Morgunblaðið - 11.03.1980, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
Liverpool, Everton, Arsenal,
og West Ham í undanúrslit
LIVERPOOL, Everton, Arsenal og West Ham tryggðu sér á
laugardaginn rétt til þess að leika i fjögurra liða úrslitum í ensku
FA-bikarkeppninni. Tvenn úrslit úr 8-liða úrslitunum verða að
teljast óvænt og athyglisverð. í fyrsta lagi var það sigur West Ham
úr 2. deild gegn Aston Villa, einu af efstu 1. deildar liðunum. Og
sigur West Ilam var afar sanngjarn þrátt fyrir að sigurmarkið
kæmi ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins. Þá var ekki síður
athyglisverður sigur Everton gegn hamfaraliði Ipswich, fyrsta tap
Ipswich í 17 ieikjum.
Arsenal stefnir nú í þriðja
úrslitaleikinn í röð. í fyrra
sigraði liðið Manchester Utd. í
æsispennandi leik, en tapaði árið
áður fyrir Ipswich. Arsenal átti í
engum erfiðleikum með Wat-
ford. Eftir tíðindalítinn og jafn-
an fyrri hálfleik, tók Arsenal öll
völd á vellinum í síðari hálfleik
og Frank Stapleton hafði skorað
tvívegis áður en að Malcolm
Poskett svaraði fyrir Watford
nokkrum mínútum fyrir leiks-
lok. Skoraði Poskett markið eftir
snilldarlegan undirbúning Wilf
Rostron, fyrrum leikmanns með
Arsenal. Stapleton var hins veg-
ar klaufi að skora ekki fleiri
mörk, fékk til dæmis knöttinn
beint í kollinn í síðari hálfleik í
dauðafæri, 3 metra frá markinu
með markvörðinn á fjórum fót-
um á línunni. En Stapleton
skallaði beint í flatmagandi búk-
inn á markverðinum.
Everton kom sannarlega
áhangendum sínum á óvart með
því að sigra lið Ipswich í fjörug-
um leik. En það var víðs fjarri
því að Everton ætti sigurinn
skilið, í rauninni var það Ipswich
sem hafði mikla yfirburði í
leiknum. En það er liðið sem
skorar mörkin sem sigrar (nema
um sjálfsmörk sé að ræða) og
Everton skoraði eftir sína fyrstu
sóknarlotu í leiknum, á 28.
mínútu, en þá sendi John Gid-
man knöttinn á kollinn á Bob
Latchford sem skoraði laglega.
Enn sótti Ipswich og enn skoraði
Everton, síðara markið skoraði
Brian Kidd, en skömmu fyrir
leikslok minnkaði Kevin Beattie
muninn í 2—1. Þar við sat.
Liverpool vann stórgóðan sig-
'
1. DEILD
Liverpool 29 17 8 1 60:22 12
Manch Utd 30 16 8 6 47:26 40
Ipswich 31 16 5 10 52:32 37
Arsenal 29 13 10 6 38:23 36
Aston Villa 29 12 11 6 38:30 35 1
Southampton 32 13 8 11 49:40 34
Crystal Palaco 32 11 12 9 36:35 34
Notth Forest 30 13 6 11 44:36 32
MiddIesbrough29 12 8 9 33 27 32
Wolverhampt 29 13 6 10 35:32 32
Leeds 31 12 12 9 37:38 32 1
Norwich 30 9 13 8 43:44 31
Tottenham 30 12 7 11 40:14 31
Coventry 31 13 4 14 45:50 30
W B A 31 9 11 11 43:42 29
Brighton 32 8 12 12 10:19 28
I Stoke 30 9 9 12 36:12 27
Manch City 31 9 9 13 31:50 27
Everton 30 6 12 12 33:11 24
Bristol City 31 6 9 16 22:47 21
Derby 32 7 6 19 30:51 20
Bolton 29 2 10 17 20:51 11
2. DEILD
Chelsea 31 18 1 9 53:39 10
Luton “32 13 12 7 52:35 38
Leichester 32 13 12 7 41:32 38
Birmingham 30 16 6 8 38:26 38
1 Queens Park R.32 15 7 10 59:39 37
Newcastle 32 11 9 9 42:35 37
West Ham 28 16 1 8 39:26 36
Sunderland 31 11 8 9 48:36 36
Orient 32 12 10 10 41:43 34
Oldham 31 12 8 11 39:38 32
Wrexham 31 11 4 13 35:36 32
Shrewsbury 32 11 3 15 46:42 31
Cardíff 32 13 5 14 31:38 31
Cambridge 32 8 14 10 40:39 30
Swansea 32 12 6 14 34:43 30
Preston 31 8 13 10 37:39 29
Notts County 31 9 10 12 39:37 28 1
Bristol Rovers 31 9 8 14 39:48 26 1
Watford 31 7 11 13 21:34 25 1
Burnley 32 6 10 16 33:58 22 1
Charlton 31 6 8 17 29:52 20 1
Fulham 31 6 6 19 30:58 18 1
ur úti gegn Tottenham í hörku-
leik. Heimaliðið leið mjög fyrir
það að Ricardo Villa varð að
hverfa meiddur af leikvelli eftir
aðeins 10 mínútur. Tottenham
var næst því að skora snemma í
leiknum þegar að Alan Hansen
var aðeins feti frá því að senda
knöttinn í eigið net. Tottenham
sótti meira framan af, en sterk
vörn Liverpool gaf á sér engin
færi. Liverpool átti einnig sín
augnablik, t.d. þegar Jim Case
skaut beint í markvörðinn þegar
auðveldara hefði verið að skora.
