Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 5 Búskapur í Straumi aflagður: Krefja Álfélagið um 67 m.kr. bætur ÁLVERINU í Straumsvík hefur verið steínt til greiðslu skaðabóta sem landeigendur jarðarinnar Straums telja sig hafa orðíð fyrir og eigendur kjúklingabús er þar var rekið, en það var lagt niður fyrir 3 árum og telja eigendur að vanhöld i búinu megi rekja til mengunar frá Álverinu. Hafsteinn Baldvinsson lögmaður hefur stefnt Álverinu fyrir hönd eigenda kjúklingabúsins til greiðslu skaðabóta að upphæð 47 milljóna króna og fyrir hönd landeigenda vegna afnotamissins að upphæð um 20 milljóna. Búið var lagt niður á árinu 1977 og síðan þá sagði Hafsteinn hafa farið fram viðræður við fulltrúa Álversins, en þeir hafi Lést í um- ferðarslysi Myndin er af Ragnari RagnarS- syni, Skarðshlíð 40 F, Akureyri, sem beið bana í umferðarslysi þar í bæ föstudaginn langa. Ragnar heitinn var 15 ára gamall. hafnað öllum skaðabótakröfum og dregið í efa bótaskyldu sína. Sagði Hafsteinn að gerði Álverið þá kröfu til að verða sýknað af kröfunum myndi málið verða rekið fyrir dómstólum og þeir látnir skera úr um réttmæti krafanna. Ragnar S. Halldórsson forstjóri Islenzka álfélagsins kvað leigjendur Straums, sem ráku þar kjúkl- ingabú, hafa komið að máli við sig og talið að vanhöld í búi sínu stöfuðu af óhollu andrúmslofti sem kæmi frá Álverinu. Þeir hafi þá verið búnir að leggja niður búrekst- urinn og slátra öllum fugli og því hefði ekki verið svo auðvelt að sanna að tengsl væru þarna á milli. Málið ætti hins vegar að kanna svo sem kostur væri og væri eðlilegt að menn leituðu réttar síns, en pað væri dómstóla að skera úr um árgreiningsmál sem þessi. Saksóknari fellir nið- ur Skinn- eyjarmálið RÍKISSAKSÓKNARI hef- ur ritað Rannsóknarlög- reglu ríkisins bréf þar sem segir að rannsókn vegna kaupa á Skinney SF frá Noregi skuli niður felld. í bréfinu segir saksóknari, að með skírskotun til niðurstöðu sakadóms Reykjavíkur frá 30. janúar sl. í Guðmundarmálinu svokallaða sé eigi fært að gera frekari reka að málinu. Sem kunnugt er voru eigendur Guð- mundar RE sýknaðir af ákæru um fjársvik í fyrrnefndu máli og önnur ákæruatriði talin fyrnd. Gaf Rvíkurprófasts- dæmi 5 milljónir kr. GÍSLI Sigurbjörnsson forstjóri af- henti nýlega Reykjavíkurprófasts- dæmi 5 milljónir króna að gjöf og er ætlun gefanda að stofnaður verði sjóður í vörzlu dómprófasts, sem vaxi á næstu árum unz hægt verði að veita úr honum styrk til stuðnings kirkjulegu starfi í próf- astsdæminu og jafnvel til kirkju- bygginga. Gjöf þes?a afhenti Gísli á fundi sem haldinn var á vegum Reykja- víkurprófastsdæmis til að ræða um kirkju— og liknarmál. Sagði Gísli í ræðu er hann afhenti gjöfina að með henni vildi hann og aðrir forystumenn Elliheimilisins Grundar minnast liðins tíma, en á þessu ári eru liðin 40 ár frá stofnun Reykjavíkurprófastsdæmis og hvetja til meira starfs að líknar- og safnaðarmálum. Ólafur Skúlason dómprófastur og aðrir úr hópi presta og forystumanna sóknar- nefnda þökkuðu Gísla gjöf þessa og mun dómprófastur í samráði við hann kveðja til menn til að semja skipulagsskrá fyrir sjóðinn. Olíusamningarnir við BNQC undirritaðir í gær: Eiga að tryggja stöðugra verð og öruggari afgreiðslu — segir viðskiptaráðherra TÓMAS Árnason viðskiptaráð- herra undirritaði í London í gær olíusamning við brezka ríkisolíu- félagið, BNOC. og verða íslend- ingum seld 100 þúsund tonn af gasolíu á þessu ári og sama magn á næsta ári og til greina kemur að semja við BNOC um kaup á t.d. benzíni og þotuelds- neyti. — Hér er um að ræða ramma- samning og er ekki ennþá hægt að segja nákvæmlega til um verðið, en miðað er við gildandi verð í langtíma olíuviðskiptum í Vest- ur-Evrópu, ságði Tómas Árnason er Mbl. ræddi við hann eftir undirritunina í gær, en miðað við núverandi verð væri hér um að ræða samninga upp á 60—70 milljón dali eða 25—30 milijarða ísl. króna. — Semja á um verðið í næsta mánuði og síðan á þriggja mánaða fresti, en þessi langtíma- viðmiðun ér nokkuð stöðugri en Rotterdamviðmiðunin, sem notuð hefur verið við olíuviðskipti frá Sovétríkjunum og hefur verið lægri en hún, en lítill munur hefur verið á þeim að undanförnu. Sagði Tómas að með þessum nýju olíuviðskiptum væri verið að tryggj a betur öryggi í afgreiðslu og fá stöðugra olíuverð, en hann taldi ólíklegt að leitað yrði eftir viðskiptum við fleiri lönd þar sem olíunotkun landsmanna væri ekki svo mikil að hægt yrði að dreifa henni til margra landa. Tómas sagði ennfremur að fyrstu farmarnir yrðu væntan- legir i júlímánuði og væri sami háttur hafður á með þessa samn- inga og aðra olíusamninga, að þeir yrðu framseldir olíufélögun- um til framkvæmda. í lokavið- ræðunum nú tóku þátt ásamt viðskiptaráðherra, Þórhallur Ás- geirsson ráðuneytisstjóri, Jó- hannes Nordal formaður oliuvið- skiptanefndar og forstjórar olíu- félaganna þriggja. Sjá nánar um „mainstfeam*1- verð og samanburð við Rott- erdamverð á bls. 20. Nótaskipi breytt í lítinn skuttogara VERIÐ er að breyta nótaskip- inu óskari Halldórssyni í lítinn skuttogara, að því er greint er frá í nýjasta hefti Sjávarfrétta. Segir í tímaritinu. að í fyrstu atrennu verði sett ný brú á skipið og verði hún höfð framar en áður var. í sumar fer skipið á loðnuveið- ar, en síðan er fyrirhugað að setja í það skutrennu og fleiri breytingar. Samkvæmt frásögn Sjávarfrétta er Óskar Halldórs- son rétt innan við 39 metrar að lengd og getur eftir breytinguna togað upp að 4 mílum samkvæmt núgildandi fiskveiðireglum, en aðrir skuttogarar eru yfir 39 metrar að lengd. Mikið úrval: Bolir, skyrtur, jakkar samfestingar o.m.fl. Og að sjálfsögöu í stærsta buxna- úrval landsins á herra, dömur og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.