Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
13
Undir stýri
stóran hluta
ævinnar
— Þegar ég var ungur strákur í
sveit og eltist við rolluskjátur eða
beljurassa, þá hugleiddi ég það
aldrei, að mitt hlutskipti í lífinu
yrði að £ást við bíla og véladót, það
var iángt fjarri mér. En einhvern
veginn æxlaðist það þannig, að
undir stýri sat ég stóran hluta
ævinnar, heldur Magnús áfram.
— Einhvern tímann á kreppuár-
unum, ég man ekki nákvæmlega
hvenær, hætti ég hjá Garðari og
fór þá að vinna hitt og þetta, m.a.
á Eyrinni. Svo komst ég yfir
vörubíl og var m.a. í vinnu hjá
hernum við að keyra í flugvöllinn.
Fyrsta fólksbílinn eignaðist ég svo
1942 að mig minnir. Hann var af
Dodge-gerð, en skip, sem var á leið
til Belgíu með 100 ósamsetta bíla,
strandaði á Meðalfellssandi. Ég
fór að keyra hjá BSR og vann við
það þar til fyrir um 10 árum, að ég
gat ekki keyrt lengur, en þá tók
iai. 1 1 sgtl 1 | H f—1 | K 111
1 VSmBg' 1
§§l *> . s 1 • ~ .1. 1
1 pH| f Jl • I p Jvmm ■Rel K1 pPrTBI
sonur minn við. Ég átti alltaf
Dodge, nema einu sinni Chrysler,
þessir bílar voru hver öðrum betri.
Pössuðu ekki
í kramið
þegar kom að
því að kjósa
Við gerum aðeins hlé á bílaum-
ræðum, þó þær eigi greinilega hug
hans allan, eða hér um bil. Stjórn-
málin hafa alltaf verið Magnúsi
hugstæð og hann sat í fyrstu
stjórn Málfundarfélagsins Oðins,
en félagið var stofnað árið 1938.
— Pólitík, ég hef alltaf verið
eitthvað að blanda mér í pólitík,
alveg síðan ég kom til Reykja-
víkur. Jón Þorláksson, Ólafur
Thors og Bjarni Benediktsson
voru mínir menn. Hinum megin
voru svo sem góðir menn líka, eins
og t.d. Jón Baldvinsson, en þeir
pössuðu bara ekki í kramið hjá
mér þegar kom að því að kjósa.
— Annars er þetta orðin tóm
vitleysa hjá okkur þessi pen-
ingamál, við ráðum ekkert við
þetta orðið. Svo er hann Geir ekki
nógu glúrinn, Gunnar var hins
vegar sniðugur að skrapa þessu
saman, þó þetta sé náttúrulega
ekkert nema skrap hjá honum.
Þessir menn hefðu átt að leysa sín
mál innan flokksins, þetta eru jú
Vörubifreiðin af White-gerð
við hús Garðars Gíslasonar og
Magnús Ólafsson undir stýri.
Myndin er af bilnum nokk-
urra ára tekin upp úr 1920
og er táknræn fyrir þessa
tíma: bíllinn leysir hestvagninn
af hólmi. Bifreiðin kostaði
8943.18 krónur í innkaupi
með kostnaði, toligjöld voru
kr. 30.55, flutningsgjöld 407.35
krónur, ýmis vinna 100 krón-
ur og vátrygging 256.68
krónur, sem var óvenju mik-
ið, enda um stríðstryggingu að
ræða. Bíllinn kom til landsins
með Gullfossi 1. júlí 1918.
Magnús sýnir blaðamanni
málverk, sem Kjarval skenkti
honum á einni af mörgum
ferðum þeirra.
Ljósm. RAX.
báðir ágætir menn og sjálfstæð-
ismenn.
— Ég fékk mína pólitík, mína
línu, þegar ég var 16 ára gamall
árið 1905. Foreldrar mínir ráku þá
greiðasölu og ég var sendur til
Reykjavíkur að ná í brennivín og
fleira. Ég kom þar að þar sem 40
kallar voru að deila við Hannes
Hafstein út af símamálinu, en
bændur höfðu fjölmennt til
Reykjavíkur frá hálfhirtum tún-
um sínum í miðjum heyönnum til
að mótmæla símamálinu.
— Kallarnir voru illir og fullir
og ætluðu að drepa Hannes Haf-
stein. Þegar hann hafði messað
yfir þeim riðu þéir lúpulegir í
burtu, hann var búinn að snúa
þeim. Hannes Hafstein var mikill
maður og ég óskaði mér þess, að ég
gæti líkst honum, en þarna fékk
ég alla vega mína línu, segir
Magnús Ólafsson.
Það eru „aðeins“ 72 ár á
milli þeirra feðga og því
örugglega ýmislegt, sem faðir-
inn hefur að sýna syni sínum í
myndaalbúmi fjölskyldunn-
ar. Magnús er 92 ára, en
Þröstur tvítugur.
