Morgunblaðið - 11.03.1980, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
Minning:
Stefdn Sturla
Stefánsson
Fæddur 5. nóv. 1927.
Dáinn 28. febr. 1980.
Haustið 1945 settust allmargir
nýir nemendur í þriðja bekk
Menntaskólans í Reykjavík. Meðal
þeirra var Stefán Sturla Stefáns-
son, sonur Stefáns heitins frá
Hvítadal. og konu hans Sigríðar
Jónsdóttur. Við áttum eftir að
sitja saman í bekk næstu fjóra
vetur.
Eins og títt er hjá ungmennum
á þessum aldri, sem mikið hafa
saman að sælda, myndaðist brátt
náinn kunningsskapur okkar á
milli, sem síðar þróaðist í vináttu,
er stóð alla tíð síðan.
Stefán Sturla var að eðlisfari
hlédrægur og stundum ekki laus
við feimni. Hins vegar var hann
mjög félagslyndur og naut sín
einkar vel í hópi bekkjarsystkina
og vina, enda varð hann brátt afar
vinsæll meðal okkar.
Föður sinn missti hann árið
1933 og hefur sá missir eflaust
haft mikil og djúpstæð áhrif á
hann. Hann varð snemma þrosk-
aðri en flestir jafnaldrar hans og
um leið umburðarlyndari. Hann
var dagfarsprúður með afbrigðum
og glaðlegur, en jafnframt hafði
hann fulla einurð til að fylgja
sannfæringu sinni og segja hana
öfgalaust.
Þegar við nú að leiðarlokum
lítum yfir farinn veg, sækja að
okkur minningar um þennan
hógværa, glaðværa pilt. Hæst ber
minningar um sterkust einkenni
hans, drenglyndi og tryggð. Hann
gerði aldrei viljandi á hlut nokk-
urs og tók ekki þátt í ærslum
okkar og hrekkjum, ef honum
fannst þau ganga úr hófi. Galsi
hans og kátína voru að jafnaði
tamin, þótt hann tæki fullan þátt í
gleði okkar á góðum stundum.
Tryggð hans var slík, að þeir,
sem eitt sinn eignuðust vináttu
hans, gátu treyst á hana. Engu
breytti þar um, þótt langt liði
milli samfunda. Hann var alltaf
hinn sami öll þau ár, sem liðu frá
því við kynntumst fyrst þar til
leiðir skildu nú við skyndilegt
fráfall hans.
Stefán Sturla átti sér ríka
réttlætiskennd og meðfædda góð-
vild. Það var því að vonum að við
leituðum oft til hans, ef vanda bar
að höndum. Hann vildi hvers
manns vanda leysa. En við komum
einnig oft í Þingholtsstrætið, þar
sem Sigríður móðir hans bjó
ásamt börnum sínum, til þess að
tefla skák, ræða áhugamál okkar
eða bara til þess að njóta góðs
félagsskapar. Það var því sízt að
undra, þótt oft væri þar gest-
kvæmt.
Stefán Sturla var hamingju-
maður i lífi sínu. Hann eignaðist
góða konu, þegar hann kvæntist
Katrínu Hauksdóttur Thors hinn
27. maí 1955. Hjónaband þeirra
reyndist hið farsælasta. Þau eign-
uðust eina dóttur, Sofíu Erlu.
Hann vann alla tíð í Útvegs-
banka Islands og ávann sér traust
yfirmanna sinna, samstarfsfólks
og viðskiptavina bankans, enda
t
Faðir okkar og tengdafaöir
ODDSTEINN GÍSLASON
Efstasundi 13
lést í Borgarspítalanum 9. marz.
Börn og tengdabörn.
+ Maöurinn minn og faöir
GISSUR H. JÓNSSON
frá Bolungarvík
Hraunbæ 4,
er látinn. Dagbjört Jónsdóttir Bjarni Gissurarson.
t
Sonur minn,
GUNNAR AÐALSTEINSSON,
vélstjóri
lést af slysförum hinn 8. mars. Jaröarförin veröur auglýst síöar.
