Morgunblaðið - 11.03.1980, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
27
Fastir liðir eins
og venjulega hjá Val
Kristján Ágústsson átti góðan leik með Val í gærkvöldi og skoraði 27
stig.
ÞAÐ ER nú ljóst eftir
sigur Váls yfir IS í Haga-
skólanum í gærkvöldi að
leikur Vals og UMFN ann-
að kvöld verður uppgjörið
um íslandsmeistaratitil-
inn. Hvorugt liðanna hef-
ur áður orðið íslands-
meistari svo það er ljóst að
nýtt nafn verður skráð á
íslandsbikarinn í mótslok.
Valsmenn unnu öruggan
sigur 102:94 eftir að hafa
haft yfir í hálfleik 56:39.
Eins og sjá má á þessum
- ís 102:94
tölum voru það stúdent-
arnir sem unnu síðari hálf-
leikinn og hefðu víst fæst-
ir trúað því, sem horfðu á
yfirburði Vals í fyrri hálf-
leik.
í fyrri hálfleik höfðu Valsmenn
algera yfirburði. Það var aðeins á
fyrstu mínútunum sem jafnræði
var með liðunum en eftir það tóku
Valsmenn leikinn í sínar hendur
og náðu yfirburðastöðu. Trent
Smock fékk þrjár villur á fyrstu
fjórum mínútunum og þá fjórðu
skömmu síðar og bjuggust menn
því við þvi að hann fengi fljótt að
yfirgefa völlinn með fimmtu vill-
una. En svo fór þó ekki því fimmtu
villuna fékk hann ekki fyrr en 19
sekúndur voru eftir af leiknum.
En eðlilega gat hann ekki beitt sér
sem skyldi í fyrri hálfleiknum.
Valsmenn voru í miklu stuði í
fyrri hálfleiknum og skoruðu
grimmt, þótt hittnin utan af
vellinum væri ekki upp á það
bezta. En það bættu þeir upp með
mjög skemmtilega útfærðum
hraðaupphlaupum. Menn bjuggust
við því að í seinni hálfleiknum
myndu þeir halda áfram sama
kraftinum en svo fór ekki. Smám
saman söxuðu stúdentarnir á for-
skot Valsmanna en sigur þeirra
var samt aldrei í hættu. En það
hlýtur auðvitað að vera umhugs-
unarefni fyrir jafn gott lið og
Valsliðið að tapa seinni hálfleikn-
um með 9 stigum.
Tim Dwyer var að vanda geysi-
sterkur í liði Vals bæði í vörn og
sókn, örugglega fjölhæfastur
þeirra erlendu leikmanna, sem hér
leika. Þá átti Kristján Agústsson
einnig mjög góðan leik. Hann er
einn af þeim fáu leikmönnum, sem
alltaf virðist vera á réttum stað á
réttum tíma. Ríkharður Hrafn-
kelsson var og góður og þeir Torfi
Magnússon og Gústaf Gústafsson
tóku góða spretti.
Trent Smock var að venju allt í
öllu í liði stúdenta og hann skoraði
meira en helminginn af stigum
liðsins. En hann er líka mjög
skotbráður og það vakti kátínu
þegar einn félaga Smocks skaut
misheppnuðu skoti í stað þess að
gefa á Smock að kappinn kallaði:
„Heyrðu vinur, heldur þú að ég sé
á einhverjum heilsubótarhlaupum
hérna fram völlinn." Einnig er
ástæða til þess að geta frammi-
stöðu Jóns Héðinssonar og Bjarna
Gunnars Sveinssonar.
Stig Vals: Tim Dwyer 30, Krist-
ján Ágústsson 27, Ríkharður
Hrafnkelsson 14, Gústaf Gústafs-
son 8, Jón Steingrímsson 6, Jó-
hannes Magnússon 6, Þórir Magn-
ússon 6, Torfi Magnússon 5 stig.
Stig ÍS: Trent Smock 45, Jón
Héðinsson 13, Bjarni Gunnar
Sveinsson 12, Ingi Stefánsson 7,
Gunnar Thors 6, Atli Arason 5,
Jón Óskarsson 4, Guðni Kolbeins-
son 2 stig. Guðni skoraði síðustu
körfu leiksins með miklum tilþrif-
um á lokasekúndunni og fékk
mikið klapp fyrir.
