Morgunblaðið - 11.03.1980, Page 26

Morgunblaðið - 11.03.1980, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 Guðsteinn óstöðvandi þegar UMFN hélt áfram sigurgöngu sinni — EF VIÐ leikum jafn vel og í dag ok reyndar í síðustu fjórum leikjum, vinnum við Val, sagði Gunnar Þorvarðarson fyrirliði UMFN eftir sigurleikinn við KR á sunnudaginn, en samkvæmt mótaskrá eiga toppliðin Valur og UMFN að mætast í Laugardals- höll annað kvöld, miðvikudag, og verður það úrslitaleikur mótsins. — Þetta hefur blómstrað hjá okkur í síðustu leikjum, við höfum náð upp góðum hraða og hittni hefur verið mjög góð. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn við Val og vona að með góðum stuðningi áhorfenda náum við að vinna, sagði Gunnar. Leikur Njarðvíkinga og KR í íþróttahúsinu í Njarðvík á sunnu- daginn var mjög góður af hálfu beggja liða. Leikurinn var lengst af jafn en undir lokin sýndu Njarðvíkingarnir styrk sinn og sigu framúr og unnu öruggan sigur, 100:83, en staðan í hálfleik hafði verið 48:42, Njarðvíkingum í vil. Maður leiksins var tvímæla- laust Guðsteinn Ingimarsson, hinn snjalli bakvörður Njarðvík- urliðsins. Hann átti sannkallaðan stjörnuleik, var allt í öllu hjá liðinu bæði í vörn og sókn og ætíð beztur þegar mest á reyndi. Guð- steinn hefur verið mjög vaxandi leikmaður í vetur og væri vissu- lega gaman að sjá þá saman með landsliðinu Guðstein og Jón Sig- urðsson, en í þessum leik skyggði Guðsteinn algerlega á Jón. En snúum okkur að leiknum. Njarðvíkingarnir byrjuðu leikinn vel og var staðan orðin 12:6 eftir þrjár mínútur en eftir 6 mínútur hafði KR snúið við blaðinu og hafði komist yfir 15:14. Liðin skiptust síðan á um að skora og var mikið skorað framan af enda sóknarleikurinn mjög sterkur á þeim tíma hjá báðum liðum. Síðan kom tímabil þar sem lítið var skorað en undir lok fyrri hálfleiks tók Guðsteinn sprett og skoraði hverja körfuna á fætur annarri og Njarðvík hafði sex stiga forystu í hálfleik, 48:42. KR-ingar voru hins vegar ekk- ert að gefast upp og þegar 3 mínútur voru búnar af síðari hálfleik munaði aðeins einu stigi, 60:59. En upp úr miðjum hálf- leiknum skildu loks leiðir og KR-ingum tókst ekki, þrátt fyrir góða tilburði nýja Bandaríkja- mannsins Keith Yow og annarra liðsmanna, að halda í við Guðstein og Co í Njarðvíkurliðinu og örugg- ur sigur Njarðvíkinga var í höfn. Undir lokin var spurningin aðeins sú hvort Njarðvíkingum tækist að ná 100 stiga markinu og það tókst. Síðustu þrjár mínúturnar voru varamenn liðsins settir inn á völlinn og þeir héldu uppi merkinu. Það var hinn ungi og bráðefnilegi Smári Traustason sem skoraði síðustu körfuna og hinir tryggu áhorfendur Njarðvík- urliðsins, sem fylltu áhorfenda- pallana að venju ærðust af gleði. Sem fyrr segir átti Guðsteinn algjöran stjörnuleik í liði UMFN og þarf ekki að fara fleiri orðum um frammistöðu hans. Þá átti Ted Bee einnig afbragðsgóðan leik. Gunnar var að vanda góður, sér- stakleag í fyrri hálfleik, og Jónas og Brynjar komu báðir vel frá þessum leik. Keith Yow er hávaxinn og sterkur leikmaður. Hann sýndi það strax á fyrstu mínútunum að hann er mjög snjall varnarmaður en í sókninni náði hann sér ekki virkilega á strik fyrr en í seinni hálfleik og skoraði þá grimmt. Jón Sigurðsson var með d .ufara móti enda hefur hann ekki gengið heill til skógar. Geir Þorsteinsson og Ágúst Líndal áttu jafnan leik en Garðar Jóhannsson var nokkuð mistækur. Hann skoraði 10 stig á fyrstu 5 mínútunum en síðan ekki söguna meir. Sti({ UMFN: IVd Bee 31, Guðsteinn Ingi- marssun 28. Gunnar PorvarAarson 17. Jónas Jóhannsson 9. Brynjar SÍKmundsson 8. Smári Traustason 4 ok Valur Inximundar- son 2 stivr- Stis KR: Keith Yow 26, Jón SÍKurósson 14. Geir Þorstcinsson 12, Ágúst Líndal 11. Garóar Jóhannsson 10, Árni GuAmundsson 4. Þrðstur GuAmundsson 