Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 11 Sjötugur 2. páskadag: Björn Stefánsson fyrrum erindreki Fyrir tæpum tvö þúsund árum bauð seglasaumarinn frá Tarsus kristnum bræðrum sínum að vera ávallt glöðum. — Fáa þekki ég sem fylgt hafa því boði jafnkost- gæfilega og Björn, vinur minn, Stefánsson, fyrrum kaupfélags- stjóri og erindreki. — Lífsviðhorf hans er grundvallað á þeirri af- stöðu að einkahagsmunir skuli jafnan þoka fyrir því sem stuðlar að heill sem flestra. Framagirni er honum fjarlægari en austrið vestri. Auður og völd hafa aldrei verið honum keppikefli heldur það eitt að vinna öðrum slíkt gagn sem frekast var unnt. — Þess vegna hafa krumla iifsleiða og hrammur firringar og streitu ekki megnað að merkja sér hann og draga í dilk sýndarfólks og tískuhana. Þess vegna hefur hann ekki þurft að leita gervigleði með tilstyrk vímuefna. Gleðin yfir lífinu, fögn- uðurinn yfir því að mega taka þátt í að fegra og bæta líf bræðra sinna og systra — hér á jörð eru honum eðlislægar kenndir, hluti af hon- um sjálfum, ef til vill stærsti hlutinn. Björn Stefánsson er Austfirð- ingur, fæddur á Fáskrúðsfirði og nú búsettur á Stöðvarfirði. Ungur sat hann við fótskör Jónasar Jónssonar frá Hriflu, nam af honum margvísleg fræði, eignað- ist góða vini. Að því búnu hvarf hann til starfa í átthögum sínum; var svo í áratugi kaupfélagsstjóri, fyrst skamma hríð á Akranesi, þá á Stöðvarfirði, Siglufirði og Egils- stöðum. Þó að ég efi ekki að margt hefði látið Birni betur en kaupsýsla og rekstur stórra fyrirtækja fórust honum störf þau vel úr hendi enda var honum trúað fyrir æ viðameiri verkum með ári hverju á vegum Samvinnuhreyfingarinnar. Árið 1967 vendir Björn sínu kvæði í kross, hættir kaupfélags- stjórn en þó ekki með öllu starfi í þágu samvinnumanna, því að enn er hann endurskoðandi Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Hann ræðst það ár til Áfengisvarnaráðs sem erindreki. — Því starfi gegnir hann í rúman áratug af stakri árvekni og lifandi áhuga sem aldrei spyr um laun heldur ein- ungis um ávöxt verkanna. — Á erindrekaárum sínum fór Björn víða. Kom sér þá vel sú mann- þekking sem hann hafði öðlast í umsvifamiklum kaupfélagsstjóra- störfum. Han gerþekkti íslenskt mannlíf til sjávar og sveita, var mótaður af harðri lífsbaráttu alþýðufólks á fyrra helmingi aldar okkar og bundinn órjúfandi böndum hinu besta í fari þess fólks sem hann átti erindi við. — Því urðu störf hans hjá Áfengisvarnaráði heilla- drjúg og mun þeirra lengi sjá staði. Þegar Björn stendur á sjötugu hefur hann enn brotið brýr að baki sér, snúið úr hægu sæti við kjötkatlana hér syðra, haldið heim á ný, — austur —, sest að á Stöðvarfirði og stundar nú smá- búskap, sjósókn og íhlaupavinnu í nánum tengslum við uppruna sinn og eðli. Svo ungur er hann enn, svo óspilltur af göldrum þeirra gervi- mennsku sem heldur inntak ham- ingjunnar fólgið í steinsteypuhöll- um og bílífi, svo ófjötraður þeim vanahugmyndum sem reyra marga í viðjar, snúnar í áróðurs- bælum gróðamanna neysluþjóð- félagsins. Björn Stefánsson er vel kvænt- ur. Hygg ég að gæfu sína mesta telji hann að hafa eignast Þor- björgu Einarsdóttur, stórbrotna gerðarkonu, hreinskilna og heil- steypta, mótað'a úr þeim góð- málmi sem dignar ekki í hrævar- eldum hverfullar tísku. Börn þeirra fimm eru sönnun þess að eplin falla sjaldnast langt frá eikinni. Við hjónin eigum Birni Stef- ánssyni fjölmargt gott að gjalda. Hann hefur reynst okkur sannur vinur og það hefur orðið okkur ávinningur að kynnast jafn- skrumlausum manni, finna að enn slær „hjartað sanna og góða“ í íslenskum brjóstum. Við þykjumst vita að eðlislæg gleðin fylgi honum til lokadægurs og biðjum honum og fjölskyldu hans allra heilla. ólafur Haukur Árnason í þessum merka áfanga vinar míns, Björns Stefánssonar, renna margar myndir fyrir hugskots- sjónir. Okkar kynni hófust fyrir austan. Ég man hann þar sem kaupfélagsstjóra og hugsjóna- mann. Ég var lítið hrifinn af ýmsum framkvæmdum