að í ár eru
20 ár frá undirritun Stokk-
hólmssamningsins um stofnun
EFTA. Þess verður minnst í
Stokkhólmi í byrjun júní n.k.