Morgunblaðið - 11.03.1980, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
47
Jafnt í byrjun einvígis
Korchnois og Petrosians
Velden. Austurríki. 8. marz. AP.
VIKTOR Korchnoi, sem leikur
íyrir Sviss, og Rússinn Tigran
Petrosjan sömdu jafntefli í ann-
arri skákinni í öðru einvigi sínu
um réttinn til að skora á heims-
meistarann.
Petrosjan lék hvítt og bauð
jafntefli eftir 16. leik. Þá hafði
skákin staðið í þrjá tíma. Fyrri
skákin fór í bið á laugardag
þegar Petrosjan, sem lék svart,
átti að leika 41. leik. í dag sömdu
stórmeistararnir um jafntefli í
þeirri skák líka.
Einvígi Korchnois og Petrosj-
ans er mesti skákatburður sem
farið hefur fram í Austurríki.
Korchnoi og Petrosjan voru góðir
vinir þar til á heimsmeistaramót-
inu í Odessa 1974 þegar Petrosjan
gafst upp fyrir Korchnoi, í orði
kveðnu af heilsufarsástæðum.
Daginn áður en einvígið hófst
fengu dómararnir, Harry Golom-
bek og Gertrude Wagner, breyt-
ingar á mótsreglunum frá Al-
þjóðaskáksambandinu, FIDE.
Samkvæmt nýju reglunum verða
tefldar tíu skákir. Ef úrslit verða
ekki knúin fram að 10 skákum
loknum eiga skákmennirnir að
taka þátt í tveggja leika lotum þar
til annar hvor þeirra vinnur tvisv-
ar í röð.
Skipuleggjendur mótsins ætl-
uðu að nota hinar gömlu mótsregl-
ur FIDE og munu mótmæla nýju
reglunum sem þeir segjast ekki
hafa heyrt um fyrr en síðdegis á
laugardag. Einvígið í Velden hefur
vakið heimsathygli og þangað eru
komnir skáksérfræðingar frá
mörgum löndum. Þar sem Bobby
Fischer hefur dregið sig í hlé telja
margir sérfræðingar að Korchnoi
sé eini maðurinn sem geti ógnað
heimsmeistaranum Karpov.
Thatcher á
undanhaldi
l.undúnum — 10. marz — AP.
BREZKA blaðið The London
Evening Standard birtir í dag
niðurstöður nýrrar skoðana-
könnunar þar sem fram kemur
að 60% kjósenda séu nú óánægð
með stjórn íhaldsflokksins.
Vinsældir Thatchers forsætis-
ráðherra hafa farið dvínandi,
þannig að aðeins 37% þátttak-
enda í könnuninni segjast
ánægð með hana en í október
lýstu 44% yfir ánægju sinni með
leiðtogann. 70% þátttakenda í
hinni nýju könnun eru þeirrar
skoðunar að efnahagsástandið í
Bretlandi muni enn versna á
næstu 12 mánuðum.
Korchnoi
Pctrosjan
Robert Húbner er einnig talinn
koma til greina, en hann mætir
Ungverjanum Andras Adorjan í
Bad Lauterberg, Vestur-Þýzka-
landi, 22. marz. Sovézku stór-
meistararnir Tal og Polugajevski
taka einnig þátt í baráttunni og
keppa í Alma Ata, Sovétríkjunum.
Síðasta einvígið verður milli
Lajos Portisch frá Ungverjalandi
og Rússans Boris Spasskys í Mex-
íkóborg seint í þessum mánuði.
Sigurvegarinn í Velden mun
síðan mæta sigurvegaranum frá
Alma Ata. Sigurvegarinn frá Bad
Lauterberg mun keppa við sigur-
vegarann frtMexíkóborg. Sjálft
lokaeinvígið um réttinn til að
skora á heimsmeistarann sumarið
1981 verður að fara fram fyrir
desember.
Korchnoi hefur ekki yrt einu
orði á keppinaut sinn, Petrosjan,
síðan þeir hittust fyrst í síðustu
viku.
Georges Marchais.
Dularf ull dvöl Marchais
í Þýzkalandi í striðinu
Aunsburn. Vcstur Þýzkalandi. 10. marz.AP.
