Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 15
HVAÐ ER AÐ GERAST I BÆNUM
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
15
Vatnslita- og olíumynd-
ir og skúlptúrverk
GRÍMUR Marinó Steindórsson
opnar í dag málverkasýningu í
F.Í.M-salnum, Laugarnesvegi
112. Á sýningunni eru 43 verk, 33
vatnslitamyndir og olíuverk og
10 járn- og skúlptúrverk.
Grímur stundaði nám hjá
Kjartani Guðjónssyni og Ásmundi
Sveinssyni, og hefur notið tilsagn-
ar hjá Pétri Friðrik og Veturliða.
Þá hefur hann tvívegis farið
námsferðir til Bandaríkjanna.
Síðasta sýning Gríms var á
Laugavegi 21 árið 1971. Sýning
hans í F.Í.M.-salnum verður opin
til 13. apríl n.k.
SYNINGAR
Bílasýning Kvartmíluklúbbsins
SVO SEM venja hefur verið
undanfarin ár verður Kvartmílu-
klúbburinn með bílasýningu nú
um pæaskana. Sýningarstaður
verður að þessu sinni Sýninga-
hoilin á Bildshöfða og þar verða
til sýnis allir helstu og kraft-
mestu kvartmílubílar landsins.
Auk þeirra verða sýndir sérinn-
réttaðir sendibílar, torfærujepp-
ar, rallíbílar, rallíkrossbílar,
virðulegir gamlir bílar, mótor-
hjól og gljáfægð, plussklædd
tryllitæki.
Megintilgangur með sýningunni
er sá að sýna á einum stað allar
tegundir keppnisbifreiða auk ann-
arra bíla sem sérstakir eru fyrir
aldur, útlit eða hversu mikið er
búið að breyta þeim.
Að vanda mun áhorfendum gef-
ast kostur á að velja fallegasta
bílinn á sýningunni, verklegasta
kvartmílubílinn, athyglisverðasta
bílinn og verklegasta mótorhjólið.
VKI REYRI
KVIKMYNDIR
Níu mánuðir eftir Mészáros
FJALAKÖTTURINN sýnir á
laugardaginn kl. 12 og 16 i
Regnboganum kvikmyndina
„Kilence Hónap“ (Níu mánuðir)
eftir Márta Mészáros.
Mynd þessi fjallar um unga
einstæða móður að nafni Júlí, sem
vinnur í verksmiðju. Þar er einnig
starfandi verkfræðingur, sem fell-
ir ástahug til Júlí, en hún vill lítið
með hann hafa. Loks lætur hún
undan þegar hann býður henni út
eitt kvöldið. Þau eru ólíkir per-
sónuleikar með andstæð viðhorf
og óskir. Verkfræðinginn dreymir
um húsið sitt, sem hann er að
byggja og er að leita eftir félaga
til að deila því með. Júlí er aftur á
Atriði úr kvikmynd Mészáros.
móti að leita eftir öryggi handa
barni sínu.
TÓNLEIKAR
Divertimento eftir Béla Bartók
HLJÓMSVEIT Tónlistarskólans í
Reykjavík heldur tónleika í
Bústaðakirkju á skírdag kl. 5
siðdegis.
Stjórnandi er Mark Reedman. Á
efnisskránni verða strengjaverk
eftir Sibelius og Peter Warlock,
einnig Branderborgarkonsert nr. 6
eftir J.S. Bach og Divertimento
fyrir strengjasveit eftir Béla Bart-
ók sem er meðal þekktustu verka
hans og er nú flutt í fyrsta sinn á
tónleikum hér á landi.
LEIKLIST
Sýningar d skírdag
og annan í
LEIKHÚSIN í Reykjavík verða
opin á skírdag og á annan i
páskum en engar sýningar verða
þar á milli.
Hjá Leikfélagi Reykjavíkur
verður Ofvitinn sýndur á skírdag
kl. 20.30 og einnig á annan í
páskum.
í Þjóðleikhúsinu verða Óvitar á
fjölunum kl. 15 á skírdag en
Sumargestir kl. 20. Á annan í
páskum verður Stundarfriður
sýndur í Þjóðleikhúsinu kl. 20.
Miðnætursýning verður hjá L.R.
í Austurbæjarbíói á laugardaginn
kl. 23.30. Þar verður sýndur gam-
anleikurinn „Klerkar í klípu.“
Frá sýningu Þjóðleikhússins á
Óvitum eftir Guðrúnu Helgadótt-
ur.
L.A. sýnir
Herbergi 213
LEIKFÉLAG Akureyrar sýnir
„Herbergi 213“ eftir Jökul
Jakobsson í dag, skírdag, kl.
20.30. Næsta sýning verður
annan páskadag á sama tíma.
Frá sýningu
L.A. á
Herbergi 213.
YESTMANNAEYJAR
Óskar
Waagfjörð
sýnir í
Akoges
ÓSKAR Waagfjörð Jónsson opn-
aði málverkasýningu í Akoges í
Vestmannaeyjum sl. miðvikudag.
Sýningin stendur til 7. apríl n.k.
og verður opið daglega kl. 14—
22.
Óskar sýnir þar 35 olíumyndir,
flestar unnar á sl. þremur árum
og nær öll viðfangsefnin eru úr
Eyjum.
Óskar Waagfjörð við eitt verka sinna
Ljásm.SÍKunccir.
SÝNINGAR
Keramik og
skrautmunir
GUÐRÚN Kristín Magnúsdóttir
opnar sýningu á keramikmunum
og ýmiss konar skrautmunum
fyrir veggi og glugga í Hús-
gagnaverslun Kristjáns Sig-
geirssonar við Smiðjustíg í
Reykjavík. 3. apríl, skírdag, verð-
ur sýningin opin kl. 14 — 19,
laugardaginn 5. april kl. 9—17
og annan páskadag kl. 14 — 19
Eftir páska verður sýningin
opin alla virka daga frá kl. 9—18,
laugardaga kl. 9—17 og sunnu-
daga kl. 14—19. Sýningin stendur
til 20. apríl.
Guðrún Kristín hefur lokið
prófi frá Myndlista- og handíða-
skóla íslands og tekið þátt í
samsýningum á vegum Listiðnað-
ar auk þess sem hún hefur unnið
við gerð myndasagna fyrir sjón-
varp.
Guðrún Kristin Magnúsdóttir.
c
■)
SJÁ NÆSTU SÍÐU