Morgunblaðið - 11.03.1980, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
45
vkLVAKANDI
SVARAR j SÍMA 10100
KL. 13-14 FRÁ
MANUDEGI TIL
FÖSTUDAGS
hvort það sé skoðun skattborgara
að okkur beri að kaupa heldur hið
dýrara en ódýrara vegna þess að
þá fái ríkissjóður meiri söluskatt?
• Gömul blekking
Hér er komið nærri þeirri
gömlu blekkingarkenningu að það
sé sérstakur stuðningur við
ríkissjóðinn að kaupa áfengi og
tóbak. Lærðir menn hafa þó reikn-
að út að tóbaksnautn íslendinga
kosti ríkissjóðinn meira en nemur
tekjum hans af tóbakssölu. Fé-
lagsvisindadeild háskólans hefur
tjáð sig ófæra um að reikna út
hvað áfengisnautn kosti íslenskt
þjóðfélag. Enginn veit svör við því.
Færa má sterk rök að því að við
gætum alveg sparað okkur geð-
deildina nýju við Landspítalann ef
ekki væri drukkið áfengi í landinu.
Helmingur geðbilaðra manna get-
ur rakið vanheilsu sína til
drykkjuskapar.
• Hvernig hjálpa
má ríkissjóðnum
Vildu menn spara sér að
kaupa áfengi og tóbak myndu þeir
kaupa eitthvað annað eða leggja fé
fyrir. Kaupi þeir annað hefur ríkið
tekjur af þeim viðskiptum. Leggi
þeir fé fyrir linar það lánsfjár-
kreppuna og léttir vanda ríkis-
valdsins að sjá fjárfestingarsjóð-
um, lánasjóði námsmanna o.s.frv.
fyrir starfsfé. Það væri því bein
hjálp við ríkissjóðinn sem vitleys-
an er alls ekki.
• Blanda mér
ekki í stríðið
Ég ætla ekki að blanda mér í
kóka-kólastrið. Um þennan drykk
má eflaust margt segja. Vegna
holdafars held ég að síst sé minni
ástæða til að sneiða hjá honum en
mjólk og rjóma. Fyrir tennur mun
hann enginn læknisdómur. Mein-
lausan má þó kalla hann í saman-
burði við áfenga drykki. En að
mönnum beri siðferðileg skylda til
að kaupa hann og drekka vegna
þess að framleiðandinn greiði
skatt er röksemd sem ég fellst
ekki á.
H.Kr.
Ágæti Velvakandi.
Það var skemmtileg tilbreyting
að fá að sjá og heyra Sinfóníu-
hljómsveit Islands í sjónvarpinu á
sunnudagskvöldið í tilefni 30 ára
afmælis hljómsveitarinnar.
Hljómsveitinni fylgir ferskur
blær, sem hljómsveitarstjórinn og
framkvæmdastjóri hljómsveitar-
innar eiga vafalítið drjúgan þátt í
að skapa og eiga miklar þakkir
fyrir.
Væri nú ekki ráð — eftir
þungan áfellisdóm skoðanakann-
ana um áhugaleysi útvarpshlust-
enda á (ómældri) sígildri tónlist í
tíma og ekki síður ótíma — að
hafa öðru hverju í sjónvarpinu t.d.
30 til 60 mín. þætti með Sinfóníu-
hljómsveitinni okkar. Þannig gæf-
ist þjóðinni allri tækifæri til þess
að kynnast betur og að læra betur
að meta sígilda tónlist í tiltölulega
lifandi flutningi þessa ágæta
listafólks, sem hljómsveit okkar
skipar, svo ekki sé nú minnzt á
alla þá heimsfrægu listamenn,
sem okkur sækja heim.
Fylgismaður framfara
i fjölmiðlum.
• Hvers eiga
börnin að gjalda?
Unglingur hringdi:
„Myndin er alls ekki við hæfi
barna“ var sagt áður en bíómynd-
in s.l. föstudag hófst í sjónvarpinu
og samkvæmt dagskrá sjónvarps-
ins verður það sama uppi á
teningnum um næstu helgi. Um
helgar fá börn og unglingar einna
helst að vaka fram eftir og horfa á
sjónvarpið, hvers vegna eru þá
bíómyndir sem ekki eru ætlaðar
börnum sýndar tvær helgar í röð?
