Morgunblaðið - 11.03.1980, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
• Hilmar Björnsson tolleraður af liðsmönnum sínum. Hilmar slakaði á fyrir leikinn með því að fara út ok
skokka í 20 mínútur. En hann segist vera mjöK tauKaspenntur fyrir kappleiki. „Það er stórt mál að vera f
úrslitum. en það má deila endalaust um hvað sé stærst og mest“ sagði Hilmar. Ljósm. Emilia.
„A erfitt með að
trúa því að við séum í
úrslitum keppninnar"
Sá sem á hvað stærstan þátt í
hinum góða árangri Vals í Evr-
ópumeistarakeppninni í hand-
knattleik í ár er þjálfari liðsins,
Hilmar Björnsson. Ililmar hefur
undirbúið liðið mjög markvisst
undir leikina og svo sannarlega
uppskorið eins ok sáð var. Mbl.
ræddi við Hilmar eftir leikinn og
bað hann um að segja álit sitt á
honum.
— Ég var búinn að leggja alla
áherslu á að fyrstu 15 minúturn-
ar yrðu leiknar af gífurlegum
krafti og ákveðni. Markmið mitt
var að ná forystu áður en Spán-
verjarnir væru búnir að ná jafn-
vægi í leik sinn. Þá hafði það allt
að segja fyrir okkur að áhorfend-
ur létu ekki sinn hlut eftir liggja
við hrópin og lúðrablásturinn.
Blésu af krafti þegar Spánverjar
voru í sókn, en hvöttu okkur svo
ákaft til dáða í okkar aðgerðum.
Þetta var sannkallaður heima-
völlur.
Við erum með leikreynda
menn, sem leika árangursríkan
handknattleik, og það er það sem
gildir í svona leikjum. Þá var
heppnin með okkur að vissu
marki og það er líka nauðsyn-
legt. Ég var einna hræddastur
við að við næðum of góðu forskoti
og færum að hanga á boltanum of
snemma. Ég var tilbúinn með alls
kyns aðgerðir ef við hefðum orðið
undir í leiknum. Það kom mér
nokkuð á óvart hversu aðgerða-
litlir Spánverjarnir voru, en þeir
leika undir gífurlegri pressu eins
og við gerðum á Spáni:
Fyrri hluta vikunnar æfðum
við vel og þá aðallega snerpuæf-
ingar. Það skilaði sér vel.
Ég er búinn að standa lengi i
þessu og hafði ekki trú á að við
kæmumst áfram. Það er eins og
að eitthvað komi alltaf upp sem
setur strik í reikninginn. Eg átti
allt eins von á því að svo yrði nú.
Ég á erfitt með að trúa því að við
séum komnir i úrslitin.
-þr.
Hringdi í Ask
eftir úrslitum!
ÁHUGINN á Evrópuleik Vals og
Atletico var gifurlegur eins og
vænta mátti. Strax að leik lokn-
um var nánast ófært að ná
sambandi við Laugardalshöll,
þar sem hundruð manna, einkum
fólk úti á landi, gátu með engu
móti beðið eftir fréttatimum fjöl-
miðlanna og hringdu til Hallar-
innar.
Frétti Mbl., að fólk hefði í
vandræðum sínum með að ná
sambandi við Laugardalshöll,
hringt í veitingahúsið Ask, sem er
skammt frá Laugardalshöllinni, í
þeirri von að einhver þar innan
dyra gæti sagt frá úrslitum leiks-
ins.
Frekar langsóttur möguleiki,
en viti menn, starfsstúlkan sem
svaraði í símann var með úrslitin
á reiðum höndum og voru þó varla
nema um tíu mínútur liðnar frá
leikslokum!
„Veróum ao sætta
okkur við tapið“
ÞAÐ voru niðurbrotnir Spánverj-
ar sem yfirgáfu leikvöllinn eftir
að hafa tapað fyrir Val og misst
af þeim möguleika að leika i
úrslitum Evrópukeppninnar.
Margir leikmenn Atletico grétu.
Þeir tóku þó tapinu karlmann-
lega þegar Mbl. spjallaði við þá
um leikinn.
