Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980
Frá sýninKunni í Norræna húsinu, en þar er Iökö áherzla á KÓða lýsingu við málverkin. Lengst til hægri er verk Picassos, þá verk Matisse
ok lenjfst til vinstri mynd eftir Leger. Ljósm. Ól.K. M.
æna húsinu. í myndinni verður
rakin saga safnsins, byggingar-
saga þess og byggingarlag, og m.a.
sýnt frá opnun þess en þá var
Noregskonungur meðal gesta.
Frank Ponzi ritar formálsorð
að sýningunni í sýningarskránni,
þar sem er að finna litmyndir af
nokkrum verkanna á sýningunni.
Þar segir m.a. að það sé ómetan-
legt fyrir listunnendur á Islandi
að fá tækifæri á þessari einstæðu
sýningu, til þess að skoða meðal
annars verk nútíma meistara,
þeirra forfeðra, er skópu sum
veigamestu verk tuttugustu ald-
arinnar.
Þar segir einnig: „Á sýningunni
er úrval 40 verka, sem bæði gefa
dálitla hugmynd um gæði heildar-
safnsins og það svið, sem þar er
spannað og jafnframt glögga og
fjölbreytta mynd af ýmsum merk-
um stefnum, sem sett hafa svip
sinn á listir um meira en hálfrar
aldar skeið. Margir þeirra lista-
manna, sem eiga verk á þessari
sýningu, hafa verið tengdir þekkt-
um hreyfingum og listastefnum,
svo sem Nabis, fauvisma, kú-
bisma, Dada, Bauhaus, súrreal-
isma, Cobra, Éccole de Paris og
tachisma. Þessar stefnur höfðu
ekki aðeins sterk áhrif hver á
aðra, heldur einnig á síðari kyn-
slóðir listamanna. Þær voru oft
uppsprettur hugmynda, sem
margir sóttu kraft í, ekki síst
íslenskir listamenn, fyrir og eftir
síðari heimsstyrjöld. Nú fá list-
unnendur á Islandi einnig tæki-
færi til að skoða og njóta frum-
mynda ýmissa þessara þekktu
listamanna, sem áður hafa aðeins
sést hér í eftirprentunum.“
Ennfremur segir Frank Ponzi í
sýningarskránni: „Án góðra list-
sýninga rofna öll gagnkvæm
tengsl milli listamannsins og al-
mennings. Ef list á að þroskast og
dafna, er það mjög mikilvægt
fyrir listamanninn og e.t.v.
brýnna fyrir hann en starfsstyrk-
ir og marklaus hrósyrði, að al-
menningur sýni ekki eins mikinn
áhuga, heldur umfram allt kunni
að gera greinarmun á gæðum
lista. Vonandi þjónar þessi sýning
þeim tilgangi."
Sýningin í Norræna húsinu
verður opnuð kl. 17 á sunnudag-
inn, og stendur yfir í hálfan
mánuð, eða fram til 27. apríl.
Verður hún opin daglega frá kl.
14-22.
Eins og skýrt var frá í Morg-
unblaðinu í vikunni verður opn-
uð í Norræna húsinu á sunnudag
sýning á málverkum eftir marga
kunnustu málara heimsins. Það
er Lista- og menningarsjóður
Kópavogs sem stendur fyrir sýn-
ingunni, en frumkvæði að sýn-
ingunni og forgöngu að því að fá
hana hingað til lands hefur haft
Frank Ponzi listfræðingur. Alls
verða á sýningunni 40 málverk
eftir 35 meistara. Eru þau fengin
að láni úr Sonia Henie-Niels
Onstad-safninu í Ósló, og eru vel
flest málverkanna í hópi beztu
listaverka þessa víðkunna safns,
að sögn Frank Ponzi.
Ponzi sagði í spjalli við Mbl. í
gær að sýningin væri einstakur
viðburður í íslenzku menning-
arlífi, og óvenjuleg fyrir þær sakir
að verkin koma hingað beint af
safninu og fara rakleitt þangað
aftur. Hér væri því ekki um að
ræða „viðkomu" erlendra lista-
verka á leið í aðrar áttir, eins og
venjan væri.
Á sýningunni verða m.a. verk
eftir meistarana Pablo Picasso,
Edvard Munch, Henri Matisse,
Joan Miro, Juan Gris, Pierre
Þetta málverk er
nefnt þvi nafni
„Stormasamur persónu-
leiki“, en hún er eftir
spænska málarann
Joan Miró.
Bonnard, Max Ernst, Paul Klee,
Jacques Villon og Jean Dubuffet.
Elzta myndin nefnist „Tréð við
ána“, en hana málaði Bonnard
árið 1912. Er myndin fyrsta
myndin á hægri hönd þegar kom-
ið er í sal Norræna hússins.
Listaverkin eru tryggð fyrir millj-
arða íslenzkra króna, en þau sótti
Ponzi sjálfur til Noregs, og bauð
hann lista- og menningarsjóði
Kópavogs að standa fyrir sýning-
unni til þess að afla fjár í
byggingarsjóð fyrir listasafn í
Kópavogi.
Frank Ponzi sagði að Sonja
Henie-Niels Onstad-safnið í Ósló
væri einstakt í sinni röð. Þar væri
að finna mörg merkustu listaverk
heims, og þar færi fram mikil
starfsemi á sviði hinna ýmsu
listgreina. Safnið væri kennt við
listskautadrottninguna frægu,
Sonju Henie, og eiginmann henn-
ar, norska skipakónginn Niels
Onstad. Sagði Frank að sýnd yrði
í sjónvarpi annað kvöld, laugar-
dagskvöld, 45 mínútna löng lit-
mynd um safnið. Kæmu þau
Sonja Henie og Niels Onstad fram
í myndinni auk nokkurra frægra
listamanna, en verk eftir suma.
þeirra væru á sýningunni í Norr-
Ein mynd er á sýning-
unni eftir hinn kunna
norska málara Edvard
Munch. Munch málaði
myndina 1923, sextug-
ur að aldri, en hún
nefist „Kornuppskeran“.
Listviðburður í Norræna húsinu:
Verk eftir suma mestu
málara þessarar aldar
Mynd Picassos, „Sitjandi kona“. Picasso lauk við
myndina 17. nóvember 1941, en þá sátu Þjóðverjar um
París. Ljósm. Mbl. Ól.K. M.
„Sítrónur“, mynd Henri Matisse.
Ljósm. Mbl. ól.K. M.
Elzta myndin atsýningunni, „Tréð við ána“, eftir
Pierre Bonnard. Myndin er máluð 1912.