Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 3 Kirkjukvöld Bræðra- félags Dómkirkjunnar BRÆÐRAFÉLAG Dóm- kirkjunnar heldur sitt ár- lega kirkjukvöld í dag, skírdag, kl. 20.30. Marteinn Hunger Frið- riksson mun leika á orgel, séra Þórir Stephensen dómkirkjuprestur flytur ávarp. Kristinn Hallsson óperusöngvari mun syngja með undirleik Marteins Hunger Friðrikssonar dóm- organista. Þá flytur Esra S. Pétursson læknir ræðu er hann nefnir Friðsæld. Loks flytur séra Hjalti Guð- mundsson dómkirkjuprest- ur hugvekju og bæn. 100 þúsund manns hafa séð Veiðiferð- ina og Land og syni UM ÞAÐ bil 35 þúsund manns hafa nú séð kvikmyndina veiðiferðina sem að undanförnu hefur verið sýnd í Reykjavík og víða út um landið. Sýning myndarinnar hófst fyrir þremur vikum í Rcykjavík og Akureyri og standa nú yfir sýn- ingar í Kefiavík auk Reykjavikur. Á næstunni verður Veiðiferðin sýnd á Selfossi, Sauðárkróki og Húsavík. Veiðiferðin verður páska- mynd Austurbæjarbíós í ár og er sýnd á öllum sýningum, 3, 5, 7 og 9 Yfir 70 þúsund manns hafa nú séð Land og syni, en um þessar mundir er hún sýnd á Akranesi, í Vest- mannaeyjum og verður á Höfn um páskana. Á næstunni verður myndin sýnd á Austur- og Norðausturlandi og síðar á Snæfellsnesi. Verið er nú að þýða texta við myndina á fær- eysku og er Land og synir fyrsta myndin sem sýnd verður í Færeyjum með færeyskum texta. Hayek á málþingi frjálshyggjumanna 3. MÁLÞING Félags frjálshyggju- manna verður haldið n.k. laugar- dag 5. apríl kl. 14.00 í hliðarsal Hótel Sögu. Málshefjandi verður Friedrich A. Hayek, nóbelsverð- launahafi í hagfræði og einn kunn- asti stjórnmálahugsuður tuttug- ustu aldarinnar. Nefnir hann fyrir- lestur sinn „The Muddle of the Middle" eða Miðju-moðið, og verður hann fluttur á ensku. Að loknum kaffiveitingum verða frjálsar um- ræður. Aðgangur að málþinginu kostar 10 þús. kr. fyrir utanfélagsmenn og 6 þús. fyrir félagsmenn, en uppselt er á þingið. Að sögn Skafta Harðarson- ar, stjórnarmanns í Félagi frjáls- hyggjumanna, hefur mikill áhugi verið á málþinginu og bók Hayeks, Leiðinni til ánauðar, sem félag frjálshyggjumanna gaf út í sam- vinnu við almenna bókafélagið í tilefni komu Hayeks. Félagið hefur áður haldið tvö málþing. Var þar dr. David Friedman hagfræðingur, höf- undur bókarinnar The Machinery of Freedom“ og sonur Miltons Fried- mans, málshef jandi á öðru og Ólaf- ur Björnsson prófessor á hinu. Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNS 1437 H Heimilisborvél Mótor: 320 wött Patróna: 10 mm Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn./mín. Höggborun: 0-36000 högg/mín. HANDVERKFÆRI 1417 H. Heimilisborvél Mótor: 420 wött Patróna: 13mm Stiglaus hraðabreytir I fora og tvær fastar hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn./mín. Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta, svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubbur og limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja við borvélina með einkar auðveldum hætti, svonefndri SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð uppfinning SKIL verksmiðjanna. Auk ofan- greindra fylgihluta eru á boðstólum hjólsagarborð, láréttirog lóðréttir borstandar, skrúfstykki, borar, vlrburstar, skrúfjárn og ýmislegt fleira sem eykur stórlega á notagildi SKIL heimilisborvéla. Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri gerðir og stærðir af SKIL raf magnshandverkfærum. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboö á isiandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 Komið og skoðið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. Athugið hvort SKIL heimilisborvél og fylgihlutir eru ekki hagnýt gjöf til heimilis ykkar eða vina ykkar. AÐRIR UTSÖLUSTAÐIR. REYKJAVIK: SÍS Byggingavörudeild, Suðurlandsbraut 32. Verslunin Brynja, Laugavegi 29. HAFNARFJÖRÐUR: Rafbúðin, Álfaskeiði 31.. KEFLAVIK: Stapafell h/f. ÞINGEYRI: Kaupfelag Dyrfirðinga ÍSAFJÖRÐUR: Straumur h/f. HÓLMAVÍK: Kaupfélag Steingrimsfjarðar. BLÖNDUÓS: Xaupfélag Húnvetninga SIGLUFJORÐUR: Rafbær h/f. AKUREYRI: Verslunin Raforka Handverk, Strandgötu 23. HÚSAVIK: Kaupfélag Þingeyinga VOPNAFJÖRÐUR: Kaupfelag Vopnfirðinga EGILSTAÐIR: Verslunin Skogar SEYÐISFJÖRÐUR: Stalbuðin NESKAUPSSTAÐUR: Eirikur Ásmundsson HÖFN: Kaupfélag Austur-Skaftfellinga VÍK: Kaupfélag Skaftfellinga Allar upplýsingar um Útsýnarferðir 1980 1 *—AIc.ÍOÍ^ í[cVAhÓ'• x t'tj r II k* £ 1 I* eru 1 Utsynarblaoinu sem fylgdi Morgunblaðinu ígær. Lesið blaðið vandlega því þar er að finna svör við getraun þeirri sem er í sama blaði. Feröaskrifstofan Austurstræti 17, símar 26611 og 21100 UTSYN 10 ÓKEYPIS Útsýnarferðir í verðlaun Gleðilega páska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.