4. ItirKÍr GuA- björnsson 2 stig. HörAur Thulenius ok Guðbrandur Sík- urðsson dæmdu leikinn vel. oo IR skoraði 120 stig gegn Fram ÍR ÁTTI ekki í erfiðleikum með að sigra fallið Fram í úrvajs- deildinni í körfu á sunnudag. Án þess þó nokkurn tíma að sýna sínar beztu hliðar þá skoruðu ÍR-ingar 120 stig gegn 94 — fleiri stig en nokkurt annað lið í úrvaldsdeildinni í vetur. En vörn Fram var ákaflega slök, baráttu- leysi og vonleysi einkenndi lið Fram. ÍR-ingar gátu nánast gengið út og inn um vörn Fram eins og þá lysti. Viðureign lið- anna í Hagaskóla bauð sárafáum áhorfendum ekki upp á mikla spennu, né mikil tilþrif. Til þess var mótstaða Fram alltof lítil. Lið Fram hefur hrakað mjög eftir því sem á veturinn hefur liðið. Enda má segja að óheppnin hafi elt liðið í vetur. Bandaríkja- maðurinn John Johnson hvarf á braut um miðjan vetur eftir að ósætti hafði komið upp milli hans og Fram. Þá kölluðu Framarar annan Bandaríkjamann hingað upp. Darrel Shouse, — bróðir hins snjalla Danny, sem skorað hefur svo mikið af stigum í vetur. En Darrell reyndist ekki mikill bógur og lék raunar ekki með á sunnu- dag. Hann hafði verið sendur heim. Frám fékk óskabyrjun á sunnu- dag, komst í 18—9 en ÍR náði að jafna og komast yfir, 28—26 og næstu 10 stig skoraði ÍR, komst í 38—26. Eftir það var það nánast formsatriði að ljúka leiknum. Fram hafði yfir í leikhléi, 58—45. í síðari hálfleik jókst munurinn stöðugt, þeir Mark Christiansen, Kristinn Jörundsson og Kolbeinn Kristinsson voru iðnir við að skora. Hvað eftir annað missti fram knöttinn eftir pressuvörn ÍR og leiðin að körfu Fram var greið. Lokatölur urðu 120—94 — stórsig- ur IR í höfn, sigur sem í raun skiptir engu því IR á enga mögu- leika á að vinna deildina. Og hvað Fram snertir þá var liðið þegar fallið í 1. deild. Það er ekki bjart framundan hjá Fram. Fall í 1. deild og búast má við því, að einhverjir hinna betri leikmanna Fram hverfi á brott. Fram hefur nú síðustu árin verið stimplað efnilegasta liðið á íslandi en ekki hefur ræst úr. Hvað veldur er erfitt að segja til um. I raun má segja að aðeins tveir leikmenn liðsins, — þeir Þorvaldur Geirsson og Símon Ólafsson hafi borið uppi leik liðsins í vetur. Aðrir leikmenn eru einfaldlega ekki nógu góðir og því fór sem fór. ÍR hefur í vetur verið á þrösk- uldi þess, að ná að skipa sér meðal beztu en ekki tekist að brúa herzlumuninn. Efniviðurinn hefur verið fyrir hendi en leikur liðsins hefur verið of sveiflukenndur í vetur. Stig ÍR skoruðu: Mark Christ- iansen 35, Kristinn Jörundsson 28, Kolbeinn Kristinsson 24, Jón Ind- riðason 11, Sigmar Karlsson 8, Þorsteinn Hallgrímsson 5, Sigurð- ur Bjarnason 2. Stig Fram skoruðu: Þorvaldur Geirsson 32, Símon Ólafsson 22, Ómar Þráinsson 18, Björn Magn- ússon 10, Hilmar Gunnarsson 8, Björn Jónsson 2 og Gunnar Guðnason 2. Þeir Jón Otti Ólafs- son og Gunnar Valgeirsson dæmdu. KA sigur í daufum leik KA-MENN bættu 2 stigum í safnið um helgina er þeir unnu Aftureldingu með 22 mörkum gegn 19. í 2. deildinni fyrir norðan. Jafnt var með liðunum framan af, allt fram á 23. mín. er staðan var 9:9. Þá tóku KA menn kipp og breyttu stöðunni í 12:10 og var staðan þannig í leikhléi. í upp- hafi seinni hálfleiksins náði Aft- urelding að jafna 12:12 en síðan náði KA forystunni aftur og hélt henni alveg til- leiksloka. Munur- inn varð þó aldrei mikill, mestur 3 mörk. Leikurinn var ekki vel leikinn, og það sem helst gladdi augað var góð markvarsla Emils Karlssonar í marki Aftureldingar og Ólafs Haraldssonar i KA-markinu. Emil varði mjög vel allan leikinn en Ólafur kom í markið hjá KA í seinni hálfleiknum og varði þá mjög vel, m.a. 3 vítaskot. Sigur KA var sanngjarn, en liðið hefur oft leikið betur en það lék í þessum leik. Spilið var á stundum ráðleysislegt, en þess á milli lék liðið