Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 Samtök fróttaljósmyndara hafa opnað Ijósmyndasýningu og er hún haldin i Ásmundarsal. SýninKÍn er opin daKlega kl. 16 — 22 ok lýkur föstudaKÍnn 18. april, en á sýninKunni eru einKönKU myndir af fólki. Ragnar Arnalds um samráð við aðila vinnumarkaðarins: Fjarstæða að leita skuli samráðs áður en mál eru lögð fram á Alþingi Gjaldeyrir hefur hækkað um allt að 9,1% í apríl LÖG UM hækkun söluskatts um 1.5% ok um tímabundió olíuKjald fiskiskipa voru aÍKreidd frá efri dcild AlþinKÍs á tíunda tímanum í Kærkvöldi. Að viðhöfðu nafnakalli voru löKÍn samþykkt með atkvæð- um stjórnarliða KeKn atkvæðum þinKmanna stjórnarandstöðunnar. LöKÍn munu taka Kiidi á mánu- daKsmorKun. þann 14. apríl, ok Kilda siðan ótímabundið framveKÍs. Felld var breytinKartillaKa frá Eiði Guðnasyni, sem laKði til að löKÍn féllu úr Kildi um næstu áramót. Notuðu bif- reið til þess að brjóta verkstæðis- hurðina INNBROTSÞJÓFAR voru á ferð í fyrrinótt á bílaverk- stæðinu Suðurlandsbraut 10. Tóku þeir bíl trausta- taki ok notuðu hann til þess að brjóta sér leið út úr verkstæðinu með því að aka honum á fullri ferð á verk- stæðishurðina ok brotnaði hún i spón. Því næst tóku þeir Volks- wagenbifreið árgerð 1971 og hurfu á henni út í myrkrið. Hefur bifreiðin ekki fundist en hún er dökkgræn að lit og ber einkennisstafina R- 65013. Bifreiðin, sem notuð var til að brjóta hurðina, skemmdist talsvert. Annir hjá RLR vegna innbrota MJÖG mikið hefur verið um innbrot í Reykjavík og nágrenni að undanförnu og eru miklar annir hjá RannsóknarlöKreglu ríkisins vegna vinnu við þess háttar mál. í fyrradag var ungur maður úrskurðaður í gæzluvarðhald til 30. apríl n.k. í sakadómi Reykja- víkur. Er maðurinn grunaður um a.m.k. tvö innbrot í íbúðarhús. Þingmenn stjórnarandstöðunnar andmæltu söluskattshækkuninni harðlega, og einn þingmanna Sjálf- stæðisflokksins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sagði að hér væri enn einn liðurinn í allsherjar aðför ríkisstjórnarinnar að skattgreið- endum í landinu. í sama streng tóku Eiður Guðnason, Sigurlaug Bjarna- dóttir frá Vigur og Lárus Jónsson. Eiður, gerði það sérstaklega að umtalsefni, að hér væri um skýlaust lögbrot að ræða og brot á stjórnar- sáttmálanum. Samkvæmt Ólafslög- um svonefndu bæri að bera ráðstaf- anir sem þessar undir aðila vinnu- markaðarins, en það hefði ekki verið gert. Fjármálaráðherra svaraði því til, að fjarstæða væri að senda öll lagafrumvörp til umsagnar áður en þau væru lögð fram í þinginu. Hins vegar bæri að senda þau til umsagn- ar eftir að þau væru lögð fram, og hefði það verið gert. Eiður sagði hins vegar að nauðsyn bæri til að bera málin undir aðila vinnumark- aðarins áður, og kvaðst hann telja æskilegt að Verkamannasamband- inu hefði verið gefinn kostur á að segja álit sitt á söluskattshækkun- inni áður en málið var afgreitt úr nefnd í gærkvöldi, og einnig kvað hann æskilegt að Stéttarsambandi bænda yrði gefinn kostur á að segja sitt álit. Ekki varð þó af því í gær áður en lögin væru afgreidd. I umræðum um tímabundið olíu- gjald til fiskiskipa sagði einn þing- manna Sjálfstæðisflokksins, Guð- mundur Karlsson, að stjórnarand- staðan treysti sér ekki til að styðja málið. Enda væri það svo, að hér væri hvorki verið að leysa vanda fiskvinnslunnar né fiskveiðanna í landinu og því lítið gagn að frum- varpinu. FULLTRÚARÁÐ Kaupmanna- samtaka íslands hélt fund síðastliðinn miðvikudag, þar sem ráðið mótmælti harðlega síauk- inni skattheimtu hins opinbera, nú síðast með hækkun söluskatts. Fundurinn taldi brýnt að auka DOLLARINN hefur fallið á al- þjóðagjaldeyrismarkaði undan- farna daga og krónan hefur fallið enn meir, þar sem hún hefur verið látin falla gangvart honum á degi