Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 19 Utvarp og sjónvarp um hátíðarnar Sjá einnig dagskrá á bls. 31 Úr leikritinu Komdu aftur. Seba mín, sem valið var besta leikritið árið 1950 í Bretlandi. Á myndinni eru þau Laurence Olivier og Joanne Woodward í hlutverkum sínum sem Doc og Lola. Sjónvarp föstudatfinn langa: Komdu aftur, Seba mín Á dagskrá sjónvarps á föstu- daginn langa klukkan 17 er sjónvarpsleikritið Komdu aftur, Seba mín, sem Sir Laurence Olivier bjó til flutnings. Leikritið er ekki alveg nýtt af nálinni, né heldur er það alveg ókunnugt íslenskum sjónvarpsáhorfendum: Leikritið var áður flutt hér í sjónvarpi 19. febrúar í fyrra! Leikritið fjallar annars um líf miðaldra hjóna, þar sem maður- inn er drykkfelldur, en reynir þó að rífa sig upp. Konan sakar hins vegar sinna yngri ára, og við sögu kemur ung stúlka sem býr á heimili þeirra. Þýðandi er Rannveig Tryggva- dóttir. bessar sérkennilegu flatneíjur eru meðal þeirra fuglategunda sem nú eiga griðastað á tjörn indverska aðalsmannsins. sem ætlaði að skjóta þar fugla allan ársins hring. Framkvæmdir skotglaðs Indverja: Nú griðastaður sjald- gæfra fuglategunda Laugardagskvöld fyrir páska er á dagskrá fræðslumyndin Andatjörnin, þar sem sagt er frá sérstæðri og merkilegri vin fjöl- margra fuglategunda á Indlandi. Tjörnin sem hér um ræðir er í héraðinu Bharatpur á Indlandi, og var hún gerð á síðustu öld. Fyrir því verki stóð aðalsmaður nokkur, sem hugðist þarna geta skotið endur allan ársins hring, og svalað þannig drápslöngun sinni og veiði- mannseðli hvenær sem honum dytti í hug á öndum þeim er létu lokkast af fagurri tjörninni. Nú er hlutverk tjarnarinnar hins vegar annað, og um leið hlutverk og staða hinna gömlu aðalsmanna í indversku þjóðlífi. Tjörnin hefur sum sé verið friðuð, og er nú athvarf og griðastaður fjölmargra sjaldgæfra fuglateg- unda sem ekki eiga alltof víða höfði sínu að halla um þessar mundir. Sjónvarp ÍPstudaidnn lanjía: Macbeth eftir Shakespeare Hið heimskunna og sigilda verk Williams Shakespears, Macbeth, er meðal efnis á dagskrá sjón- varps á föstudaginn langa. Þetta sígilda leikhúsverk, sem meðal annars hefur verið fært upp hér í Þjóðleikhúsinu, er þarna flutt af The Royal Shakespears Company,- sem bjuggu það í sjónvarpsbún- ing. Judi Dench i hlutverki lafði Macbeth. Hátíðadagskrá sjónvarpsins: Börnin gleymast ekki alveg Börnin og aðrir sjónvarps- áhorfendur sem ungir eru í anda gleymast ekki alveg nú um páskahátíðina, þó mörgum kunni að finnast dagskrá rikis- fjölmiðlanna fremur þunglama- lcg. Klukkan 18 á páskadag er til dæmis Stundin okkar á dagskrá, og að sjálfsögðu er það hún Bryndís Schram sem sér um hana. í þættinum mun að þessu sinni kenna margvíslegra grasa, spurt verður um páskana, lesið verður páskaguðspjallið, dansað verður og sungið, Brandara- bankinn verður á sínum stað og margt fleira. Þeir unglingar og þau börn sem ekki verða úti að leika sér eða á skíðum rétt fyrir kvöldmat á páskadag ættu því að opna fyrir sjónvarpið klukkan sex. ■ ■ Bryndis Schram, umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Laugardagskvikmynd sjónvarpsins: Þáttaskil í lífi hinnar fertugu Victoriu Þáttaskil nefnist bandarisk sjónvarpskvikmynd frá því árið 1973, sem verður á dagskrá sjónvarpsins klukkan 22.35 laug- ardagskvöldið 5. apríl næstkom- andi, kvöldið fyrir páskadag. Aðalsögupersónan er fertug gift kona, Victoria, sem verið hefur mjög ánægð með lífið, hefur góða vinnu og er ánægð í.hjónabandi sínu. En þá skyndilega gerist það, að hún verður barnshafandi í fyrsta sinn. Myndin fjallar um viðbrögð hennar og eiginmanns hennar við þessum óvæntu tíðindum, þar sem skiptast á gleðiviðbrögð vegna vitneskjunnar um væntanlegt barn og áhyggjur vegna fyrir- sjáanlegra breytinga á lífsstíl. Martin Balsam og Cloris Leachman i hlutverkum Victoriu og eiginmanns hennar í sjónvarpskvikmyndinni Þáttaskil. Að kvöldi annars í páskum: Oli Þórðar á vetrarkvöldi Óli II. Þórðarson er með þátt sinn, Á vetrarkvöldi. á dagskrá sjónvarps annan í páskum, nán- ar til tekið klukkan 20.45. Óli sagði í spjalli við Morgunhlaðið fyrir páska, að í þættinum kenndi margra grasa að venju. í fyrsta lagi yrði rætt við Sigurð Demetz Fransson, og syngur hann nokkur lög við undirleik Ólafs Vignis Alberts- sonar. Óli sagði Sigurð vera bráðhressan, þótt hann væri nú orðinn 67 ára gamall, en hann er nú nýfluttur suður yfir heiðar eftir að hafa verið búsettur á Akureyri um árabil. Þá koma tvær hljómsveitir í heimsókn í þáttinn, Tívolí, sem teikur létta og skemmtilega al- þýðutónlist, og Stormsveitin, sem einkum fæst við að leika jassrokktónlist. Þá verður rætt við Pálma Gíslason, formann Ungmennafé- lags íslands um starf og tilgang félagsins, en innan vébanda þess eru nú um 23 þúsund félagar. Enn má nefna að Örn Árason kemur í þáttinn og leikur nokkur klassisk verk á gítar, og einnig verða í þættinum nokkur smærri atriði sem óli sagði best að kæmu áhorfendum á óvart þegar að útsendingu kæmi. óli H. Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.