Morgunblaðið - 11.04.1980, Side 14

Morgunblaðið - 11.04.1980, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 Búmark á landbúnaðarfram- leiðslu gegn offramleiðslu Ljósmynd: Sijfurður SÍKurmundsson. Frá hinum fjölmenna fundi aö FlúAum ALMENNIR bændafundir v'-u á Flúðum of? Borg í Gi.msnesi sl. miðvikudag þar sem fulltrúar frá Stéttarsambandi bænda kynntu bændum fyrirhug- aða skerðingu í landbún- aðarframleiðslu. Voru fundirnir báðir fjölsóttir, fullt hús á báðum stöðum og á annað hundrað manns á hvorum fundi. Fer hér á eftir frásögn af fundinum á Borg í Gríms- nesi, en þar flutti Hákon Sigurgrímsson hjá Stéttar- sambandinu erindi um málið og framkvæmd þess að setja búmark á búrekst- ur, en orðið búmark þykir traustara orð og betra en orðið kvóti. Hákon fjallaði fyrst um offramleiðsl- una í iandbúnaðinum og þær aðgerðir sem eiga að stemma stigu við vandan- um. Benti hann á að offramleiðslu- vandinn hefði hlaðist upp á undanförn- um árum og taldi aðalástæðurnar vera þær að ekki hefði fengist lögfest heimild til þess að stjórna framleiðslu búvara þrátt fyrir óskir bænda þar að lútandi og hina aðalorsökina kvað hann vera verðbólguna. Fjallaði Hákon nokkuð um vöntun á útflutningsbætur bænda sl. fjögur verðlagsár, en þar var um 500 millj. kr. að ræða sem vantaði 1976- 77, 1800 milij. kr. 77- 78, 3400 millj. kr. 78—79, og 7000 millj. kr. 79—’80, 7 milljarðar kr. eru 9,6% af verði afurða nautgripa og sauðfjár. Benti Hákon á að það væri athyglis- vert að bændur hefðu fengið milljarða króna í útflutningsbætur umfram 10% réttinn á sl. árum og sýndi það að skilningur væri á vanda bænda hjá stjórnvöldum því þrjár mismunandi ríkisstjórnir hefðu verið við völd á þessum tíma. Bénti ræðumaður á að fjármagnsvöntunin tvöfaldaðist á sama tíma og framleiðslan hefði dreg- ist saman og taldi hann verðbólguna höfuðvandamálið í þeim efnum. Aukin sala á feitu mjólkurvörunum Þá fjallaði Hákon nokkuð um fram- leiðsluþróunina, en á sl. ári var sam- dráttur víða um land í framleiðslu, en það jafnaði sig upp og liðlega það þegar líða tók á árið. Sala birgða gekk vel á sl. ári. Sala nýmjólkur jókst um 0,1%, sala rjóma minnkaði um 2%, skyrsala minnkaði um 5,6%, undanrenna minnkaði um 9,4%, smjörsala jókst um 11,4% og sala á 45% osti jókst um 27,2%, en sala á 20% og 30% osti minnkaði um 6,7%. Þessi þróun sýnir að sala er aftur að aukast á feitu mjólkurvörunum og taldi Hákon það sýna fram á að áhrif áróðursins gegn mjókurfitunni væru að fjara út, að neytendur keyptu þá vöru sem þeim - þætti góð. Þá kom fram að sala kindakjöts gekk vei a sl. ári, en vegna þess að hlutfall niðurgreiðslna af útsöluverði kjöts hefði stöðugt farið lækkandi þá hefði orðið samdráttur í sölu kjöts um 10% að undanförnu. Um 6000 fleiri naut- gripum var slátrað á sl. ári en árinu áður og liðlega 60 þús. sauðfjár þótt heildarþungi væri minni, en það undir- strikar aðeins hvað harðindin hafa rýrt framleiðsluna. „Fljótvirkast að drepa beztu kýrnar,“ — sagði Hannes á Kringlu á f jölmenn um bændafundi á Borg í Grímsnesi Mestar tekjur af nautgriparækt Þá fjallaði Hákon um áætlað heil- darverðmæti landbúnaðarafurða 1979—1980, en það var 85,3 millj. kr. 45,5% eru frá nautgriparækt, 39% frá sauðfjárframleiðslu, 1,2% frá hrossum og taldi Hákon það mjög lítinn hluta þar sem í landinu væru 52 þús. hross samkvæmt skýrslum þótt þeir sem bezt þekkja telja að þau séu tíu sinnum fleiri, 3,7% eru frá framleiðslu garð- ávaxta og gróðurhúsum og 8,2% frá alifuglaframleiðslu og svínum, hlutfall hlunninda er um 2,4%. Þessi áætlun