Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980
25
Sigurjón Sigurðsson:
Að lengja
og þreng ja
allar leiðir
Ég tel brýna nauðsyn bera til,
að allir geri sér betur en gert
hefur verið grein fyrir þeim
grundvallaratriðum, sem liggja til
bætts skipulags og þá alveg sér-
staklega í sambandi við aðalskipu-
lag Reykjavíkurborgar og Reykja-
víkursvæðisins alls, sem sérfræð-
ingar okkar og stjórnmálamenn
hafa verið að móta síðastliðna
hálfa öld.
Skipulag borgar okkar og um-
hverfis er afar mikilvægt og því
má ekki kasta til þess höndum
eins og gert hefur verið. Það
verður að gera þá kröfu að rétt sé
á málum haldið, og það á sem
hagkvæmastan og eðlilegastan
hátt hverju sinni.
Fá borgarsvæði í heiminum eru
eins vel sett frá náttúrunnar
hendi og Reykjavíkursvæðið, það
er umvafið hafi á þrjá vegu,
Reykjavíkurborg er byggð á mörg-
um hæðum í samruna við Sel-
tjarnarnes, Kópavogskaupstað,
Kársnes, Arnarnes, Garðabæ,
Álftanes, Hafnarfjörð, Gufunes og
Mosfellssveit.
Þessi hverfaþyrping umhverfis
er langt komin með að tengja
stóran hluta landnáms Ingólfs
Arnarsonar saman í eina stóra
borgarheild. Strangt tekið þegar
þetta er skoðað í samhengi er
þetta svæði raunverulega ein
heild, það liggur því í hlutarins
eðli, að þetta svæði verður að
skipuleggjast, sem ein órofa heild,
þó með hliðsjón í allar áttir.
Reykjavík er miðstöð allra sam-
gangna á sjó, landi og í lofti,
flugvöllur er í hjarta borgarinnar,
vegakerfið skiptist frá Reykjavík
um suður, vestur, norður og aust-
urland, höfnin og hringvegurinn
tryggir aðstöðu borgarinnar
ennþá betur við landsbyggðina.
Allir áðurtaldir skagar og nes
eru eins og áður segir umluktir
sjó, Faxaflóinn faðmar megin-
hluta Reykjavíkur-byggðarlags-
ins, og að öllu athuguðu verður að
taka fullt tillit til hans, og því
verður að varast að loka hann og
útsýni hans af frá borginni með
óheppilegum byggingum á óheppi-
legum svæðum alltof nærri flæð-
armáli hans.
Náttúrufegurð fjalla og opins
hafs er mikil og það dýrðlega
útsýni má ekki skemma með
steinblokkasamstæðum á hafnar-
bökkum eða sambyggingarrunu á
sjávarbökkum, það er löngu úrelt
að loka hafnarhverfi af, og að loka
götum og búa til blindgötur. Og
einnig að reisa hæstu húsin á
hæstu hæðunum. Hæstu húsin á
að reisa á stöðum, sem liggja
lægst, stöðum þar sem þau
skyggja, sem allra minst á um-
hverfið, aldrei má reisa hús nema
nægilega vandlega sé búið að
athuga staðsetningu þess og bygg-
ingarhverfis þess til samræmis
við náttúrulegt umhverfi, aðalat-
riðið er að komast hjá að spilla
útsýni og lífrænu samhengi.
Vernda verður hið sérkennilega
í náttúrunni, jarðfræðilegar
myndanir og goðsögulega staði
eins og til dæmis Arnarhól og
fleiri staði, við megum ekki láta
okkur yfirsjást, við megum ekki
gleyma að rangar hugmyndir leiða
til rangra athafna. Eins og til
dæmis þegart Köllunarklettarnir
voru sprengdir niður, mörg nátt-
úruspjöll hafa verið framin á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, það er
því réttmætt að menn séu í
varnarstöðu. Einu sinni voru köll-
unarklettarnir yndi allra Reykvík-
inga, fólk naut þess að ganga uppá
þá til að auka víðsýni sitt og tala
til umhverfisins frá þeim. Þessu
bergmálsaltari Reykjavikurborg-
ar, sem í skammsýni var blótað og
mulið niður í gróttukvörn nokk-
urra peningapúka, þeirra er þarna
við staðinn reistu olíugeyma,
fiskimjölsverksmiðju og fl.
Annars er víða pottur brotinn,
þeir sem óska og vilja kynna sér
hryggðarmyndir nútíma skipulags
og arkitektúrs hér heima gætu
gengið sér til skemmtunar út í
Orfirisey og alla leið inn í Sunda-
höfn, með hvíldarpunkti fyrir neð-
an heimilisfang skipulags Reykja-
víkurborgar að Skúlatúni 2, og
vitja hvers þeir verða vísari.