Hvers eiga börnin eiginlega að
gjalda?"
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
HÖGNI HREKKVÍSI
Íló/NAC- ■ ■ M6ÐII? ÞfN AAóDl M'rC Bm 6INNI
HVAÐ KLUKKAN VAR í "
Móðir
Theresa
Hvert sem sporin liggja um
auðnir eða alfaraleið í kot eða
hallir, fangelsi eða frelsismót
kemUr í ljós, að heitasta þrá
mannshjartans er ástúð í ein-
hverri mynd — kærleikur. Kær-
leikurinn er Guð. Undarlegt, að
þessi einföldu orð, aðeins þrjú að
tölu skuli ekki vera skiljanleg
öllum. En jafnvel háskólagengið
fólk með góðar gáfur frá ágæt-
um heimilum og menntastofnun-
um virðist blint og án skilnings á
þau augljósu sannindi, sem í
þeim felst.
Sú uppspretta ástúðar hæfi-
leikinn til að elska, þrá eftir að
vera elskaður, gefinn hverri heil-
brigðri mannssál án minnsta
tillits til litarháttar, trúar-
bragða eða þjóðernis er opinber-
un þessa, eina sanna Guðs, sem
hvergi lætur sig án vitnisburðar.
Sú taug hugsana og kennda, sem-
opnar mannssál hverri leið að
þessum brunni til svölunar,
huggunar og nýrra eða endur-
nýjaðra krafta heitir trú —
guðstrú.
„Trúðu frjáls á Guð hins
góða“, er þar æðsta leiðsögn ofar
öllum svonefndum trúarbrögð-
um, kirkjudeildum og helgisið-
um. Þetta geta allt orðið ágætar
umbúðir. En því miður oft tekn-
ar fram yfir kjarnánn. Þá hegg-
ur sá er hlífa skyldi. Þá kemur
sundrung í stað sameiningar.
Kjarninn gleymist í öllum um-
búðunum. Hismið er tignað í
stað gullsins, sem það geymdi.
Guðs nafn er þannig hégóman-
um háð.
I öllum sundrunarfregnum
síðastliðins árs, barnaárs Sam-
einuðu Þjóðanna —fagurt nafn
— bar eitt nafn af á Guðs
vegum, vegum kærleikans. Varla
var unnt að hugsa sér tákn-
rænna heiti til heilla hugsjón
barnauppeldis en nafnið Móðir
Theresa. Nafnið sjálft þýðir
nánast hinn hlýi móðurfaðmur.
Hin hlýja, læknandi og líknandi
móðurhönd. Og móður Theresa
er bara gömul kona, „kerl-
ingargrey" eins og krakkar gætu
sagt með háðsbrosi og fyrirlitn-
ingarhreimi í fallegri barnsrödd.
En samt er hún ímynd Guðs,
ímynd kærleikans í hrörnandi og
hrjúfum líkama mannlegu holdi
á þessari góðu, fögru en þó oft
hræðilegu og hörðu jörð. Hún er
nánast útlagi eða landflótta úr
eigin föðurlandi, sem árum sam-
an hefur líknað hungrandi börn-
um í einu bezta og elzta menn-
ingarlandi heims, sem gæti á
vegum kærleikans verið gósen-
land lífs og gleði. En er mörgum
börnum sínum auðn og hrjóstur
hungurdauðans í öllum sínum
gróandi yndisleika frjósamrar
moldar. Hvílíkt land, ef kærleik-
urinn fengi að ráða, ef móðir
Theresa mætti þar sem mestu
um þoka.