samvinnu- hreyfingarinnar í þágu sérstakra stjórnmálaafla og fannst þar oft langt gengið. En þó var það svo að þar voru hreinar undantekningar. Björn Stefánsson leit alltaf á manninn. Væri hann heiðarlegur og drengur góður, var það honum nóg til hjálpar og viðskipta. Eftir þessu var tekið fyrir austan og vinir hans voru margir andstæð- ingar hans hvað skoðanir snerti. Réttlæti hefir veriðjafnan hátt skrifað á skjöld Björns. Það hef ég reynt um dagana og margir aðrir. Snemma tileinkaði hann sér kristna Íífstrú og bindindishug- sjónina. Þau öfl hafa vakað með honum alla ævi og gefið honum meira en nokkur veraldargæðj. Því kemur hann bjartur og heiður úr göngu sinni og getur glatt sig við að hafa komið mörgu góðu til vegar. Og víst er að ekki hefir Björn lagt eyðingaröflunum lið. Til þess er lífsgrunnur hans of traustur. Lengi vel lágu leiðir okkar sjaldan saman. Við störfuðum hver í sínum landshluta. Svo hætti Björn kaupfélags- stjórastörfum og þá var hann ekki í vafa um hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur. Honum eins og fleiri hugsandi mönnum blöskraði það böl sem áfengi og eiturnautnir valda og því kom ekki til mála annað en kröftunum væri varið til viðnáms og atlögu gegn því. Hann réðst í þjónustu Áfengisvarnaráðs og þar mættumst við aftur. Á hverju ári kom hann og hélt með okkur fundi og marga góða stund áttum við saman á heimili mínu og jafnan var hlakkað til endur- funda. Slíkir menn eru óborgan- legir í hverju þjóðfélagi. Það er bæði gott og gleðilegt fyrir Björn að líta nú til baka og sjá hvað áunnist hefir, þrátt fyrir þau öfl sem jafnan verða til að auka á vandann. Ég samfagna vini mínum um leið og við hjónin þökkum öll hin góðu kynni og vinsemd liðinna ára. Um leið óska ég honum og hans ágætu fjölskyldu alls hins besta og vænti þess að við enn um skeið fáum að hittast, deila geði og örva hvor annan til átaka. Árni Helgason Stofnað Félag kartöflubænda við Eyjafjörð Stofnað hefur verið Félag kart- öflubænda við Eyjafjörð, en til- gangur félagsins er að vinna alhliða að vexti og viðgangi kartöfluræktar á félagssvæðinu, sem er svæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Samkvæmt lögum félagsins er samþykkt voru á stofnfundi geta þeir orðið félagsmenn sem rækta kartöflur til sölu og eru ábúendur á lögbýli eða heimilisfastir þar. Hyggst félagið beita sér fyrir stofnun Landssambands kartöflu- bænda og fleiri brýnum hags- munamálum. í frétt frá félaginu segir m.a. að núverandi ástans í framleiðslumálum landbúnaðar- ins geri það mjög brýnt að vel sé hugað að þeim búgreinum er geti vaxið og dafnað .Þrjátíu bændur gerðust félagar á stofnfundinum og er gert ráð fyrir að þeim eigi eftir að fjölga nokkuð, en fram- haldsstofnfundur er fyrirhugaður síðar í vor. Formaður var kjörinn Sveinberg Laxdal Túnsbergi. ASÍMINN ER: 22410 Jú#r0unbtnbib POLDNEZ Verð aðeins kr. 4.850.000.- Til leigubílstjóra verö kr. 3.450.00.- Til öryrkja verö kr. 3.500.000.- þessi bíll sem landsmenn eru nú farnir aö sjá á götum borgar og bæja 9 ' 1 ........ 1 1 « PDLDNEZ er vægast sagt á ótrúlega góðu verði — miðað við svona góðan og fallegn bíl, með öllum þessum aukahlutum: ★ 5 dyra ★ 4ra gíra alsamhœfur ★ Fallega taubólstruö sæti ★ Teppalagöur ★ Rafmagnsrúöusprautur og þurrkur framan og aftan ★ Snúningshraöamælir ★ Kiukka ★ Oiíuþrýsti-, bensín- og vatnshitamælar ★ Aðvörunarljós fyrir handbremsur og innsog o.fl. ★ Diskabremsur á öllum hjólum ★ Tvöfalt bremsukerfi ★ Bremsujafnari ★ 1500 cc. vél 83 ha sa ★ Rafmagnskælilúffa ★ Yfirfallskútur ★ Tveggja hraöa miöstöö og gott loftræstikerfi ★ Halogen- þokuljós ★ Bakljós ★ Höfuöpúóar ★ Rúllu-öryggisbelti ★ PDLDNEZ hefur góða aksturseiginleika, léttur í stýri og liggur vel á slæmum vegum. Sýningarbíll á staðnum vinsamiega — komiö, skoöiö og geriö góö kaup. staöfestiö pantanir FÍAT EINKAUMBOÐ Á fSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf SlÐUMÚLA 35. SÍMI 85855.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.