veitir rétt til útflutningsuppbóta upp á 8,5 milljarða króna samkv' 10% regl- unni. Ráðgert er að flytja út 4300 tonn af dilkakjöti á árinu, 2600 tonn til Noregs en þar fæst 35% af innlenda verðinu fyrir vöruna, 800 tonn til Færeyja og 600 tonn til Svíþjóðar en þar fæst 27% af innlenda verðinu og 300 tonn til Danmerkur þar sem 22% fæst af innlenda verðinu. Áætlað er að flytja bótaþörf á árinu kom í ljós aö umfram þá 8,5 milljarða sem 10% reglan gefur er gert ráð fyrir að það vanti nær 7 milljarða til viðbótar, eða alls um 8,4 milljarða til sauðfjárræktar, 6,8 millj- arðar til naugripa og 70 millj. kr. til hrossa. Vöntunin er því 6,8 milljarðar. Þá kom Hákon að aðalumræðuefni fundarins, kvótakerfinu, eða búmark- inu sem þykir aðgengilegra og betra orð í þessari framkvæmd. Alþingi samþykkti á sl. vori lög til handa framleiðsluráði landbúnaðarins til stjórnunar á framleiðslu. Ýmsar leiðir komu til greina, en búmarksleið- in var valin. Samkvæmt ákvörðun Alþingis skal búmarkið miðast við meðaltal bústærðar á árunum 1976, 1977 og 1978. Meðalbúið skal miðast við 300 ærgildi og er sú tala fundin eftir afurðamagni, en ekki fjölda gripa. Til stóð að skerðing yrði ekki á bú undir 300 ærgildum en þar sem sýnt þótti við athugun að stærri búin myndu ekki bera alla skerðinguna þá var afráðið að llákon Hannes SÍKurgrínisson á Kringlu Böðvar llermann Pálsson Guðmundsson Kristján Jónsson Monn hlýddu með athvgli á ítarleg erindi framsogumanns, út um 3000 tonn af ostum en það varð áfall í þeim efnum að mark var sett á innflutning til Bandaríkjanna því þar fæst 35% af innlenda verðinu eða álíka og þar sem bezt lætur með dilkakjöt. Reiknað er með að osturinn skili að meðaltali 21% af innlenda verðinu og aHs verða flntt M ™ ionn af hrossakjöti. Hákon fjallaði nokkuð um mjólkur- afurðirnar og framleiðslukostpiaö 0g í niðurstöðu hans lá fyrir að þegar allur kostnaður hefur verið týndur tij eru um 2,2% eftir af verðinu til bóndans og kvað hann það hrikalega niðurstöðu. 7 milljaröa vantar til viðbótar Þegar fjallað var um útflutnings- skerðing á búum undir 300 ærgildum skyldi vera 8%, en skerðing á búum yfir 300 ærgildum er 20%, þó aðeins 8% á fyrstu 300 ærgildin. Stefnt að 1(V% jramleiðslu Sú skerúing sem miðað er við í hí'ssari framkvæmd miðast við vöntun- ina á útflutningsbótum umfram 10% réttinn, eða alls 6,8 milljarða króna eins og fyrr getur. Ef skerðingin hefði aðeins verið sett á 300 ærgilda markið og þar yfir þá hefði það aðeins gefið liðlega fjóra milljarða króna til þess að eyða þessum mismun og því varð skerðingin að vera víðtækari. Þessir 6,8 milljarðar eru eíns og fyrr segir 9,6% af heildarverði á afurðum af nautgrip- um og sauðfé og þar sem ærgildin í landinu eru liðlega 1,7 milljarðar þá þarf að skerða þau um 150 þús. ærgildi. Bú undir 300 ærgildum telja alls 1.1 milliarð pcasum 1,7 milljarði og umfram 300 ærgildi eru um 600 þús. fjár. Ef kanna á tekjurýrnun hjá bændum vegna þessara aðgerða má taka sem dæmi meðalbú, 300 ærgildi sem framleiðir mjólk. Þar er um að ræða 52 þús. lítra framleiðslu á ári og miðað við marzverð er það að verðmæti 14 millj. 