Hún hóf starfsferil sinn fyrir
mörgum áratugum í milljóna-
borg með fáeinum krónum meira
að segja miðað við íslenzka
mynt. Keypti skúrgarm til af-
dreps fyrir grátandi og deyjandi
börn, sem hún fann á götum og
torgum umhirðulaus í þessu un-
aðslega landi, sem skartar öllum
helztu trúarbrögðum og helgisið-
um heims, án þess að þar sé
skilið af nógu mörgum eining-
artákn orðanna: Guð er kærleik-
urinn — umbúðarlaus elska eða
áminningin: Trúðu frjáls á Guð
hins góða. Skiptir engu hvort þú
kallast kaþólskur eða lúterskur,
kalvinskur eða baptisti: Skiptir
meira að segja minnstu hvort þú
nefnist Hindúi eða Islam, Gyð-
ingur eða kristinn. Aðeins eitt —
krjúptu krafti kærleikans. Sam-
verjinn miskunnsami í sögu
Krists var einmitt af klerkum,
sem töldu sjálfa sig á guðsvegum
helgisiða og helgifræða, talinn
fyrirlitlegur villutrúarmaður,
sem helgað fólk átti og mátti
hrækja á. Hann var hvorki
skírður eða fermdur, „frelsaðui;"
eða frátekinn. Samt valdi Krist-
ur — sjálf ímynd hins æðsta
kærleika — ímynd Guðs á jörð
þennan Samverja sem æðstu
fyrirmynd manna og kvenna
ofar öllum prestum og kvítum
trúarbragðanna.
Móðir Theresa fetaði í fótspor,
þótt hún stæði ein og landflótta
fjærri ættjörð og ástvinum,
jafnvel misskilin að mestu að
sögn af sinni eigin kirkjudeild,
og helgireglu, sem hún þó unni
og virti heilshugar. Og þegar
skúrinn hennar var orðinn svo
þéttsetið sjúkrahús og gisti-
heimili, að þar var ekkert gólf-
pláss að ekki lægi sofandi eða
sjúkt barn, fór fjöldinn meira að
segja ríkt fólk að veita þessari
viðleitni vesturlandakonunnar
athygli. Gáfu aura. Og gullið er
afl þeirra hluta, sem gera skal.
Hugsjón hennar til hjálpar
hungruðum börnum fékk vissu-
lega vængi. Starfsemin óx. Hæli
voru reist á hennar vegum og
starfa nú í öllum heimsálfum.
Þúsundir deyjandi barna fengu
lyf, líkn, lækningu og mat. Gleði
lífs gefin að nýju eða fyrsta
snerting kærleikans.
Móðirin mikla — Guðs hönd í
formi gamallar titrandi móður-
handar var mikluð meðal þjóð-
anna. Hún fékk frægustu laun
heimsins. En hún gaf börnunum
þau öll. Hún fékk sér kók og
kexköku, þar sem aðrir vildu
efna til milljóna áts, þótt enginn
væri svangur, hvað þá hungr-
aður. Hún óskaði andvirði veizl-
unnar alls handa munaðarlausu
börnunum á hjálparstofnunum
sínum.
Ættum við ekki að muna eftir
þessu fordæmi hjá móðurhöndu
kærleikans mestri í heimi og
láta ofurlítinn hluta, þótt ekki
væri nema eitt prósent af öllum
matarhrúgum þorrablóts-borð-
anna, sem svigna undir fæðu
handa fullsöddum, handa börn-
um þessarar móður.
Og ræðan hennar var að efni
til við afhendingu Nóbelsverð-
launanna, bæn heilags Franz frá
Assísí:
„Drottinn, gjör mig aö farvegi
friðar þíns,
svo aö ég flytji kærleika þangaö
sem
hatrið á heima.
Fyrirgefningu þar sem móögun er.
Einingu þangaö sem sundrung
ræöur.
Trú þangaö sem efinn hefur völd.
Von þar sem örvæntlng eyöir.
Ljós inn í myrkrið.
Gleöi í heimkynni barnsins.
Veit þú mér, Drottinn, að sækjast
eftir aö hugga en láta huggast
skilja en að njóta skilnings,
elska en aö vera elskaöur.
Því þeim gefst, sem gefur.
í sjálfgleymi finnum viö okkur sjálf.
Þeim fyrirgefst, sem fyrirgefur öör-
um.
í dauöanum fæðumst viö til eilífs
Iffs.
Amen.“
Þú, sem lest þessar línur,
mundu að þegar þú ferð í næstu
veizlu án neyðar, að örfáir aurar
í hjálparjóð Móður Theresu, get-
ur satt og glatt sjúkan og
þjáðan, lagt friðlausan heim nær
fótskör Guðs, fótskör kærleik-
ans.
Gírónúmerið hennar í næsta
banka er 23900-3.
Reykjavík. 20. febr. 1980.
Árelíus Níelsson.