Morgunblaðið - 03.04.1980, Page 5

Morgunblaðið - 03.04.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 Júnó og páfuglinn í Vík í Mýrdal LEIKFÉLAGIÐ Vík frumsýndi s.l. föstudag leikritið Júnó og páfuglinn eftir írska leikrita- skáldið Sean O'Casey. Leikstjóri er Auður Guðmundsdóttir. Tólf leikarar leika 16 hlutverk í þess- um írska harmleik. en það er talið meðal beztu verka hans. Verkið er þó með léttu ívafi og tvíraeðu háði. Júnó og páfuglinn hefur veriþ sýnt tvisvar fyrir fullu húsi í Vík í Mýrdal, félagsheimilinu Laufskál- um og verður þriðja sýningin laugardaginn 5. apríl. Síðar fer leikfélagið um nágrennið með sýn- inguna, m.a. til Kirkjubæjar- klausturs og Hellu. Helztu hlutverk leika Páll Jóns- son, Olga Björnsdóttir, Valdimar Harðarson og Karl Einarsson. Leikfélagið Vík samanstendur af leiknefndum frá Ungmennafélag- inu Drangi og Kvenfélagi Hvammshrepps. Leðurklæðnaður frá Friitala. Finnsk vefnaðar- vöru- og fatasýn- ing i Reykjavík NÍU finnsk vefnaðarvöru- og fataframleiðslufyrir- tæki gangast fyrir vöru- sýningu á íslandi í annað sinn dagana 8. — 10. apríl n.k. Sýningin verður hald- in í Kristalsal Hótel Loft- leiða og er opin frá 9 til kl. 16 fyrir viðskiptafólk, en fyrir almenning frá kl. 17—20 9. og 10. apríl. Þessa tvo síðustu daga fara einnig fram tízkusýn- ingar. Vefnaðarvöru- og fata- innkaup Islendinga frá Finnlandi eru að sögn Finna stöðug og markaður- inn öruggur hér fyrir marga finnska útflytjend- ur, sem selja mjög mikið til Islands miðað við mann- fjölda, eins og segir í fréttatilkynningu frá for- svarsmönnum sýningarinn- ar. 1979 nam útflutningur Finna á þessum vörum til íslands 1.2 millj. dollara. Það sama ár var heildar- útflutningur Finna á sömu vörum 727.9 millj. dollara. Fyrirtækin sem standa að sýningunni eru: FIN- LAYSON: Áklæði og vefn- aðarvara, TAMPELLA: Húsgagnaáklæði úr baðm- ull, FRIITALA: Leðurvör- ur, FURLYX: Pelsar, MOD- ELIA: Kvenfatnaður, PUKUMESTARIT: Karl- mannafatnaður, POLAR OY ÍSOHELLA: Hattar og húfur úr loðskinni og verk- smiðjuframleiddur sport- fatnaður, SILO: Kvenfatn- aður og prjónavara, VALLE-VAATE: Barna- ^!>i-na.ður. Áklæði og vefnaðarvara frá Finlayson. Páskaskák í Keflavík PÁSKAMÓT í skák á vegum Skák- félags Keflavikur verður haldið laugardaginn 5. april. Taflið fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefst klukkan 14. Umhugsunar- tími verður 15 mínútur í hverri skák. Afmælisfundur AA-samtakanna AÐ VENJU verður afmælisfundur AA-samtakanna haldinn i Lang- holtskirkju á föstudaginn langa. Fundurinn er að þessu sinni í umsjá Samstarfsnefndar Reykja- víkurdeilda AA-samtakanna. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20.30. Að venju verða kaffiveit- ingar að loknum fundi. FréttatiIkynninK frá Samstarfsncfnd Reykjavíkurdeilda AA-samtakanna Nú borgar sig ekki aö bíöa lengur — því sharp myndsecjulbandið kemur til Islands 8. apríl n.k. Viltu geta fundið ákveðið atriði... „stað“... strax „aftur" í þætti sem þú ert að sýna, ert kominn „framhjá“, en vilt „sjá“ aftur?... Þá er Sharp VC-6300 fyrir þig ... Örtölvan „Micro processor" ... A.P.L.D. ... „Auto Program Locate Device" ... „Counter Memory“ .......Direct Memory“ .....Set Memory“ í Sharp VC-6300 myndsegulbands tækinu sér um þetta ailt fyrir þig ... þú ýtir bara á takka ... þetta er ekkert mál... ef þú átt Sharp VC-6300. Já ... það er frábært ... Sharp VC-6300 myndsegulbandstækið, alveg stórkostlegt, — fullkomin ánægja, — ekkert fum, — ekkert fát, — bara ánægja! Þið eru örugg ef þið eigiö Sharp VC-6300. Sharp fyrir þig: Viltu geta fundið strax, nákvæmlega, þaö myndefni sem þú ætlar að sýna? ... Þá er Sharp VC-6300 fyrir þig ... Viitu geta stoppað video-filmuna aö vild, til nánari skoðunar á atriðum? .. Þá er Sharp VC-6300 fyrir þig ... Viltu geta skoðað viedo-filmuna mynd- fyrirmynd, frame-by-frame, ... Þá ei Sharp VC-6300 fyrir þig ... Viltu geta sýnt video-filmuna of hratt.. eða of hægt;.. að vild... „Fast x 2... Slow x 0,5"? ... Þá er Sharp VC-6300 fyrir þig ... Auto Program Locate Device Komið og skoöið frábært tæki. VC-6300 Sharp myndsegluband |17|JQ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.