Einnig er þeir hafa tíma má ganga
upp á Ártúnshöfðann og áfram
framundan verður Bíldshöfðinn
og Höfðabakkinn, þar eru framin
skemmdarverk með of háreistum
húsum; til dæmis rís húsið Ársalir
alltof hátt og Boghúsið andspænis,
þau ioka fyrir útsýnið.
Frá mínum bæjardyrum séð er
Örfirisey einn mikilvægasti og
þýðingarmesti punktur heildar-
skipulagsins, þessi landfasta eyja
heilsar öilum, sem koma til
Reykjavíkur sjóleiðina og kveður
alla sem fara frá Reykjavík sömu
leið. Eyjan er því einn af aðal
blikkföngurum Reykjavíkurborg-
ar. Því valt og veltur enn á miklu
að hún sé vel skipulögð og upp-
byggð. Byggingar og aðra starf-
semi, sem þar fer fram þarf að
samræma sérstaklega vel, þetta er
að mínum dómi eitt vandasamasta
verkefnið, sem bíður úrlausnar
hér hjá okkur. Allir þeir sem út í
eyjuna ganga sér til skemmtunar,
sjá hvernig til hefur tekist, ég
ætla mér ekki að ræða um hvernig
skipulag eyjarinnar og uppbygg-
ing kemur mönnum fyrir sjónir í
dag.
Én frá mínu sjónarmiði er
skipulagning borgarinnar alltof
víða aumkunarverð, og finnst mér
á mörgum sviðum vera um stóra
afturför að ræða frá fyrri hluta
aldarinnar, og ný hverfi finnst
mér síður en svo bera af þeim
eldri, hvað skipulagningu áhrærir.
Að mínum dómi er aðal grund-
vallaratriði góðrar skipulagningar
að gera allt sem greiðfærast, opna
allar leiðir og draga allar línur á
sem hagkvæmastan hátt, götur
þurfa að vera breiðar með hjól-
reiðabrautum og samliggjandi bif-
reiðastæðum, gangstéttir þurfa að
vera rúmar beggja vegna götunn-
ar, allt þarf þetta að fullnægja
nútíma kröfum. Aðalumferðar-
brautir þurfa að strikast sem
beinastar með hliðsjón af að
stytta allar leiðir til allra ná-
grannabyggða, gera verður heild-
armyndina sem allra einfaldasta.
Hætta verður við traðaskipulagið
og offramleiðslu á steypikerum og
steypulengjum og öðrum hindrun-
um á miðbiki margra gatna í
Reykjavík og víðar, einnig við
offramleiðslu á óþörfum gagnslitl-
um umferðarmerkjum.
Að mínum dómi fær þetta mikla
skiltaflóð og traðafyrirkomulag
fólk til að hætta að hugsa í
umferðinni, það ekur umhugsun-
arlaust í gegnum fleiri og fleiri
traðir, sém verið er að koma upp,
umferðarskipulagið virðist vilja fá
að leiða ökumenn eins og börn og
hugsa fyrir þá. Ég tel að þessi
stefna í umferðarmálum sé hættu-
leg, og sé þegar farin að leiða
okkur aftur á bak.
Með heildarstjórn á umferð-
armálum verða engin borgar- eða
hreppamörk til, því með hliðsjón
af samtengingu verður að vinna að
samræmdu skipulagi á stórum
hlutum landsins.
Ákvarða verður heilbrigðari
stefnu en verið hefur, almenning-
ur þarf að eiga þess kost að hafa
meiri áhrif á vinnubrögð skipu-
lagsmanna okkar, snúa þarf við af
braut blindgatna og krókaleiða, til
greiðfærari og beinstrikaðri
gatna.
í meginatriðum allra aðalom-
ferðaræða og vegalagninga um
landið þvert og endilangt, þarf að
vinna á breiðari grundvelli, að
heildarskipulagi þess, og hugsa
sér það til allrar framtíðar og gera
allar ályktanir til samræmis við
það sjónarmið. Þetta tel ég raun-
hæft, þó framtíðin eigi auðvitað
eftir að breyta mörgu og laga
margt, það lyftir ekkert meira en
þessi hugsunarháttur, að byggja
upp fullkomna framtíðarvegi á
sem hagkvæmastan hátt, ef rétt
sjónarmið eru höfð að leiðarljósi,
það að gera allt greiðfærara.
Þá verður gott að lifa og starfa í
þessu landi, um það þarf enginn
að efast, þó að áætlanirnar verði
ekki framkvæmdar í einni svipan,
heldur á mörgum öldum.
