Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRIL 1980 Breytt aldurs- skipting í þjóöfélaginu Betri húsakostur, bætt vinnuaðstaða, bætt við- urværi, aukin almenn þekking og síðast en ekki sízt þróun heilbrigöis- þjónustu hefur lengt meðalævi Íslendínga svo, að lífslíkur þeirra fram á háan aldur eru meirí hér en gengur og gerist í henni veröld. Samhliða auknum lífslíkum varð- veitist bæði starfsvilji og starfsgeta fram á mun hærri aldur en áður var. Þessu ber að fagna, þó að enn megi betur gera á öllum framangreindum sviðum mannlífs og að- búnaðar fólks. Þrátt fyrir varðveizlu starfsgetu fram til mun hærri aldurs en áður var er haldið fast við þá ákvörðun í hinum opin- bera geira vinnumarkaö- arins, að fólk víki úr lífsstarfi 65—70 ára, hvað sem líður persónulegum vilja og getu viðkomandi. Þetta þarf að endurskoöa með hliðsjón af breyttum aðstæðum. Fátt er nauð- synlegra persónulegri hamingju og lífsfyllingu en að einstaklingarnir viti sig þátttakendur í önn hins daglega lífs: í þeim þjóöarbúskap, sem þrátt fyrir allt er undirstaðan hjá einstaklingum sem heild. Frumkvæði borg- arfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur um endur- skoðun þessa aldurs- ákvæðis er í takt við tímans kröfu. Heimilisaöstoö — heima- hjúkrun — sjúkradeildir Langt er síðan Reykja- víkurborg átti frumkvæði um heimilisaöstoð og heimahjúkrun, sem mið- aðist ekki hvaö sízt við það að gera öldruðu fólki kleíft að búa sem lengst að sínu á eigin heimili. Þetta kostaði fjármuni en sparaði þó mun meira en tilkostnaöi nam, miðað við byggíngu og rekstur dvalarstofnana fyrir viö- komendur. Arösemin fólst þó ekki síöur i án- ægju hinna öldruðu en framangreindum sparn- aði. Þrátt fyrir þessa starf- semi er vaxandi þörf fyrir bæði dvalar- og hjúkrun- arheimili fyrir aldrað fólk. Framtakið að Grund og Hrafnistu er vegvísir sem lofa ber, en hvar er fram- tak „fólagsmálapólitíkus- anna“, hinna orðmiklu en verklitlu? Talið er að á höfuðborgarsvæðinu einu séu 250 sjúk gam- almenni, sem ættu að vera á sjúkradeildum en fá þar ekki inni vegna plássleysis. Hér er senni- lega svartasti bletturinn á íslenzka velferðarsam- félaginu í dag. Orömiklir en verklitlir pólitíkusar Ekki vantar fögur orö um „félagsmálapakka“, hvort heldur sem vitnað er í borgarstjórnar- eöa ríkisstjórnarsáttmála. Hins vegar finnst ekki ein króna í mestu eyðslufjár- lögum íslandssögunnar til að standa við flaður- yröi stjórnarsáttmálans. Hrafn Sæmundsson prentari hefur, ásamt mörgum öðrum, undir- strikað þann verkþátt í þjóðlífinu, sem breytt aldursskipting þjóðarinn- ar kallar á. Verkþátt, sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi. Þeir sem eiga langan og strangan starfsdag ævinnar að baki ættu þó öðrum fremur aö búa að samfé- lagslegu öryggi. Aldraðir í dag lögðu grundvöllinn að velferð- arþjóðfélagi okkar. Spari- fé þeirra var síðan brennt á verðbólgubáli áttunda áratugarins. Fjöldi þeirra var látinn víkja úr starfi meöan starfsgeta og starfslöngun voru enn til staðar. 250 sjúk gamal- menni þarfnast sjúkra- hússvistar á höfuðborg- arsvæðinu — sem fyrr segir — án þess að fá inni á yfirfullum sjúkra- stofnunum. Og hve marg- ir aldraöir búa við að- stæður, sem eru naumast „mannsæmandi“? Hefur verið gerð viðhlítandi út- tekt á stöðu fullorðins fólks í íslenzku þjoöfé- lagi? Er það gleymt í öllum orðavaðlinum um jafnrétti og mannréttindi aö sá mælikvarði á menningu þjóöar, er felst í aðbúð hinna öldnu, er marktækastur? Hvern veg mætir þjóöfélag líðandi stundar viðfangs- efnum sem leiða af leng- ingu ævinnar — þ.