Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 33 Úr fiskvinnslunni. Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðvanna: Kröfur um framleiðniaukn- ingu réttmætar en betri rekstrarskilyrði vantar AÐALFUNDUR Sam- bands fiskvinnslustöðv- anna var haldinn á fimmtudaginn í Reykja- vík, en það eru samtök um 100 fiskvinnslufyrirtækja um land allt. Formaður var endurkjörinn Hjalti Einarsson framkvæmda- stjóri. í ályktun sem fund- urinn sendi frá sér segir m.a.: • I langan tíma hefur ætíð verið við það miðað að rekstur fisk- vinnslunnar væri á núlli. Erlendir punktar • Noregur: Hagnaður Norð- manna af olíu- og gasvinnslu á þessu ári verður það mikill að áætlað tap á greiðslujöfnuði upp á 2,5 milljarða N.kr. hefur nú breytzt í hagnað upp á 5 milljarða króna. • Bílar: Þeir bílar.sem selst hafa best í Danmörku það sem af er árinu eru Opel Kadett, Ford Taunus,Fiat, Mazda og Toyota. Höfðu þessir bílar selst í milli 800 til 1100 stk. hver á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. • Datasaab, sænska tölvufyrir- tækið, er til sölu, þ.e.a.s. sá hluti þess sem er í eigu Saab-Seanía fyrirtækisins en það á 50%. Er þetta vegna tapreksturs á undan- förnum árum. Talið er að ein- göngu geti verið um erlenda kaup- endur að ræða ef þeir þá finnast. • B+W. Seðlabankinn danski hef- ur kært Burmeister og Wain skipasmíðastöðina vegna meintra brota á gjaldeyrislöggjöfinni dönsku. Er því ljóst að þeir stormar sem leikið hafa um fyrir- tækið að undanförnu virðast ekki vera farnir að hægja á sér. Hverjir eru vaxta- möguleikarnir? Þar sem vextir eru orðnir allmiklu flóknari nú en fyrir nokkrum árum birtist hér tafla um vexti innlánsstofnana. Frá i;12i79 Grimn- vextir Verðhóta- Vextir frá 116/79 þáttur alls Jnnlánsvextir f°/ á ári): I. Almennar sparisióðsbækur . . 5,0 26,0 31,0 2. (í mánaða sparisióðsbækur . . 6.0 26,0 32,0 3. 12 mán. og 10 ára sparisióðsb. 7,5 26,0 33.5 4. Vaxtaaukareikningar, 3 mán. . 5,5 31,0 36,5 5. Vaxtaaukareikningar, 12 mán. . 7,5 . 36.0 43,5 6. Ávísana- og hiaupareikningar . - 15,0 15,0 Útlánsvextir (°/ á ári): 1. Víxlar, forvextir 5,5 25,5 31,0 2. Hlaupareikningar1) 5,0 28,0 33,0 3. Lán v. útflutningsafurða2) . . . _ - 8,5 4. önnur endurseljanl. afurðalán 3,5 22,5 26,0 5. Lán með ríkisábyrgð 5,5 28,0 33,5 6. Almenn skuldabréf 6,5 28,0 34,5 7. Vaxtaaukalán 8,5 34,0 42.5 8. Vísitölubundin skuldabréf3) . . _ - 2,0 9. Vanskilavexlir á mánuði . . . — 4,5 • Afleiðingin er sú að þessi und- irstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar getur ekki tekið neinum áföllum nema til vandræða horfi. • Tekjur hafa á síðustu 14 mán- uðum hækkað um 28% en helztu kostnaðarliðir um og yfir 60%, • Nú eru gerðar réttmætar kröf- ur til fiskvinnslunnar um fram- leiðniaukningu. Ef það á að takast verður að viðurkenna arðsemi í þessari atvinnugrein. • Vaxtakostnaður fiskvinnslunn- ar sem hlutfall af tekjum hefur vaxið úr 2% í 10% á síðasta áratug. Varðandi afurðalán verði tekið mið af því fyrirheiti um afkomubata sem stjórnvöld hafa enn ekki sinnt. Aðalfundurinn vill ennfremur að lánskjör hjá fjár- festingalánasjóðum verði með sama hætti hjá veiðum og vinnslu. • Aðalfundur Sambands fisk- vinnslustöðva varar alvarlega við afleiðingum af samþykkt skatta- lagafrumvarps ríkisstjórnarinnar því það geti dregið verulega úr þátttöku kvenna í atvinnulífinu. Einnig feli frumvarpið í sér aukn- ar álögur á fiskvinnsluna. Steingrímur Hermannsson sjáv- arútvegsráðherra flutti ávarp á fundinum og taldi hann augljóst að staða fiskvinnslunnar væri til muna verri en almennt væri talið. Vanskil fiskvinnslufyrirtækja á Suðurnesjum og í Vestmannaeyj- um til að mynda nema nú um 5—6 milljörðum króna og þarf því að grípa skjótt til aðgerða vegna þessa sérstaklega. Hann kvaðst mundu mæla fyrir því að erlend lán til Fiskveiðasjóðs gætu í framtíðinni runnið beint til sjóðs- ins án milligöngu Framkvæmda- sjóðs og ætti fjármagnskostnaður að lækka um 1—2% vegna þessa. Þrátt fyrir þá stöðu sem hér hefur verið lýst treysti ráðherra sér ekki til að mæla með þvi að uppsafnað- ur söluskattur o.fl. af tækjum til fiskvinnslunnar yrði endurgreidd- ur rétt eins og gert er fyrir svokallaðan samkeppnisiðnað. Er hér um að ræða um 300 milljónir vegna innflutnings 1979. Taldi Steingrímur virðisaukaskattinn leysa þetta mál þegar hann kæmi. Því má reyndar bæta hér við að ef þetta yrði gert og þá einnig fyrir tölvur, en