Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980
11
Þórir S. Guðbergsson:
Uppeldishlut-
verk skólans
í ÞESSUM greinaflokki Þóris
Guðbergssonar, sem hefjast átti
i blaðinu í gær, birtist rangur
texti. — Fyrsta grein Þóris
birtist hér á eftir og biður
blaðið höfund og lesendur af-
sökunar á þessum mistökum.
Opinber umræða
er oft ópersónuleg
Segja má, að skóla- og
menntamál séu sífellt í brenni-
depli. Skólinn og menningarmál
hverrar þjóðar endurspeglar
þjóðfélagið og stefnu þess á
vissan hátt á þessum sviðum.
Margt hefur verið ritað um
skólamál á íslandi, en alltof
mikið af þeirri umræðu fer fram
á ópersónulegan hátt, hún knýr
okkur ekki til persónulegra
átaka við lausn vandamálanna.
Við heyrum bæði og lesum: „Þörf
er á ..." „Gott væri ...“
„Stjórnvöldum ber ...“ „Yfir-
völd eru skyld ...“ o.s.frv. Þó að
nauðsynlegt sé að fylgja málum
eftir með virkri gagnrýni og
fylgjast með, að lögum sé fram-
fylgt á þessu sviði sem öðru, er
stundum hætta á, að við köstum
boltanum of mikið til annarra,
vörpum áhyggjunum og ábyrgð-
inni á herðar annarra en okkar
sjálfra, lítum of sjaldan í eigin
barm og spyrjum: Vitum við í
raun og veru, hvað við viljum?
Vitum við sem ábyrgir aðilar á
hvaða grundvelli við viljum
byggja uppeldi barna okkar ? Er
það sami grundvöllur, sem ísl.
„Breyttar aöstæöur í
þjóöfélaginu leggja
skólanum aukiö uppeld-
ishlutverk á heröar.
Hann veröur í samvinnu
viö heimilin að búa
nemendur undir líf og
starf í lýðræöis-
þjóöfélagi, sem er í
sífelldri þróun.“
1
þjóðkirkjan hefur byggt á um
aldir eða er það eitthvað allt
annað?
Hvorki stjórnmálamenn, sér-
fræðingar í uppeldisgreinum né
kirkjunnar menn geta svarað
þessari spurningu fyrir okkur.
Hún snýr að okkur sjálfum og
ætti að knýja okkur til svara,
knýja til umhugsunar um vanda-
samt verk, sem okkur er falið,
uppeldishlutverk.
Sífelldar breyting-
ar eru erfiðar
Á undanförnum áratug hafa
orðið umtalsverðar breytingar á
sviði skóla- og menntamála.
Nægir hér aðeins að benda á lítið
eitt því til staðfestingar eins og
t.d. nýja kennsluhætti, endur-
skoðaða og breytta námskrá með
nýjum fögum, ný lög og breyt-
ingar á skipan grunnskóla, yfir-
sýn og heildarskipulag flestra
námsgreina með tilkomu Skóla-
rannsóknadeildar menntamála-
ráðuneytisins og vinnuhópa inn-
an hennar, sérkennslufulltrúar
eru starfandi bæði í Reykjavík
og á vegum ríkisins, ný skóla-
dagheimili hafa risið, athvörf
eru víða starfandi í skólum
Reykjavíkur og sérkennsludeild-
ir eru a.m.k. á fjórum stöðum í
höfuðborginni. Auk þessa mætti
svo nefna starfsemi Sálfræði-
deildar skóla, sem hefur vaxið
hröðum skrefum á undanförnum
árum, starf athvarfsiðjukenn-
ara, sérkennara, talkennara o.fl.
