Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1980
SIGURPÁLL A. Isfjörð opnaði í gær málverkasýningu í
Ásmundarsai við Freyjugötu. Þetta er 4. einkasýning Sigurpáls
og sýnir hann að þessu sinni 60 myndir, 19 oliumyndir, 36
vatnslitamyndir og 5 kritarmyndir. Sýningin verður opin til 7.
april frá klukkan 14—22 alla dagana.
Gæzlan kærir tugi netabáta:
Nefndakjör:
Stjórn Atvinnuleys-
istryggingasjóðs
ENDURSKOÐUNARMENN rík-
isreikninga vóru kjörnir í sam-
einuðu þingi i gær: Halldór
Blöndal, Baidur ðskarsson og
Jón Snæbjörnsson.
Þá var kjörið í stjórn Atvinnu-
leysistryggingasjóðs: Pétur Sig-
urðsson (til vara Axel Jónsson),
Davíð Ólafsson (til vara Hákon
Hákonarson), Eðvarð Sigurðsson
(til vara Benedikt Davíðsson) og
Jón Ingimarsson (til vara Ragnar
Bergmann).
Misbrestur á merking-
um veiðarf æra í sjó
Hayek flytur fyrirlestur sinn i hátiðarsal Háskólans i gær
Þyrla landheigisgæzlunnar hefur
farið um Suður- og Vesturland á
undanförnum dögum til þess að
Stefna ríkisstjórnar:
Lakari hlutur þeirra er kynda með olíu
- þrátt fyrir II milljarða nýjan ársskatt
Á UNDANFÖRNUM árum hafa
niðurgreiðslur vöruverðs verið
tvíþættar á útgjaldahlið fjár-
laga: niðurgreiðslur á búvöru-
verði og niðurgreiðslur á olíu
til húshitunar, sagði Þorvaidur
Garðar Kristjánsson á Alþingi í
fyrrinótt. Svo var og í fjáriaga-
frumvarpi Tómasar Árnasonar
og fjárlagafrumvarpi Sighvat-
ar Björgvinssonar fyrir árið
1980, samtals 25,3 milljarðar
króna í hinu fyrra en 23.2
milljarðar í því síðara. í fjár-
iagafrumvarpi Ragnars Arn-
alds eru niðurgreiðslur 24.4
miiljarðar króna en eingöngu
til niðurgreiðslu á búvöru, ekk-
ert til niðurgreiðslu oiíuverðs.
Það er skoðun okkar sjálfstæð-
ismanna að þessari heildartölu,
sem mun hámark þess sem hægt
er að verja í niðurgreíðslur í ár,
eigi að skipta milli niður-
greiðslu á búvöru og niður-
greiðsiu á olíu, svo sem verið
hefur í fyrri fjárlögum, og
gengur tiliaga okkar út á það
að verja 5 milljörðum króna til
jöfnunar húshitunarkostnaði,
án þess að auka á heildarút-
gjöld ríkissjóðs eða grípa tii
söluskattshækkunar eða ann-
arrar aukinnar skattbyrði á
almenning í landinu.
— segir Þorvald-
ur Garðar Krist-
jánsson
Frumvarp um verð-
jöfnun í efri de'ild
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son (S) sagði þessa tillögu í
samræmi við frumvarp fjögurra
þingmanna úr jafn mörgum
flokkum í efri deild um niður-
greiðslu á olíu til húshitunar.
Samkvæmt því frumvarpi skal
greiða niður olíu þann veg að
hún verði aldrei hærri en sem
svarar 2.5-földu meðalverði
verðs hjá hitaveitum í landinu.
Það er skoðun mín, eftir að hafa
kannað mál þetta mjög vel, að til
þess nægi 5 milljarða króna
tilfærsla frá áðurgreindum út-
gjaldalið fjárlaga.