hverjum. Þetta hefur valdið því, að Evrópugjald- miðill hefur stígið mjög mikið í verði á þessum sama tíma, en þessi sami gjaldmiðill stóð mikið til í stað gagnvart krónunni á meðan gengi Bandaríkjadollara var stígandi á gjaldeyrismarkaði. Miðað við síðustu gengisskrán- ingu Seðlabankans áður en ríkis- stjórnin ákvað að fella gengi dollarans um 3,5% hinn 31. marz síðastliðinn, gengisskráningu númer 62 og gengisskráninguna í Guðbjart- ur í slipp ÍSAFJARÐARTOGARINN Guð- bjartur fór frá Isafirði á mánudag- inn í slipp á Akureyri, en Sjómanna- félag Isfirðinga gaf undanþágu vegna matsveins svo togarinn kæm- ist í slipp. Hinir togararnir þrír liggja bundnir á ísafirði vegna verkfalls. hagræði i ríkisbúskap og að nú þegar væri gengið á yztu nöf í skattheimtu. Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka íslands sagði í samtali við Morgunblaðið, að á fundi fulltrúaráðsins, sem hafi gær, númer 68, hefur dollarinn hækkað í verði um 5%; sterlings- pund hefur hækkað í verði á þessum sama tíma um 6%; danska krónan um 8%; norska krónan um 6,5%; sænska krónan um 7,5%; franskur franki um 7,9%; sviss- neskur franki um 9,1%; vestur- þýzkt mark um 8,2% og spánskur peseti um 5,5% . ísafjörður: Fyrsti samn- ingafundur vélstjóra og útvegsmanna FYRSTI samningafundur Vél- stjórafélags ísafjarðar og Út- vegsmannafélags Vestfjarða var haldinn á ísafirði á mánudag. Guðmundur Einarsson formað- ur Vélstjórafélagsins sagði, að um „kynningarfund“ hefði verið að ræða og kvaðst búast við að annar fundur yrði í næstu viku. Guðmundur Guðmundsson for- maður Útvegsmannafélagsins sagði að vélstjórar hefðu kynnt kröfugerð sína og hefðu umræð- ur verið í „vinsamlegum tón“. „Við höfum alltaf samið sér, þótt við séum í Alþýðusambandi Vestfjarða," sagði Guðmundur. „Meginkröfugerð okkar er svip- aðs eðlis og hjá Alþýðusamband- inu, en svo erum við alltaf með einhver sérmál." Ekki vildi Guð- mundur láta uppi, hverjar sér- kröfurnar væru að þessu sinni. verið hinn fyrsti eftir aðalfund samtakanna, að sérstaklega hafi verið rætt málefni dreifbýlisverzl- unarinnar og staða kaupmanna í dag. Fundarmenn kvörtuðu undan áhugaleysi ráðamanna, þeir gæfu sér ekki tíma til þess að ræða vandamál starfsgreinarinnar. Þá vakti fundurinn athygli á verð- samanburði, sem innflutnings- deild SÍS gerði nýlega, þar sem fram kom, að vöruverð væri lægst í verzlunum Sambandsins. Slík væri ávallt útkoman, þegar þetta fyrirtæki gerði slíka könnun. Hins vegar væri annað uppi á tengingn- um, þegar hlutlaus aðili fram- kvæmdi slíka könnun, eins og t.d. þegar Neytendasamtökin gerðu könnun á vöruverði í Borgarnesi. Þá var kaupmaðurinn sýnu lægri en kaupfélagið.- Gunnar kvað söluskattinum mótmælt sérstaklega og raunar skattheimtu yfirleitt. Hann kvaðst vilja benda á, að það hafi verið ákveðin stefna eins stjórn- málaflokksins, að afnema alla skatta vinstri stjórnarinnar. Nú væri hins vegar fyrir tilstilli þingmanna, sem kjörnir hefðu verið út á þessi loforð, verið að framlengja alla þessa sömu skatta og bæta við nýjum sköttum. Um söluskattshækkunina sagði Gunn- ar, að kaupmenn yfirleitt gæfu hana af vörubirgðum sínum, þar sem vinnan við verðmerkingar á þegar verðmerktri vöru væri svo mikil, að hún yrði kaupmanninum dýrari. önnur Boeing þota Flugleiða er nú á sölulista og hafa einhvcrjir sýnt áhuga á að kaupa hana, en ekkert hefur enn verið afráðið í þcim efnum að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa. Á meðan hefur þotan verið notuð m.a. til Akureyrarflugsins bæði fyrir og eftir páska og i gær flaug hún tvær ferðir norður, enda mikiö um flutninga á þeirri leið. LJósm. Ói.K.M. Kaupmannasamtök Islands: Mótmæla harðlega sí- aukinni skattheimtu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.