SKÝRSLUR gefa til kynna. að franski kommúnistaleið-
toginn Georges Marchais hafi dvalizt lensur í Þýzka-
landi á stríðsárunum en hann hefur viðurkennt
opinberlega að sögn forstöðumanns skjalasafnsins í
Augsburg, Wolfram Baer, en skjöl leiða ekki í ljós hvort
Marchais hafi farið af fúsum vilja til Þýzkalands eða
hvort hann var sendur þaðan í nauðungarvinnu.
Baer segir, að á lögregluskírt- flúið 1943 og farið aftur á laun til
neitaði ásökununum og kallaði
skjalið í L’Express „grófa fölsun“.
En Baer heldur því ákveðið
fram, að skráningarskírteinið sé
ófalsað, þótt hann segi að það gefi
ekki til kynna hvort Marchais hafi
farið nauðugur eða af fúsum vilja
til Þýzkalands til að stunda verka-
mannavinnu. Baer segir skjöl
sýna, að 19. desember 1942 hafi
Marehais búið í byggingu við
Stephanplatz í Augsburg. I marz
1943 hafi hann flutzt til útborgar-
innar Haunstetten þar sem Mess-
erschmitt-flugvélaverksmiðjurnar
voru.
eini Marchais standi „10.5.1943“
og „10.5.1944“ og að þessar dag-
setningar geti táknað að hann hafi
fengið útgefna skömmtunarseðla
á þessum dögum. Baer segir, að
draga megi þá ályktun með líkum
og allt að því vissu, að Marchais
hafi verið í Þýzkalandi á þessum
dögum — „því ef hann hefði ekki
verið hérna hefði sennilega ekkert
verið skrifað. Hins vegar er engin
óhrekjandi vissa fyrir þessu“.
Marchais hefur opinberlega
haldið því fram, að hann hafi
verið fluttur nauðugur til Þýzka-
lands til að vinna í flugvélaverk-
smiðju í Augsburg en kveðst hafa
Frakklands. Franska tímaritið
L’Express heldur því hins vegar
fram í síðasta tölublaði, að Mar-
chais hafi breitt yfir starfsemi
sína í Þýzkalandi á stríðsárunum.
’Express birti mynd af skrán-
ingarskírteininu og sagði, að það
bæri með sér að Marchais hefði
verið í Þýzkalandi ári eftir að
hann hélt fram að hann hefði
farið aftur til Frakklands. Tíma-
ritið sagði ennfremur, að Mar-
chais hefði búið í húsi þar sem
íbúðirnar voru ætlaðar sjálfvilj-
ugum verkamönnum, þýzkum og
erlendum.
Marchais, sem kemur til greina
í forsetaframboð á næsta ári,
Tengdasonur
Brezhnevs
á uppleið
Moskvu. 10. marz. AP.
YURI M. Churbanov, sem að
sögn diplómata er tengdasonur
Leonid Brezhnevs forseta, hefur
verið hækkaður í tign og
skipaður fyrsti aðstoðarinn-
anríkisráðherra samkvæmt opin-
berum framboðslistum er sovézk
blöð hafa birt.
Á lista um menn sem voru kosnir
á þing rússneska sambandslýðveld-
isins er að finna nafn Churbanovs
sem er titlaður fyrsti aðstoðaryfir-
maður ráðuneytisins. Churbanov,
sem frettir herma að sé kvæntur
dóttur Brezhnevs, Galinu, var skip-
aður aðstoðarinnanríkisráðherra
1977.
Sem fyrsti aðstoðarinnanríkisráð-
herra tekur Churbanov við af Viktor
S. Paputin hershöfðingja sem frétt-
ir hermdu 3. janúar að væri látinn.
Paputin fór til Afganistans í des-
ember til að auka öryggi í landinu
að því er fréttir sögðu.
Yuri Brezhnev, sonur forsetans,
er fyrsti aðstoðarutanríkisvið-
skiptaráðherra.
Fred Astaire, sem nú er áttræður að aldri, hefur skýrt frá
því að hann og 35 ára gömul hestakona, Robyn Smith,
muni á næstunni ganga í hjónaband. Astaire fylgist með
kappreiðum af miklum áhuga, og það var þetta
sameiginlega áhugamál, sem stuðlaði að fyrstu kynnum
hjónaefnanna.