En víkjum aftur að Reykja-
víkurborg og núverandi skipulagi
hennar. Ég er búsettur við enda
Bólstaðarhlíðar við Sk,ipholt, sem
var fyrir nokkru sæmilega breið
og greiðfær gata, sérílagi fyrir
framan hjá mér, þar til allt í einu
er tekið til við að steypa á henni
miðri umferðartálmanir, sem
þrengdu og gerðu þessa annars
greiðfæru götu nánast að tröðum,
og í þessa miklu bása var svo
hlaðið umferðarmerkjum, sem
sýndu, að það er hægri akstur á
Islandi, sem reyndar hverju
mannsbarni er vel kunnugt um.
Þessar óheppilegu framkvæmd-
ir, sem enginn íbúa á þessum
slóðum reiknaði með, ollu stórum
spjöllum á götunni og voru fyrir-
sjáanlega vita gagnslausar, nema
sem skemmdarverk og ótímabært
bruðl.
Borgarbúar eru löngu orðnir
þreyttir, að sjá hvernig víða er
stofnað til ónauðsynlegra og
óheppilegra framkvæmda, í stað
þess að nota fjármunina til að
bæta og gera skipulagið greiðfær-
ara og hættuminna.
Víða í borginni er sömu sögu að
segja og virðist mér og fleirum
allerfitt fyrir borgarbúa að skilja
tilgang þessar offramleiðslu af
steypuklessum og tilgangslitlum
umf erðarmerkj um.
Ég fullyrði að víðast hvar eiga
þessar steypuklessur ekkert er-
indi, auk þess kosta þær oft
stóraukinn akstur, einmitt vegna
þess ber nauðsyn til með að spara
bæði viðhald á farartækjum og
eyðslu á brennsluolíum, að ég nú
tali ekki um það lýti, sem, af
þessum lönguvitlausu klessum er
orðið, þær virka þunglamalega á
umhverfið og þurfa því að mestu
að hverfa, því fyrr því betra.
Opna þarf margar lokaðar leiðir
og götur í borginni og leggja þarf
víða nýja götuspotta til að stytta
akstursleiðir og tengja hverfin
betur saman en gert hefur verið.
Almenningur verður að gera
vaxandi kröfur til Alþingis og til
•samfélagsins alls, til borgar-, bæj-
ar- og sveitarstjórna um þróun
umferðarskipulags og heildar-
stjórnar á sameiginlegum svæð-
isskipulögum gatna og vega.
Að mönnum sem vinna að
skipulagningu verði gert, að leysa
hlutverk sitt vel af hendi á sem
allra hagkvæmastan hátt fyrir
alla og þannig forðast allt óþarfa
bruðl.
Því að framkvæma það sem
nytsamlegt er, er ein æðsta dyggð-
in, og með því að beita eðlisgóðum
ráðum má koma góðum málefnum
í framkvæmd.
Ég vil enda þessa grein mína á
Örfirisey, og óska þess að í
framtíðinni verði fyllt og hlaðið
upp nokkuð stórt hafsvæði vestan
við eyna, eða allt frá grandanum,
sem gengur út í sjó í vesturátt frá
hafnargarði eyjarinnar og til
norðurenda hennar, sem sé gera
sjávarbogann þarna vesturfrá ögn
krappari meðfram vesturströnd-
inni, og þannig koma fastara og
fallegra formi á eyjuna.
Til hliðsjónar þessu verkefni,
má gjarnan skoða gamla tímann,
skipulag, sýkisborgarvirkja og
eyja miðalda, sem báru af um
fegurð, og oft voru skipulagsmál
þeirra stórlega vel af hendi leyst
og eru mörg þessara borgvirkja til
fyrirmyndar enn þann dag í dag.
Aðkallandi er að skipuleggja
allt upp að nýju í Örfirisey, með
samræmdum greiðfærum götum
og fallegum og hentugum bygg-
ingum á allri eyjunni, það verða
kveðjuorð mín til skipulagsins
hér.
Sigurjón Sigurðsson.
Þórgnýr Guðmundsson:
99
Maður er
nefndur44
Hann heitir Jónas Friðriks-
son, fyrrum bóndi á Helga-
stöðum í Reykjadal.
Þar bjó hann um áratugi
ásamt konu sii.ni, Maríu Sig-
fúsdóttur.
María er látin, en Jónas lifir
enn, háaldraður, nú dvalar-
gestur í Sjúkrahúsi Húsavíkur.
Hann er mjög þrotinn að
líkamsburðum og heyrnin er
skert, en sjónin er góð og
minnið frábært, miðað við
háan aldur.
Við Jónas dvöldum í sömu
stofu í Sjúkrahúsi Húsavíkur
fimm vikna skeið á öndverðum
yfirstandandi vetri.
