Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 Magnús Kjartansson 15 Frá hinum fjölsótta bændafundi á eftir aðstæðum og menn vona að hér sé um tímabundinn vanda að ræða. Hér er ekki um langvarandi spennitreyju að ræða og öll framkvæmd skerðingar á framleiðslu er háð samþykki landbún- aðarráðherra og Stéttarsambands bænda.“ Ýmsar lagagreinar og breytingar vantar Næstur tók til máls Böðvar Pálsson bóndi, en hann er einn af fulltrúum heimamanna í framkvæmd máisins. Kvað hann engan ánægðan með það að hiýta skerðingu í starfi sínu, en minnti á að verið væri að framkvæma lög sem Alþingi hefði afgreitt sl. vor og þau hafi ekki verið samkvæmt því sem þeir vildu. Reglugerðin var staðfest 28. ágúst og síðan hefur verið unnið að frumvinnu til þess að menn gætu fengð Borg i Grímsnesi. vegar gera það sem þeir vilja í svínarækt og hænsnarækt. Hjá vax- andi þjóð er það helvíti hart að þurfa að draga saman. Hér er um fáar skjátur að ræða og beljur, en það er ekki hægt að selja afurðirnar vegna vitlausrar stjórnunar. Annars er til miklu betra ráð en Hákon kom með hér áðan þar sem hann sagði að drepa ætti verstu kýrnar. Það er auðvitað miklu fljótvirkara í skerðingu á mjólkur- framleiðslu að drepa beztu kýrnar fyrst í stað þeirra verstu. Annars dettur mér nú í hug úr því að við höfum nú orðið allt of mikið af öllu hvort ekki væri ráð að segja upp ölium ráðunautunum okkar." Hannes á Kringlu kvað verðbólguna vonda, en iíklega væri tæknin enn verri bændum. „Ég gæti lifað af 50 rollum með orfi og ljá, ef til vill betur en nú af Ein aí þeim nythærri. Ljósmynd: Árni Johnscn. Fækka þarf búpening landsmanna um 150 þús. ærgildi miðað við búmarkið á framleiðsluna. að vita sitt búmark. Þó kvað Böðvar ýmsar lagagreinar vanta varðandi framleiðslulagabreytingar og t.d. jöfn- un útflutningsbóta á mjólk og kjöt. Fjallaði Böðvar nokkuð um mögulega hagræðingu í búrekstri t.d. varðandi það að bóndinn gæti ráðið hvenær allar kýr hans bera og nefndi hann dæmi um norskan bónda sem hefði 29 kýr og lét þær allar bera í október. Hafði sá bóndi gefið gripum sínum melaxa, sýróp úr sykurreyr og kvaðst Böðvar hugsa gott til glóðarinnar varðandi sykurverk- smiðju í Þorlákshöfn. Þá taldi Böðvar að meðal margs sem þyrfti að breyta í lögum þessum og framkvæmd væri staða frumbýlinga. „Hjá vaxandi þjóð er helviti hart að þurfa að draga saman“ Hannes bóndi á Kringlu Hannesson sagði að úr því að hann væri búinn að ná í hnakkadrambið á þessum ágætu mönnum þeirra þá skyldu þeir fá að heyra sinn tón. „Það er gott að vita hvað þeir vita,“ sagði Hannes, „en það er bara svo ósköp lítið sem þeir vita þessir menn og þar með um okkar framtíð. Þetta bölvaða kvótakerfi eða búmarkskerfi er bölvuð vitleysa, nær hefði verið að setja fóðurbætisskatt, jafnan á allt, í stað þessarar ómyndar. Þegar sagt er við okkur sem lifum á grasi uppi í sveitum að við skulum hætta að framleiða þá mega menn hins þeim 500 rollum sem ég er með og öllum tækjum í gangi. Það er hrikalegt fyrir unga bændur að ganga til móts við þessa þróun." Þá stóð upp Þorfinnur Þórarinsson á Skógarstöðum og spurði um félagsbúin, hvort tveir í félagsbúi hefðu 600 ærgildi, hvort kvótinn geymdist ef annar hætti og ýmis fieiri atriði þar að lútandi nefndi Þorfinnur. Hákon Sigurgrímsson svaraði nokkr- um fyrirspurnum og fjallaði fyrst um ræðu Hannesar á Kringlu. Kvað Hákon ekki hægt að koma kvóta eða búmarki á alifuglarækt vegna ónógra upplýs- inga um þann rekstur, en ef til vill væri unnt að ná takmörkun fram með því að takmarka kjarnfóður til búanna. Þá taldi Hákon að alls ekki ætti að segja ráðunautunum upp, ráðunautarn- ir væru vannýttur starfskraftur sem væru að vinna alls kyns aukaverk í stað þess að vera með leiðbeiningar og hagnýta vinnu fyrir bændur, til dæmis hagfræðilegar leiðbeiningar. varðandi spurningu Þorfinns um félagsbúin