Morgunblaðið - 11.03.1980, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
41
fclk f
fréttum
+ Fyrir nokkru var kvikmyndaleik-
arinn Jimmy Stewart, (á miöri
mynd) sem nú er oröinn 72 ára,
heiöraður vestur í Los Angeles og
var efnt til fagnaðar af því tilefni.
— Þessi mynd er tekin viö þaö
tækifæri. — Fremst á myndinni
eru kona leikararns, Gloria, (til
hægri) en hún er hér að ræða viö
Grace Kelly þrinsessu af Monaco.
— Prinsessan og hinn frægi leik-
ari, léku saman í myndinni „Ftear
Window" áriö 1954. Þaö var fyrir
framlag Jimmy Stewarts til leiklist-
arinnar, sem hann var heiöraöur.
+ Því birtum við mynd af þessum risastóra flugbáti, að hann tengist nafni manns, sem var lengi
vel heimsfrægur og vel það, eins og komist var að orði. — Flugbátinn lét Howard Hughes
flugvélahönnuður, kvikmyndaframleiöandi m.m. smíða ítilraunaskyni. — Hann kostaði þá, áriö
1947, 40 milljónir doliara. — Flugbátnum hefur einu sinni verið flogið, það gerðist 2. nóv. 1947.
— Nú eru uppi ráðagerðir um það að flugbáturinn skuli verða „viðkomustaöur ferðamanna“ er
þeir heimsækja borgina Tulsa í Oklahomafylki.
Hernáms-
stjórinn
ákærður
0 0
a ny
+ Hernámsstjóra nasista (
Oanmörku á heimsstyrjald-
arárunum, dr. Werner Best,
hefur verið stefnt fyrir rétt í
borginní Duisburg í V-Þýzk-
aiandi. — Best þessi, sem nú
er oröinn 76 ára gamall, er
sakaöur um aö bera ábyrgö
á dauöa 8700 manns á hern-
ámssvæöum í Austur-
Evrópu á styrjaldarárunum.
Aö heimsstyrjöldinni lok-
inni var dr. Best dæmdur til
dauöa í Oanmörku vegna
hryöjuverka, sem hann
framdi gegn dönsku þjóö-
inni. — Síðar var dómi þess-
um breytt i 12 ára fangelai.
Best var sleppt áriö 1951.
llpp úr 1960 fór ákæruvaldið
í V-Þýzkalandi aö safna upp-
lýsingum um hernáms-
stjórann fyrrverandi, sem
beindust aó því aó leita
upplýsinga um ábyrgö hans
á dauða fjölda fólks í
A-Evrópulöndum. — Áriö
1972 lágu fyrir upplýsingar
upp á 1000 síóur með ákær-
um á hendur honum. Hann
var þá fangelsaóur, en sat
aöeins stutt inni. — Ekki
liggja fyrir upplýsingar um
þaö hvenær mál dr. Bests
mun veróa tekiö fyrir í Duis-
burg.
+ Blaöalesendur mun reka minni til þess atburöar er varö suöur i
Guyana í S-Ameríku veturinn 1978 er um 900 manns, félagar í
bandarískum ofsatrúarsöfnuöi frömdu sjálfsmorö undir stjórn
brjálaös safnaöarfööur Jones aö nafni. — Fyrir skömmu gerðist
þaö svo í borginni Berkeley í Kaliforníu aö lík þessara hjóna
fundust á heimili þeirra, bæöi meö skotsár í höföi. — Þessi hjón
höföu í eina tíö veriö í þessum söfnuöi, en yfirgefiö hann fjórum
árum áöur en atburöirnir í Guyana áttu sér staö. Lögreglan fann
og á heimilinu 15 ára gamla dóttur hjónanna helsærða. Blöö þar
vestra leiöa getum aö því, aö þessi hjón Al og Jeannie Mills hafi
veriö talin svikarar viö söfnuöinn og einhverjir útsendarar hans,
myrt þau í hefndarskyni. Önnur dóttir þeirra hjóna, sem ekki var
heima er þetta gerðist hefur sagt lögreglunni aö foreldrar hennar
hafi fengiö hótunarbréf og hótanir haföar í frammi viö þau í
símtölum.
Á miðri myndinni er Kámur sem gæti komið i stað fjögurra venjulegra
sorptunna og er gert ráð fyrir að Kámar þessi verði ýmist smíðaðir
hérlendis eða fluttir inn, en þeir yrðu af ýmsum stærðum.
Sorpgámar í
stað tunna?
VINNUHÓPUR á vegum Reykja-
vikurborgar hefur gert ákveðnar
tillögur um hagræðingu í sorphirð-
ingu og felur tillaga vinnuhopsins
einkum i sér að teknir verði í
notkun sorpgámar þar sem nú eru
notaðar margar sorptunnur og er
taiið að nokkur vinnusparnaður
hljótist af.
Tillögur vinnuiíopsins hafa verið
ræddar og samþykktar í fram-
kvæmdaráði Reykjavíkur, en að
sögn Péturs Hannessonar deildar-
stjóra hreinsunardeildar er búizt
við að tilraunir með sorpgáma geti
hafizt með vorinu og standi í sumar.
Sorpgámar verða teknir í notkun
þar sem eru 4 tunnur eða fleiri og
munu verða tekin fyrst fyrir þau
hverfi og staðir sem aðstæður henta
og þar sem tunnur eru fleiri en 6, en
gert er ráð fyrir að nota megi ýmsar
stærðir gáma. Ekki kvað Pétur
þurfa nýja sorpbíla til að hægt verði
að nota gámana, en gera þarf
einhverjar breytingar á lyftibúnaði
þeirra og aðeins er hægt að koma
gámum við þar sem bílar geta ekið
alveg að sorpgeymslum og ekki þarf
að draga tunnur upp tröppur.
Nýtt Nýtt
Vorvörurnar eru komnar frá Sviss og Þýzkalandi.
Fjölbreytt úrval. Pils og blússur.
Glugginn, Laugavegi 49.
PLASTKER 0G
PLASTSTAMPAR
Framleitt úr hvítu plasti (polyethylen) sérstaklega fyrir
fiskvinnslu.
Plastker — 680 lítra plastker sem auövelt er aö halda
hreinum, auöveld í meöförum meö handafli og
þægilegt aö stafla þeim meö lyftara.
Plaststampar — 50
og 80 lítra lifrastamp-
ar, sem auövelt er aö
halda hreinum og fara
mjög vel í geymslu
vegna þess aö þeir
ganga hver niöur í
annan.
TRAUMPLAST
Plastvöruframleiðandi
Til A/S Straumplast, Postboks 261, 8401 Sortland
NORGE.
Sendiö okkur nánari upplýsingar/tilboð varðandi plastker og
plaststampa.
Nafn .............................................................
Heimilisfang ................................. Sími .............
Staöur ...........................................................
Biöjiö um nánari upplýsingar/tilboð. Notiö seöilinn eöa hringið í
síma 088/21415