Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1980 Auður Elísabet Guðmundsdóttir og Laddi í hlutverkum sinum í Veiðiferðinni. íkus\UTbæ\arb\ó*. Veiöiferöin AUSTURBÆJARBÍÓ sýnir Veiði- ferðina. mynd þeirra Andrésar Indriðasonar og Gisla Gestssonar. Veiðiferðin er ein af þremur leiknum íslenzkum kvikmyndum sem gerðar voru fyrir kvikmynda- hús á sl. ári og er breiðtjaldsmynd í litum og í fullri sýningarlengd. Veiðiferðin er kvikmynd fyrir börn og fullorðna, en hún er framleidd af Andrési Indriðasyni og Gísla Gestssyni, en Andrés hefur jafn- framt skrifað handrit og annazt leikstjórn, en Gísli annaðist kvik- myndun. Magnús Kjartansson samdi tónlist sérstaklega fyrir myndina. 16 leikarar eru í stórum hlutverkum í myndinni, en alls koma fram í henni milli 40 og 50 manns. Meðal leikara má nefna Sigriði Þorvaldsdóttur, Sigur* Karlsson, Sigurð Skúlason, Pétu Einarsson, Árna Ibsen, Guðrúnu I Stephensen, Klemenz Jónsson. Þ fara Halli og Laddi með hlutverk myndinni og einnig fara þrjú bör með stór hlutverk, Guðmundu Klemenzson, Kristín Björgvinsdótt ir og Yrsa Björt Löve. Veiðiferðin var kvikmynduð Þingvöllum í júlí sl. Myndin gerist öll á einum degi og lýsir fólki sem kemur til Þingalla. Efnisþráðurinn tvinnast saman af ólíku fólki og atvikum tengdum því. Kostnaður við gerð myndarinnar er áætlaður um 40 milijónir króna. Clark Gable og Vivien Leigh i hlutverkum sínum í mvndinni Á hverfanda hveli. Gam\a b'\ó: Á hverfanda hveli GAMLA BlÓ sýnir um páskana hina heimsfrægu og sigildu mynd Á hverfanda hveli, sem leikstýrt er af Victor Fleming. Aðalhlutverk leika Ciark Gabie, Vivien Leigh, Olavia de Haviland og Leslie Howard. Sagan gerist á árunum 1861—1873 í Georgia-ríki í Norður-Ameríku. Scarlett O’Hara ann Asthley, æskuvini sínum, og henni kemur það á óvart er hann gengur að eiga Melanie, frænku sína. I trúlofunar- veizlu Ashleys og Melanie, sér Scarl- ett í fyrsta sinn æfintýramanninn Rhett Butler, og er hann heyrnar- vottur að því er Scarlett tjáir Ashley ást sína. Scarlett giftist Charles, bróður Melanie, og er það ætlun hennar að hryggja Ashley með þessu. En Indía, systir Ashley, elsk- ar Charles. Styrjöldin milli Norður- og Suður- ríkjanna (Þrælastríðið) hefst. Ash- ley og Charles taka báðir þátt í henni. Tveimur mánuðum síðar er Scarlett orðin ekkja. Scarlett og Melanie fara til borgarinnar Atlanta og dvelja þar hjá „Pittypat", frænku Melanie. Scarlett tekur þátt í bazar og dansleik sem haldinn er í góð- gerðarskyni, og hittir þá Rhett Butler öðru sinni. Rhett hefir eigi tekið þátt í styrjöldinni, eins og aðrir ungir menn, heldur hefið hann haldið uppi siglingum til Suður- ríkjanna, þrátt fyrir hafnbann Norð- urríkjanna. Hefir hann hagnast mjög á þessu. Rhett heimsækir Scarlett ávallt þegar hann kemur til borgarinnar. BoT^arbíó’, „Who has seen the wind“ BORGARBÍÓ í Kópavogi frum- sýnir nú kanadíska kvikmynd, „Who has seen the wind?