Eina mark leiksins var mjög
glæsilegt, en það skoraði Terry
McDermott á 38. mínútu,
þrumuskot af löngu færi, eftir að
hafa stolið knettinum af Osvaldo
Ardiles.
West Ham sótti djarflega
gegn Aston Villa og leikmenn
liðsins hafa vafalaust gert sér
grein fyrir þvi að æskilegast
væri að leggja liðið að velli á
heimavelli, það yrði erfiðara á
Villa Park. Hvað eftir annað
prjónuðu leikmenn West Ham
sig í gegn, en Jim Rimmer í
marki Villa var betri en enginn
og varði oft fallega. Hann réð þó
ekkert við vítaspyrnu Stewart á
síðustu mínútu leiksins.
Nokkrir leikir fóru fram í 1.
deild meðan framangreind lið
glímdu í bikarkeppninni. WBA
bætti mjög stöðu sína í neðri
helmingi deildarinnar með því
að sigra óútreiknanlegt lið Cov-
entry á útivelli. Peter Barnes
skoraði bæði mörk WBA, sitt í
hvorum hálfleik.
Leeds keypti í síðustu viku
skoska landsliðsmanninn Derek
Parlane af Rangers og kappinn
skoraði í sínum fyrsta leik fyrir
nýja liðið sitt. Það var síðara
markið í 2—0 sigri gegn South-
ampton, fyrra markið skoraði
Paul Hart. Mörkin komu á 27. og
38. mínútu.
Stoke náði tvívegis forystunni
gegn Derby á Baseball Ground.
Gart Crooks var þar að verki í
bæði skiptin. En Derby gafst
ekki upp, fyrst jafnaði Keith
Osgood og síðan Alan Biley.
• Bob Latchíord skoraði fyrra mark Everton gegn Ipswich.
Brighton krækti enn í dýr-
mætt stig til þess að halda sér
fyrir ofan mesta hættusvæðið.
Liðið hefði raunar átt áð sigra
Norwich á Carrow Road, eftir að
hafa komist í 2—0 í fyrri hálf-
leik með mörkum Brian Horton
og Mark Lawrenson. Kevin
Reeves kom heimaliðinu síðan á
bragðið með góðu marki í síðari
hálfleik og síðan jafnaði Alan
Taylor metin.
Crystal Palace vann auðveldan
sigur á dauðadæmdu liði Bolton.
Billy Gilbert, Vince Hilaire og
Jessy Murphy skoruðu mörk
Palace, en Paul Jones svaraði
fyrir botnliðið.
2. deild:
Bristol Rovers — 1 (Barrow-
clough) — Orient 2 (Mayo, Jenn-
ings)
Burnley 0 — QPR 3 (Gillárd,
Allen, Shanks)
Cambridge 0 — Newcastle 0
Cardiff 3 (Stevens 2, Buchanan)
— Charlton 1 (Hales)
Fulham 1 (Lock) — Chelsea 2
(Walker 2)
Oldham 4 (Wylde 2, Steele,
Wood) — Swansea 1 (Giles)
Preston 1 (McGhee) — Luton 1
(Hatton)
Schrewsbury 1 (Maguire) —
Birmingham 0
Sunderland 0 — Leichester 0
Terry McDermott skoraði sigurmark Liverpool.
