Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 18
1 g MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
Útvarp og sjónvarp um hátíðarnar
f&M’^ “x- •
'J \ /Ts/A/V* ‘ B
Fríkirkjan í Reykjavík ris upp úr hrimþoku af Tjörninni.
Guðsorð í útvarpi og
sjónvarpi helgidagana
Páskarnirerumestatrúar-
hátíðkristinnamannaumallan
heim,ogþvíerekkióeðlilegtað
guðsorðheyristiútvarpiogsjó- _
nvarpi þessa hátíðisdaga. Á
páskadag klukkan 16.00 verður
páskamessa í sjónvarpssal. f>ar
mun séra Kristján Róbertsson,
fríkirkjuprestur í Reykjavík,
prédika og þjóna fyrir altari.
Fríkirkj ukórinnsy ngur,enorg-
anisti og söngstjóri er Sigurður
ísólfsson.
íútvarpiverðasvomorgunand-
aktirherraSigurbjörnsEinars-
sonarbispupsklukkanáttaárdeg-
isáskírdag,föstudaginnlangaog
páskadagana. Þá verður messu
útvarpað frá Safnaðarheimili
Grensássóknar klukkan 11 á
skrídagsmorgun, ogá sama tíma
á föstudaginn langa frá
Svalbarðskirkju við Eyjafjörð.
Guðsþjónustum verður svo einnig
útvarpað páskadag og anna í
páskum.
Lovísa og vinur hennar og barnsfaðir, Charles Tyrrell, sem nú kemur
aftur til sogunnar í þættinum á páskadagskvöld.
í Hprtoiíastræti að kvoldi páskadass:
Tyrrel, barnsfaðir Lovísu
kemur til sögunnar á ný
Þættirnir úr Hertogastræti
verða á sínum stað i dagskrá
sjónvarps þótt páskahelgin gangi
nú í garð. því níundi þáttur er á
dagskránni klukkan 21.10 á
páskadagskvöld.
í þessum þætti bregður til
margvíslegra tíðinda eins og
venjulega, og nú kemur sá gamli
vinur Lovísu, Charles Tyrrell, aft-
ur til sögunnar. Eitthvað er hann
farinn að bjástra við listiðkun, og
við þá sögu hans kemur gamall
aðalsmaður sem býr á hóteli
Lovísu. En ekki meira um það að
sinni, eftirvæntingarfullir að-
dáendur þáttanna um Lovísu
verða að bíða þar til um kvöldið til
að sjá hvernig fer.
Erindi Intíimars Erlends föstudatíinn lanjía:
Af píslargöngunm
og öðrum
Klukkan 13.30 á föstudag-
inn langa er á dagskrá út-
varpsins erindi sem Ingimar
Erlendur Sigurðsson rithöf-
undur flytur, og nefnir
Pislargangan og aðrar
göngur.
í erindi þessu kvaðst Ingi-
mar Erlendur ætla að fjalla
um píslargönguna, og fráhvarf
nútímamanna frá henni og
boðskap hennar, þegar einu
göngur sem menn legðu upp í
væru heislubótargöngur og
mótmælagöngur.
göngum
Ingimar Erlendur Sigurðsson rit-
höfundur
Á páskadagskvöld klukkan
22 er á dagskrá sænsk mynd,
sem nefnist Kristín og kvæðið
um Gústaf. Myndin bregður
upp þáttum úr lífi þessarar
sérstæðu drottningar Svíaríkis,
sem uppi var á árunum 1626 til
1689, en hún var dóttir hins
mikla herkonungs Gústafs
Adolfs.
Faðir hennar, Gústaf Adolf
konungur, féll í orrustu við
Lútzen á Þýskalandi árið 1632,
þegar Kristín var aðeins sex ára
að aldri. Þar sem hún átti ekki
bræður, varð hún drottning við
fall föður hennar, þó vitanlega
hafi aðrir farið með völdin í
umboði hennar fyrst í stað. Er
hún varð myndug árið 1644,
átján ára gömul, tók hún hins
vegar við ríkinu og stjórnaði því
sem drottning.
Óskar Ingimarsson, sem þýddi
myndina, sagði hana vera mjög
sérstæða fyrir margra hluta
sakir. Bæði væri saga drottn-
ingar mjög sérstæð, og svo væri
myndatakan einnig frábær.
Myndin er byggð upp á því að
sýnd eru leikin atriði úr lífi
Kristínar, og einnig eru sýnd
málverk frá þeim tímum er hún
var uppi.
