Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 35 r. Glæsilegur sigur íslands yfir Noregi í fyrsta leik á Polar Cup í Osló ÍSLENDINGAR sigruðu Norð- menn með miklum glæsibrag í fyrsta leik sínum í Polar Cup- keppninni, sem fram fór i Ósló, mcð 83 stigum gegn 58, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 41—32. Að sögn Einars Bollason- ar landsliðsþjálfara náði íslenska liðið afburða góðum leik og sagði hann, að ekki síst hefði sigur þess verið ánægjulegur vegna þess að Norðmenn eru með mjög sterkt lið. Þetta eru fyrstu merki þess að langar og strangar æfingar séu nú að skila sér, sagði Einar er Mbl. ræddi við hann i gærkvöldi eftir leikinn. Til gamans má geta þess að á Polar Cup í fyrra ÞAU mjög svo óvæntu úrslit urðu á Polar Cup í gærkvöldi að lið Finna beið ósigur fyrir Dönum. Fram vann KR 1—0 EINN leikur fór fram í Reykja- víkurmótinu í knattspyrnu í gær- kvöldi. Fram sigraði KR 1—0. Eina mark leiksins skoraði Pétur Ormslev þegar 16 minútur voru til leiksloka. - þr. Noregur — Island 58—83 sigraði íslenska liðið aðeins með átta stiga mun. Islenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og náði fljótlega forystunni og komst í 14—5 og lengst af var 9 til 10 stiga munur á liðunum í fyrri hálfleik en í lok hálfleiksins náðu Norðmenn þó að jafna metin, 30—30, en þá voru þeir Jón Sigurðsson og Pétur Guðmundsson, sem höfðu verið Danir sem eru greinilega með mjög sterkt lið sigruðu með tveggja stiga mun 81—79, eftir æsispennandi leik. í kvöld kl. 18.00 að islenskum tíma leika íslendingar við Svía. Einar Bollason landsliðsþjálfari sagði að það hefði verið gott veganesti að ná svo góðum leik á móti Norðmönnum, en til þess að sigur ynnist á Svium yrði liðið að smella saman i heilan leik og lítið mætti fara úrskeiðis. En bætti svo við: „en strákarnir hafa alla burði til þess að standa vel i þeim og jafnvel sigra.“ -þr. hvíldir, settir inn á aftur og komu íslandi yfir á ný. Byrjun síðari hálfleiksins var afar jöfn og liðin héldu í horfinu. Á sjöundu mínútu síðari hálfleiks bað Einar um leikhlé og eftir það náði íslenska liðið stórkostlegum leikkafla. Norðmenn skoruðu ekki stig i átta og hálfa mínútu og íslenska liðið breytti stöðunni úr 57-48 í 83-48. Styrkur íslenska liðsins í þess- um góða kafla lá fyrst og fremst í góðum varnarleik og sérlega vel útfærðum hraðupphlaupum, leikið var maður á mann í vörninni og tókst það einstaklega vel. Síðustu mínúturnar skipti Einar svo bestu mönnum liðsins út af og hvíldi þá. Og aðrir tóku við og héldu í horfinu það sem eftir var leiksins. Pétur Guðmundsson átti mjög góðan leik og skoraði 23 stig, var sterkur í fráköstum og skoraði grimmt. Jón Sigurðsson átti af- burðaleik og fór á kostum í síðari hálfleiknum. Kristinn Jörundsson var mjög traustur og Guðsteinn lék sinn besta landsleik til þessa. Hann fékk það erfiða verkefni að taka sterkasta Norðmanninn úr umferð og tókst það fádæma vel, hélt honum alveg í skefjum svo að hann skoraði varla körfu. Fram- herjarnir, þeir Jónas og Símon, áttu sína kafla og Torfi sömuleið- is. Sem sagt sterk liðsheild. Stig íslands skoruðu: Pétur 23, Jón Sig. 14, Kristinn 12, Símon 9, Jónas 8, Torfi 6, Guðsteinn 5, Kristján Á. 4, Flosi 2. - þr Danir sigruðu Finna Pétur Guðmundsson var sfigahæstur Islendinga i gær, skoraði 23 stig. Kristinn í VIKUNNI var frá því gengið að Kristinn Björnsson léki áfram með Akurnesingum. Kristinn mun hafa ihugað að leika með með ÍA einhverju öðru liði i sumar en hann breytti áformum sinum og verður áfram á Akranesi. Pétur Kapphlaupið um hinn fræga gullskó Adidas er nú í algleym- ingi. Þrátt fyrir slæmt timabil, á Pétur Pétursson, sem leikur með Feyenoord i Hollandi enn tölu- verða möguleika á því að hreppa skóinn. Er þetta liklega i fyrsta skiptið sem íslendingur á mögu- leika á þeim sæmdartitli, marka- kóngur Evrópu. Pétur skoraði mark í hollensku deildinni um síðustu helgi og hefur þá skorað aðeins fjórum mörkum minna heldur en Viadimir Starouhkin hjá Schaktor Donetzk í Rúss- landi. Ilann hefur skorað 26 mörk í 34 leikjum. Erwin Van Der Bergh hjá Lierse í Belgíu er sem stendur í öðru sæti með 22 mörk í 24 leikjum. Walter Schachner, aust- urriski landsliðsmaðurinn hjá FK Austria er nú í þriðja sæti eftir að hafa leitt kapphlaupið um tíma, Schachner hefur skorað 22 mörk í 19 leikjum, í fjórða sæti kemur síðan Pétur Pétursson með 21 mark í 25 leikum. Næstu menn eru þessir: mörk leikjum Eriksen (Odense) 20 30 Nielsen (Esbjerg) 20 30 Nene (Benfica) 19 19 Skovboe (Nestved) 19 30 Langers (Union Lux.) 18 14 Ceulemans (FC Brugge) 18 24 Boyer (Southampton 18 25 Morris (Limerick) 18 30 Thygsen (B-1903) 18 30 Ljóst er af þessu, að lang besta meðaltalið hefur AuSturríkis- maðurinn Walter Schachner. En keppnin er hörð og ekkert verður gefið eftir. Listi þessi er fenginn að láni úr breska mánaðarritinu World Soccer, en svo virðist sem að gleymst hafi að setja Kees Kist á möguleika inn á listann. Kist vann gullskóinn mörk það sem af er þessu keppn- á síðasta ári og hefur skorað 22 istímabili. • Pétur Pétursson skorar eitt af 21 marki sínu gegn Volendam. Pétur er enn með í baráttunni um hinn eftirsótta ^ullskó Adidas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.