Tillaga stjórnarinnar
þýðir óbreytt
niðurgreiðsla
í greinargerð með fjárlaga-
frumvarpi kemur fram, sagði
ÞGKr. að það þurfi 3.6 milijarða
króna til að standa undir
óbreyttum niðurgreiðslum á olíu
frá 1979. Ég staðhæfi að meira
þarf til.
Nærri mun láta að þeir 4
milljarðar króna, sem stjórnar-
liðið vill verja til olíuniður-
greiðslu (og afla í leiðinni tekna
með nýjum skatti sem nemur 11
milljörðum á 12 mánuðum), geri
ekki meira en halda óbreyttum
kostnaðarhlut fólks á „olíusvæð-
um“ — en léttir byrðar þess í
engu! Þetta reyndist þá öll
rausnin hjá núverandi ríkis-
stjórn, eftir allt talið um að
bæta hag þessa fólks: risavaxnar
skattálögur til að halda óbreytt-
um niðurgreiðslum og tæplega
það.
í raun versnar
staða olíukyndingar
En böggull fylgir skammrifi
ríkisstjórnar. Frá þessum 4
milljörðum, sem ríkisstjórnin
ætlar að rausnast til að greiða
olíu niður með, verður að draga
um 1300 m.kr., sem nærri lætur
að olíukyndingarfólk verður að
greiða í söluskatt til að njóta
sömu niðurgreiðslu og áður. Og
þá er ekki meðtaldar um 80Ó
m.kr., sem þetta fólk þarf að
greiða í aðflutningsgjöldum til
ríkissjóðs líka af þeirri olíu sem
það notar á árinu. I raun er verið
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son.
að gera hlut þessa fólks lakari en
hann var, ef alls er gætt, m.a.
eyðsluhluta ríkisstjórnar í hin-
um auknu söluskattsálögum —
umfram það er verja á til
niðurgreiðslunnar.
Ég spyr, sagði ÞGKr., er hægt
að komast lengra í óheilindum?
Getur svívirða ríkisstjórnar og
iítilsvirðing á eigin stjórnarsátt-
mála orðið meiri? Þetta mál
varðar milli 20 og 25% af
íslenzku þjóðinni, sem býr við
meira félagslegt órétti en flestir
aðrir.
kanna merkingar á veiðarfærum
netabáta, en nú eiga öll net að vera
í iandi. Um var að ræða athugun á
merkingu dreka og bólfæra, en
samkvæmt lögum á númer báts að
vera á þessum hlutum, en tvö ár eru
liðin síðan þessi atriði voru lög-
bundin.
Einn Patreksfjarðarbátur var með
ólöglegan búnað að þessu leyti, 13 á
Snæfellsneshöfnum, 9 frá Þorláks-
höfn, 18 í Eyjum og mikill misbrest-
ur mun vera á þessu á Reykjanes-
höfnum og í Reykjavík. Einnig var
könnuð möskvastærð og var ekki um
nein vandkvæði að ræða í þeim
efnum.
Árangurslaus
sáttafundur
með farmönnum
SÁTTAFUNDUR var í gær hald-
inn í kjaradeilu aðildarfélaga
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands og viðsemjenda
Íeirra, Vinnuveitendasambands
slands, Vinnmálasambands sam-
vinnufélaganna og samninga-
nefndar ríkisins. Fundurinn varð
árangurslaus og hefur ekki nýr
fundur verið boðaður.
Fundurinn var haldinn í húsa-
kynnum sáttasemjara ríkisins í
Borgartúni 22. Á fundinum var
rætt um kröfur aðildarfélaga
FFSI og þær skýrðar fyrir við-
semjendum, sem höfnuðu þeim
öllum, þar sem þær fælu í sér
hækkanir á kaupgreiðslum. Töldu
vinnuveitendur að framlengja
bæri óbreytta kjarasamningana
til tveggja ára, þó með endurskoð-
unarákvæði um næstu áramót,
verði þá svigrúm til breytinga.
