Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGU^R 11. APRÍL 1980 31 Aðlögun- argjald og iðnþróun Aðdragandi laga- setningarinnar Fyrri hluta árs 1979 ákváðu stjórnvöld að beita sér fyrir því að bætt yrði við hið svonefnda jöfnunargjald af innfluttri vöru á þann hátt að gjaldið hækkaði úr 3% í 6%. Röksemdirnar fyrir þessari hækkun voru þær að ótímabært væri að fella niður aðflutningsgjöld (tolla) af inn- fluttri vöru í tengslum við fríverslunarsáttmálann * við EFTA, þar sem ekki hefði verið staðið við þau fyrirheit sem íslenskum iðnaði hefði verið heitið til að standast harðnandi samkeppni vegna inngöngu íslands í EFTA. í þessu efni áttu íslensk stjórnvöld undir högg að sækja þar sem fyrir lá undirritaður samningur við EFTA um að aðlögunartímanum lyki í árslok 1979. Eftir ítarlega könnun við EFTA var fullreynt að vonlaust var að fá samtökin eða einstök aðildarríki þeirra til að sam- þykkja umrædda hækkun úr 3% í 6%. Hinsvegar var léð máls á þeirri hugmynd að setja á annað gjald — aðlögunargjald — sem yrði 3%. Of langt mál er að greina frá því í þessum línum hvers vegna unnt var að ræða málið á þeim grundvelli en þó er rétt að benda á að ein megin- ástæðan var sú að nota átti það fé sem inn kæmi til sérstakra iðnþróunaraðgerða til þess að efla samkeppnisaðstöðu íslenska iðnaðarins. Það er rétt að undir- strika að Islendingar stóðu þá frammi fyrir tveimur valkost- um: 1. Að fá aðlögunargjaldið sett á með því skilyrði að tekjum þess yrði varið til iðnþróunar- aðgerða. 2. Að ná engu fram. Eðlilega tók Alþingi frekar fyrri kostinn og með fullum stuðningi iðnaðarins. í umræð- um á Alþingi um þetta mál var lögð rík áhersla á að staðið yrði við þau fyrirheit að beina tekj- um aðlögunargjaldsins til iðn- þróunaraðgerða. Framkvæmd laganna 2.1. Það kom í hlut Braga Sigurjónssonar þáverandi iðnað- arráðherra að ganga frá skipt- ingu tekna aðlögunargjaldsins fyrir árið 1979. í byrjun nóvember sl. lagði hann til við ríkisstjórnina að meginhluti þessa fjár (700 millj- ónir) færi til að greiða svonefnt „uppsafnað óhagræði" úti í fyrir- tækjunum. Erfiðlega hefur gengið að fá þetta hugtak skýrt til hlýtar og ýmislegt komið fram t.a.m. að verið væri að leiðrétta gengisskráningu, greiða útgjöld vegna aðstöðu- gjalds og launaskatts o.s.frv. Um þetta eru sem sé uppi ýmsar meiningar; en um hitt deila menn ekki, að með þessari ráðstöfun var ekki farið eftir lögunum um aðlögunargjald nema þá að sáralitlu leyti. Þess- ari ráðstöfun var fagnað af Félagi íslenskra iðnrekenda en hins vegar mótmælt harðlega af Sambandi málm- og skipa- smiðja. 2.2. Ástæður þess að Samband málm- og skipasmiðja mótmælti þessari málsmeðferð byggðist á tveimur forsendum. a) SMS teiur að standa eigi við gerða samninga og sjálfsagt sé að fara að lögum, sem stuðla að aukinni iðnþróun og hagvexti í íslensku þjóðfélagi. b) SMS hafði m.a. á grundv- ellf þeirra fyrirheita sem lögin gáfu ráðist í víðtækar iðnþróun- araðgerðir og hafið Iðnþróunar- verkefni SMS. Slíkt átak er kostnaðarsamt en getur ef vel tekst til, skilað fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra verulegum árangri. í þetta verk var ráðist í samráði og samvinnu við Iðnað- arráðuneytið og gengið út frá því að tekjur aðlögunargjaldsins kæmu m.a. þessu starfi til góða. Það er því ekki ofmælt að ofangreind ákvörðun Braga Sig- urjónssonar hafi komið málsvör- um málm- og skipaiðnaðarins í opna skjöldu og sett þá auk þess í verulegan vanda. 