Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 92. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. íranir hóta að stöðva olíusölu Endurfundir í sendiráði Frú Barhara Timm ræðir við son sinn, Kevin Hermening. einn Kíslanna í bandaríska sendiráðinu í Tcheran. Námsmennirnir leyfðu þeim að ræðast við í tæpa þrjá stundarfjórðunRa. en þau fenjtu ekki að vera ein. Frú Timman sagði að stjórnmál hefðu ekki verið ra'dd samkvæmt samkomulatti sem var gert og samra'ðurnar fjölluðu aðallcga um fjölskvlduhagi, vini og íþróttir. 13 teknir af líf i i Líberíu Tohoran. 22. apríl — AP. ÍRANSKIR embættismenn hót- uðu í dag að stöðva „að eilífu“ olíusölu til landa sem taka þátt i refsiaðgerðum Bandaríkjamanna gegn íran. Á sama tíma ákváðu bandamenn Bandarikjamanna að fækka þegar í stað í starfsliði sendiráða sinna í íran og hótuðu að fyrirskipa efnahagslegar refsi- aðgerðir ef bandarísku gíslarnir í Teheran yrðu ekki látnir lausir fyrir miðjan maí. Utanríkisráðherrar Efnahags- bandalagsins fyrirskipuðu einnig á fundi í Luxemborg tafarlaust Saint-Jean-de-Losne. Frakklandi. 22. apríl. AP. LÖGREGLAN telur að einn vist- manna kunni að hafa kveikt í elliheimili í smábænum Saint- Jean-de-Losne í Austur-Frakk- landi með þeim af leiðingum að 22 Karamanlis í framboði Aþonu. 22. apríl. AP. STJÓRNARFLOKKURINN í Grikklandi ákvað einróma í dag að styðja Konstantín Karamanlis forsætisráðherra í embætti forseta þegar at- kvæðagreiðsla hefst á þingi á morgun. Óttazt hafði verið að flokk- urinn bæði Karamanlis að veita flokknum forystu í næstu kosningum, en Karamanlis, sem er 73 ára, virðist hafa látið í ljós þá ósk að ljúka ferli sínum sem þjóðhöfðingi þótt sigurinn verði líklega ekki auðveldur. 250 saknað Dacca, BanKladosh. 22. apríl. AP. FARÞEGABÁTUR fór á hliðina í fárviðri á Padma-fljóti í Mið- Bangladesh í gær og um 250 af 300 sem voru í honum er saknað. Blaðið Bangladesh Times segir að sex lík hafi fundizt og 36 farþegum. hafi verið bjargað eftir óhappið nálægt bænum Faridpur. Björgun- arstarfi er haldið áfram. bann við vopnasölu til írans og sögðu að þeir mundu senda sendi- herra sína aftur til Teheran til að hvetja írönsku stjórnina til að sleppa gíslunum. Jafnframt hermdu óopinberar fréttir að 21 hefði fallið á fjórða degi óeirða við háskóla í íran. Það var Ali Akbar Mointar olíuráðherra sem sagði að olía yrði ekki seld til vissra landa ef þau tækju þátt í refsiaðgerðum Banda- ríkjamanna og hann bætti því við, að Iranir mundu draga úr olíu- framleiðslu sinni „síðari kyn- gamalmcnni biðu bana og 17 önnur slösuðust alvarlega. Þeir sem fórust í eldinum voru á aldrinum 74 til 96 ára og komust ekki úr rúmunum þegar eldurinn kom upp í gærkvöldi. Tala látinna getur hækkað þar sem líðan margra. sem voru fluttir í sjúkrahús í Dijon, er mjög alvarleg. Fundizt hafa vísbendingar um að kveikt hafi verið í á fjórum stöðum í byggingasamstæðu þar sem gamalt fólk, 125 manns, var til húsa. Grunur leikur á að einn vistmanna, ef til vill geðveikur, hafi borið ábyrgðina. Sá möguleiki er ekki útilokaður að brennuvarg- urinn hafi týnt lífi í eldsvoðanum. Fá varð aðstoð slökkviliðsins í Dijon til að ráða niðurlögum eldsins. Átján vistmannanna voru látnir þegar slökkviliðsmennirnir gátu flutt þá úr byggingunni. Flest fórnarlambanna voru konur. Á einum stað kom eldurinn upp í ruslakörfu undir rúmi á gangi. Verið getur að rúmið hafi verið vætt með áfengi eða eldsneyti. Klútar, gömul föt, bækur og um- búðir voru notaðar annars staðar þar sem kveikt var í. Þetta er mesti eldsvoði á elli- heimili í Frakklandi síðan í ágúst 1972 þegar 12 brunnu til bana í Ris-Orangis suður af París. Lausanne, 22. apríl — AP. ALÞJÓÐA íþróttasambandið for- dæmdi einróma í dag í ályktun, sem Filippus Bretaprins snurfus- aði þær ríkisstjórnir sem leggja að iþróttamönnum að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu. í ályktuninni segir að það sé „óviðeigandi aðfcrð“ að hundsa leikana til að tryggja pólitísk markmið og að iþróttamenn séi fórnarlömbin. Talsmaður fundarins sagði að slóðum til hagsbóta". Moinifar sagði, að varagjaldeyrisforði írans hefði aukizt úr 10 milljörðum í 15 milljarða dollara á einu ári svo að „óþarfi væri að flytja út olíu“. Blaðafulltrúi íransstjórnar sak- aði jafnframt bandaríska fjöl- miðla um fréttafalsanir og kvaðst mundu leggja til að bandarískir fréttamenn yrðu reknir. Hann lagði til að ein bandarísk frétta- stofa fengi að hafa fréttaritara í íran til að halda uppi beinu sambandi