Með öllum þessum nýjungum
og breyttum háttum á sviði
kennslumála er þó ekki sagt, að
öll þessi starfsemi standi með
miklum blóma, að ekki megi
betur gera og ekki vanti enn á til
þess að nemendur og kennarar
megi vel við una. Skoðanir
manna eru skiptar hvar skórinn
kreppir helst og hvert skuli vera
meginmarkmið skólastarfsins í
raun og veru. Það er eðlilegt, að
menn haldi áfram að spyrja og
knýi á: Hvernig rækir skólinn
það uppeldishlutverk, sem hon-
um er fengið í hendur?
Sífelldar breytingar eru alltaf
erfiðar, og gerist þær of oft með
of stuttu millibili kann að fara
svo, að við fáum of lítinn tíma til
aðlögunar, við fáum varla frið til
þess að vinna og ró til þess að
endurnýjast á eðlilegan hátt.
Þessar sífelldu kröfur og breyt-
ingar verða líka til þess, að
þörfin fyrir sérfræðinga vex og
nauðsyn stöðugra samskipta að
samvinnu verður meiri en
nokkru sinni fyrr. Breytingar
kalla á endurskipulagningu
innra starfs skólans með kenn-
ara og skólastjórn í broddi
fylkingar og fræðsluyfirvöld að
bakhjarli.
Þegar breytingar verða á
skömmum tíma, fylgir einnig sú
hætta, að við verðum ekki nógu
gagnrýnin og virk í vali okkar á
uppeldisleiðum, hvorki á heimil-
um né í skólunum. Yfir okkur
geta oltið hvers konar áhrif og
stefnur, sem hafa miður góð
áhrif á uppeldi barna og ungl-
inga og verður erfitt að ráða við.
Hrópað og kallað, ef ekki öskr-
að — er á börn og unglinga úr
öllum áttum. og hafi börnin
ekki fastan grundvöil tii að
standa á, er hætta á, að þau
verði ringluð og utangátta á
öllum þeim tilboðum. sem mæta
þeim á okkar dögum.
Þjóðfélagslegar aðstæður hafa
breyst, mikill hluti mæðra vinna
utan heimilis, sífellt bætast við
fleiri leikskólar og dagvistun-
arstofnanir — og sumt af þeirri
ábyrgð, sem áður hvíldi algjör-
lega á heimilinu og foreldrunum,
hvílir nú á stofnunum og skólan-
um. Þess vegna er eðlilegt, að
foreldrar og ábyrgir aðilar
spyrji: Hvernig eru þessar stofn-
anir mannaðar? Hvernig fer um
börnin? Hvernig líður starfs-
fólkinu og hvernig rækja þessar
stofnanir uppeldishlutverk sitt?
frh.
Skákmótið
í Lone Pine
Seinni hluta marzmánaðar
tókum við Jón L. Árnason þátt i
hinu árlega alþjóðlega skák-
móti í Lone Pine í Kaliforníu.
Mótið var að venju mjög vel
skipað. Af 43 þátttakendum
báru hvorki meira né minna en
23 stórmeistaranafnbót. auk
þess sem tíu alþjóðlegir meist-
arar voru meðal þátttakenda.
Það var því við ramman reip að
draga fyrir okkur Jón. ég tefldi
við fimm stórmeistara og fjóra
alþjóðlega meistara, en hann
við sjö stórmeistara, einn al-
þjóðlegan og einn titillausan.
Jón byrjaði mjög vel, hafði
hlotið þrjá vinninga eftir fjórar
umferðir, cn þá missti hann
unnið tafl niður í tap gegn
Larsen og tapaði síðan í næstu
umferð fyrir Alburt. Ilonum
tókst þó að vinna Shamkovich,
en tap í síðustu umferð fyrir
argentinska stórmeistaranum
Panno setti hann aftur niður í
50%.
Frammistaða mín var algjör
andstæða við þetta, því að ég
byrjaði mjög illa, hafði aðeins
hlotið hálfan vinning eftir
þrjár umferðir. Þá náði ég mér
hins vegar vel á strik, vann
þrjár skákir í röð og endaði að
lokum með fimm vinninga, hálf-
um vinning frá verðlaunasæti.
