Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Tæknibúnaður hf:
Ný útflutningsvara
sem lofar góðu
Atvinnuskiptingin
ATVINNUSKIPTING landsmanna m.v. árið 1977 er
þannig:
Landbúnaður 10,9%
Sjávarútvegur, veiðar o‘g vinnsla 13,8%
Iðnaður 16,9%
Byggingarstarfsemi 10,7%
Verzlun og viðskipti 14,4%
Samgöngur 7,8%
Þjónusta 25,5%
100.0%
Helsta marktæka breytingin síðan 1977 er fækkun
starfsmanna í byggingariðnaði um 1—2%.
Afköst í f isk-
vinnslu meiri en
í öðrum greinum
Eftirfarandi frétt birtist í síðasta hefti Sjávarfrétta:
FISKVINNSLAN MÁ VEL VIÐ UNA
Athuganir á afköstum í frystihúsum yfirleitt hafa sýnt
að vinnuafköst þar eru mun meiri en í iðnaði almennt svo
ekki sé talað um afköst í opinberri þjónustu. I þessum
athugunum er miðað við norskan staðal og er viðmiðun-
artalan 100. í einni af þessum athugunum kom í ljós að
afköst í frystihúsum voru að meðaltali 96. í einu opinberu
þjónustufyrirtæki voru afköstin mæld um 25 miðað við
viðverustundir en enn lægri miðað við greiddar vinnu-
stundir. En það er ekki síður eftirtektarvert að þessar
athuganir leiddu í ljós að afköst í bónusfrystihúsum eru
frá 60 til 120%. meiri en í frystihúsum þar sem unnið er í
tímavinnu. Athugun sem gerð var í nokkrum frystihús-
um, sýndi að afköst í bónusfrystihúsum voru 130—140 en
afköst í tímavinnuhúsum voru 64. Enn ein athugun sýndi
þó að afköst í tímavinnuhúsum voru um 85 en svipuð og
áður í bónusfrystihúsum. En hvað sem samanburði milli
frystihúsa líður má fiskvinnslan vel við una miðað við
aðrar atvinnugreinar í landinu.
Viðskiptasíðan hafði af
því spurnir nýlega að hér
á landi væri starfandi
fyrirtæki sem framleiddi
tölvur, sem nota mætti til
alhliða orkusparnaðar og
ekki nóg með það, heldur
væru þeir einna fremstir á
þessu sviði í heiminum og
hefðu nú nýlega lokið við
að gera sölusamning upp á
um einn milljarð króna pr.
ár. Til að forvitnast um
þetta framtak ræddi Við-
skiptasiðan við þrjá af
forsvarsmönnum Tækni-
búnaðar h.f., þá Gunnlaug
Jósefsson, Ólaf Jónsson og
Árna Fannberg. Þeir
sögðu að fyrirtækið væri
um eins árs gamalt og
væru stofnendur þess
Kúlulegusalan hf., og
Gunnlaugur Jósefsson. I
dag starfa hjá því um 12
starfsmenn auk undir-
verktaka en þar á meðal er
Öryrkjabandalagið. Upp-
hafleg eru hugmyndirnar
sóttar í örtölvuþróun sem
átt hefur sér stað í flug-
vélaiðnaðinum. Það var
síðan hugmynd Gunnlaugs
hvernig útfæra mætti hug-
myndina frekar og nýta á
öðrum verksviðum. í þeim
efnum höfum við átt sam-
starf við bandariskt fyrir-
tæki um gagnkvæma upp-
lýsingamiðlun um tækni-
og markaðsmál. Óhætt er
að fullyrða að í dag erum
við um 1—2 árum á undan
öllum hugsanlegum keppi-
nautum okkar hvað tækni-
þckkingu varðar. Árang-
ur þessa samstarfs er sá að
í dag er boðið upp á
olíunýtnitölvu, sem mælir
rennsli til vélarinnar og
skilar því í lítrum pr.
Nýr bátur
MÓTUN hf. hefur nú tekið til við að
smíða nýjan bát sem mun koma á
markaðinn í sumar. Nefnist hann
Mótun 2000 og er áætlað kaupverð
fullsmíðaðs báts um 6—7 milljónir en
hann er um 20 fet.
klukkustund eða pr. sjó
mílu, vélreiknir, en hann
fylgist með öllum stilling-
um vélarinnar, dagbókar-
reiknir, en hann færir dag-
bók fyrir fyrrnefnd tæki og
reiknar út lykiltölur. Öll
eru þessi tæki höfð í vélar-
rúmi skipa og er það ný-
lunda. Auk þess eru til
sérstakir fjargreinar en
þeir taka við upplýsingum
frá tækjunum þremur og
eru þeir í brú skipanna.
Samkvæmt þeirri reynslu
sem fengist hefur er sparn-
aðurinn milli 8—18% eftir
skipastærð. Við kynntum
þessar hugmyndir okkar,
sögðu þeir, á tveim sjávar-
útvegstækjasýningum í
haust og síðan hafa staðið
yfir stöðugar samninga-
viðræður við tvö alþjóða
fyrirtæki, þ.e. Decca og
Sperry Marine Systems, en
bæði þessi fyrirtæki óskuðu
eftir að fá að selja fram-
leiðslu okkar að fyrra
bragði. Við höfum nú gert
samning við Sperry um
söluna og munu þeir sjá um
mestan hluta Evrópu,
Suður-Afríku og austur-
hluta Kanada en við höfum
sjálfir byggt upp okkar
eigið markaðskerfi í
Skandinavíu, Hollandi og
Frakklandi. Samningurinn
við Sperry gerir ráð fyrir
sölu upp á um einn milljarð
króna á ári. í dag eru í
framleiðslu um 500 tæki.
En hvernig stendur á
þessum skjóta vexti, er
ekki eins erfitt og af er
látið að koma nýjungum á
markaðinn hér á landi?
Jú, svo sannarlega. Það
sem komið er hefur kostað
bæði svita og tár. Fram að
þessu höfum við byggt ein-
göngu á eigin áhættufé en
nú er hins vegar ljóst að
fleira verður til að koma ef
okkur á að takast að halda
þessari framleiðslu í land-
inu, að okkur takist að
halda því forskoti sem við
höfum og síðast en ekki sízt
til að nýta þá markaðs-
möguleika sem fyrir hendi
eru. Vegna fjárskorts hefur
okkur ekki tekist að hefja
framleiðslu á tækjum sem
eru fullhönnuð og eru fyrir
bíla og rafmagnsnotendur.
Er þetta afar slæmt því það
eru ekki neinar smáupp-
hæðir sem þjóðin eyðir í
orkukaup á ári hverju en
þú getur ekkert sparað
nema að þú vitir hverju þú
eyðir, sögðu þeir Gunnlaug-
ur, Árni og Ólafur að lok-
um.
Neikvæð þróun
Samkvæmt síðasta Fréttabréfi Kjararannsóknanefnd-
ar hækkaði taxtakaup verkamanna 1971 — 1979 um 1053
stig meðan raunverulegur kaupmáttur jókst á sama tíma
hjá þessum sama hóp aðeins um 11%. Mismunurinn
brann á verðbólgubálinu.