Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 3 Guðmundur RE 29 á spærlingsmidunum austan við Vestmannaeyjar. (Ljósm. Tómas Helgason) Goður spærlings- afli loðnuskipa Ýmsir hugleiða djúprækjuveiðar í sumar FJÖGUR skip hafa að undanförnu verið á spærlingsveiðum austan við Vestmannaeyjar og aflað ágætlega eða frá 150 upp í 220 tonn siðustu daga. Búast sjómenn við að 2—3 næstu vikur verði bezti tími spærl- ingsveiðanna. vcrði góð tíð. Lítið hefur verið um annan fisk í spærl- ingsaflanum siðustu dagana. Afl- ann hafa bátarnir fengið frá birt- ingu fram á kvöld og er hann unninn hjá Fiskimjölsverksmiðj- unni i Vestmannaeyjum, að sögn Margir togar- ar á skrapi MARGIR skuttogaranna eru nú á öðrum veiðum en þorskveiðum eins og Morgunblaðið greindi frá í gær, en þeim er skylt að vera á öðrum veiðum en þorskveiðum í 27 daga fjóra fyrstu mánuði ársins og má þorskafli þá ekki fara yfir 15% af afla. Skuttogararnir eru 83 talsins og samtals eru það því 2241 veiðidag- ur, sem hér um ræðir í þessu banni. Um 260 dagar voru teknir í janúar, 290 í febrúar, 720 í marz og um síðustu mánaðamót átti togaraflotinn eftir 987 daga í þorskveiðibanni í þessum mánuði. Sigurgeirs Jónassonar fréttaritara Morgunblaðsins í Eyjum. Bátarnir, sem verið hafa á spærl- ingnum eru loðnuskipin Gísli Árni, Guðmundur og Hákon auk Hugins frá Vestmannaeyjum. Þá mun Seley frá Eskifirði vera að byrja á þessum veiðum. Flest þeirra skipa, sem voru á loðnuveiðum út vertíðina eru nú verkefnalaus og að mörgu leyti óljóst hvað þau gera fram að loðnuveiðunum í sumar. Reiknað er með að á næstunni verði gengið frá samningum við Færeyinga um leyfi til kolmunnaveiða við Færeyjar í sumar. Þrjú skip hafa sýnt áhuga á þeim veiðum, Eldborg, Júpiter og Börkur. Búist er við að 2—3 bátar fái leyfi til sandsílisveiða í sumar og hafa 2 skip sótt um leyfi til þeirra veiða, Dagfari og Seley. Þá sýndu nokkrir af útgerðarmönnum loðnuskipanna í fyrrahaust áhuga á djúprækju- veiðum næsta sumar og má í því sambandi nefna Óla Óskars, Bjarna Ólafsson og Helgu II. Djúprækju- veiðarnar eru talsvert óvissar eins og kolmunninn. Eitt loðnuskipanna er nú á lúðu- línu og er það Jón Finnsson. Búist er við að fleiri kunni að fara á lúðulínu og þegar kemur fram í maímánuð fara eflaust nokkur loðnuskipanna á troll. Frystihús Sambandsins: Þorskafurðir 74% af framleiðslunni FRAMLEIÐSLA frystihúsa Sam- bandsins nam 8040 tonnum frá áramótum til 23. marz sl., en á sama tíma í fyrra var framleiðsla sömu húsa 7740 tonn. Er því um 4% aukningu að ræða á milli ára. Af framleiðslunni í ár eru þorsk- afurðir 74%, en voru 67% á sama tima í fyrra. í þorskafurðum einum er um 16% framleiðslu- aukningu að ræða á milli ára. Eins og greint var frá í Mbl. í gær var framleiðsluaukning húsa SH 18% fyrstu þrjá mánuði árs- ins, var 27.300 tonn í ár á móti 23 þúsundum í fyrra. Hjá SH var um 36% framleiðsluaukningu í þorsk- afurðum að ræða fyrsta ársfjórð- ung þessa árs miðað við sama tímaþil í fyrra. Morgunþlaðið spurði Sigurð Markússon framkvæmdastjóra Sjávarafurðadeildar Sambandsins að því í gær hverju það sætti að um mun minni framleiðsluaukn- ingu væri að ræða hjá þeim en húsum SH. Sagði Sigurður það fyrst og fremst stafa af því að hin mikla aflaaukning hefði orðið á þeim svæðum þar sem SH væri með stærri og fleiri hús. Aðspurður um sölumál í Banda- ríkjunum sagði hann, að velta Icelandic Seafood Corporation, dótturfyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjunum, hefði þrjá fyrstu mánuði ársins verið 15% meiri í dollurum en á sama tíma í fyrra og 8% meiri í magni. Tvær sölur í Englandi TVÖ fiskiskip seldu afla sinn i Englandi í gær. Ársæll Sigurðs- son landaði liðlega 142 tonnum í Grimsby og fékk 72.4 milljónir fyrir aflann, meðalverð 507 krón- ur. Helga II landaði í Hull, rúmlega 100 lestum, og fékk 48 milljónir fyrir aflann, meðalverð 469 krónur. ERLENT I ' IKI. 19.00 — Húsiö opnaö meö fjöri, for- réttum og ókeypis iyst- aukum. Afhending bingóspjalda og ókeypis happdrættis- miöar. KL. 19.30 — Afmælisveislan hefst stundvísiega. Aðalréttur: Eftirréttur: POIRES UTSYN Matarverö aöeins kr. 7.000 X Hinn glæsilegi tenór Jón Þorsteinsson í stuttri heimsókn frá námi sínu á ítalíu, syngur íslenzk og erlend lög. Píanóleikari Agnes Löve. 11® íslenski \ dansflokkurinn 1 í Show-line stíl og Charleston . . ;■ .:-■: ■ ; Tizkusýning Módelsam- tökin sýna baðfatnað frá Madam og tízkufatnaö frá Stúdíó. KOS Batik kjólar sýndir í sérstæðu dansatriði. Fegurð 1980: Undanúrslit í Ungfrú Útsýn- keppninni — ca 40 blóma rósir kynntar. Spurningaleikur með glæsilegum verðlaunum m.a. Utsýnarferö. Diskótek — Þorgeir Ástvaldsson velur vinsæl ustu lögin. Fjörugasti maður landsins — Omar Ragnarsson, skemmtir og lengir lífið með hlátri. Dans til kl. 01.00 — Hin fjölhæfa, vinsæla og fjöruga hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkon- unni Maríu Helenu koma öllum í stuð. Stór-bingó: í tilefni afmælishátíðarinnar — allir vinningar tvöfaldir — Útsýnarferðir fyrir sex. 7 V:;. Missið aöganguf! heimill ötlu skemmtilegu fóiki sem kemur í góðu skapi og sparifötunum. (símar yiuer U 4 siðdegis aiaðalsketuT iaest ókeypts ijúííengtr handa í handa vinningar 1 ókeypts;- 1 stemrnping ,, svo að pt« ltun ársins. ] t d. ókeypts ostaréttir. o ^óroar6s«m. ^ UonuW' 7 , - ro.a- . UTSYN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.