Lokaröð keppenda varð annars
þessi:
1. Dzindzindhashvili. ísrael 7
vinningar af 9 mögulegum.
2. Miles, Englandi. 6‘/iv.
3. -7. Alburt, Bandaríkjunum,
Larsen. Danmörku, Sovétmenn-
irnir Geller og Balashov og
Ghrorghiu. Rúmeníu 6v.
8.—12. Ermenkov, Búlgaríu, Pet-
ers, Bandaríkjunum, Gligoric,
Júgóslavíu, Panno. Argentínu og
Fcderowicz, Bandaríkjunum 5'/2v.
13.—17. Margeir Pétursson,
Quinteros, Argentínu, Whitehead,
Bandaríkjunum, Ivanovic, Júgó-
slavíu og Wilder, Bandaríkjunum
5v.
18.—26. Jón L. Árnason, Torre,
Filippseyjum, Raicevic, Júgó-
slavíu og Bandaríkjamennirnir
Reshevsky, Kaplan. Root. Henley
og Kaufman o.s.frv.
Við skulum nú líta á tvær skákir
frá mótinu:
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Grefe (Bandaríkjunum)
Fornindversk vörn
1. d 1 — Rf6, 2. c4 - d6. 3. Rc3
- Rbd7, 4. et - e5, 5. Rf3 -
Be7, 6. Be2 — 0-0 (vinsældir
fornindversku varnarinnar hafa
heldur minnkað upp á síðkastið,
enda býður Kóngsindverska vörn-
in upp á miklu meiri sveigjanleika.
Þessi byrjun á þó fullan rétt á sér
og ágætt vopn fyrir þá sem ekki
kæra sig um að binda sig við
bækurnar) 7. 0-0 — c6, 8. Hel —
IIe8, 9. Hbl - a6. 10. Bfl - a6
(Svartur víkur hér frá hefðbundn-
um leiðum, 10. ... — a5, 11. b3 —
exd4, 12. Rxd4 — Rc5 er hið
venjulega framhald í stöðunni)
11. b4 — Dc7, 12. a3 (Þessi leikur
virðist hægfara, en hvítur er að
hindra í eitt skipti fyrir öll
framhald á borð við 12. ... —
exd4, 13. Rxd4 — c5!?) exd4, 13.
Rxdí — b5. 14. cxb5 — axb5, 15.
Bg5!
(Nú byrjar ballið. Peðið á a3 er
óbeint valdað, þar eð 15. ... —
Hxa3, er hægt að svara með 16.
Rdxb5) h6. 16. Bh4 — Db6.(Hug-
myndin á bak við þennan leik er
að hindra 17. a4, því að eftir 17....
— bxa4, 18. Rxa4? — Hxa4 vinnur
svartur tvo menn fyrir hrók. En
hlutirnir liggja ekki alveg svona
ljóst fyrir:)
Skák
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
■ A 1
* i i
«ii % i
i ||||§§
5 0 cv V' •
í'w XrrrJ/
'£• 'V s^ ÁÉ1..
17. a4! — bxa4,18. b5 (Hugmynd-
in á bak við þessa peðsfórn er að
ná óskoruðum yfirráðum yfir
hvítu reitunum c6, c4 og d5, svo og
að sækja eftir skálínunni a2 — g8)
c5, 19. Rc6 - a3. 20. Db3
(Nákvæmara en 20. Bc4 sem svart-
ur hefði getað svarað með 20. ...
— Re5, 21. Bxf6 — Rxc4 og staðan
er tvísýn) g5, 21. Bc4! (Hvítur
eyðir ekki tímanum til ónýtis.
Eftir 21. Bg3 — re5, 22. Bxe5 —
dxe5, 23. Bc4 — Be6, 24. Rxe5 —
Bg7 hefur svartur vel teflandi
stöðu) gxh4, 22. Bxf7+
Kh8 (Hvítur hafði búist við 22....
— Kg7, sem hefði gefið honum
kost á að ljúka skákinni á ótrú-
legan hátt: 23. Bxe8 — Rxe8, 24.