Jón Otti og Eríkur Jóhannesson
dæmdu leikinn og gerðu það vel
þegar á heildina er litið.
SS
Einkunnagjölln
^ _________________—--------:----—
Valur: Kristján Ágústsson 4, Ríkharður Hrafnkelsson 3. Jón
Steingrímsson 2, Gústaf Gústaísson 2, Torfi Magnússon 2, Gústaf
Gústafsson 2, Þórir Magnússon 1, Jóhannes Magnússon 1, Sigurður
Hjörleifsson 1, Guðmundur Jóhannsson 1.
IS: Jón Héðinsson 3, Bjarni Gunnar Sveinsson 3, Gunnar Thors 2,
Ingi Stefánsson 2, Jón Óskarsson 1, Atli Arason 1, Guðni Koibeinsson
1. Jón Björgvinsson 1.
711 nviimtTiToðib
Afar jöfn keppni
á fiórildamótinu
Staöan í úrvalsdeildinni
STAÐAN 1 úrvalsdeildinni er þessi Símon Ólafsson Fram, 425
eftir leikina um helgina: Kristinn Jörundsson ÍR 404
UMFN — KR 100:83 Jón Sigurðsson KR 382
ÍR-Fram 120:94 Ted Bee UMFN 357
Valur — ÍS 102:94 Gunnar Þorvarðarson UMFN 336
Guðsteinn Ingimarsson UMFN 312
Valur 18 14 4 1623:1508 28 Marvin Jackson KR 286
UMFN 18 14 4 1529:1419 28 Kristján Ágústsson Val 282
KR 18 10 8 1474:1421 20 Þorvaldur Geirsson Fram 270
ÍR 18 10 8 1622:1622 20 Jón Héðinsson ÍS 237
ÍS 19 5 14 1628:1700 10 Eftirtaldir leikmenn hafa hlotið flest
Fram 19 2 17 1483:1676 4 stig í stigagjöf blaðamanna Mbl:
Jón Sigurðsson KR 63
Stigahæstu leikmenn mótsins eru: Kristinn Jörundsson ÍR 62
Trent Smock ÍR 637 Guðsteinn Ingimarsson UMFN 61
Tim Dwyer Val , 514 Símon ólafsson Fram 61
Mark Christiansen ÍR 463 Gunnar Þorvarðarson UMFN 59
Breiðablik Akranes og
Stjarnan í einum hnapp
Buttcrfly-borðtennismótið var
haldið í íþróttahúsi Gerplu Kópa-
vogi sunnudaginn 9. mars. í
mótið voru skráðir 91 keppandi
en 75 mættu til leiks. Keppni fór
fram í fimm flokkum og urðu
sigurvegarar i flokkunum þessir:
Meistaraflokkur karla:
1. sæti Tómas Guðjónsson KR
2. sæti Stefán Konráðsson Víking
3. -4. sæti Hilmar Konráðs. Vík.
Hjálmtýr Hafsteinsson KR
Keppnin í flokknum var mjög
jöfn og spennandi og þurfti í flest
öllum leikjum oddalotu til að fá
úrslit. Tómas og Stefán þurftu að
leika tvo úrslitaleiki til að skera
úr um úrslitin því keppendur
máttu tapa tveimur leikjum til að
falla úr keppni. Þegar að síðasta
leiknum kom var Stefán taplaus,
hann hafði unnið Tómas nokkru
áður, Tómas sigraði í fyrri viður-
eign þeirra i úrslitunum 2—1 eftir
harðar og mjög vel leiknar lotur
og í hreinum úrslitaleik sigraði
hann 21—15 og 32—30.
Meistaraflokkur kvenna:
1. sæti Ragnhildur Sig.d. UMSB
2. sæti Susan Zakarian Gerplu
3.-4. sæti Guðbj. Stefánsd. Fram
Guðrún Einarsdóttir Gerplu
I flokknum kepptu allar við
allar og sigraði Ragnhildur alla
keppinauta sína:
1. flokkur karla:
1. sæti Jóhannes Hauksson KR
2. sæti Hjörtur Jóhanns. UMFK
3. -4. sæti Guðm. Maríusson KR
Þorfinnur Guðmunds. Víking
Jóhannes og Hjörtur þurftu að
leika tvo úrslitaleiki eins og Tóm-
as og Stefán og eftir mjög jafna og
spennandi keppni sigraði Jóhann-
es.
