Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 48
"•v
Sími á ritstjórn "10100
ogskrifstofu: IU IUU
Jttorjjxtnblfiínfc
-j
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
Gott veður
nyrðra um
páskana...
GERT er ráð fyrir að norðanáttin
sé búin í bili, sagði Knútur
Knudsen veðurfræðingur í gær er
Mbl. grennslaðist fyrir um páska-
veðrið. — Við tekur suðaustanátt
með vætu á Suður- og Vesturlandi,
en fyrir norðan ætti að hlýna og
verða gott veður, sagði Knútur.
„Molotov-
kokteil“
hent að
sovézka
sendiráðinu
EINS konar „Molotov-kokteil"
var hent upp að dyrum sov-
éska sendiherrabústaðarins
við Túngötu síðdegis í gær.
Varð af talsvert öflug spreng-
ing og munu útidyrnar hafa
sviðnað.
Atburður þessi varð klukkan
16.50. Flösku fullri af olíu var
hent upp að dyrunúm og kveikt
í. Talið er að unglingar hafi
verið þarna að verki. Þeir höfðu
ekki náðst í gærkvöldi.
Myndin var tekin þegar
starfsmaður sendiráðsins var
að hreinsa tröppurnar í gær-
kvöldi.
Það var I nógu að snúast hjá fólki i gær. Margir lögðu land undir fót og aðrir þurftu ýmsum hnöppum að hneppa til undirbúnings
páskahelginni. Flugleiðir fluttu í gær á þriðja þúsund manns frá Reykjavík og margar ferðir voru farnar í viðbót við venjulega áætlun. Annar
dagur páska verður þó væntanlega enn meiri annadagur hjá flugfélögunum. (Ljósm. Mbi. RAX.)
Þorskaflinn um 40 þús.
tonnum meiri en í fyrra
ENDANLEGAR tölur um
þorskafla fyrstu þrjá mán-
uði ársins liggja ekki
fyrir, en ætla má að hann
hafi verið um síðustu mán-
aðamót nálægt 160 þúsund
lestum. Á sama tíma í
fyrra var þorskaflinn hins
vegar liðlega 120 þúsund
lestir. Þessi mikli afli mun
væntanlega hafa áhrif á
það hversu löng báta-
vertíðin verður og sömu-
leiðis fjölga „skrapdög-
um“ togaranna í maí og
júní.
Samkvæmt upplýsing-
um Mbl. er þorskafli bát-
anna frá áramótum rúm-
Söluskattshækkun
og olíugjaldi frest-
að fram yfir páska
HVORKI söluskattshækkun né
olíugjald fiskiskipa var afgreitt
frá Alþingi fyrir páskahlé í gær,
rikisstjornin lagði mikla áherzlu
á það að málin yrðu afgreidd og
hafði uppi þann möguleika að
næturfundur yrði í nótt og fundur
á laugardag, ef með þyrfti, en
stjórnarandstaðan taldi slík
vinnubrögð óverjandi.
Um kvöldmatarleytið í gær-
kvöldi var svo sætzt á að fresta
umræðum um málið fram yfir
páska og hét stjórnarandstaðan því
að standa ekki í vegi fyrir því að
málin yrðu afgreidd fyrir lok
næstu viku.
Handtekn-
ir í Ósló
með hass
NÝLEGA voru tveir íslend-
ingar handteknir í Ósló.
Fundust í fórum þeirra 800
grömm af hassi, sem þeir
munu hafa ætlað að selja.
Eru mennirnir enn í haldi
lögreglunnar.
Annar mannanna heitir
Franklin Steiner. Hann var
handtekinn í Kaupmanna-
höfn í marz í fyrra vegna
kókaínmálsins. Hlaut hann
þriggja ára fangelsi í undir-
rétti en IV2 árs fangelsi í
yfirrétti en var sleppt í lok
janúar sl. Franklin hefur
einnig verið tekinn fyrir
fíkniefnasölu á íslandi og í
Svíþjóð.
lega 85 þúsund lestir en
togaraflotans um 73 þús-
und lestir. Endanlegar töl-
ur um afla í marzmánuði
lágu ekki fyrir í gær-
kvöldi.
Miðað hafði verið við í reglu-
gerð um takmarkanir á veiðum
til verndunar þorskstofninum
að bátaflotinn færi ekki upp
fyrir 75 þúsund tonn til loka
marz. Ef afli færi fram úr því
yrði vertíðin stytt sem svaraði
einum degi fyrir hver 1500 tonn
og þá miðað við að vertíð lyki
11. maí. Þær tölur, sem nú
liggja fyrir, þýða að vertíð
bátaflotans lýkur 4. maí ef
annað verður ekki ákveðið.
Ekki var reiknað með að til
neinna aðgerða yrði gripið fyrr
en í apríllok.
Gagnvart togurunum voru
ákvæðin þau, að ef þeir væru
komnir með yfir 65 þúsund
tonn í apríllok þá þyrftu þeir
að taka á sig einn dag á aðrar
veiðar en þorskveiðar í mai og
júní fyrir hver 700 tonn fram
yfir 65 þúsund tonn.
Frystihúsin á ísafirði:
Segja upp starfs-
liði — 400 manns
FRYSTIHÚSIN Norðurtangi og
íshúsfélag ísfirðinga hafa sagt
upp öllu starfsfólki sínu í fisk-
vinnslu frá og með 12. þessa
mánaðar, alls um 400 manns.
Að sögn Jóns Páls Halldórsson-
ar hjá Norðurtanga, er gripið til
Flugvélabensín á þrotum
FLUGVÉLABENSÍN er nú á
þrotum í Reykjavík og svip-
að ástand mun vera á flest-
um stöðum úti á landi. Því er
útlit fyrir að aðeins örfáar
af smærri flugvélunum, sem
nota þetta endsneyti, verði á
flugi yfir páskana.
A flugvellinum í Reykjavík
fékk Morgunblaðið þær upp-
lýsingar í gær, að reynt yrði
að geyma „einhverja dropa af
síðustu lögginni" fyrir
sjúkraflug og brýnustu nauð-
synjar en þessi lögg endist
ekki marga daga. Samkvæmt
upplýsingum Mbl. verður
flugvélabensín ekki lestað
fyrr en 10. og 11. apríl ytra og
verður því varla komið í sölu
hérlendis fyrr en 20. apríl.
þessa vegna verkfalls sjómanna á
Isafirði. Til loka næstu viku er
reiknað með að nægur fiskur verði
til vinnslu. Sagði Jón Páll, að eftir
síðasta viðræðufund deiluaðila,
væru menn mjög svartsýnir.
Sáttafundur; sem haldinn var í
fyrradag á Isafirði milli Sjó-
mannafélags ísfirðinga og Útvegs-
mannafélags Vestfjarða varð
árangurslaus með öllu. Fundurinn
hófst klukkan 13 og stóð fram á
miðjan morgun eða til klukkan 04
í fyrrinótt.
Samkvæmt upplýsingum Péturs
Sigurðssonar, forseta Alþýðu-
sambands Vestfjarða miðaði ekk-
ert á fundinum og hefur nýr
sáttafundur ekki verið boðaður.
Sáttasemjari er Guðmundur Vign-
ir Jósepsson.