Rd5 - Db7, 25. Rd8! - Da7 eða
b8, 26. Re7!! - Bxe7, 27. Df7+ -
Kh8, 28. Rc6!! og nú verður svartur
að láta af hendi drottninguna auk
þess sem hann tapar a.m.k. einum
léttum manni, því að eftir 28. ...
— da4, 29. Rxe7 er hann óverjandi
mát.) 23. Bxe8 — c4 (Svartur
gefur peð til þess að losna við að
lenda í erfiðri klemmu með
drottninguna eftir 23. ... — Rxe8,
24. Rd5) 24. Dxc5 - Rxe8, 25. Df7
— Ref6, 26. c5! (í slíkum stöðum
má engan tíma missa. Nú vofir
mannstap vfir svörtum) dxe5, 27.
Rxe5 - Bg7. 28. Rg6+ - Kh7. 29.
IIe7 - Rh5, 30. Rf4! - a2. 31.
Rxa2 - Re5. 32. Dxh5 - Df6
(Eðlilegra var 32. ... — Dd6, þó
hvíta staðan sé auðunnin eftir 33.
Hxg7+ - Kxg7, 34. Rc3) 33. Rd5
— Dd6, 34. Rac3 - Rgl, 35.
Dxh4 - Bf5, 36. Ilbel - Hf8, 37.
b6 - Kg6. 38. Hxg7+ - Kxg7.
39. De7+ og svartur gafst upp.
Hvítt: Peters (Bandaríkjunum)
Svart: Jón L. Árnason
Enski leikurinn.
1. c4 - e5, 2. Rc3 - Rf6, 3. g3 -
d5, 4. cxd5 — Rxd5. 5. Bg2 —
Rb6, 6. Rf3 - Rc6. 7. 04) - Be7,
8. d3 - 0-0.9. a4 - a5.10. Be3 -
f5, 11. Bxb6!? (Ein af mörgum
athyglisverðum hugmyndum
Seirawans, núverandi heimsmeist-
ara unglinga. Leikurinn stingur þó
óneitanlega töluvert í augu, enda
fáir sem vilja láta biskup fyrir
lélegan riddara ótilneyddir og
treysta síðan á betri peðastöðu
sína) cxb6, 12. Rd2 — Be6. 13. b3
- (Seirawan lék hér eitt sinn 13.
Rc4 gegn Shamkovich, en eftir
skákina taldi hann 13. b3 betri.
Peters trúði þvi eins og nvju neti
...) Bc5, 14. Rc4 - Df6. 15. Dd2
- Had8, 16. Hadl - h5!
(Skemmtileg aðferð til þess að
veikja hvítu kóngsstöðuna. Hug-
myndin er ekki síst að eftir 17. h4
er 17 ... e4 sterkt, því að f4 fvlgir
í kjölfarið) 17. e3 - h4,18. RÓ2 -
Bd5. 19. Dc3 - Bxg2. 20. Kxg2
- f4. 21. gxf4 - Bb l. 22. Dc2 -
exfl 23. Khl - Dg5. 24. d4?
(Eftir þennan leik verður sókn
svarts óstöðvandi. Nauðsynlegt
var að reyna 24. Rxf4 og staðan er
enn tvísýn) h3. 25. Hgl — dh5.
(Hvítur hefur grafið sína eigin
gröf. Hann á nú enga vörn við 25
... Df3+ og verður því að leggja út
í örvæntingarfullar fórnir)
1 1 &
i i
i4
i m
i
£ H i
i a
■ íb S \i'
26. De4 - Dxe2, 27. Hxg7+ -
Kxg7. 28. Hgl+ - Kh8, 29. Re5
- Hf6!, 30 Rg6+ - Hxg6. 31.
Hxg6 - Del+. 32. Hgl - Dxf2,
33. exf4 - Dxd4, 34. Df3 - Dd5.
og hvítur gafst upp.