ágætlega saman. Lið Aftureldingar lék þennan leik einnig nokkuð vel og komu þeir KA-mönnum oft í opna skjöldu með hraðaupphlaupum sínum, sérstaklega þó í byrjun leiksins. Bestir útileikmanna Aftureld- ingar voru Gústav Baldvinsson og Steinar Tómasson en hjá KA var Jóhann Einarsson bestur útispil- aranna, og lék hann einn sinn besta leik í vetur. Mörk KA: Jóhann Einarsson 8, Alfreð Gíslason 7 (2 v), Friðjón Jónsson, Þorleifur Ananíasson og Gunnar Gíslason 2 mörk hver og Hermann Haraldsson 1 mark. Mörk Aftureldingar: Lárus Hall- dórsson 6 (4 v), Gústav Baldvins- son 5, Steinar Tómasson og Sigur- jón Einarsson 3 mörk hvor og Þórir Hjaltesteð og Pétur Jó- hannsson 1 mark hvor. Sor. • Guðsteinn var óstöðvandi er Njarðvík lagði KR. íslandsmet hjá Frey FREYR Aðalsteinsson setti nýtt íslandsmet í snörun og saman- lögðu í 75 kg flokki á lyftinga- móti sem fram fór á Akureyri um helgina. Snaraði Freyr 122,5 kg, en lyfti samanlagt 270 kg. Keppti hann í tvíþraut. í kraftlyftingum kom nýliði mjög við sögu. Víkingur Trausta- son keppti í 125 kg flokki og setti 6 ný Akureyrarmet. Samanlagt lyfti hann 665 kg, sem er 72,5 kg meiri þyngd heldur en gamla Akureyrarmetið hljóðaði upp á . sor/gg. UMFN: Guðsteinn Ingimarsson 5, Gunnar Þorvarðarson 3, Jónas Jóhannesson 3, Brynjar Sigmundsson 3, Smári Traustason 1, Júlíus Valgeirsson 1. Jón V. Matthiasson 1, Valur Ingimundarson 1, Ingimar Jónsson 1. KR: Jón Sigurðsson 3, Geir Þorsteinsson 3, Garðar Jóhannsson 2, Ágúst Líndal 2, Árni Guðmundsson 2, Þröstur Guðmundsson 2, Birgir Guðbjörnsson 1. Fram: Símon ólafsson 3, Þorvaldur Geirsson 3, Ómar Þráinsson 2, Björn Magnússon 2, Björn Jónsson 1. Hilmar Gunnarsson 2, Gunnar Guðnason 1, Örn Þórisson 1. ÍR: Kristinn Jörundsson 3, Kolbeinn Kristinsson 3, Jón Indriðason 2, Sigmar Karlsson 2, Þorsteinn Hallgrímsson 2, Sigurður Bjarnason 2, Björn Leósson 1. Dýrmæt stig til Þórs ÞAÐ leit ekki út fyrir að þeir áhorfendur sem höfðu borgað sig inn á leik Þórs og Aftureldingar fengju að sjá hinn minnsta snefil af handbolta, en samt verða vitni að því að Þórsurum áskotnuðust 2 dýrmæt stig. Búið var að flauta leikinn á og Aftureldingar-menn höfðu ekki látið sjá sig. Dómar- arnir gáfu þeim hins vegar 10 mínútna frest til að mæta á staðinn. Þegar fresturinn var að renna út birtust þeir svo og leikurinn fór því fram. Þórsarar unnu góðan sigur yfir Aftureldingar-mönnum og náðu sér í dýrmæt stig í fallbar- áttunni. Þegar upp var staðið höfðu Þórsarar gert 24 mörk gegn 19 mörkum Aftureldingar. Fyrri hálfleikur var slakur af beggja hálfu og fátt um fína drætti. Leikurinn var mjög jafn og skiptust liðin á um að skora, staðan í hálfleik var 13—12 fyrir Þór. I seinni hálfleik lifnaði held- ur yfir leiknum, þó einkum og sér í lagi yfir leik Þórsara. Þeir juku forystu sína og höfðu þeir náð 3ja marka forystu um miðjan hálf- leikinn og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Þórsarar léku ekki vel framan af í leiknum en í seinni hálfleik rifu þeir sig svo upp úr sleninu og léku þá ágætlega, þó einkum í vörn. Þeirra bestur að þessu sinni var Sig- tryggur Guðlaugsson, hann átti sinn langbesta leik í vetur og lék hann Aftureldingarmenn oft grátt. Lið Aftureldingar var ekki upp á marga fiska í þessum leik, og var enginn sem skaraði sérstaklea framúr nema þá helst Gústaf Baldvinsson. Dómarar voru þeir Guðmundur Lárusson og Ólafur Haraldsson og voru dómar þeirra viðunandi. Mörk Þórs: Sigtryggur Guð- laugsson 7(lv), Benedikt Guð- mundsson (5v), Pálmi Pálmason 4, Árni Stefánsson 2, Gunnar Gunn- arsson 2 og Valur Knútsson 1. Mörk Aftureldingar: Lárus Halldórsson 6(3v), Steinar Tóm- asson 4(2v), Gústaf Baldvinsson 4, Sigurjón Einarsson 2, Björn Bjarnason 2 og Þórir Hjaltested 1. Sor

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.