Sólveig Helgadóttir.
t
Unnusti minn, faðir, afi og fósturfaöir
HARALDUR Ó. ÁSGRÍMSSON
andaöist í Heilsuverndarstöö Reykjavíkur 4. marz.
Jarðarförin fer fram 14. marz kl. 3 í Fossvogskirkju.
Helga Sólbjartsdóttir
Soffía Haraldsdóttir
börn og fósturbörn.
Maöurinn minn og tengdasonur
WILLIAM H. SPROAT
Rt. 1 Box 75 125 A
1 West Point,
Garden City
South Carolína 29576
lést 22. febrúar. Útförin hefur fariö fram.
Hulda Sproat Anna Magnúsdóttir
Bustaðavegi 73.
var hann góðum gáfum gæddur,
glöggur, harðduglegur og velvilj-
aður.
Við gamlir bekkjarbræður Stef-
áns Sturlu, sem nú kveðjum hann
hinztu kveðju, þökkum honum
fyrir samfylgdina, órofa vináttu
hans og tryggð.
Eiginkonu hans, Katrínu dóttur
þeirra, Sofíu Erlu og fjölskyldu
vottum við okkar innilegustu sam-
úð.
Megi minningin um góðan dreng
veita þeim huggun í harmi.
F.h. bekkjarbræðra
Einar M. Jóhannsson
í dag fór fram frá Krists kirkju
i Landakoti útför Stefáns Sturlu
Stefánssonar aðstoðarbankastjóra
Útvegsbanka íslands. Hann and-
aðist, aðeins 52 ára, 28. febrúar
1980.
Hans hefir verið minnst og
æviatriða hans hér í blaðinu og
skal það ekki endurtekið.
Vinarkveðju vil ég þó bæta hér
við. Stefán Sturla Stefánsson var
mér alltaf einkar kær og hollur í
öllu samstarfi meðan ég var í
stjórn og að undanförnu í starfi
félagsmála bankamanna. Alltaf
ljúfur og lipur til liðsinnis og
aðstoðar þegar til hans var leitað.
Eg man mætavel þegar hann á
vegum samtaka bankamanna
flutti fræðsluerindi um bankamál
í Bifröst í Borgarfirði fyrir nokkr-
um árum og kom í ljós glögg-
skyggni hans og yfirgripsmikil
þekking á málefni því, er hann
fjallaði um.
Mun þetta hafa verið fyrsta
fræðsluerindi hans. Enginn við-
vaningur var þó á ferð.
Stefán Sturla Stefánsson var
fæddur að Bessatungu í Saurbæj-
arhreppi í Dalasýslu.
Hann ól æskuár og átti uppeld-
isspor í Hafnarfirði hjá trúar-
flokki foreldra sinn, katólskum að
Jófriðarstöðum í Hafnarfirði.
Hann mat þann þátt ævi sinnar
ávalt mikils og með mikilli virð-
ingu. Bar það oft á góma á
dagskrá er við fjölluðum um
Hafnarfjörð, en þar þekktum við
báðir staðhætti og búendur.
Stefán Sturla var alla ævi
einlægur og sannur trúmaður.
Ég minnist þess með þakklæti
þegar hann benti mér á og aðstoð-
aði að ég átti þess kost í árlegu
ferðalagi mínu með börn og
barnabörn starfsmanna Útvegs-
bankans að heimsækja kirkju
Krists í Landakoti.
Mér var þá ljóst af viðtölum við
fyrirmenn kirkjunnar hversu
miklum vinsemdum og virðingar
hann naut í röðum þeirra.
Útförin í dag sannaði það sem
hér er sagt.
Stefán Sturla átti fagurt og
aðlaðandi heimili að Reynimel 60,
hér í borg, með eiginkonu sinni
Katrínu Thors og einkadóttur,
Sofíu Erlu. Heimilið var hans
helgidómur. Þar voru hans unaðs-
stundir, er hann eyddi öllum, er
starfsstundum var lokið dag hvern
og á frídögum. Heimilislífið var
Stefáni Sturlu einlægt og elsku-
legt. A sumrum brá hann sér á
stundum í Skorradal, en þar var
hans annað heimili í fegurð Borg-
arfjarðar á sólskinsstundum í
skógarrunnum.