1. flokkur kvenna:
1. sæti Sigrún Bjarnad. UMSB
2. sæti Sigrún Sverrisd. Víking
3. -4. sæti Helga Jóhannsd. ÍFR
Guðbjörg Eiríksdóttir ÍFR
í þessum flokki þurfti einnig tvo
úrslitaleiki og í þeim sigraði
Sigrún Bjarnadóttir nokkuð ör-
ugglega.
2. flokkur karla:
1. sæti Björgvin Björgvinsson KR
2. sæti Jósef Gunnarsson Fram
3. -4. sæti Davíð Pálsson Örninn
Árni Hannesson Örninn
BREIÐABLIK telst nú næsta
öruggur sigurvegari í 3. deild-
inni í handknattleik, þótt ekki sé
það alveg pottþétt, en Akranes
og Stjarnan fylgja fast á eftir og
kljást að líkindum um annað
sætið og þar með réttinn til þess
að lcika aukaleiki um sæti í 2.
deild við næstneðsta liðið þar.
Það verður því áreiðanlega fjör-
ugt á Skaganum á föstudaginn í
næstu viku, þegar Akranes og
Stjarnan gera þar upp dæmið sín
imilli.
Úrslit í síðustu leikjum urðu þessi:
Keflavík smalaði saman fjórum
stigum, fyrst með sigri yfir Gróttu
19:17 (11:9) í báráttuleik, síðan
með stórsigri yfir Selfossi 36:17,
en báðir þessir leikir voru í
Njarðvík.
Óðinn náði jafntefli gegn Akra-
nesi í Laugardalshöllinni, 16:16
(6:7), þar sem mistökin urðu ekki
talin en Óðinsmenn seigluðust.
Skagamönnum virðist ganga illa í
Höllinni og hafa að auki sennilega
lent á „vondri" lögregluvakt! En
Óðinn mætir með nokkuð breyti-
legt lið, eftir vöktum.
Breiðablik sigraði Gróttu ör-
ugglega á Seltjarnarnesi 24:18
(14:8), þótt Gróttumenn berðust af
grimmd allan leikinn á enda. Eftir
fyrstu 5 mínúturnar varð munur-
inn aldrei minni en 4 mörk.
Breiðablik á nú eftir leiki við
Selfoss, Dalvík og Óðin, Akranes
við Stjörnuna og Keflavík, Stjarn-
an við Akranes, Gróttu og Dalvík.
Staðan í 3. deild
Breiðab. 11 9 1 1 286:210 19:3
Akranes 12 8 3 1 275:229 19:5
St jarnan 11 7 2 2 283:217 16:6
Óðinn 12 5 4 3 272:263 14:10
Keflav. 12 6 1 5 256:233 13:11
Grótta 12 3 1 8 262:294 7:17
Dalvík 10 2 0 8 209:257 4:16
Selfossl2 0 0 12 223:265 0:24
Víðavangshlaup Islands
Viðavangshlaup fslands fer fram á Miklatúni í Reykjavík
sunnudaginn 23. marz og hefst klukkan 14. Keppt verður i
eftirtöldum flokkum: Stelpur fæddar 1958 og siðar; strákar fæddir
1958 og siðar; telpur fæddar 1966 og 1967; piltar fæddir 1%6 og 1967;
sveinar og drengir fæddir 1%2 til 1%5; konur fæddar 1%5 og fyrr; og
karlar fæddir 1%1 og fyrr.
Þátttökugjald fyrir hvern keppenda í karla og kvennaflokki er kr.
300, en i hinum flokkunum kr. 150. Keppt verður i fjögurra og tiu
manna sveitum i öllum flokkum. Þátttökutilkynningar ásamt
þátttökugjöldum þurfa að hafa borizt FRÍ, pósthólf 1099, í síðasta lagi
18. marz.
‘mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm,