Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, JÚLÍÖNU ODDSDÓTTUR, Eskihlíö 24. Magnús Guöbrandsson Katrin Magnúsdóttir Þorsteinn Baldursson Kjartan Magnússon Kristinn Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín og móöir ELÍNBORG EGGERTSDÓTTIR lést í Borgarspftalanum 9. apríl. Jaröarförin auglýst síðar. Hjalti Sigurösson og börn. f Konan mín GUÐRÚNJOHNSON AXELSSON, lést 22. marz 1980. Axel Axelson 3210 Lombardy Road, Pasadena California, 91107. f Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓFEIGUR EIRÍKSSON, bæjarfógetí og sýslumaöur er andaöist 27. marz sl. í Bandaríkjunum veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 12. apríl kl. 14.00. Erna Sigmundsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför mannsins míns, föður okkar og tengdafööur, ÞORKELS FRÍMANNS AÐALSTEINSSONAR, Tjarnargötu 12, Sandgerði, fer fram frá Útskálakirkju, laugardaginn 12. apríl kl. 14. Ólafía Guömundsdóttir börn og tengdabörn. + Útför JÓNÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Valdarási, veröur gerö frá Víöidalstungu laugardaginn 12. apríl kl. 14.00 e.h. Hulda Ragnarsdóttir, Guömundur Axelsson, Axel Rúnar Guömundsson. + Okkar innilegasta þakklæti til allra þeirra sem vottuöu okkur samúö viö andlát og jaröarför sonar okkar, fööur og bróöur HALLDÓRS INDRIÐASONAR, múrarameistara, Ólöf Ketilbjarnar Indriöi Halldórsson Oddný B. Halldórsdóttir Ólöf B. Halldórsdóttir Kolbrún Indriöadóttir. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, KARLS SVEINSSONAR, frá Seyöisfiröi. Halldór Karlsson, Fanney Sigurjónsdóttir, Stefanía Karlsdóttir, Stefán Kárason, Guörún Karlsdóttir, Anna Karlsdóttir, og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösynda samúö og vinarhug við andlát og útför fööur okkar HAFLIÐA GUDMUNDSSONAR, Búö, Þykkvabæ. Börnin. Páll Karlsson Bjargi — Kveöja Fæddur 8. nóvember 1896. Dáinn 28. mars 1980. Páll á Bjargi er látinn; hann lést hinn 28. f.m. 83 ára að aldri. Hann var fæddur á Bjargi 8. nóv. 1896. Foreldrar hans voru hjónin Karl Sigurgeirsson og Ingibjörg Jó- hannesdóttir sem bjuggu á Bjargi allan sinn búskap. Páll ólst upp á glaðværu menningarheimili for- eldra sinna í hópi elskulegra systkina. Þar bar þó dimman skugga á þegar þrjú systkini í blóma lífsins dóu af völdum berkla með nokkra ára millibili, en sú sorgarsaga átti sér oft stað á þeim árum. Páll var glæsimenni í sjón og þrekmenni en framkoma öll hin virðulegasta. Hann vann að búi foreldra sinna fram yfir þrítugs aldur og kom þá í ljós hinn óvenjulegi dugnaður hans og áhugi við að bæta jörðina með ræktun og húsabótum. Árið 1930 gekk hann að eiga erfirlifandi eiginkonu sína Guðnýju Friðriks- dóttur frá Stóra Ósi og fóru þau að búa í sambýli við Sigurgeir bróður Páls sem nú er látinn fyrir nokkrum árum. En árið 1938 reistu þau nýbýlið Ytra-Bjarg úr landi Bjargs og bjuggu þar allan sinn búskap eða þar til þau fluttu að Bjargshóli, þar sem Eggert sonur þeirra býr. En í daglegu tali var Páll æfinlega kenndur við Bjarg. Þau hjón hafa eignast sjö börn, en þau eru: Ásdís gift Sigurði Tryggvasyni póst- og símstjóra á Hvammstanga, Ingi- björg gift Sigurði Eiríkssyni bif- vélav. á Hvammstanga, Álfhildur gift Eggert Ó. Levý bókara hjá K.V.H. á Hvammstanga, Þorvald- ur bóndi á Ytra-Bjargi; kona hans er Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Ófeigsfirði, Friðrik framkvæmda- stjóri hjá félagi íslenskra salt- fiskframleiðenda; kona hans er Ólöf Pétursdóttir fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu, Ólöf gift Birni Einarssyni bónda á Bessa- stöðum og Eggert; kona hans er Sigrún Einarsdóttir frá Akureyri búa þau á Bjargshóli eins og fyrr er sagt. Barnabörnin eru orðin æði mörg og allir eru þessir afkom- endur þeirra hjóna mesta dugnað- ar- og myndarfólk. Þau hjón voru mjög samhent, ekki aðeins hvað dugnað og vinnu- semi snerti heldur einnig með gestrisni og höfðingsskap, gestum voru ekki aðeins bornar rausnar- legar veitingar heldur allt gert til að gera heimsóknina sem ánægju- legasta. Veit ég að margur á ógleymanlegar endurminningar af dvöl á heimili þeirra fyrr og síðar, tíminn leið fljótt við fjörugar samræður, söng og hljómlist. Bæði höfðu þau hjón sérstakt yndi af söng og virðast börn þeirra hafa fengið þá náðargáfu ríkulega í arf frá foreldrum. Páll var í mörg ár organisti í Staðarbakkakirkju og söng í kirkjukórnum á síðustu árum undir stjórn dóttur sinnar, var hér við messugjörð á Staðar- bakka í síðasta mánuði og hafði orð á því eftir messu að hann gæti ekki hugsað sér að vera við messugjörð án þess að taka virkan þátt í henni. Hann var alla tíð einn virkasti félagi Karlakórs Miðfirðinga, er var hér starfandi milli 50 og 60 ár. Aldrei var svo mikið annríki á heimilinu að ekki væri tími til að sinna þessu hugðarefni sínu, að glæða sönglíf og styrkja það með þátttöku sinni. Þakka kórfélagarnir fyrir ánægju- legar liðnar samverustundir. Páll hafði mikla ánægju af að umgangast skepnur, en sérstakt yndi hafði hann af hestum og gerði nokkuð að því að temja þá, og átti oft gæðinga. Hann var einmitt að fara til skepnuhirð- ingar er þrekið þvarr, og hann var allur að nokkrum klukkustundum liðnum. Vissulega er þeim mikið gefið sem fá að halda fullum sálarkröftum og nokkru líkams- þreki fram á gamalsaldur og hafa svo vistaskipti án allra þjáninga, það féll í hlut Páls á Bjargi. Um leið og við hjónin þökkum þeim Bjargshjónum langa og ágæta samfylgd á liðnum árum, óskum við Guðnýju og börnum hennar allrar blessunar á ókomn- um tímum. Jarðarför Páls fór fram laugar- daginn 5. þ.m. Benedikt Guðmundsson Staðarbakka. Sigurður Guðmunds- son — Minningarorð Sigurður Guðmundsson vél- stjóri var um tíma á þessum yfirstandandi vetri herbergisfé- lagi móðurbróður míns, Sigurgeirs Falssonar frá Bolungavík, á Landspítalanum. Þangað hef ég komið oft á dag, og m.a fylgst með hinni karlmannlegu hetjulund Sigurðar við erfiðan og strangan sjúkdóm. Hins vegar hef ég veitt athygli hinni miklu fórnfýsi, kær- leiksþjónustu eiginkonu Sigurðar, dætra þeirra og sonar, við sjúkra- beðið. Allir hafa einhvern tíma orðið mikið hissa, er rætast tók betur fram úr vandamáli en-maður hafði búist við, eftir stórkostlega mikil vonbrigði og heilabrot. Þá hefir maður betri skilyrði til þess að geta farið nærri um hugarástand + Innilegar þakkir færum viö þeim sem auösýndu okkur samúö sína viö andlát og útför sonar okkar, þróður og frænda, SÆVARS JENSSONAR, Bergstaöastræti 43 A, Reykjavfk. Halldóra Guðmundsdóttir Baldvin L. Sigurösson systkini og systkinabörn. lærisveina Krists, er þeir voru á leið til Emmaus-þorpsins hinn fyrsta páskadag kristninnar. Sameiginlegt einkenni á öllum upprisusögum Nýjatestamentisins er það, hve mikla undrun og furðu atburðirnir vöktu í brjóstum þeirra, sem fyrir þeim urðu. Emmaus-frásögnin er ein hin aðdáanlegasta og snilldarlegasta dulræna frásögnin í Biblíunni. Aldrei grípa mannshjörtun dul- arfull fyrirbrigði með undursam- legri hætti en einmitt þegar við stðndum við dánarbeð, þá er samúðin heit og innileg, og hinir framliðnu ættingjar og vinir öðl- ast meiri þroska þegar við minn- umst þeirra reglulega á hverjum degi, nefnum nöfn þeirra, hugsum þá til en ekki týnda. Látum upprisuboðskapinn verma hjarta okkar. Ég bið Sigurði blessunar Guðs á könnunarferðinni í nýrri veröld, í fylgd ástvinanna, er áður voru farnir yfir landamærin, en síðustu viku jarðvistar hans stóðu við sjúkrabeð hans, tilbúnir að taka á móti honum. Eiginkonu, dætrum, syni, barnabörnum og öðrum ástvinum votta ég dýpstu samúð. Helgi Vigfússon. f Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur LUISE WENDEL, FÆDD RICKERT Sérstakar þakkir færum viö öllu starfsfólki á deild A6 Borgarspít- alanum fyrir góöa umönnun í veikindum hennar. Matthildur og Adolf Wendel Ragna Wendel og Bjarnþór Karlsson Inga og Kristján Wendel Svanhild Wendel Snjólaug Sveinsdóttir Ingibjörg Stefándóttir f Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför konu minnar, móöur okkar, tengdamóur, ömmu og langömmu GUÐFINNU JÓHANNSDÓTTUR, Bólstaöarhlíð 4. Einar Pálsson Sigríður Einarsdóttir Helgi Filippusson Jóhann Einarsson Jónas H. Einarsson Sverrir Eínarsson Hjördfs Einarsdóttir Jenný Vigfúsdóttir Elín Jónsdóttir Katrín Jónsdóttir Brynjólfur Guðmundsson barnabörn og langömmubörn. Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig Verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.