Fyrirliði Atletico sagði: Þetta
var erfiður leikur, við lékum ekki
eins og við getum gert best.
Valsmenn voru harðir og baráttu-
glaðir og léku nú mun betur en á
Spáni. Nú og svo þessir áhorfend-
ur, þeir voru stórkostlegir og settu
okkur að vissu leyti úr jafnvægi.
Roman, þjálfari Atletico, var
mjög óhress með tapið, en var
samt fús til að ræða við frétta-
mann Mbl.
Roman sagði: Við ætluðum að
byrja rólega og reyna svo að auka
hraðann en okkur tókst það ekki.
Valur lék góðan leik, miklu betri
en á Spáni. Við vissum að í
vændum var erfiður leikur, en
okkar tap var að skora ekki fleiri
mörk á Spáni.
Stuðningsmenn Vals gerðu
máske útslagið, það er ekki svo
lítið að eiga svona leynivopn í
pokahorninu. Þeir settu okkur
hvað eftir annað úr takti í spilinu.
Við lögðum mikið kapp á að
stoppa Þorbjörn Guðmundsson og
það tókst, en þá kom nafni hans
Jensson. Besti maður Vals að
mínum dómi var fyrirliðinn Stef-
án Gunnarsson. Þá kom mark-
vörðurinn Ólafur okkur á óvart.
Við verðum að sætta okkur við
tapið, bæði liðin gátu ekki komist
áfram. Ferðin til íslands hefur
verið skemmtileg og allar móttök-
ur hjá Val frábærar.
- þ.r.
Hópferð á úrslitin?
ÚRSLITALEIKURINN í Evrópu-
keppni mcistaraliða í hand-
knattleik, viðureign Vals og vest-
ur þýsku meistaranna Gross-
waldstadt fer fram í Dortmund
annað hvort 22. eða 29. mars
næst komandi.
Höllin í Dortmund er heima-
völlur Gummersbach og tekur
hún 13.000 manns. Valsmenn
hafa einu sinni leikið í þessari
höll, Evrópuleik gegn Gummers-
bach, sem tapaðist. Stefna Vals-
menn nú að því að koma á fót
hópferð fyrir áhangendur liðsins.
Þess má að lokum geta, að
Valsmenn hafa fengið video-spólu
af leik Grosswaldstadt og Dukla
Prag. Verður að öllum líkindum
farið vel yfir þá spólu áður en í
slaginn er haldið.
HandKnattieikur
....... .... ... .A
Stórkostlegir
áhorfendur
— Ég er búinn að starfa hér í
Laugardalshöllinni síðan hún var
opnuð og hef aidrei orðið vitni að
annarri eins stemmningu og var i
kvöid, sagði Steindór Guð-
mundsson starfsmaður í Laugar-
dalshöllinni eftir leik Vals og
Atletico. Það munu hafa verið um
3400 manns í húsinu og stóðu
áhorfendur sig frábærlega. Hlut-
ur þeirra í sigri Vals var mikill,
enda áttu leikmenn Vals og
stjórnarmenn handknattleiks-
deildarinnar varla orð til þess að
lýsa hrifningu sinni.
íslensku áhorfendurnir slógu
þá spænsku út, og svo góðir voru
þeir að Valur þyrfti að taka þá
alla með til Dortmund í úrslita-
leikinn. Á myndinni hér til hliðar
má sjá hluta af þeim mikla f jölda,
sem var í höllinni, fagna leik-
mönnum í leikslok. — þr.
Aftur skellur hjá Heim
CALPISA Alicante frá Spáni
sigraði Heim i síðari leik liðanna
í undanúrslitum Evrópukeppni
bikarhafa i handknattleik, en
leikið var í Svíðþjóð. Lokatölurn-
ar urðu 28—25 fyrir Calpisa.
Varla þarf að minna á, að
spænska liðið vann ótrúlegan
sigur í fyrri leik liðanna, 40 — 25,
vann því samanlagt 68— 50. Það
þarf varla heldur að minna á, að
það var Heim sem sló Viking út
úr keppninni i 2. umferð.