sagði Hákon að ef þrír væru í félagsbúi fengju þeir þrjá kvóta, en ef einn hætti sagðist hann telja að hans kvóti ætti að leggjast niður. Var þá að því spurt hvort búmarkið væri ákveðið á jörð eða framleiðendur því nýta þyrfti möguleika jarðarinnar eins eðlilega og unnt væri. Kom þarna upp eitt af mörgum atriðum sem ekki var hægt að svara með skotheldum rökum, en Hákon benti á það að minni framleiðsla þýddi hærra verðlag, en grundvallarbúið er áætlað 440 ærgildi. Kristján Jónsson ráðunautur fjallaði nokkuð um hagræðingu í búrekstri og nefndi sem dæmi að þeir sem ekki skiluðu skýrslum um mjólkurkýr gætu tapað hundruðum þúsunda króna og jafnvel nokkuð á aðra milljón króna vegna þess í tekjum. Sýndi ráðunautur- inn dæmi máli sínu til sönnunar. „Býsna flókið og erfitt kerfi“ Þá talaði Björn Sigurðsson í Úthlíð og kvaðst hann álíta að bændum þætti kerfi þetta býsna flókið og erfitt í notkun. Benti Björn á það að þessi vandi í búrekstri hefði blasað við ailt frá 1971 og ríkisvaldið hefði skotið sér undan að taka á vandanum með bændum. Nefndi Björn sem dæmi að ef til vill kæmi til greina með minnkandi styrkjum til kálræktar mætti hins vegar greiða niður hið dýra rafmagn sem bændur byggju við. Kvað Björn aðlögunartím- ann allt of stuttan og væri hætta á að margur bóndinn lenti út á kaldan klakann. „Við settum á fullan bústofn í haust, ærnar okkar bera í vor og allt þetta kjöt kemur á markað í haust. Okkur er illa við að drepa kýrnar nú þegar allt er í rauninni óklárt í þessum málum.“ Þá spurði Björn hvort opinberir starfsmenn á lögbýlum fengju búmark og samkvæmt lögum Alþingis er svo. Böðvar Pálsson sagði hins vegar að Stéttarsambandsmenn hefðu á sínum tíma talið að opinberir starfsmenn ættu ekki að hafa búmark og einnig að ríkisbú ættu ekki að hafa búmark. „Að axla byrðar með skynsemi í fararbroddi“ í fundarlok ávarpaði Hermann Guð- mundsson stjórnarmaður í Stéttarsam- bandi bænda fundarmenn, kvað hann fundinn hafa verið skemmtilegan og fróðlegan og kvað hann gagnrýni eitt það nauðsynlegasta sem leggja þyrfti til mála. Sagði Hermann að hann tryði því ekki að menn töluðu í alvöru þegar þeir segðust vilja leggja ráðunauta- þjónustuna niður, því enginn landbún- aður hefði efni á slíku. Kvað hann ráðunautaþjónustuna kosta eins og hálft rannsóknarskip, en engan kvað hann vilja hætta þeim störfum á fiskimiðunum. Sagði Hermann að það áraði illa hjá ýmsum bæði til sjós og lands, en menn yrðu að gera sér grein fyrir því að landbúnaður væri ekki síður mikilvægur hlekkur en sjávarút- vegur og þegar um vanda væri að ræða þyrftu menn að sætta sig við ýmsa hluti til þess að leysa vandann. „Við verðum að vera íslendingar til þess að axla byrðar af kjarki, skynsemi og þeim manndómi sem bændafólki sæm- ir. Oft hefur árað verr hjá íslenzkum landbúnaði en nú þegar við verðum aðeins að minnka skriðinn á skútunni um sinn og fara okkur eilítið hægar með skynsemi í fararbroddi." „Allt of stuttur aðlogunartími" I fundarlok bar fundarstjóri, Ás- mundur Eiríksson í Ásgarði upp til atkvæða tillögu sem var samþykkt með þorra atkvæða. Fundarritari var Árni Guðmundsson. Tillagan var svohljóð- andi: „Fundur um kvótakerfi í landbún- aði, haldinn að Borg í Grímsnesi í apríl 1980, telur að aðlögunartími sá sem Framleiðsluráð hefur ákveðið, sé allt of stuttur og eigi alls ekki að taka gildi fyrr en um áramótin 1981—1982. Enda beri ríkisvaldinu skylda til að greiða bændum fullt verð þangað til. Jafnframt skorar fundurinn á bænd- ur að draga úr notkun á erlendu kjarnfóðri." Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson Auðmjúk ósk til útvarpsráðs, útvarpsstjóra og menntamálaráðherra Vilmundur Gylfason er sá sagn- fræðingur íslenskur um þessar mundir sem minnst er fyrir þdð gefinn að vinna störf sín í kyrr- þey, og raunar virðist honum meira í mun að hafa áhrif á sögulega þróun en rita um hana. Svipar honum til Snorra Sturlu- sonar að því er íhlutunarsemi varðar, en því miður ekki á nokkurn hátt annan; þó hafna þeir báðir hinni marklausu kenningu Ara fróða, að hafa það heldur er sannara reynist. Ekki þekki ég afrek Viimundar Gylfasonar á sviði sagnfræði- rannsókna um fyrri tíð, en fyrsta opinbera framlag hans í nútíma- vísindum mun hafa verið ræða sem hann flutti í útvarp á upp- risudegi Jesúsar Jósefssonar og fjallaði um föður Vilmundar og ýmsa langfeðga aðra að því er mér er tjáð. Ég missti því miður af þessu sagnfræðinýmæli, því að ég er meira fyrir það gefinn að úðrast við sitthvaðeing en hlusta á útvarp, jafnvel þótt hinir mestu snillingar láti til sín heyra. Eftirá var mér sagt að ég væri orðinn sagnfræðileg persóna í vísindum Vilmundar; fylltist ég auðvitað stærilæti og bað ríkis- útvarpið að senda mér þann kafla sem um mig hefði fjallað. Kom þá í ljós að Vilmundur vildi leggja orð í belg sem faðir hans opnaði 1963 í margfrægri ræðu í Þjóð- minjasafni en þar ræddi Gylfi um Efnahagsbandalag Evrópu og taldi að smáríkið ísland ætti að tengjast „hafskipi stórveldis eða bandalags“, gagnstætt því sem t.a.m. Bjarni heitinn Benediktsson hélt fram, eins og Matthías Jo- hannessen hefur rakið á eftir- minnilegan hátt. Svo var að sjá af útvarpsvísind- unum að Vilmundur teldi föður sinn ennþá eiga um sárt að binda eftir umræður við mig um þetta efni, og má virðast einkar hugljúft að kynnast svo hlýrri ræktarsemi sonar við föður, enda velur hann föður sínum tvívegis lýsingarorðið „upplýstur". En er þetta raun- veruleg föðurást? Við Gylfi deild- um oft og lengi um Þjóðminja- safnsræðuna; hann átti þess mun hægari kost en ég að koma viðhorfum sínúm á framfæri, al- þingismaður, ráðherra og aufúsu- Magnús Kjartansson gestur í meiriháttar fjölmiðlum; ég hins vegar ritstjóri mismun- andi þokkaðs dagblaðs sem allt of fáir lásu. Samt telur Vilmundur föður sinn liggja óbættan hjá garði. Mér er þetta öldungis óskiljan- legt. Seinast þegar ég vissi var Gylfi Þ. Gíslason í svo fullu fjöri að hann kvaðst ekki mega vera að því að taka að sér forsetastörf á Bessastöðum; hann væri önnum kafinn við að efla hagfræðivísindi alheimsins. Færi ég að ræða við son um slíkan föður fyndist mér ég vera farinn að kássast upp á vísindi sem ég veit allt of lítið um, kenningar Freuds. Því er mál að þessu tilskrifi linni. Eitt er þó eftir. Svo er að sjá sem dómgreind Vilmundar hafi eitthvað brenglast meðan hann dvaldist með möppudýrum. Hann virðist halda að kenningar kirkju- málaráðuneytisins um upprisu Jesúsar og kenningar dómsmáía- ráðuneytisins um uppreisn æru séu sama eðlis. Vilji hann halda þeim tengslum hefði uppstigning- ardagur verið nær sanni og er það enn. Með tilvísan til grundvallar- laga ríkisútvarpsins um óhlut- drægni fer ég þess auðmjúklegast á leit við hið háa útvarpsráð, mjögvirtan útvarpsstjóra og hæstvirtan menntamálaráðherra að vísindaræða Vilmundar verði endurtekin á uppstigningardag, svo að ég fái að heyra hvort hún var eins snjallmælt í flutningi og orðavali. Stúdentafélag jafnaðarmanna: „Gagnstætt réttlætinu að ein- staklingar græði STÚDENTAFÉLAG jafnaðar- manna var endurreist 19. febrúar sl. og er opið öllum stuðnings- mönnum Alþýðuflokksins sem innritaðir eru í Háskóla íslands. Á fundi í félaginu 18. mars sl. var tillaga vegna umræðu um nýtingu og kaup Kópavogskaup- staðar á Fífuhvammslandi. Segir í á alþjóðarþörf4 ályktuninni m.a.: „Vill Stúdenta- félag jafnaðarmanna minna á að „það er gagnstætt öllu réttlæti að einstakir landeigendur geti hirt stórgróða vegna þess eins, að alþjóðarþörf hafi gert lönd þeirra verðmæt án nokkurs tilverknaðar þeirra sjálfra,“ eins og stendur í stefnuskrá Alþýðuflokksins." EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al GLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.