Morgunblaðið - 11.03.1980, Side 21

Morgunblaðið - 11.03.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 21 • Lokatölurnar í leik Vals og Atletico Madrid, 18—15 fyrir Val. Það var nóg og Valur braut þar með blað í íslenskri íþróttasögu, komst fyrst íslenskra liða í flokkaíþróttum í úrslit í Evrópukeppninni. Mætir Valur vestur-þýska liðinu Grosswaldstadt síðar í þessum mánuði. Sjá nánar um hinn frábæra árangur Valsmanna á blaðsíðum 22, 23, 24 og 25. Ljósm. Emilía. Kist náði Pétri Fengu fjöldann allan af heillaskeytum —Ég er að sjálfsögðu í sjöunda himni yfir þessum góða árangri. Okkur hefur borist fjöldinn allur af heillaóskaskeytum víða að af landinu og það sýnir að fólk kann að meta þennan sigur okkar, sagði Þórður Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar Vals í gærdag. — íslenskir íþróttamenn geta gert stóra hluti sé stutt við bakið á þeim, það sýndu þeir og sönnuðu. Tveir dagar koma til greina sem leikdagar fyrir úrslitaleikinn, 22. eða 29. mars. Hilmar þjálfari mun athuga hvor dagurinn hentar okkur betur. Ég reikna ekki með að leikið verði hér á landi. Það yrði of þungur baggi á okkur fjárhagslega. Við vorum tilneyddir að hækka miðaverðið á síðasta leik og rétt náðum að sleppa fyrir horn með kostnaðinn. Handknattleiksdeild Vals færir öllum áhorfendum sínum alúðar þakkir fyrir stuðninginn, sagði Þórður svo að lokum og ljómaði af ánægju. — þr. Stenmark tryggði sér enn einn góðan sigur Til átaka kom milli nokkurra drukkinna unglinga annars vegar og hollenskra sjónvarps- manna hins vegar, er þeir síðarnefndu hugðust festa á filmu leik Ajax og Feyenoord í Amsterdam um helgina. Fengu nokkrir blóðnasir í ryskingun- um, nokkrum krökkum var stungið í svartholið, en fjöl- miðlamennirnir urðu frá að hverfa og fengu milljónir manna að líða fyrir, þar sem innbyrðisleikir þessara liða þykja með markverðari íþrótta- viðburðum í Hollandi og fæstir missa af þeim. Liðin deildu með sér stigunum og er athyglisvert, að á sama tíma og Ajax hefur stungið önnur lið í Hollandi af og stefnir í yfirburðasigur í deildinni, hef- ur Feyenoord tekið þrjú stig af fjórum mögulegum í leikjum liðanna. Ajax sótti mun meira í fyrri hálfleik og Lex Schoen- maker skoraði. Mörg færi fóru þó forgörðum og var leik- mönnum Ajax refsað fyrir það, þar sem Feyenoord reif sig upp í síðari hálfleik og jafnaði með marki Dick Stafleu, skallaði hann í netið eftir-snjalla send- Bikarhafarnir i Englandi, Arsenal, drógust gegn Liver- pool, ensku meisturunum, í 4-liða úrslitum keppninnar, en dregið var í gær. West Ham mætir þvi Everton í hinni viður- eigninni. Sigri Arsenal, fer lið- ið í FA-bikarúrslit í þriðja skiptið á jafn mörgum árum. „Ef við vinnum bikarinn nú. getur enginn sagt að við höfum verið heppnir,“ var haft eftir Phil Thompson, fyrirliða Liv- erpool, er drátturinn var kunn- ur. „Við höfum þegar leikið ingu frá Pétri Péturssyni. Úrslit leikja í Hollandi urðu annars sem hér segir: Arnhem — Haarlem 1—1 Nac Breda — FC Utrecht 0—0 Ajax — Feyenoord 1—1 Excelsior — Roda JC 1—1 Den Haag — Pec Zwolle 2—0 MVV Maast. — Nec Nijm. 2—0 PSV Eind. — Willem 11 Til. 3—0 Sparta — Tvente 1—0 Gae Dev.t. — AZ’67 Alkm. 2—1 Tap Alkmaar kom mest á óvart. Henk