302 þús. og 800 kr., en tekjuskerðingin er þá 1 milljón 144 þús. kr. eðauml0%. , Miðað við eftirfarandi töflu geta bændur reiknað út það búmark sem þeim ber að miða við samkvæmt þessum lögum. Ár 1976 1977 1978 MeAalt. Mjólk í 1. Kindakjðt NautKr.kj. kr. 165 16.5 kg 8500 173 16.3 kK 13000 183 17.4 kg 21800 174 16.8 kK 14433 Úteikningur á búmarki fer fram með því að bóndinn deilir í mjólkurinnlegg sitt t.d. fyrir árið 1976 með 165 og þá fær hann ærgildisafurðafjöldann. Sama skeður ef deilt er með 16,5 í innlagt kindakjöt og deila skal með krónutölunni 8500 í kjötmagnið af nautgripum. Þegar búið er að finna þannig út ærgildafjöldann á hverju ári fyrir sig skal deila í heildina með þremur og þá kemur út það búmark sem bóndinn hefur. Síðan er skerðingin 8% á fyrstu 300 ærgildin og 20% þar yfir. Að kýrin framleiði mjólk fyrir sig sjálfa Ef bóndinn fer yfir búmarkið áður en árið er liðið fær hann í rauninni ekkert fyrir vöruna. Ég spurði Hákon hvort bændur ættu að hella mjólkinni niður þegar svo væri komið, en hann svaraði því til að fremur ættu þeir að nota hana í fóður fyrir kýrnar. Má þá segja að staðan sé orðin kynleg ef mjólkin úr kúnni er ekki til neins nýt í verðmæt- um nema að hella henni í kúna aftur til þess að hún mjólki meira fyrir sjálfa sig. Hákon benti á það á fundinum að þegar þessi spurning kom upp að bóndinn þyrfti ekki að hella mjólkinni niður, en hann ætti að reyna að komast hjá því að fara yfir búmarkið og jafnframt benti hann á að bóndinn getur haldið áfram að ieggja inn í mjólkurbúið ef hann er kominn yfir búmarkið en skerðingin kemur í út- borgun á síðasta mánuði verðlagsárs- ins í janúar. Að meðaltali borgar mjólkurbú 75% verðsins til bænda á ári. Frá 23%—82% nettótekkna af búskap Hákon lagði áherzlu á að gert væri ráð fyrir því að mjólkurframleiðendur hefðu 9 mánuði ennþá til þess að hagræða búrekstri varðandi sína fram- leiðslu og benti hann á að slíkt mætti t.d. gera með því að draga úr fóðurbæt- isnotkun með sumarbeit og farga lélegustu kúnum. Kvað hann marga hrista höfuðið þegar rætt væri um þessa þróun mála, „en búrekstur," sagði hann, „er eins og annar rekstur, það er margt sem má bæta og það er staðreynd að bú eru svo misjafnlega rekin að nettótekjur af búunum eru frá 23% — 82% af veltu búanna. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að þarna má gera betur hjá mörgum." Margt er óljóst í framkvæmd skerð- ingarinnar á framleiðslu í landbúnaði og er það til athugunar og einnig á að vera unnt að skjóta málum til yfir- nefndar. Það kom fram hjá ræðumanni að búið er að prufukeyra útreikninga í Þingeyjarsýslum og höfðu bændur þar einn og hálfan mánuð til þess að gera athugasemdir, en allir bændur munu fá slíkan frest. Sagði Hákon að fáir hefðu gert athugasemdir við útreikninginn sjálfan, en hann er eftir skattskýrslum bænda, en margar spurningar hefðu komið upp t.d. um rétt frumbýlinga, viðurkenningu á félagsbúum og skipt- ingu á búum til þess að auka búmarks- rétt. Frumbýlingar eru þeir taldir sem hafa verið í þrjú ár eða skemur í búskap, en þeir verða aö sækja sér- staklega um skoðun á sínum rétti, því auðvitað er óframkvæmanlegt að bóndi sem er að byggja upp sinn rekstur upp í eðlilega stærð skuii búa við skerðingu sem kippir öllum stoðum undan starfi hans. Þá kom það einnig fram að mikið er um félagsbúskap víða um land þótt það hafi ekki verið tilkynnt formlega og öll slík mál þarf að athuga og afgreiða, því hver aðili á rétt á búmarki. „Ekki um langvarandi spennitreyju að ræða“ í lok máls síns sagði Hákon að öll þessi framleiðslustjórnun væri gífur- legt félagslegt átak, sem næðist ekki nema að bændur stæðu saman, en hann minnti á að staða bænda í þjóðfélaginu væri sérstök vegna hins mikla offram- leiðsluvanda og því væri þungur róður í baráttu fyrir málefnum bænda. „Það þarf nauðsynlega að laga mjólkur- framleiðsluna," sagði hann, „og 80 þús. færra fé er nú á fóðrum. Skerðingin fer

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.