Stefán Sturla var enginn
hávaðamaður, heill í skoðunum og
hjálpsamur bágstöddum.
Hann átti marga vini, sem m.a.
kom fram í geysifjölmennri útför
hans í kirkju Krists í Landakoti í
dag.
Nú er Stefán Sturla Stefánsson
allur.
Ég veit að þær mæðgur hafa
tárast sáran við söknuðinn mikla.
En guð þerrar öll tár og fagrar
minningar geyma ávallt þakklæti
í sálarranni.
Örlögin eru í hendi guðs.
7. marz
Adolf Björnsson
Á föstudaginn var, þann 7.
mars, var sungin sálumessa fyrir
Stefán Sturlu Stefánsson. Sú sálu-
messa var fögur og kirkjugestir
sameinuðust í bæn fyrir sálu hins
látna og þökkuðu honum það sem
liðið var. Við bekkjarsystkini Stef-
áns kvöddum hann þar hinstu
kveðju og bekkjarbræður okkar
báru kistu hans úr kirkju. En eitt
vantaði af okkar hálfu: kveðjuorð
til að þakka honum samvistina
hér á jörð. Kannski erum við
svona svifasein, kannski er bekk-
urinn svo samheldinn að við höf-
um treyst því að einhver annar úr
bekknum mundi minnast hans í
blöðum. En ef til vill er þriðja
ástæðan veigamest og trúlegust,
að hið sviplega andlát Stefáns
Sturlu hafi slegið okkur svo, að
sjálfsagðir hlutir urðu útundan.
Það er eitt af lögmálum lífsins
og mælikvarði á kærleika, að þeir
sem maður kynnist á unga aldri,
þeir verða hluti af manns eigin
lífi. Þegar einn hverfur úr hópn-
um, þá kveður maður jafnframt
hluta af sjálfum sér. Minningarn-
ar um Stefán Sturlu eru jafnframt
minningar um tilvist manns sjálfs
á vissu æfiskeiði. Fyrir þær minn-
ingar er mér ljúft að þakka.
Við fyrstu kynni veitti maður
því athygli hvað lífsgleðin var
ríkjandi þáttur í eðli hans. Síðar
þegar við eltumst og þroskuðumst
og kynntumst betur, var það
viðkvæmnin í fari hans sem
maður skynjaði helst. Og ég man,
þegar ég frétti að Stefán Sturla
var orðinn bankastjóri, þá hugsaði
ég: hvernig getur svona viðkvæm-
ur maður staðið í slíku starfi? En
svo komst ég að því gegnum árin,
að þessi fyrsta hugsun mín var
röng, því Stefán Sturla rækti ekki
bara starf sitt óaðfinnanlega,
heldur starfaði þannig, að einmitt
þeir sem þurftu helst á hjálp að
halda, áttu hauk í horni þar sem
hann var, og ég vil bæta því hér
við, að skáldin sem svo margir í
háum embættum eiga bágt með að
skilja, þau áttu sálufélaga þar sem
Stefán Sturla var.
Það var ekki meining mín að
rekja æfiatriði Stefáns Sturlu.
Það hefur þegar verið gert í
blöðum. Með þessum línum vakir
ekki annað fyrir mér en þakka
honum samfylgdina fyrir hönd
okkar bekkjarsystkina hans og tjá
Kötu og Sofíu Erlu okkar dýpstu
samúð. Það er von mín, að við
bekkjarsystkinin sem áttum svo
margar glaðar stundir með Sturlu
og Kötu, megum reynast menn til
að vera þeim mæðgum vinir í sorg
þeirra og í framtíðinni. Blessuð sé
minning Stefáns Sturlu.
Svava Jakobsdóttir.
Ldra Arnórsdóttir frá
Eskifirði — Minning
Fædd 24. maí 1901.
Dáin 2. mars 1980.
Hugurinn flýgur mörg ár aftur í
tímann og minningar streyma.
Léttur hlátur og glaðværð skipar
veglegan sess í minningunum. Ég
var ekki gamall þegar félags-
hyggjan greip mig sterkum tök-
um. Skemmtanahald var þá fjöl-
breytt á Eskifirði. Samgangur
milíi húsa mikill. Allir þekktu alla
og deildu kjörum. Unga fólkið og
hið fullorðna skemmti sér saman.