við Bandaríkin. Ákvörðun utanríkisráðherra Efnahagsbandalagsins var tekin í lok tveggja daga fundar í Luxem- burg. „Þetta er það minnsta sem við getum gert fyrir vin í nauð,“ sagði brezkur embættismaður. „Banda- ríkin eru samherji okkar og við viljum hjálpa til. Þetta verður að gera jafnvel þótt það hafi ekki áhrif“. Svipaðra ráðstafana er vænzt af Japönum og utanríkisráðherra þeir: a, Saburo Okita, sem fylgdist með fundinum, sagði: „Stefna okk- ar er náskyld stefnu EBE og það skiptir mjög miklu máli að við- halda samstöðunni með Banda- ríkjamönnum." Gert er ráð fyrir að olíuvið- skiptabann helztu viðskiptaþjóða komi sér illa fyrir írani þar sem mikil offramleiðsla er á olíu í heiminum. Evrópulönd flytja inn um 650.000 tunnur af olíu á dag frá Iran, Jimmy Carter forseti bann- aði innflutning á um einni milljón tunna á dag og íranir bönnuðu sölu á um 530,000 tunnum á dag til Japans á mánudag þar sem Japan- ir neituðu að fallast á verðhækkun. Parí.s. 22. apríl. AP. ANDREI Gromyko. utanríkisráð- herra Rússa, kemur til Parísar á morgun til fyrsta fundar síns með vestrænum leiðtogum síðan Rúss- ar réðust inn í Afganistan. Blaðið Le Monde segir að aðal- tilgangur hans sé að „breikka bilið milli Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra“. Frakkar búast ekki við að heyra um nokkra breytingu á afstöðu Rússa og munu endurtaka að þeir erfitt hefði reynzt að ná samkomu- lagi um orðalag ályktunarinnar, því hefði Filippus prins verið feng- inn til að leggja síðustu hönd á hana og síðan hefði hún verið samþykkt með lófataki. Prinsinn er formaður alþjóðasambands hesta- manna. Filippus prins sagði frétta- mönnum að hann færi ekki sjálfur til Moskvu. Aðspurður hvort hann langaði að fara sagði hann: „Það kemur málinu ekki við.“ Monroviu. 22. apríl. AP. AFTÖKUSVEIT agalausra og óstýrilátra hermanna nýju herfor- ingjastjórnarinnar í Líberíu tók þrettán ráðherra og embættismenn fyrrverandi stjórnar William R. Tolberts forseta af lífi í dag. Mcðal hinna líflátnu voru eldri bróðir hins látna forseta, Frank. og Cccil Dennis fyrrverandi utanríkis- ráðhcrra, sem var þekktur og mik- ils virtur hvarvetna í Afríku. Stjórn Samuels K. Doe liðþjálfa telji íhlutun þeirra „óaðgengilega“ og að sovézkt herlið verði að fara frá landinu. En þeir leggja enn áherzlu á þá sannfæringu sína að viðræðum vesturveldanna og Rússa verði að halda áfram, „einkum á hættu- tíma“, og sovézka flokksmálgagnið Pravda fagnaði því í dag. Franska stjórnin hefur verið gagnrýnd heima og erlendis fyrir að vera of sein til að gagnrýna íhlutun Rússa opinberlega. Brezka Ólympíunefndin hafnaði í dag boði ríkisstjórnarinnar um fjárhagsaðstoð við brezka íþrótta- menn sem fara ekki til Moskvu. „Þetta er eins konar fjárkúgun. Þetta er eins og að gefa dreng vasapeninga fyrir að vera góði strákurinn," sagði formaður nefnd- arinnar, Sir Denis Follows. Vestur-þýzka stjórnin leggur til á morgun að Vestur-Þjóðverjar taki ekki þátt í Ólympíuleikunum. Búizt er við að neðri deild þingsins hundsaði áskoranir sem bárust á síðustu stundu frá bandaríska sendi- ráðinu og öðrum sendiráðum um að lífi fanganna yrði þyrmt. Sakborningarnir fengu ekki að hafa samband við lögfræðinga og þeim var ekki skýrt frá ákærunum gegn þeim í einstökum atriðum. Dómarnir voru ekki opinberlega kunngerðir. Fréttamenn voru boðaðir til hinn- ar opinberu aftöku skömmu eftir fyrsta blaðamannafund Doe, sem svaraði aðeins tveimur spurningum af tólf. Doe sagði að borgaraleg stjórn yrði mynduð og kosningar haldnar þegar ró væri komin á. Hann sagði ekkert um yfirvofandi aftökur og fylgdist ekki með þeim. Meðal hinna líflátnu voru ráðherr- ar dómsmála, landbúnaðarmála, viðskiptamála og skipulagsmála, fyrrverandi forseti hæstaréttar og fyrrverandi formaður True Whing- flokksins. Hundruð hermanna og mörg þús- und óbreyttra borgara létu í ljós fagnaðarlæti þegar aftökusveitin lét kúlum sínum rigna yfir sakborn- ingana. samþykki á morgun ályktun með áskorun til Ólympíunefndar Vest- ur-Þjóðverja um að senda ekki lið til Moskvu. Jimmy Carter forseti þakkaði í dag í Hvíta húsinu Haraldi Nor- egskrónprins fyrir þá ákvörðun Norðmanna að taka ekki þátt í leikunum. Georgy Rogulsky, varaforseti skipulagsnefndar leikanna, sagði í Singapore að 30 ríki hefðu þekkzt boð um þátttöku og von væri á fleiri staðfestingum. Vistmaður lagði eld að elliheimili Þrýstingur ríkisstjórna á íþróttamenn fordæmdar Gromyko til Parísar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.