á m. öldrunarsjúkdómum? Hið margþvælda pól- itíska „ljóð“ um „félags- málapakkana“ virðist skorta stuðla alvörunnar, höfuðstafi framtaksins og rím raunveruleikans. Félag járniðnaðar- manna 60 ára í dag FÉLAG járniðnaðarmanna er 60 ára i dag, en það var stoínað 11. apríi 1920 af 17 járniðnaðar- mönnum í Reykjavík, en þar á meðal voru járniðnaðarnemar frá Danmörku og Sviþjóð, sem setzt höfðu að á íslandi. Starfssvæði félagsins var i fyrstu lögsagnar- umdæmi Reykjavikur, en það hefur tvtvegis verið stækkað og er nú lögsagnarumdæmi Reykjavikur, Kópavogskaupstaður, Garðabær, Hafnarfjörður, Bessastaðahreppur og Kjósarsýsla. Tilgangur félagsins og verkefni er að sameina alla starfandi járniðnað- armenn á svæðinu, sem með sam- starfi berjist fyrir því sem þeim getur orðið til hagsbóta, svo sem vaxandi kaupmætti launa, styttum vinnutíma, bættum vinnuskilyrðum og auknum réttindum. Jafnframt er það markmið félagsins að vinna að sem nánustu samstarfi við félög málmiðnaðarmanna annars staðar á landinu, svo og önnur verkalýðsfé- lög. Hefur félagið háð margar kjara- deilur á liðnum árum. Félagið er stofnaðili við Málm- og skipasmiða- sambandi íslands og hafa tveir formenn félagsins verið formenn sambandsins, Snorri Jónsson og Guðjón Jónsson, sem er núverandi formaður félagsins. Félagið á og rekur 7 orlofshús víðs vegar um land, en einnig á félagið jörðina Kljá í Helgafellssveit, sem er fyrirhugaður orlofs- og dvalarstaður félagsmanna. Þá á félagið hluta í Skólavörðustíg 16, þar sem skrifstof- ur þess eru, en hefur nýlega keypt húsnæði að Suðurlandsbraut 30 ásamt fleiri. Hinn 1. janúar 1980 voru félags- menn 808, allir starfandi járniðnað- armenn, þar sem þeir, sem hætta í greininni, falla af félagaskrá sam- kvæmt lögum félagsins. Formenn frá upphafi hafa verið: Loftur Bjarnason, Loftur Þorsteinsson, Fil- ippus Ámundason, Einar Bjarnason, Þorvaldur Brynjólfsson, Snorri Jónsson, Sigurjón Jónsson og nú Guðjón Jónsson, sem kjörinn var 1965. Blað Málm- og skipasmiðasam- bandsins, Málmur, kemur út næstu daga og verður tileinkað afmæli Félags járniðnaðarmanna. Verða þar viðtöl við um 20 félagsmenn um félagið og reynsluna af því. Afmæl- ishátíð fyrir félagsmenn verður á morgun á Hótel Loftleiðum. Stjórn Félags járniðnaðarmanna 1979 og 1980. Frá vinstri: Björgvin Guðmundsson, 1. varamaður í stjórn 1979, Gísli Sigurhansson, vararitari 1979 og 1. varamaður 1980, Jóhannes Halldórsson, ritari, Guðmundur S.M. Jónasson, gjaldkeri, Guðjón Jónsson, formaður, Tryggvi Benediktsson, varaformaður. Kristinn Karlsson, fjármálaritari 1979 og vararitari 1980, Gylfi Theodórsson. fjármálaritari 1980 og Guðmundur Bjarnleifsson meðstjórnandi. Orlane Kynnum hina frábæru Orlane snyrtivörur í dag Snyrtifræöingar bjóöa ókeypis make-up og húö greiningu og ráðleggingar. Fyrsta flokks þjónusta hjá fagfólki. Snyrtivöruverzlunin Bonny Laugavegi 35. LITAVER — LITAVER LITAVER — LITAVER — °9 málningarvörur Afsláttur Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram 30-50 þús. 50 þús. veitum við 10% veitum viö 15% afslátt. afslátt. Þetta er málningarafsléttur í LHaveri fyrir atla þá, sem eru að byggja, breyta eöa bæta. Líttu víð í LHaveri, því það hefur ávallt borgaó sig. Kuldaúlpur 10 Austurstræti sími: 27211 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐLNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.