Jóla- og áramótakveðja frá
meistara Kjarval til Magnús-
ar, sem keyrði listamanninn
mikið: „Elskulegi vinur
Magnús óiafsson, Jól, Nýár,
þökk gamlárinu. Jóh. S.
Kjarval.“
Hann var bara
svolítið sér
Hátt í þrjá áratugi var Magnús
leigubílstjóri hjá BSR og þeir eru
eflaust margir, sem muna eftir
honum undir stýri á einhverjum
af Dodge-bílunum sínum. Hár og
myndarlegur, orðinn grár fyrir
hærum og þunnhærður með árun-
um, en með pípuna í munninum og
sixpensara á höfðinu. Af öllum
þeim farþegum, sem Magnús ók er
einn honum þó sérlega minnis-
stæður, Jóhannes Kjarval, en
hann verzlaði ævinlega við BSR og
ferðaðist helzt ekki öðruvísi en á
leigubíl eða þá gangandi. Einkum
voru tveir bílstjórar í dálæti hjá
listamanninum og annar þeirra
var Magnús. Hann hefur greini-
lega gaman af að rifja upp nokkr-
ar sögur af samskiptum þeirra.
— Kjarval var mikill vinur
minn, sjáðu bara allar þessar
myndir, segir Magnús og bendir á
stórar myndir og smáar á veggj-
um, teikningar og olíumálverk og
heillaskeyti í stíl Kjarvals.
— Kjarval var svolítið skrýtinn,
en skemmtilegur þó hann væri
stundum erfiður, því allt varð að
vera eins og hann vildi sjálfur.
Hann átti það til að fara á
nærfötunum út í banka og allir
héldu að hann væri vitlaus, en það
var hann alls ekki. Hann var bara
svolítið sér.
— Ég tók oft til hjá honum og
einnig keypti ég oft handa honum
í matinn. Hann hafði sérstakt
dálæti á þorskhausum, lifur og
hrognum og þetta sauð hann
sjálfur og þótti góður matur. Með
þessu drakk hann mjólk, ábyggi-
lega marga potta á dag.
— Ég keyrði Kjarval oft þegar
hann fór út fyrir bæinn til að
mála og þá að sjálfsögðu mjög oft
til Þingvalla, Ég var alltaf látinn
bíða meðan hann var að mála og
vera langt í burtu svo ég truflaði
hann ekki og sá líka um að stugga
fólki frá svo það kæmi ekki nærri
og truflaði meistarann. Þetta voru
langir túrar margir; kannski 6—7
tímar, en alltaf stóð hann í
skilum. Ef ekki samdægurs þá
daginn eftir.
— Einu sinni fór hann austur að
Heiðarbæ í Þingvallasveit til að
mála, þetta var um vetur og kalt
úti, örugglega 5—6 stiga frost.
Eftir 4 tíma fór ég að hafa
áhyggjur af kalli og bauð honum
að koma inn í bílinn og fá sér
kaffi. Hann sagðist skyldu þiggja
kaffið, en aðeins mín vegna og alls
ekki vegna þess að honum væri
sjálfum kalt eða kaffivant.
— Hann kom inn í bílinn, en
hafði ekki setið þar í margar
mínútur, er hann sagðist ekki geta
þetta. Hann æddi út úr bílnum, út
í snjóinn, og jós mjöllinni síðan
yfir sig. Það var ekki kuldinn í
honum og svona var margt í
honum.
— Kjarval gat helzt ekki baða
sig annars staðar en í lækjar-
sprænu uppi í Kjós. Þangað keyrði
ég hann oft og þá var hann
Guðbrandur í Afenginu stundum
með honum. Þarna böðuðu þeir sig
í smáhyl undir bakka, ég beið á
meðan og keyrði þá síðan aftur í
bæinn. Það er gaman að hafa
þekkt hann, segir Magnús og er
greinilega ljúft að minnast meist-
ara Kjarvals.
XXX
Við sláum botninn í þetta spjall
okkar. Magnús var tvígiftur. Fyrri
kona hans var Jónína Þorsteins-
dóttir og giftust þau árið 1917, en
hún lést árið 1938. Þau áttu þrjú
börn, en aðeins Ingibjörg, gift
Gunnari Ólafssyhi skólastjóra í
Neskaupstað, er á lífi. Síðari konu
sinni, Guðrúnu Sveinsdóttur, gift-
ist Magnús árið 1945. Eiga þau
þrjá syni, Steinar, stýrimann hjá
Eimskip; Ólaf, bílstjóra hjá BSR;
og Þröst, sem er við nám í MR „og
ætli hann verði ekki stúdent í vor,
„örverpið", eins og Magnús orðaði
það sjálfur.