Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 21 Hatnarbíó: Hér koma tígrarnir HAFNARBÍÓ sýnir um páskana bandarisku gamanmyndina Hér koma tigrarnir, sem Sean S. Cunn- ingham leikstýrir og hefur gert. Aðalhlutverk leika þau Richard Lincoln, James Zvanut og Sam- antha Grey. Eddie Burke er samviskusamur lögreglumaður og góður eiginmaður og faðir. Hann vill bara rækja starf sitt eftir bestu getu, og er því ekkert sérlega hrifinn, þegar hann, ásamt félaga sínum, Burt Honeger, er narraður til að taka að sér að Söguþráðurinn í myndinni er eftirfarandi: þjálfa hóp af drengjum og stúlkum. Þau kalla sig „Tígrarnir" og eiga að vera að æfa „baseball“-leik. Hér er atriði úr myndinni Hér koma tígrarnir, sem Hafnarbió sýnir um páskana. Háskó\ab'\ó*. „Meatballs“ IIÁSKÓLABÍÓ sýnir um páskana myndina „Meatballs“, sem er ný af nálinni frá Paramount kvikmynda- fyrirtækinu. Henni leikstýrir Ivan Reitman. 1 helztu hlutverkum eru Bill Murray, Harvey Atkin og Kate Lynch. Söguþráður myndarinnar er eftir- farandi: Þegar sólin rís yfir Norð- stjörnubúðum, þarf Tripper tvo vekjara ti að koma sér fram úr. Hann er meðal margra starfsmanna — ráðgjafa og ráðgjafarnema — sem Morty hefur sér til aðstoðar við að starfrækja búðirnar, sem eru fyrir um 600 unglinga á ýmsum aldri. Tripper hefur unnið áður í búðun- um og hann fagnar því hvað mest við störf þar, að hann fær tækifæri til Úr myndinni Meatballs, sem sýnd er í Háskólabíói. að hitta Roxanne, sem hann er hrifinn af, en hefur ekki verið honum eins leiðitöm og skyldi, því að hún kann ekki alltaf við ærslin í honum. Meðal drengjanna, sem koma í búðirnar að þessu sinni er Rudy, sem á erfitt með að aðlagast hópnum. Tónabíó*. Hefnd bleika pardussins TÓNABÍÓ sýnir um páskana myndina Hefnd bleika pardussins, sem Blake Edwards leikstýrir, en myndin er gerð árið 1978. Aðal- hlutverkið leikur Peter Sellers eins og í fyrri myndum um þetta efni. I myndinni segir frá hinum kunna leynilögreglumanni Clouseau sem er með eindæmum seinheppinn. í myndinni er Clouseau sýnt banatil- ræði og halda allir að það hafi heppnast, nema auðvitað hann sjálfur, sem í framhaldi hefur mikla leit að tilræðismönnunum. Clouseau lendir í miklum ævin- týrum eins og endra nær, en fram- leiddar hafa verið fimm myndir um starf hans. Þeir sem trúa því að hláturinn lengi lífið ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum ef þeir skryppu í Tóna- bíó um páskana. HatnarV\aróarb'\ó*. Dæmdur saklaus HAFNARFJARÐARBÍÓ mun sýna myndina Dæmdur saklaus um páskana, en aðalhlutverk myndarinnar leika þau Marlon Brando, Robert Redford og Jane Fonda. SV\örnub\ó*. Hanoverstræti STJÖRNUBÍÓ sýnir um páskana myndina Hanoverstræti, sem Pet- er Hyams leikstýrir. Með aðal- hlutverk fara Harrison Ford, Christopher Plummer og Lesley- Anne Down. Myndin gerist í síðari heim- styrjöldinni og segir frá ástum bandarísks liðsforingja og stúlku nokkurrar. Það er einn hængur á þessu sambandi hjúanna, stúlkan er gift og á eitt barn. Lesley-Anne Down Leiðin til ánauöar Friedrich A. Hayek varð í einu vetfangi heimskunnur, þegar þessi bók hans kom út 1944. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes, rithöfundurinn George Orwell og margir fleiri lofuðu höfundinn fyrir hugrekki hans og skarpskyggni. Hann færir rök fyrir því í bókinni, að einstaklingsfrelsið týnist, ef atvinnulífiö sé skipulagt af valdsmönnum, en fái ekki að vaxa sjálft. Hann bendir einnig á, að þjóðernisstefna fasista og sameignarstefna sósíalista séu greinar af sama meiði. Bók hans er um brýnasta stjórnmálavanda Vesturlanda- búa, verkaskiptingu ríkis og einstakl- inga, markaösbúskap og áætlun- arbúskap, og boðskapur hennar á ekki síöur við nú en fyrir þrjátíu og sex árum. Útdráttur úr henni kom út á íslenzku 1946 og vakti mikla athygli, en hún kemur nú út í heild. Bókin er skrifuð á einföldu og auðskiljanlegu máli. Almenna Bókafélagið Austurstræti 18 Skemmuvegi 36 s. 19707 s. 73055 Fredrich A. Hayek BORGARTÚN118 Útvarp með 12 watta magnara og 4 bylgjum, MW FM LW SW. Kassettusegulband fyrir Normal og Cr Ö2 kassettur. Innbyggðir mikrafónar. 2 hátalarar 5 Va tommur hver. Tækið er bæði fyrir straumog vegur aðeins5,l kg.með ÓTRÚLEG - ■ HLJÓMGÆÐI UNISEFfrá JAPAN STEREO Ferðakassettuútvarp með 12 watta magnara og 4 bylgjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.