2.3. Með þessari ákvörðun var ljóst að það fé sem gert var ráð Frá Skipasmiðastöð Akureyrar. Greinar- gerð frá Sambandi málm- og skipasmiða fyrir að færi til Iðnþróunarverk- efnis SMS yrði að óbreyttu dreift til fyrirtækjanna óháð því hvort þau hefðu ástundað nokk- uð í ætt við iðnþróun. Þá ákváðu samtökin að beina því til aðildarfyrirtækja sinna, sem eru um 260 talsins, að þau framseldu Iðnþróunarverkefni SMS hugsanlegan hlut sinn af aðlögunarfénu 1979. Er skemmst frá því að segja að 84% þeirra — miðað við iðnaðarveltu — fram- seldu hlut sinn skriflega til Iðnþróunarverkefnis SMS en ekkert fyrirtæki lagðist gegn framsali. Segir það meira en mörg orð um hug fyrirtækjanna til þessa iðnþróunarverkefnis. Það hefur hinsvegar verið ákveðið að greiða þeim fyrir- tækjum innan SMS, sem höfðu verið í iðnþróunaraðgerðum sem nýtast fleiri fyrirtækjum í gegn- um Iðnþróunarverkefnið, þann hlut sem þau annars hefðu fengið. Þessi ákvörðun SMS er í fullu samræmi við lögin og stuðlar að því að fyrirtækin sinni þeim þáttum sem horfa til jákvæðrar þróunar. Með þessu móti gat Iðnþróun- arverkefni SMS farið á fullan skrið um áramótin þrátt fyrir ákvörðun þáverandi iðnaðarráð- herra. Tekjur ársins 1980 3.1. Umrætt aðlögunargjald fellur úr gildi um næstu áramót en nú er það Alþingis að ráð- stafa því fé sem inn kemur á þessu ári. Það verður að ætla að Alþingi telji sé skylt að úthluta þessu fé í anda laganna og bendir fjárlagafrumvarpið til þess. 3.2 í þessu sambandi telur Samband málm- og skipasmiðja hins vegar vænlegast til árang- urs að umræddu fé verði skipt milli iðngreinanna í svipuðum hlutföllum og gert var og þær ráðstafi því síðan sjálfar, í samráði við Iðnaðarráðuneytið til sérstakra iðnþróunarverk- efna sinna greina, eða til ein- stakra fyrirtækja innan sinna vébanda. Með þessum hætti er tryggt í fyrsta lagi, að farið er eftir lögunum, í öðru lagi að viðkom- andi starfsgreinar fá sinn hlut, í þriðja lagi að iðnþróunaraðgerð- ir eru metnar að verðleikum og í fjórða lagi að þeir aðilar sem gleggst þekkja þarfir viðkom- andi greina séu kallaðir til sögunnar. Framlenging að- lögunargjaldsins 4.1. Samband málm- og skipa- smiðja leggur áherslu á að unnið verði markvisst að því að fram- lengja lögin um tímabundið að- lögunargjald þannig að þau haldi gildi eftir næstu áramót. Hafi verið þörf á að setja þessi lög á miðju síðasta ári þá er einsýnt að sú þörf verður enn til staðar um næstu áramót. Fátt hefur gerst — eða sýnist ætla að gerast — sem stuðlar að því að íslenskur iðnaður verði þá betur í stakk búinn að mæta óheftri samkeppni. 4.2. Sambandi málm- og skipasmiðja er ljóst að á bratt- ann er að sækja að fá samþykki EFTA og EBE til þessarar framlengingar ekki síst fyrir þá sök að íslensk yfirvöld hafa gert sig sek um — með stuðningi Félags íslenskra iðnrekenda — að hundsa veigamikil ákvæði þeirra aðlögunargjaldslaga sem nú eru í gildi. Af sjálfu leiðir að samnings- staða Islendinga um þessa fram- lengingu hlýtur að versna ef íslensk yfirvöld fara frjálslega með framkvæmdina; slík vinnu- brögð hitta okkur sjálfa fyrir þótt síðar verði og valda ómældu tjóni þegar til lengri tíma er litið. SMS telur einsýnt að sá mál- flutningur Félags íslenskra iðn- rekenda að einu gildi hvort það fé sem fæst með aðlögunargjald- inu fari til iðnþróunaraðgerða sé stórháskalegur ef þeim er alvara að lögin um aðlögunargjald verði framlengt. Það er ljóst að ef nokkur von á að vera að fá samninginn, sem lögin grund- vallast á, framlengdan þarf að nota sömu rök af okkar hálfu og notuð voru í upphafi; annað er ekki framkvæmanlegt. 