Knatt-
spyrnu-
úrslit
England, bikarkeppnin:
Everton —Ipswich 2-1
Tottenham—Liverpool 0-1
Watford—Arsenal 1-2
West Ham — Aston Villa 1-0
England 1. deild:
Coventry—WBA 0-2
Cr.Palace—Bolton 3-1
Derby—Stoke 2-2
Leeds—Southam pton 2-0
Norwich — Brighton 2-2
England 3. deild:
Brentford — Ply mouth 0-0
Bury—Reading 1-0
CarIÍ8le—Oxíord 2-2
Chester—Barnsley 0-0
Chesterfield — Southend 1-0
Colchester — Blackburn 0-1
Exeter—Hull 2-2
Gillingham — Mansfield 2-0
Millwall—Sheffield Utd. 1-1
Rotherham—Grimsby 0-0
Sheffield Wed —Wimbledon 3-1
Swindon — Blackpool 2-1
England T.deild:
Aldershot—Hereford 3-3
Bournemotuth — Bradford 1-1
Crewe—Hartlepool 2-1
Northam pton — Rochdale 0-0
Peterbrough — Dar lington 3-0
Portsmouth — Doncaster 2-0
Port Vale;—Walsall 2-2
Scunthorpe—Trammere 2-2
Stockport — Lincoln 2-1
Wigan —Newport 0-1
Y ork — Iluddersf ield 0-1
• ♦
v^
Skotland
Berwick—Hibs 0-0
Celtic —Morton 2-0
Partick—Aberdeen 1-2
Rangers—Hearts 6-1
* %
v/
Spánn:
Las Palmas — Atletico Madrid 4-2
Atl. Bilbao — Sevilla 1-3
Valencia — Malaga 2-1
Rayo Vallecano — Burgos 5-2
Barcelona — Sporting Gijon 0-0
Almeria — Hercules 2-0
Zaragoza — Real Sociedad 0-2
Real Betis — Salamanca 2-0
Real Madrid £ Espanol 2-0
Real Sociedad og Real Madrid hafa
bæði hlotið 37 stig og er baráttan um
titilinn eingöngu milli þeirra. í þriðja
sæti er Gijon með 29 stig.
Belgia:
Charleroi — Cercle Brugge 2-0
Winterslag — Standard 1-0
Beerschot — Lokeren 0-2
FC BruKgc — Berchem 4-2
Molenbeek — Lierse 1-0
Beveren — Hasselt 1-0
FC Liege — Waregcm 2-0
Antwerp — Waterschei 0-2
Beringen — Anderlecht 3-2
FC Brugge er efst með 37 stig.
Lokeren er i öðru sseti með 36 stig <>g i
þriðja sæti er Standard Liege með 35
stig. tslendingaliðin eiga þvi enn
mikla möguleika á efsta sætinu.
V.#*'
BAYERN MUnchen gaf ekkcrt eftir í
efsta sæti þýsku deildarkeppninar,
sigraði MSV Duisburg næsta orugg-
lega 3—1. tvívegis skoraði Karl Heinz
Rumenigge ogr þriðja markið skoraði
Dieter Höness. Rudi Seliífer skoraAi
eina mark Duishurg. HSV náði sér
ærlega á strik á nýjan leik eftir slaka
frammistöðu í síðustu leikjum. Ilru-
besch skoraði tvívegis Ke«n Frank-
furt og þeir Milewski. Reiman ok
Kaltz skoruðu sitt markið hver í 5—0
sÍKri HSV. Úrslit leikja og markaskor-
arar voru sem hér fer á eftir:
Bayer Leverkusen i (Gersdorí. Szech.
Hörster, Posner)
— Werder Bremen 0
FC Schalke 04 1 (Bittcher)
— FC Köln 1 (Schuster)
IISV 5 (Ilrubesch 2, Kaltz, Reimau.
Milewski)
— Frankfurt 0
Mönchen Gladbach 0
— Kaiserslautern 3 (Neus. BrieKel.
Geye)
Bayern 3 (Ilöness, Rumenigge 2)
— Duisburg 1 (Scliger)
Dusseldorf 2 (Klaus Allofs 2)
— Dortmund 1 (Koch)
Stuttgart 1 (Olicher)
— 1860 MUnchen 1 (Raubold)
Braunschweig 1 (Trimhold)
— Bayer Uerdringen 1 (Ehmke)
Ilertha 1 (Remark)
— VFL Bochum 0
Staða efstu liðanna er nú þannig, að
Bayern er í efsta sæti með 33 stig.
Köln er í öðru sæti með 31 stig og HSV
er i þriðja sæti með 30 stig. Schalkc
hefur 29 stig og Stuttgart 27 stig.
fc