Samkvæmt upplýsingum Ing-
ólfs Falssonar, forseta Farmanna-
og fiskimannasambands íslands,
hefur ekki verið tekin ákvörðun
um það, hvert framhald verður á
þessari kjaradeilu frá hendi Far-
mannasambandsins.
Friedrich A. Hayek:
„Einstaklingsfrels-
inu er enn hætt“
„ÞAÐ kom mér algjörlega á
óvart, hvað hók mín vakti mikla
athygii, þegar hún kom fyrst út,“
sagði dr. Friedrich A. Hayek á
biaðamannafundi, sem haldinn
var í tilefni þess, að Almenna
bókafélagið og Félag fráls-
hyggjumanna hafa gefið út hið
kunna rit hans, Leiðina til ánauð-
ar (The Road to Serfdom), á
íslenzku. „Mér fannst þó mikill
munur á viðtökunum í þeim
tveimur iöndum, þar sem hún
seldist mest, Bretlandi og Banda-
ríkjunum. Hún varð tilefni til
alvarlegra rökræðna í Bretlandi
og sósíalistar þar viðurkenndu
þá hættu, sem væri fyrir einstakl-
ingsfrelsið af allsherjarþjóð-
nýtingu. En í Bandaríkjunum
var hún notuð sem vopn í viður-
eign tveggja hópa, annars vegar
sósíalista. sem helltu yfir mig
fúkyrðum, hins vegar kapítal-
ista, sem héldu, að þeir gætu
notað hana í eiginhagsmuna-
skyni, og ég hef suma þeirra
grunaða um að hafa aldrei lesið
hana.“
Hayek var spurður, hvort hann
teldi þróunina síðustu áratugina
staðfesta spádóma sína, en í Leið-
inni til ánauðar varar hann við of
miklum ríkisafskiptum, skipu-
lagningu og áætlunarbúskap og
telur það vísasta veginn til glötun-
ar einstaklingsfrelsisins. Hann
svaraði: „Sennilega hefur bókin
átt einhvern þátt í því, að sá
„heiti“ sósíalismi, sem ég beindi
rökum mínum gegn, er varla
lengur til umræðu í alvöru. Menn
krefjast ekki lengur hreins mið-
stjórnarkerfis eða allsherjar-
skipulagningar atvinnulífsins eins
og í Ráðstjórnarríkjunum. En
eftir er „volgur“ sósíalismi, sem
felst í því, að starfsemi markaðar-
ins er trufluð, þannig að markaðs-
öflin geta ekki unnið eðlilega.
Þetta leiðir til þess, að þeir
sósíalistar, sem ætla alls ekki að
fara til hreins miðstjórnarkerfis,
berast þangað, ef svo má segja.
Þannig verður þróunin að vísu
hægari, en stefnir þó í sömu
áttina. Einstaklingsfrelsinu er
enn hætt.“
Hayek sagði, að hann væri alls
ekki á móti því, að sinnt væri
ýmsum félagslegum umbótamál-
um, en ekki mætti trufla starf-
semi markaðarins til þess, ef
halda ætti einstaklingsfrelsinu og
skila góðum afrakstri. Til dæmis
væri rétt að tryggja öllum þeim,
sem gætu ekki tryggt sér það
sjálfir, lágmarksafkomu, en sú
trygging ætti að vera fyrir utan
markaðinn. Hann lýsti einnig á
blaðamannafundinum söguskoðun
sinni, sem er í sem fæstum orðum
sú, að einstaklingsfrelsið hafi get-
ið af sér þær miklu framfarir í
tækni og iðnaði, sem skilaði nútí-
mamanninum þeirri velsæld, sem
hann nýtur miðað við fyrri kyn-
slóðir.
Hayek flutti síðan kl. 17 fyrir-
lestur á vegum Viðskiptadeildar
Háskóla íslands og nefndi hann
„Principles of Monetary Policy" og
verður síðar sagt frá efni hans í
Mbl. og birt viðtal við Hayek.