Þá var ekki verið að bíða eftir
skemmtiatriðum frá öðrum heldur
tók hver og einn þátt í þeim og
þannig myndaðist vinakeðja í
milli fólksins. Húsið þeirra Láru
og Óskars Tómassonar var stutt
frá skólanum en í leikfimisalnum
fóru öll samkomuhöld fram um
lengri tíma. Þau voru jafnan mætt
og settu sinn svip á samkvæmið.
Hugguleg og alltaf svo glöð og
hamingjusöm. Ég minnist eitt
sinn að við, unga kynslóðin, efnd-
um til dansleiks um sumartíma.
Við höfðum tryggt okkur músik.
Hún var ekki dýr, enda þekktist
ekki stór hljómsveit. Það kom
nokkur hópur og alltaf bættist við.
En svo kom stóra strikið. Af
óviðráðanlegum orsökum gat
hljóðfæraleikarinn ekki mætt. Við
stóðum ráðþrota. Þau hjónin voru
ekki lengi að létta geð okkar. Þau
töldu ágætt að fá bara grammófón
og nokkrar plötur sem þau léðu
okkur og öllu var borgið og ég held
þegar ég lít til baka að þau séu
ekki mörg „böllin" sem ég hefi
haft meiri skemmtun af um dag-
ana. Þetta er aðeins ein mynd af
svo fjöldamörgum. Þau áttu ljóm-
andi heimili. Bæði smekkleg svo af
bar og svo má ekki gleyma fallega
garðinum þeirra við húsið sem
lengstum hefir verið augnayndi
vegfaranda. Þar voru mörg hand-
tökin og uppskeran eftir því.
Eskifjörður var ríkur í allri sinni
fátækt. Hann átti svo marga álíka
og þau hjónin. Það var ekki hægt
annað en taka eftir þeim. Ég man
sem barn þegar þau giftust og
varð á vissan hátt þátttakandi í
brúðkaupi þeirra og hamingju.
Þau voru svo ljómandi falleg í
brúðkaupsklæðunum og ljóminn
entist þeim alla ævi. Eins og
ýmsir aðrir fluttu þau til Reykja-
víkur. Þar var meiri möguleikinn
að koma börnunum áfram. Tryggð
okkar hélst. Við mættumst oft og
rifjuðum upp fyrri kynni. Dvöl
Óskars í höfuðborginni var ekki
löng. Hann andaðist á besta aldri
og aftur lá leiðin austur. Æsku-
böndin eru sterk. Átthagatryggðin
ósvikul. Og nú er Lára horfin af
hérvistarsviðinu. Glaða og góða
brosinu hennar mætir maður ekki
lengur hér. Átthagarnir toga enn
og austur verður farið og þar
hvílst við hlið góðs maka og
ástvinar. Fjörðurinn hennargamli
og góði býður hana velkomna
heim og moldin sem henni þótti
svo vænt um og hlúði að fallegu
trjánum í garðinum hennar —
austfirzka moldin — í henni hvílir
þreyttur líkaminn leystur úr fjötr-
um. Góð sál horfin í betri heima.
Lára hafði séð hamingju sína
vaxa með árunum. Frá erfiðleik-
um og striti og í góðar aðstæður
hafði líf þeirra hjóna þróast. Hún
hafði séð börnin komast til manns
og barnabörnin færa sér mikla
gleði. Og þegar löngu dagsverki er
lokið þá er gott að fara þakklátum
huga með bros á vör til betri
heima, því sú var trú hennar
falslaus. í dag minnast hennar
margir þakklátir fyrir góða sam-
fylgd. Hópur safnast saman í
gömlu kirkjunni okkar á Eskifirði
til að kveðja þessa ágætu sam-
ferðakonu. Ég læt hugann reika
þangað um leið og ég blessa
minningu mætrar konu sem flutti
svo marga hlátra og létt bros á
minn veg. Já, þökk sé henni fyrir
allt og allt.
Árni Helgason