Kristín tók sem fyrr segir við
valdataumunum árið 1644. Hún
var þó aðeins við völd í tíu ár, en
þá sagði hún af sér, og kaus að
Kristín drottning sem ung stúlka, en hún varð drottning við fall
föður síns, aðeins sex ára að aldri.
Sjónvarp aö kvöldi páskadatís:
Um hina sérstæðu drottningu Svía,
Kristínu, dóttur Gústafs Adolfs
flytjast suður til Ítalíu. Ollu því
bæði menningarleg og trúarleg
málefni, en Kristínu fannst allt
of þröngt um sig í ríkLSvía, þar
sem menn voru þröngsýnir og
kreddufullir. Mun frjálslyndari
menn fann hún hins vegar sunn-
ar í álfunni eftir að þrjátíu ára
stríðinu lauk, þótt þar væru
menn kaþólskrar trúar en ekki
mótmælendur eins og í Svíþjóð.
Á Ítalíu var Kristín um tíma
töluvert valdamikil, og einkum
gerði hún vel við listamenn af
ýmsu tagi, svo sem tónlistamenn
og myndlistarmenn. Miklum
sögum hefur einnig farið af
ástalífi hennar, en hún giftist
aldrei. Ekki er þó farið út í þá
sálma í myndinni, að sögn Ósk-
ars.
Nær einsdæmi er í veraldar-
sögunni, að þjóðhöfðingi segi af
sér vegna þess að honum finnist
hann vera að kafna af menning-
arleysi og trúarafturhaldi, og
raunar er það nær einsdæmi að
þjóðhöfðingjar segi af sér yfir-
leitt ótilneyddir, hvað þá ef
hafðir eru í huga þeir tímar er
Kristín drottning var uppi á.
Mannkynssagan er full af
frásögnum af borgarastyrjöld-
um og deilum um yfirráð ríkja
og landsvæða. Fjallað er um þá
miklu atburði sem orðið hafa
þegar konungar hafa neitað að
segja af sér, og þegar aðrir hafa
krafið þá um ríki þeirra, með
góðu og illu. í þeim sæg frásagna
er saga Kristínar Svíadrottn-
ingar einstök. Myndin er þess
virði að horfa á, þó ekki væri
nema fyrir það eitt, en auk þess
er hér á ferðinni ágæt skemmt-
an.
Þorsteinn
ö. Stephensen.
Valgerður
Dan.
Helga
Bachmann.
Valur
Gislason.
Helgi
Skúlason.
Leikrit eftir Þóri Guðhergsson:
Páskamorgunn
A páskadag, þann 7. apríl kl.
13.20 verður flutt í útvarpi leik-
ritið „Páskamorgunn“ eftir Þóri
S. Guðbergsson. Leikstjóri er
Þorsteinn 0. Stephensen. Meðal
leikenda eru Valgerður Dan,
Helga Bachmann, Valur Gislason
og Helgi Skúlason. Flutningur
leiksins tekur um hálfa klukku-
stund. Hann var áður á dagskrá i
útvarpi á páskadag 1969.
Leikritið er byggt á frásögn
guðspjallanna um upprisu Jesú.
Þar segir frá litlu stúlkunni Elísa-
betu, sem er blind, Salóme móður
hennar og Stefanusi gamla lang-
afa telpunnar, sem einnig býr þar
í húsinu. Hann trúir á hið gamla
lögmál Gyðinga og finnst margt í
kenningum „smiðsins frá Nasar-
et“ vafasamt og allt að því hættu-
legt. En svo gerist atburðurinn,
sem verður jafnvel til að opna
augu þeirra vantrúuðu.
Þórir S. Guðbergsson er fæddur
í Reykjavík árið 1938. Hann lauk
stúdentsprófi 1958 og siundaði
síðan nám í guðfræði við Háskóla
íslands. Framhaldsnám í Osló
1963—64 og í Stafangri 1973—76.
Starfsmaður íslenskra kristni-
boðsfélaga um skeið, en hefur
lengstum stundað kennslu. Frá
1964 hefur Þórir skrifað margar
barna- og unglingasögur og nokk-
ur leikrit. „Sigur páskanna",
„Endur fyrir löngu“ og „Heilbrigð
sál í hraustum líkama" hafa verið
flutt í útvarpinu, auk „Páska-
morguns", og Leikfélag Reykja-
víkur sýndi „Kubb og Stubb" 1966.