Árásum á Norð-
meim haldið áfram
Moskvu. 10. mars. AP.
MÁLGÖGN Sovetstjórnar-
innar héldu í dag áfram
árásum sínum á norsku
stjórnina vegna þátttöku
Norðmanna í varnarsam-
starfi NATO-ríkjanna.
Heldur Kuznetsov, frétta-
ritari Prövdu í Osló, því
fram í blaði sínu í dag, að
stefnu norsku stjórnarinn-
ar sé til þess ætluð að
hrella friðelskandi þjóðir
Norður-Evrópu. Heldur
fréttaritarinn því fram, að
með því að halda heræf-
ingar nálægt sovézku
landamærunum og koma
fyrir nýjum vopnabirgðum
í Norður-Noregi séu Norð-
menn að víkja frá þeirri
stefnu, sem þeir hafi fylgt
árum saman.
Knut Frydenlund utanríkis-
ráðherra Norðmanna lýsti því
yfir fyrir nokkrum dögum að
vart gæti farið hjá því að
sambúð Noregs og Sovétríkj-
anna versnaði til mikilla muna
ef ekki yrði lát á árásum
Moskvustjórnarinnar á utan-
ríkis- og öryggismálastefnu
Norðmanna, en sem kunnugt er
birtist ekki stafkrókur í sovézk-
Knut Frydenlund.
um blöðum án þess að ritskoð-
arar stjórnarinnar hafi lagt
blessun sína yfir það.
Sovézkar hleranir
í höf uðborg Kanada
Ottawa, 10. marz. AP.
BLÖÐIN The Citizen og Edmonton Journal
skýrðu frá því um helgina að Rússar gætu með
flóknum og fullkomnum rafcindatækjabúnaði
hlerað leynileg samtöl stjórnarinnar og vitnuðu í
heimildir í Kanadísku riddaralögreglunni.
Rafeindabúnaðinum er komið fyrir á þaki
sendiráðsins nálægt aðalstöðvum lögreglunnar og
landvarnaráðuneytinu þannig að Rússarnir geta
hlerað leynileg simtöl og fjarskipti lögreglunnar
að sögn blaðanna.
Blöðin segja að vegna þessara rafeindahlerana
neyðist Kanadamenn til að skipta um símanúmer
til að geta ræðst við leynilega, breyta útvarps-
bylgjulengdum reglulega og taka upp nýtt dulmál
fyrir herinn og utanríkisþjónustuna.
Því er haldið fram að Rússar hafi með þessari
starfsemi valdið miklum skaða í kanadískum
öryggismálum og að þeir geti jafnvel fylgzt með
eftirliti lögreglunnar með sendiráðinu. Talsmaður
landvarnaráðuneytisins sagði um fréttina að hann
vissi ekkert um málið. Talsmaður riddaralögregl-
unnar vildi ekki staðfesta fréttina.
Akureyrí
Amsterdam
Aþena
Barcelona
Berlín
BrQmel
Chicago
Frankfurt
Genf
Helainki
Jerúsalem
Jóhanneaarborg
Kaupmannahöfn
Lissabon
London
Lot Angeles
Medrki
Malaga
MaHorca
Miami
Moskva
New York
Oeló
París
Reykjavtk
Rio de Janeiro
Róm
Stokkhólmur
Tet Aviv
Tókýó
Vancouver
Vínarborg
1 léttskýjaó
9 skýjaft
18 skýjað
13 ekýjaó
3 skýjaó
8 skýjaö
5 skýjaft
13 haióskfrl
10 heiftskírt
-5 heiðskirt
16 heiðskírt
24 heiftskirt
2 skýjaö
17 Heióskírt
9 heíðskfrt
28 skýjað
16 heíóskírt
19 heióskírt
16 skýjaó
26 skýjaó
-5 snjókoma
11 haióskfrt
2 skýjaó
11 skýjaó
-2 «l
36 heiöskirt
13 heióakfrt
0 snjókoma
19 heiðskfrt
17 heióskírt
9 skýjaó
6 sfcýjaö