Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 erming—til hvers? Anna skrifar í sínu bréfi: Ef ég læt ferma mig, geri ég það aðeins til að þóknast foreldrum mínum. Og amma mundi sjálfsagt líða út af, ef hún frétti, að ég ætlaði ekki að láta ferma mig. Mamma hefur þegar undirbúið daginn í margar vikur. Mér er reyndar alveg sama, hvort ég verð með eða ekki. Ég veit ekki hvort ég trúi. Eitt veit ég þó, að sjálf ferming- in í kirkjunni skiptir mig engu máli. Presturinn svarar: Kæra Anna. Þú segir í bréfi þínu, að þér sé alveg sama, — en það sýnir okkur dálítið kæruleysi, en ekki eigin- lega andstöðu. Ef þú ert í raun og veru að hugsa um að hætta við að láta ferma þig, virðist mér sú ákvörðun vera tekin dálítið seint, jafnvel á síðustu stundu. Þú minnist líka á trúna. Við getum ekki krafist þess af ferm- ingarbörnum okkar, að þau trúi. Við vonum hins vegar, að þau séu opin — reiðubúin til að láta biðja fyrir sér. Þér getur fundist þú öryggislaus (hverjum finnst það ekki öðru hverju?). Ég legg hönd mína á höfuð þér á fermingardag- inn til að undirstrika, að ég bið fyrir þér. Ég veit líka, að amma þín biður fyrir þér og óskar þess einskis fremur en að blessun Guðs verði veganesti þitt áfram í lífinu. Björn segir í sínu bréfi: Ég er ákveðinn í að láta ferma mig. Ekki af því að ég sé neitt sérstaklega trúaður. Það er eigin- lega aðallega vegna peninganna og gjafanna, sem ég vil láta ferma mig. Ég held það sé líka af þeirri ástæðu, sem flestir hinna láta ferma sig. Hvers vegna ætti ég þá að skera mig úr? Svar prestsins: Er rétt, Björn, að láta ferma sig af þessari ástæðu einni saman? Væri ekki eðlilegt, að sá sem hefur einungis í hyggju að „versla með ferminguna," spyrði sjálfan sig: Er þetta ekki langt frá því, sem er markmið kirkjunnar með ferm- ingunni? Vel getur verið, að það sé rétt hjá þér, að flestir aðrir hugsi á sama hátt og þú. Það hlýtur þá að vera lítil sem engin huggun fyrir þig þó að aðrir geri eitthvað, sem er rangt. Sá sem þegar álítur, að kristindómurinn sé gömul hjátrú og hann vilji ekki hafa neitt með Jesúm að gera, sér sjálfsagt lítinn tilgang í því að sækja kirkju og njóta fermingarundirbúnings. Þú segir, að þú sért ekkert „sérstaklega trúaður" — það bendir til þess, að þú trúir þó — þú nefnir einnig, að þetta sé aðallega vegna peninganna, sem bendir til þess, að það sé líka af einhverjum öðrum ástæðum. Mér virðist, Björn, að þú ættir að hugsa þig vandlega um þessa síðustu daga og taka ákvörðun samkvæmt sannfæringu þinni. VELTI-UNGI Páskaföndur Proi U/ éflj&ákurmrui oarléya. tfél* /UU /tirtá/u ' boininn £ htnni V'-^; HEIÐARLEIKI Saga um falinn fjársjóð Saga þessi segir frá ríkum manni, sem kom með vandaðan skáp til fátæks trésmiðs og bað hann að gera við hann. I skáp þessum var leynihólf, sem enginn vissi um. Smiðurinn fann leynihólfið. í því lágu öskjur, en í öskjunum voru dýrmætir gimsteinar. „Láttu nú ekki á neinu bera,“ sagði einn af kunningjum smiðsins, sem var viðstaddur. Hann skoðaði fjársjóðinn vand- lega, en sagði síðan við smiðinn, konu hans og dætur: „Nú verðið þið að þegja öll saman. Ég get utvegað ykkur tíu þúsund dali fyrir gimsteinana. Gamalt bragð Hvernig heldurðu að hægt sé að láta prik halda jafnvægi á gólfi án þess að snerta það? Það er ekki eins erfitt og þú heldur kannski, ef þú þekkir leyndardóminn, sem liggur að baki! Þú færð þér aðeins þunnan tvinna, sem þú þræðir gegnum báðar skálmar á buxunum þínum og festir þar. Ef þú sest niður og setur hnén örlítið út eins og sýnt er á myndinni, strekkist á tvinn- anum. Þú biður áhorfendur að sitja í örlítilli fjarlægð (þá sjá þau alls ekki tvinnann) og lætur prikið síðan hallast upp að tvinnanum um leið og þú þylur dularfulla formúlu yfir fyribærinu! Ég áskil mér að fá þriðjunginn af þeirri upphæð. Hitt megið þið eiga allt saman, ef þið getið þagað. „Vinur minn,“ sagði smiðurinn, „hvaða leyfi höfum við til að leyna þessu? Faðir eigandans, sem nú er dáinn fyrir mörgum árum, hefur líklega geymt þarna dýrgripi þessa, og erfingjar hans ekkert vitað um það. Það er því skylda mín að koma þeim til skila." Síðan fór trésmiðurinn með öskjurnar til eiganda skápsins. Eigandinn varð að vonum glað- ur við og sagði: „Öskjurnar eru 30 þúsund dala virði með því, sem í þeim er. Faðir minn varð bráðkvadd- ur, en daginn áður en hann dó, hafði hann ritað hjá sér, að hann hefði keypt gimsteinana og veitt þeim viðtöku. Enginn var viðstaddur, þegar hann dó, nema ungur maður. Hann var sakaður um að hafa stolið gim- steinunum og settur í fangelsi. Hann slapp nokkru síðar úr fangelsinu og hefur ekki spurzt til hans síðan. Mér þykir vænt um, að sakleysi hans er nú sannað. Þér eruð ráðvandur maður og nú skuluð þér fá 10 þúsund dali fyrir skilvísina." A nœstu vikíun fermast mörg hundriu) unglingar á Islandi. Hvaó luigsa þeir, hvaó vilja þeir, hvaó læra þeir? Eru þeir likir vin- um sínum á Noróudönd- um, sem oft fermast eldri en unglingar hér á landi? Vió hirtum bréf tveggja unglinga frá Noregi, sem skrifa prestin um sín um: Þórir S. Ciuöbergsson RúnaGisladöttir Ulbuiu jt/o h»H ur foytkum pappír (/1* Ufru kjríon,J cj límclu a límir þu ntf oy nuyur á. m/é/- U ngann jb/'no. Auðvi{á% i/&rSur hann fdlltqas{u.r rrtt$ oau/t ntý oj OfuJL h&JuX, *n þú jka.it h{* £6ur en þú. /imir h&nn Jd/nan. teim- ii* fiiiLskvld«síðai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.