Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 37 Hinn 4. apríl, föstudaginn langa, verður minningarathöfn í Bíldudalskirkju um Pétur V. Jó- hannsson skipstjóra og Hjálmar Einarsson, sem fórust með m/b Vísi í ofsaveðrinu, sem gekk yfir Vestfirði 25.2. 1980. Hjálmar H. Einarsson var fæddur 3.11. 1943 í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Guðmundu Kristjánsdóttur og Einars Jónssonar sjómanns. For- eldrar hans slitu samvistum, þeg- ar Hjálmar var tæpra þriggja ára og fluttist móðir hans þá til Akureyrar, en Hjálmar varð eftir í Eyjum hjá föður sínum. Faðirinn varð vitaskuld að vinna og var Hjálmari því komið fyrir hjá vinum og vandamönnum á meðan. Þegar Hjálmar var á níunda ári fór hann til sumardvalar að Presthúsum í Mýrdal til hjónanna Ingveldar Tómasdóttur og Guð- jóns Guðmundssonar, en um haustið vildi hann ekki fara. í Ingveldi fann hann móðurina sem hann hafði svo sárt saknað. Hjá þeim hjónum dvaldist hann svo fram að fermingu og ætíð síðan stóð heimili þeirra honum opið. Hjálmar dvaldist síðan nokkur ár í Vestmannaeyjum hjá föður sínum og Lilju seinni konu hans. Skólaganga Hjálmars varð ekki löng, hann varð fljótt að hefja lífsbaráttuna. Hjálmar var dulur maður en að sama skapi blíður og nærgætinn þeim er áttu hann. Hann var sífellt að koma manni á óvart með hina margvíslegu eig- inleika er blunduðu í honum og hann var einn af þeim mönnum sem stöðugt óx eftir því sem maður kynntist honum betur. Hjálmar giftist Margréti Ein- arsdóttur frá Kaldrananesi í Mýr- dal 3. sept. 1966. Hjónaband þeirra var með afbrigðum ástríkt og ánægjulegt var að sjá hversu samhent þau voru í öllu. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau í Vík í Mýrdal og að Kaldrananesi í Mýrdal. Haustið 1971 komu þau fyrst vestur til Bíldudals, að tilstuðlan okkar hjónanna. Þau kunnu strax svo vel við sig, að um jólin fóru þau til Víkur að sækja búslóðina. Fyrir tveimur árum fluttust þau svo í nýtt einbýlishús, sem þau komu sér upp af mikilli elju. Heimilið var Hjálmari allt og kannski miklu meira virði en almennt er, þar sem hann hafði kynnst því sem drengur að vera á hrakningi. Hjálmar tók miklu ástfóstri við Bíldudal og vildi framgang hans sem mestan. Hann var meðal annars varamaður í hreppsnefnd, söng í kirkjukórnum og starfaði mikið í Lions-klúbbnum. Þess vegna er missir slíkra manna í blóma lífsins mikið áfall fyrir byggðarlagið. Þau hjónin eignuðust marga vini á Bíldudal, en á engan er hallað þó að við segjum að hjónin Sigríður Ágústsdóttur og Gunnar Þórðarson hafi reynst þeim ein- stakir vir.ir eða öllu heldur sem umhyggjusamir foreldrar. Margrét og Hjálmar eignuðust fjögur börn. Þau eru Ingveldur Lilja, fædd 10.5.66; Sverrir Hall- dór, f.6.9.69; Petrína Guðrún, f.28.5.78; Klara Berglind, f.4.9.79. Margrét á af fyrra hjónabandi soninn Einar Steinsson f. 3.4.63. Við biðjum þann sem öllu ræður að styrkja eiginkonu og börnin ungu í þeirra miklu sorg. Endurminningar um góðan dreng og vissan um lífið eftir dauðann munu lina sárustu þján- ingarnar. TrysKorður. trúnað festum, til ódugnaðar hvertfi brá. ei var tál auðnu hresstum. eður lausmælgi fundin hjá, einlæKur út af hjarta, ásthuKull vinum þú, siðgæðisblómann bjarta, bar vist, en ekki dró, þroskaði dygðum þanninn, þægur sitt unaa lif, framleiddi fjors um ranninn, fast við þá söku ég blíf. (Or Þorlákskveri.) Við sendum fjölskyldu Péturs V. Jóhannssonar skipstjóra og fjöl- skyldum sjómannanna allra, sem fórust við ísafjarðardjúp þennan sorgardag, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigrún og Kári. Harmfregn um lát Hjalla bróð- ur kom mjög á óvart, því ég vissi ekki annað en hann væri að vinna í landi. Minningarnar hrannast upp, góðar minningar frá okkar samveru. Ég var stundum hjá Hjalla bróður á sumrin, er ég var yngri, og fannst mér alltaf skemmtilegt að dveljast hjá hon- um og konu hans. Ég hitti Hjalla síðast í fyrra er ég var að vinna á næsta firði við hann. Árafjöldinn og fjarlægðin milli okkar hafa sjálfsagt verið ástæðurnar fyrir hve raunverulega lítið við kynnt- umst, en minningin um hann mun lifa í huga mér, allt til hinsta dags. Ég kveð hann í hinsta sinn með þessum versum. Margs er að minnast. margt er að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. MarKS er að minnast. margs er að sakna. Guð þerri trega-tárin stríð. Far þú i friði. friður Guðs þig blessi. hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi. hans dýrðar-hnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Ég sendi magkonu minni og börnum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurvin Einarsson. Útför t BJÖRNS STEINSSONAR fer fram frá Innri-Njarövíkurkirkju, laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Kristjén Björnsson, Nanna Westerlund, og börn. Eiginmaöur minn PÁLL KARLSSON, Bjargi, veröur jarösunginn, laugardaginn 5. apríl og hefst athöfnin kl. 13.30 í Melstaðarkirkju. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Guöný Friðriksdóttir. t Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu VALGERÐARJÓHANNSDÓTTUR, fró Auðkúlu, sem andaöist 29. marz s.l., veröur gerö frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 8. apríl, kl. 10.30. Guörún Sigríöur Björnsdóttir, Jón Reynir Magnússon, Magnús Reynir Jónsson, Birna Geröur Jónsdóttir, Sigrún Dóra Jónsdóttir, Ólöf Birna Björnsdóttir, Jón Ólafsson, Valgeröur Jónsdóttir, Sigþrúöur Inga Jónsdóttir, Ólafur Helgi Jónsson. Eiginmaöur minn SIGURJON SIGURÐSSON, Bólstaöarhlíö 40, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 8. apríl kl. 13.30. Maria Pétursdóttir. t Þökkum vináttu og hlýhug viö andlát og jaröarför AÐALBJARGAR (Dúfu) INGÓLFSDÓTTUR, Hringbraut 33, Hafnarfiröi, Fyrir hönd aöstandenda, Ragnar Björnsson. t Einlægar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og bróöur PÁLS B. EINARSSONAR, forstjóra, Gyöa Siguröardóttir, Gunnlaugur Pólsson, Margrjet S. Pétsdóttir, Inga I. Guömundsdóttir, Magnús Gústafsson. barnabörn og systkini. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför GUÐBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR Þórarinn J. Björnsson, Guöjón Þórarinsson, Hrafnhildur Guöjónsdóttir, Aöalbergur Þórarinsson, Ólafía Einarsdóttir, Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Ágúst Húbertsson, Þóra Antonsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför konu minnar HERDÍSAR HERMÓÐSDÓTTUR, Eskifiröi. Hlööver Jónsson. t Jaröarför fööur okkar, tengdafööur og afa GRÍMS GÍSLASONAR Heiöarvegi 52, fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum, laugardaginn 5. apríl kl. 2 e.h. Magnús Grfmsson, Anton Grímsson, Anna Grímsdóttir, Gísli Grímsson, Guöni Grímsson, Aöalbjörg Þorkelsdóttir, Svava Jónsdóttir, Guöjón Magnússon, Bjarney Erlendsdóttir, Ester Valdimarsdóttir. og barnabörn. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, KARL SVEINSSON, fré Seyöisfiröi. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 8. apríl kl. 3 e.h. Halldór Karlsson, Fanney Sigurjónsdóttir, Stefanfa Karlsdóttir, Stefén Kérason, Guórún Karlsdóttir, Anna Karlsdóttir, og barnabörn. t Útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Hofsvallagötu 21. er lést í Landspítalanum 30. mars, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. apríl kl. 15.00. Blóm afbeöin, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagiö. Ólafur Hlynur Steingrímsson, Jakobína Jóhannesdóttir, Gunnar Sigurjón Steingrímsson, Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Ástríöur Björk Steingrímsdóttir, Haukur Halldórsson, Guómundur Steingrímsson, Ingibjörg Rósa Þórðardóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö þeim sem vottuðu okkur samúö viö andlát og útför RAGNARS FELIXSSONAR, Vesturgötu 109, Akranesi. Elísabet Karlsdóttir, Hulda Ragnarsdóttir, Magnús Kristjénsson, Siguröur Ragnarsson, Magni Ragnarsson, Vignir Ragnarsson, Magnhildur Jónsdóttir, Jóhanna Þorsteinsdóttir. t Systir okkar og fóstursystir, KRISTRÚN JÓNSDÓTTIR handavinnukennari, lést 20. mars s.l. Kveöjuathöfn hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hlnnar látnu. Starfsfólki á Elll- og hjúkrunarheimilinu Grund eru færöar sérstakar þakkir fyrir þá góöu umönnun er það veitti henni og þeim þakkaö, er heimsóttu hana og sýndu henni vináttu í langvarandi veikindum. Þorbjörg Jónadóttir, Kristín Jónsdóttir, Jón Guðmann Jónsson, Karl Jónsson, Kristrún Skúladóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vlð andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, KRISTINS M. ÞORKELSSONAR, Krummahólum 4, Þóra S. Kristinsdóttir, Jón Guönason, Margrét S. Kristinsdóttir, Ingólfur Jökulsson, Þorkell E. Kristinsson, Svava Ólafsdóttir, Anna S. Kristinsdóttir, Hulda S. Kristinsdóttir, Snæbjörn Kristjénsson, Hallgrímur S. Kristinsson, Elísabet Daníelsdóttir, Sigurlína K. Elfasdóttir, Jón H. Eltonsson, Daníel Kristinsson, Dýrey Sigurðardóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.