aðflutningsgjöld af þeim eru 65%, og síðan á þeim grundvelli tækist að ná 6% fram- leiðsluaukningu þá gæti hún num- ið um 10 milljörðum króna í frystingunni eingöngu. Unnur Pálsdóttir og Árni Arinbjarnar. Leikur einleik með Sinfón- iuhljómsveitinni í Keflavik UNNUR Pálsdóttir nemandi í fiðluleik í Tónlistarskóla Kefla vikur leikur í dag, föstudag, einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands i Féiagsbiói i Keflavik. Hcfjast tónleikarnir kl. 20:30 og eru þeir liður í burtfararprófi hennar frá skólanum. Arni Arinbjarnar hefur verið aðalkennnari og leiðbeinandi hennar auk annarra kennara. Skólastjóri Tónlistarskólans er Herbert H. Ágústsson. Tónlistarfélögin í Keflavík og Garði auk fleiri aðila á SuðUrnesj- um standa að komu Sinfóníu- hljómsveitarinnar til Keflavíkur, en hún hefur ekki leikið þar sl. tvö ár. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson og einsöngvari Ragnheið- ur Guðmundsdóttir og verður að- allega flutt létt klassísk tónlist. Björg Guðmundsdótt- ir Stórhellu — Níræð Björg Guðmundsdóttir frá Stórhellu við Sand átti níræðisaf- mæli 24. mars sl. Björg er fædd á Stórhellu við Hellissand, dóttir merkishjóna, Guðmundar Hákon- arsonar útvegsbónda og formanns þar og Önnu Margrétar Jónsdótt- ur. Guðmundur var talinn afburða stjórnandi áraskipa, mikill dugn- aðarmaður og öruggur við stjórn í brimlendingu svo af bar. Hann hafði stjórnað skipi sínu um áratugi og alltaf farnast vel, en drukknaði í Keflavík í lendingu við land ásamt tengdasyni sínum Dagóbert, en þeir höfðu þennan dag róið með Lofti Loftssyni formanni þar er fórst í lendingu með allri áhöfn, níu mönnum. Móðir Bjargar var talin sérstök gæðakona. Það var sagt að hún gæfi fátækum til beggja handa og oft skipti hún upp heilli kýrnýt daglega og dreifði þeirri mjólk til ýmissa mjólkurlausra fátæklinga sem á þeim tímum um mátti segja að væru í hverju húsi. Á haustin þá kjöt var brytjað til söltunar á Stórhellu var mælt að Anna væri þar jafnan nærri til að gauka kjöti til þeirra er ekkert áttu. Meðan þessu hélt fram jukust eignir þeirra hjóna markvisst því Guð- mundur var mikill aflamaður en eftir að Anna dó gengu eignir mjög af Guðmundi og aflaði hann þó sem fyrr. Anna andaðist af barnsförum. Björg var níu ára er hún missti móður sína. Þegar faðir Bjargar drukknaði var Björg 18 ára gömul. Þá urðu börn systur hennar tvö föður- og móðurlaus, því Larensína systir hennar hafði einnig dáið af barnsförum. Það sést bezt hvað Björgu hefur brugð- ið til síns ættarkyns að hún aðeins 18 ára tekur systurdóttur sína til uppfósturs. Það var enginn leikur þá að stunda vinnu með barn á framfæri. Fjórum árum síðar gift- ist Björg Ólafi Jóhannessyni formanni á Sandi, hinum ágæt- asta athafnamanni. Á Hellissandi nutu þau Björg og Ólafur al- mennrar virðingar, þar fæddust öll þeirra börn, Guðmundur, Magðalena, Jóhannes, Ingólfur, Björgólfur og Anna. Þau fluttust síðan til Reykja- víkur, þar sem, Ólafur gerðist vinsæll fisksali á Brekkustíg 6. Björg stjórnaði heimili sínu og uppeldi barna sinna með hinum mesta myndarbrag. Það fylgir gjöf langra lífdaga að sjá á bak mörgum kærum ástvin- um. Það hefur einnig orðið hlut- skipti Bjargar. Son sinn Björgólf misstu þau ungan. Ólafur maður hennar andaðist 13. des. 1955. Ingólfur sonur hennar, eigandi Ingólfsprents, dó 4. maí 1974. Kristín Davíðsdóttir kona Guð- mundar dó 8. apríl 1972 eftir 5 ára sjúkdómslegu. Og Guðmundur sonur hennar sem lengi vann í Völundi h.f. andaðist 24. júlí 1979. Svo hefur reynst með Björgu sem hinar traustu bjarkir er svigna undan átökum storms og svipti- vinda, en brotna ekki, reisa sig að nýju og eru þá sterkari en fyrr. Hún hefur tekið sorgum, veikind- um og erfiðleikum sem að höndum hefur borið með hógværð æðru- leysi þreki og jafnaðargeði. Björg nýtur þeirrar hamingju sem talin er mest um verð það er að vera umvafin ástúð og um- hyggju barna, tengdabarna og barnabarna sinna. Undir þeirra umsjá líður henni bezt á gamla heimilinu sínu á Framnesvegi 32, þar sem eldri og yngri, skyldir og vandalausir sóttu hana heim á þessum tímamótum. K?era Björg, þegar ég lít til baka og minnist þeirrar vinsemd- ar og hlýju er ég naut frá þér og fjölskyldu þinni er ég sem drengur ólst upp á Hellissandi færi ég þér mínar innilegustu þakkir og óska þér heilla og blessunar á ókomn- um tímum. Karvel Ögmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.