“, sem Alan Winton King lcikstýrir. Myndin gerist í Kanada á krepputímum og segir þar af litlum dreng sem á í miklum vandræðum vegna drykkjuskapar föður síns. Þegar faðir hans er neyddur til þess að gangast undir læknismeð- ferð er drengurinn sendur til frænda síns úti í sveit, þar sem hann eignast góða vini. Myndin er sögð fyrir alla fjölskylduna. Faðirinn drykkjusjúki í Who has seen the wind? V-augarásbtó: Meira Graffiti LAUGARÁSBÍÓ sýnir um pásk- ana myndina Meira Graffiti, sem framleidd er í beinu framhaldi myndarinnar American Graffiti, sem Laugarásbíó sýndi fyrir nokkru við mikla aðsókn. Það er B.W.L. Norton sem leikstýrir myndinni, sem gerist á árunum 1964—1968. Söguþráður- inn er léttur, blanda af kapp- akstri, ástarflækjum og Víet- namstríði. Það sem eflaust vekur mesta athygli varðandi myndina er það, að einn leikara er engin önnur en íslenzka sýningarstúlkan Anna Björnsdóttir. Anna leikur íslenzk- an skiptinema sem á erfitt með að tjá sig á ensku og hefur Anna hlotið ágæta dóma fyrir fram- mistöðu sína. í myndinni er mikið um tónlist. Úr myndinni Meira Graffiti, sem Laugarásbió sýnir um paskana. Ami Striker, Carol Burnett og Paul Dooly í hlutverkum sinum í Brúðkaupsvcizlunni. Hv\a b\ó: Brúðkaupsveizlan NÝJA BÍÓ sýnir um páskana myndina Brúðkaupsveizlan, sem Robert Altman leikstýrir og fram- leiðir. í helztu hlutverkum eru Amy Striker, Mia Farrow, Carol Burnett og Paul Dooly. Sögu- þráður myndarinnar er eftirfar- andi: Það er mikið um að vera hjá Brenner- og Corellifjölskyldunum — þær eru nefnilega að sameinast, ef svo má segja, í hjónabandi. Dínó Corelli er að giftast Muffin Brenner, og það er kirkjubrúðkaup, þar sem Martin biskup, sem er löngu kominn á eftirlaun, gefur unga fólkið saman og kann varla rítúalið lengur. Fjöldi manns vinnur við undir- búning veglegrar veislu á heimili Corelli-hjónanna, meðan brúðhjón- in eru gefin saman í kirkjunni, og margir fylgjast með framvindunni en þó enginn af eins miklum áhuga og amma brúðgumans, Nettie gamla Sloan. Hún hefur verið rúmliggj- andi um tíma, en það er ógerningur að halda henni í rúminu þennan dag, og loks fer svo, að eftirvænting- in og áreynslan verða henni ofraun. Hún gefur upp andann um það bil sem veislugestirnir eru að streyma að. Atriði úr Vitahringnum, sem Regnboginn sýnir um páskana. Regnbogmn: Vítahringurinn REGNBOGINN heldur áfram sýningum sýnum á óskarsverð- launamyndinni Hjartarbananum með þeim Robert De Nero, Christ- opher Walken, John Savage, John Cazale og Meryl Streep, Flóttanum frá Aþenu með Roger Moore, Telly Savalas, David Niv- en og Claudia Cardinale og Svona eiga eiginmenn að vera með þeim Anthony Franciosa og Carol Bak- er. Síðan mun Regnboginn sýna nýja mynd, Vítahringurinn, með þeim Miu Farrow og Keir Dullea í aðalhlutverkum, en söguþráður- inn í henni er eftirfarandi: Júlía Lofting þjáist af miklu samviskubiti vegna dauða ungrar dóttur sinnar, Kate, því hún telur sig að nokkru eiga sök á dauða telpunnar. Hún hafði orðið fyrir slysi, og Júlía reynt að rifja upp kunnáttu sína sem hjúkrunar- kona, en gengið það illa, meðan Magnús maður hennar, hafði reynt að ná í sjúkrabíl. Þegar það tókst, var það of seint, Kate hafði dáið á leið í sjúkrahús. Bæ\atb\ó: Systir Sara og asnarn- ir — Árásin á Agaton Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnir um páskana myndirnar Systir Sara og asnarnir á skírdag og Árásin á Agaton á annan dag páska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.