Áður hafði ég nær engin
kynni af honum haft. Ég vissi
þó að á léttasta skeiði lífsins
stóð hann mjög framarlega í
fylkingu íþróttamanna í
heimahéraði sínu. Keppni
hans á íþróttavelli bar ætíð
vott um drengskap, en ekki var
honum ljúft að láta hlut sinn
fyrr en í fulla hnefana.
Haft var á orði að Jónas
væri félagslyndur og glað-
sinna, ennfremur að hann ætti
stundum vingott við hina háls-
mjóu flösku. Ekki veit ég hve
mikið var hæft í því, en að
jafnaði mun hann þó ekki hafa
farið mjög halloka í skiptum
við Bakkus konung.
Annars má segja að gatan
milli okkar Jónasar á Helga-
stöðum væri grasi gróin næst-
um því æviskeið okkar allt. Þó
voru heimkynni okkar bæði í
sama héraði, Helga-
staðahreppi hinum forna.
Fimm vikna kynning nær
skammt. Þess varð ég þó vís,
fyrst og fremst er samveru
okkar Jónasar lauk, að hann
var víðlesinn og minnugur. Og
hann virðist ekki hafa valið
lesefnið af lakari tegundinni.
Nefni ég hér aðeins til sann-
indamerkis hina helgu bók,
Riblíuna og Sturlungasögu,
ásamt ýmsum öðrum fornrit-
um okkar íslendinga. Honum
var tamt að vitna í þessi rit,
öðrum fremur, ef tækifæri
gafst. Ég trúi ekki öðru en það
hefði vakið athygli guðfræð-
ings, hefði hann heyrt Jónas
mæla af munni fram, utanbók-
ar, vers úr Guðspjöllunum, —
eða þá úr sálmum Davíðs
konungs. — Svo var með mig
að minnsta kosti.
Lengra fer ég ekki út í þetta,
enda finn ég vanmátt minn að
meta það.
En fastari tökum tók þó
Jónas á viðfangsefninu er
hann tók að lesa utanbókar
setningar eða kafla úr fornsög-
um vorum. Varð þá Sturlunga-
saga oftast fyrir valinu. Hann
leiddi mig, meðal annars, í
huganum á sjónarsviðið að
Örlygsstöðum og í Haugsnesi,
á blóði drifna vígvelli forfeðr-
anna, þar sem óhappamenn
bárust á banaspjótum og léku
með fjöregg þjóðar sinnar.
Ekki skeikaði Jónasi um ártöl.
Saga Guðmundar biskups
Arasonar var honum einnig
kunn. — Ekki meira um það.
Ekki veit ég hvaða tökum
kennarar nútímans beita við
sögukennslu ungmenna um
þessar mundir. En mig grunar
að Jónas hefði sem kennari
staðið hverjum meðalmanni
með „réttindi" jafnfætis í
fræðigreininni, ef á það hefði
reynt.
Kannske er ofsagt að Jónas
Friðriksson hefði staðið í
stykkinu sem guðfræðingur í
kristnum fræðum, ef til hefði
þurft að taka. En tilvitnanir
hans í hina helgu bók báru
vott þess að þar var vel valið.
Ekki held ég að Jónas á
Helgastöðum hafi í áheyrn
eins manns lesið valda kafla úr
frægum ritum í þeim tilgangi
að miklast af kunnáttu sinni.
— Svo fer oft þegar Elli
kerling herðir svo mjög tökin á
gamalmenni að það á þess ekki
lengur kost að taka til höndun-
um sér til afþreyingar, þá
leitar það sér hugarhægðar
með öðru móti, ef unnt er. —
Lesari er ekki aðgerðarlaus
meðan hann þylur texta, hver
svo sem hann er. —
Stundum tók Jónas lagið og
söng við raust. Hann er músík-
alskur og hafði ágæta söng-
rödd meðan hann naut hæfi-
leika sinna. Um skeið var hann
forsöngvari í þrem kirkjum
samtímis, nærri heilu presta-
kalli. Ég hef um þetta fyrir-
vara. Ef til vill er hér ekki
hárrétt tíundað.
En hvað um það. Fullvíst er
hitt að margir standa í þakk-
arskuld við hann fyrir þegn-
hollustuna. —
Þetta er ekki ævisaga, ekki
afmælisgrein, ekki minningar-
orð um látinn mann. Reyndar
er það hvorki fugl né fiskur.
Ég vona að Jónas á Helga-
stöðum taki viljann fyrir
verkið.
Hér með sendi ég honum
kæra kveðju og þökk, — þökk
fyrir lesturinn og sönginn. Ég
vona að öldungsins bíði frið-
sælt ævikvöld.
Hveragerði, 12. 3. 1980.