4.3. Þessi rök liggja fyrir og það er skoðun Sambands málm- og skipasmiðja að það yrði áfall fyrir íslenskan iðnað ef Félagi íslenskra iðnrekenda, sem er þó aðeins málsvari hluta iðnaðar- ins, ætlar að takast með vafa- sömum málflutningi að gera íslendingum ókleyft að nota þau rök, sem hér eru til umræðu, óspjölluð. Ef okkur er alvara að fá aðlögunargjaldi framlengt verða öll vopn sem við getum nýtt að vera í lagi; það er ekki góð latína að eyðileggja beittustu vopnin áður en haldið er til orrustu. Þótt Samband málm- og skipasmiðja taki undir flest af þvi sem komið hefur frá Félagi íslenskra iðnrekenda varðandi hagsmunamál iðnaðarins þá frábiður sambandið sér forystu þeirra í því máli sém hér hefur verið gert að umræðuefni. Vegamál í Garðabæ BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi athugasemd: Á baksíðu Mbl. föstudaginn 28. mars sl. mátti lesa frétt með fyririsögninni „Hafnarfjarðar- vegur lagður". Okkur undirritaða bæjarfulltrúa í Garðabæ rak í rogastans vegna þessarar fréttar, þar sem daginn áður hafði m.a. verið samþykktur í bæjarstjórn Garðabæjar I. áfangi svokallaðr- ar „sjávarbrautar" en ekki lagn- ing Hafnarfjarðarvegar, eins og reyndar kemur fram í samþykkt bæjarstjórnar, sem birt er í heild á innsíðu í sama blaði. í fréttinni stendur, að lagfæra eigi Hafnar- fjarðarveg frá Vífilstaðavegi í Engidal. Þetta er rangt. í sam- þykkt bæjarstjórnar Garðabæjar er aðeins kveðið á um minnihátt- ar lagfæringar á veginum sunnan Vífilstaðavegar að gatnamótun- um Lyngás-Lækjarfit. Nokkra furðu vekur það ósam- ræmi, sem er á milli þessarar baksíðufréttar og annars þokka- legrar frásagnar um málið á innsíðum sama blaðs. Ekki verð- ur séð að villandi málflutningur eins og fram kemur í áðurnefndri baksíðufrétt sé Mbl. né viðkom- andi blaðamanni til sóma. Frétt- in hefur orsakað ónauðsynlegan misskilning og leiðindi. Því vilj- um við undirstrika að megin atriðin í samþykkt bæjarstjórnar Garðabæjar um vegamál frá 27. mars sl. er ákvörðunin um lagn- ingu fyrsta áfanga sjávarbrautar ásamt gatnamótamannvirkjum á Arnarneshæð og gerð Vífilstaða- vegar frá Stekkjarflöt niður á sjávarbraut. Samkomulag hefur náðst í bæj- arstjórn Garðabæjar í þessu mik- ilvæga máli og er nú tryggt að framkvæmdir geta hafist við vegabætur um Garðabæ strax á þessu ári. Framkvæmdir þessar eru samkvæmt skipulagi bæjar- ins. Hafnað var fjórföldun Hafn- arfjarðarvegarins frá Vífilstaða- vegi í Engidal, en aðeins leyfðar endurbætur á vegamótum Vífil- staðavegar og Hafnarfjarðarveg- ar til að greiða fyrir umferð vegna uppsetningar umferðaljósa á þessum gatnamótum. Garðabæ 2. apríl 1980. Einar Geir Þorsteinsson, Hilmar Ingólfsson, Örn Eiðsson. Frétt Mbl„ sem vitnað er til. — Lesendur eru beðnir um að bera saman fréttina og athugasemdina, sem hlýtur að vekja „nokkra furðu“, svo ekki sé meira sagt. Hafnarfjarðar- vegurlagður ” I ba-iar íram á i bókun sinm k FVJNDI bæjarstjórnar Daröa- hæiar i K*'r náftist samkomulaK um^lausn svonetnds Hatnrt.aró- arvegarmáls. Samkomulattió náft- is« á itrundvelli titlaKna vega * Arnarneshæó. tteró Þrsta átantta sjávarbrautar. þ.e. tvær akre.nar með bráftahirttóatenttinttu við V ifilsstaðavett. ‘’Wtjngu Vifilsstaðavett. við H*'"*!/'" arvetf ott fer bæ)arst)6m t.arða DG-8 þota Flug- lpifta í skoðun: $tar 6—800 \a tnú bæjar tram á I bókun stnni að þar verði sett umferðarljos. Þá fela úllötturnar í sér laífær' inear á veginum frá Vifilsstaða vegi í Engidal og ítrekun a nauð- Z þess að hraðað verð. sen. mögulegt er lagningu Reykjanes brautar og hún tengd Ræjarbraut með áframhaldi Arnarnesvegar. Einnig var samþykkt ályktun . bæjarstjðrn Hafnarfjarðar , g*r sem felur 1 sér samþykkt á ofangreindu, þó meö fyr.rvörum. Reiknað er með að framkvæmd- ir á Arnarneshæð geti haf'St fljótlega Þá lagði bæjarstjórn Garðabæjar og rika ábemlu á. að séð yrði til þess, að fjárveitingar vrðu nægar til að hægt yrð. að flýta þessum þjóðvegafram- kvæmdum sem mest má vera. Sjá nánar „Lausn feng.n á Hafnarfjarðarvegarmál.nu á bls 16 og 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.