Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
Hljómsveitin Geimsteinn er meðal þeirra sem fram koma á popphátíð
á Menningarvöku Suðurnesja 1980.
Myndlist, leiklist,
tónlist o fl.
MENNINGARVAKA Suðurnesja
1980, „Fiskur undan steini“, sem
hófst laugardaginn 29. mars,
verður framhaldið um páskana. I
dag, skírdag, verður myndlistar-
sýning Eiríks Smiths listmálara,
Baðstofufélaganna og Árnýjar
Herbertsdóttur ljósmyndara opin
í Fjölbrautaskólanum kl. 13—22
og Byggðasafnið verður opið kl.
13—16. Spegilmaðurinn verður
sýndur í Stapa ki. 14 og einnig
verður íþróttamót þar sem eigast
við meistaraflokkar kvenna frá
ÍBK, UMFN og Grindavík.
Laugardaginn 5. apríl verður
myndlistarsýningin opin kl. 13—
22 og Byggðasafnið opið kl. 13—16.
Spegilmaðurinn verður sýndur í
gamla skólanum í Höfnum kl. 14.
Söng- og píanótónleikar verða í
Ytri-Njarðvíkurkirkju en þar
koma fram þau Gróa Hreinsdóttir
og Guðmundur Sigurðsson. Popp-
tónleikar verða í Stapa kl. 14. Þar
verða gömlu „Hljómarnir" upp-
vaktir, Óðmenn, Júdas, Astral,
Maggi og Jói, Rut Reginalds,
Geimsteinn og fleiri koma fram.
Á páskadag verður myndlistar-
sýning opin kl. 13—22 og Byggða-
safnið kl. 13—16. Bókakynning
verður í Bergási kl. 15.
Annan páskadag verður
Byggðasafnið opið kl. 13—16 og
myndlistarsýningin kl. 13—22.
Spegilmaðurinn verður sýndur í
Tónlistarskólanum í Keflavík kl.
14.
TÓNLEIKAR
Tónleikar í minningu
dr. Viktors Urbancic
FÖSTUTÓNLEIKAR verða
haldnir í kirkju Fíladelfíusafnað-
arins á föstudaginn langa kl.
17.00. Tónleikarnir eru helgaðir
minningu dr. Viktors Urbancic,
en hann lést á föstudaginn langa,
4. apríl 1958.
Flytjendur verða Sibyl Urbancic
organleikari og kór Langholts-
kirkju undir stjórn Jóns Stefáns-
sonar. Sibyl lauk prófi frá Kirkju-
músíkdeild Tónlistarháskólans í
Vínarborg 1963 og stundaði síðan
nám við orgeleinleikaradeild sama
skóla, en orgelkennari hennar var
hinn frægi organleikari dr. Anton
Heiller, en hann lést þ. 25. marz
fyrir ári síðan.
Á efnisskrá verða föstusálmfor-
leikir eftir Joh. Seb. Bach., Joh.
Brahms og Anton Heiller, en
Sibyl Urbancic
kórinn syngur sálmalögin á eftir
hverjum forleik.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
HVAMMSTANGI
Vorvaka Vestur-Húnvetninga
HIN árlega vorvaka Vestur-
Húnvetninga verður í félags-
heimilinu á Hvammstanga dag-
ana 3.-5. apríl. Dagskrá vök-
unnar verður f jölbreytt að vanda.
Meðal efnis verður einsöngur,
kórsöngur og einleikur á píanó,
lesið verður upp bundið og óbund-
ið mál, auk þess munu fimm
myndlistarmenn sýna verk sín.
Sýningar verða opnar alla dagana
en annað efni verður flutt á
fimmtudag og laugardag. Bent
skal á að dagskrá er ekki 3ú sama
báða dagana. Aðgangur er að
venju ókeypis.
KEFLAVIK
TÓNLEIKAR
(iRIM).W’ÍK
Helgimessa Rossinis
Pólýfónkórinn fiytur Helgimessu Rossinis í Háskólabíói á föstudaginn ianga og laugardag fyrir páska
og hefst flutningur verksins kl. 14 báða dagana. Flutningurinn tekur 2 klukkustundir en verkið hefur
aldrei áður verið flutt hér á landi.
Málverka-
sýning
í Festi
Málverkasýning Gunnars
Þorleifssonar í Festi í Grinda-
vík, sem hefst í dag, verður
opin daglega fram yfir páska
frá kl. 14—21 (en ekki kl.
10—22 eins og missagt var í
blaðinu sl. þriðjudag).
Gunnar
Þorleifsson
listmálari
15 myndlistamenn og 6 Ijósmynd-
arar sýna í Fjölbrautaskólanum
SL. SUNNUDAG var opnuð
myndlista- og ljósmyndasýning í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sýn-
ingin verður opin alla páska-
hátíðina, en lýkur kl. 22 á annan
i páskum.
Fimmtán listamenn sýna þarna
yfir 50 myndir, sem ýmist eru
olíumálverk, vatnslita- eða
akrílmyndir. Sex ljósmyndarar
sýna um 70 ljósmyndir. Mynd-
listamennirnir eru: Eiríkur Smith,
Ásta Ámadóttir, Jóhann Long,
Ásta Pálsdóttir, Soffía Þorkels-
dóttir, Sigmar Vilhelmsson, Pálmi
Viðar, Guðmundur Maríasson,
Kolbrún Guðmundsdóttir, Óskar
Pálsson, Erla Sigurbergsdóttir,
Sigríður Rosinkarsdóttir, Páll Ól-
afsson, Steinar Geirdal og Skarp-
héðinn Agnarsson. Ljósmynd-
ararnir eru: Sólveig Þórðardóttir,
Kjartan Már Kjartansson, Árný
Herbertsdóttir, Þorsteinn Mar-
teinsson, Einar Páll Svavarsson
og Elín Gylfadóttir.
Þessi mynd er tekin á sýningunni. Ljósm. Kjartan Már.