Morgunblaðið - 11.03.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
29
Hvemig standa prjóna-
og saumastofurnar?
ULLARIÐNAÐURINN á eins og kunnugt er í miklum rekstrarerfiðleikum um
þessar mundir. Af því tilefni sneri Mbl. sér til framkvæmdastjóra þriggja prjóna- og
saumastofa úti á landsbyggðinni og innti þá eftir stöðunni þar. Að mati þeirra allra
er það augljóst að iðngreinin þolir ekki þetta ástand til lengdar, sumir þurfa jafnvel
að loka á næstu vikum. Samtölin við þremenningana fara hér á eftir:
„Verðum að loka
innan mánaðar“
— segir Sophonías Zophoníasson fram.kvstj. Pólarprjóns Blönduósi
„ÁSTANDIÐ hjá okkur, eins og
sjálfsagt öllum, sem framleiða
eitthvað úr ull, er mjög bágborið,
og það er alveg ljóst að við getum
ekki haldið starfseminni gangandi
lengi úr þessu, ef ekki verður
gripið til einhverra aðgerða,"
sagði Sophonías Zophoníasson
framkvaemdastjóri Pólarprjóns á
Blönduósi í samtali við Mbl. í gær.
„Við fáum enga hækkun á þessa
vöru erlendis, nema gengisbreyt-
inguna, því verð er ákveðið fyrir
árið í senn. Hins vegar dynja
innanlandshækkanirnar stöðugt
yfir, raun mun meira heldur en
nokkurn óraði fyrir. I því sam-
bandi má nefna að ekki nokkur
maður bjóst við því að ullin færi i
verði langt upp fyrir heimsmark-
aðsverð, sérstaklega þegar það er
haft í huga, að við inngönguna í
EFTA á sínum tíma var iðnaðin-
um lofað því að hráefni skyldu
ekki fara upp fyrir heimsmarkaðs-
verð hverju sinni," sagði Sophoní-
as.
Sophonías sagði og aðspurður,
að Pólarprjón seldi bæði sjálft til
erlendra aðila og til innlendra
söluaðila, eins og Álafoss, Sam-
bandsins og Hildu h.f., en mest af
framleiðslunni færi til Bandaríkj-
anna og Kanada og því væri verð í
dollurum, sem væri mun óhag-
stæðara heldur en gjaldmiðlar
flestra Evrópulanda.
Er ekki fyrirsjáanlegur sam-
dráttur eða jafnvel lokun hjá
ykkur á næstu vikum? „Miðað við
óbreyttar aðstæður er auðvitað
ekkert annað að gera, en loka
innan mánaðar, en maður bara
trúir því ekki að þessi eini útflutn-
ingsatvinnuvegur á íslandi sem
þróast hefur eðlilega verði lagður í
rúst. Þá má geta þess að aldrei
hefUr verið jafn liðlegt að selja
íslenzku ullarvörurnar eins og
einmitt nú,“ sagði Sophonías að
síðustu.
„Augljóslega mikið
tap á saumastofunum"
— segir Sigurður Fjeldsteð framkv.stj. Prjónastofu Borgarness
.„ÞAÐ er augljóslega orðið mik-
ið tap hjá saumastofunum víða
um land og við erum engin
undantekning þar frá ,“ sagði
Sigurður Fjeldsteð framkvæmda-
stjóri Prjónastofu Borgarness í
samtali við Mbl. í gær.
„Þróunin hefur verið það
ískyggileg að undanförnu, að það
gefur auga leið að þetta gengur
ekki til lengdar. Gengið hefur
hækkað mun minna heldur en
annað, eins og laun og hráefnis-
kostnaður, og nú síðast um mán-
aðamótin hækkaði ullin eins og
kunnugt er og er komin töluvert
uppfyrir heimsmarkaðsverð,"
sagði Sigurður.
„Það sem kemur okkur hjá
Prjónastofu Borgarness hvað mest
til hjálpar, er að við verzlum mest
við Bretland og þróun breska
pundsins hefur verið mun hag-
stæðari heldur en annarra gjald-
miðla, eins og Bandaríkjadollars,
sem flestir miða sína sölu við,“
sagði Sigurður að lokum.
„Hörmimgarástand
er hjá ílestum “
— segir Einar Árnason framkvæmdastjóri Saumastofunnar
Vöku á Sauðárkróki, „en við sleppum hins vegar þokkalega
þar sem söluaðilinn tekur á sig allar hækkanir“
„ÞAÐ má segja að hörmungar-
ástand ríki hjá flestum í ullariðn-
aði í dag, nema þeim sem fram-
leiða fyrir fyrirtæki eins og Ála-
foss, sem kaupir á kostnaðarverði
hverju sinni og við erum einmitt í
þeirri stöðu," sagði Einar Árnason
framkvæmdastjóri Saumastof-
unnar Vöku á Sauðárkróki í sam-
tali við Mbl. í gærdag.
„í okkar tilfelli lendir skaðinn
allur á Álafossi, en hjá þeim
fyrirtækjum sem selja sína fram-
leiðslu á fyrirframákveðnu doll-
araverði, þafer útlitið mjög
dökkt," sagði Einar ennfremur.
Einar sagði ennfremur að hann
framleiddi eina flík fyrir Sam-
bandið og væri málum nú svo
komið að hann tapaði nær alveg
vinnulaununum vegna óhagstæðr-
ar þróunar á undanförnum mán-
uðum.
Þrjátíu ár
frá frum-
sýningu
á Síðasta
bænum
í Dalnum
Þrjátíu ár voru liðin í gær, 10. marz, frá því að
Óskar Gíslason kvikmyndatökumaður frumsýndi hina
vinsælu kvikmynd sína Síðasti bærinn í Dalnum.
Mikil aðsókn hefur verið á íslenzku kvikmyndirnar
sem búið er að frumsýna í vetur, fyrst Land og syni og
síðan Veiðiferðina og í tilefni af því hve mikill áhugi
er nú fyrir innlendum kvikmyndum þá rifjum við hér
upp þær viðtökur sem Síðasti bærinn í Dalnum fékk,
en alls sáu um 40 þús. manns myndina í Austurbæjar-
bíói á sínum tíma og biðraðir náðu stundum í kring
um bíóhúsið. Miðinn á Síðasta bæinn í Dalnum
kostaði árið 1950 kr. 10 fyrir fullorðna og 5 kr. fyrir
börn. Myndin var 90 mín. löng.
Þessi mynd var tekin á sínum tíma í hljóðupptöku á
tónlistinni í Síðasta bæinn í Dalnum, en hún var tekin
á hljómplötu þar sem segulbönd voru ekki komin til
sögunnar þá. Þarna er dr. Urbancic að stjórna
upptökunni á tónlist Jórunnar Viðar og var kvik-
myndin sýnd á tjaldi um leið til þess að stjórnandinn
gæti látið taktinn falla að myndinni.
Þegar kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í
Dalnum, var frumsýnd 1950 var aðsóknin slík að
stundum náði biðröðin við miðasölurnar í kringum
húsið eins og sjá má.