Den Kate skoraði bæði mörk Go Ahead í sann- gjörnum sigri liðsins, Kees Kist skoraði eina mark Alkmaar, hefur þá skorað 20 mörk í hollensku deildarkeppninni, eða jafn mörg og Pétur Pétursson. PSV’hristi af sér slen síðustu vikna með góðum sigri gegn Vilhjálmi öðrum frá Tilburg. Harry Lubse, Willy Van der Kuylen og Ernie Brandts skor- uðu mörk PSV. Ajax hefur nánast tryggt sér sigur í hollensku deildinni, hefur 7 stigum meira en Alkmaar, sem er í öðru sæti, og 10 stigum meira en Feyenoord, sem skipar þriðja sætið í deildinni. gegn tveimur af bestu liðum dcildarinnar á útivelli og nú þetta,“ bætti Thompson við. Terry Neil, framkvæmdastjóri Arsenal, lét hafa eftir sér, að þetta væri' stórkostlegt og að úm hörkulcik yrði að ræða. Forráðamenn West Ham voru að vonum ánægðir mjög með dráttinn, enda hefðu mögu- leikar þeirra gegn Arsenal eða Liverpool ekki verið taldir miklir. En Everton hefur ekki verið sannfærandi í vetur, það hefur West Ham hins vegar verið. INGIMAR Stenmark sigraði í svigkeppni hcimsbikarsins sem fram fór í Cortina D'ampesso á Ítalíu um helgina. Tók Sten- mark nauma forystu í stiga- keppninni, en þannig er í pott- inn búið, að hann á enga möguleika á því að halda þeirri Steve Mahre frá Bandarikj- unum varð fimmti, Christian Neureuther sjötti. Ingimar Stenmark hefur nú 200 stig, en Andreas Wenzel frá Lichten- forystu. Andreas Wenzel hefur nánast tryggt sér sigur í stiga- keppninni þrátt fyrir að hann keyrði út úr brautinni í Cort- ina. Röð og timi efstu manna i Cortina um helgina varð sem hér segir. stein hefur aðeins tveimur stig- um minna. Anton Steiner frá Austurriki er þriðji með 130 stig. Heimsleikar haldnir í Finnlandi Alþjóðafrjálsíþróttasam- bandið samþykkfi á fundi sínum um helgina. að fyrsta heimsmeistarakeppni sam- bandsins í frjálsum íþrótt- um skyldi íara fram í Hels- inki í Finnlandi árið 1983. Atkvæðagreiðsla um mál- ið féll þannig. að fylgjandi Helsinki voru 11 fulltrúar, en gegn Finnlandi voru 6. Stuttgart hafði ákveðið sótt að því að fá leikana. en beiðni borgarinnar var hafnað. KR—ÍR í kvöld EINN leikur fer fram í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í kvöld. KR og ÍR eigast við í íþróttahúsi Hagaskólans og hefst leikur- inn klukkan 20.00. Bæði hafa liðin verið við toppinn í deildinni í vetur, en koma ekki til álita lengur sem meistarar. Reeves til Man.C Kevin Reeves, miðherji Norwich City og einn efni- legasti sóknarleikmaður Bretlandseyja. gerðist um helgina ova-nt Ieikmaður hjá Manchester City. Foiráða- menn Norwich vildu fyrir engan mun missa Reeves, en þegar stjórarnir hjá Man- chester City buðu eina millj- ón sterlingspunda. var ekki hægt að segja nei. Reeves kvaddi Norwich á laugar- daginn með því að tryggja liðinu stig í leik á heimavelli gcgn Brighton sem virtist tapaður. Brighton komst í 2—0, en Reeves skoraði eitt og átti allan heiðurinn af öðru áður en yfir lauk, leiknum lauk með jafntefli. 2-2. ' Arsenal mætir Liverpool í undanúrslitum! Ingimar Stenmark, Sví. 46,77—44,15 1:30,92 Alexander Zhirov. Rússl. 47,09—44,23 1:31,32 Christian Orlanski, Austurr. 46,90—44,47 1:31,37 KarlTrojer.ít. 47,47—44,04 1:31,51

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.