Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980 3 Bjartur til Grænhöfða- eyja í lok næstu viku ÁÆTLAÐ hafði verið, að Víkur- bergið GK legði af stað frá Hafnarfirði á laugardag áleiðis til Grænhöfðaeyja á vegum islenzku þróunaraðstoðarinnar. Nú hefur brottför verið frestað og fer skipið síðari hluta næstu viku. Reyndar heitir skipið ekki lengur Víkurberg, heldur hefur því verið valið nafnið Bjartur. Það nafn bar skipið er það kom til landsins árið 1965 og var þá í eigu Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað. Síðan hét skipið Grímseyingur og þá Víkurberg, en nú er sama nafn komið á skipið og er það kom til landsins. Þrír Islendingar verða með Bjart á Grænhöfðaeyjum eða Gap Verde þegar þangað kemur, þeir Magni Kristjánsson frá Neskaupstað, áður aflaskipstjóri á Berki, en hann verður útgerð- í síldinni fyrir rúmum áratug. Bjartur t.h. með griðarmikið kast á siðunni og Barði kominn á staðinn til að fá sinn skammt og Börkur beið átekta eftir að fá úr þessu stóra kasti, sem Bjartur fékk þarna. Myndina tók Magni Kristjánsson frá Berki, en hann heldur í næstu viku til Cap Verde, þar sem hann stjórnar útgerð Bjarts. arstjóri, Halldór Lárusson frá Keflavík verður skipstjóri og Árni Halldórsson frá Grundar- firði verður vélstjóri. Þeir fara með fjölskyldur sínar og verða 12 manns í Islendinganýlend- unni á Grænhöfðaeyjum. Áætlað er að skipið verði 18—20 daga á leiðinni, en m.a. verður komið við í Neskaupstað til að taka veiðarfæri. Að sögn Magna Kristjánssonar verða ýmis veiðarfæri reynd og með- ferðis verða nót, troll, lína og net svo eitthvað sé nefnt. Bjartur er rúmlega 208 tonn að stærð, smíðaður í A-Þýzkalandi 1965. — Það vill svo skemmtilega til, að ég fór fyrsta túrinn á Bjarti eftir að hann kom til landsins, sagði Magni í gær. — Ég var stýrimaður á togara, en var í siglingafríi og fór með þennan túr. Það var ýmislegt óklárt og við vorum með hamra og sagir á lofti á útleiðinni til að ganga frá ýmsu smálegu. Við vorum þó ekki nema sólarhring í túrnum og komum að landi með fullfermi af síld eða um 260 tonn, sagði Magni. Þess má geta að Magni var um tíma skipstjóri á skuttogaranum Bjarti, áður en hann tók við nótaskipinu Berki. Framkvæmdastofnun: Benedikt Bogason ráðinn verkfræði- legur ráðunautur BENEDIKT Bogason verk- fræðingur hefur verið ráðinn verkfræðilegur ráðunautur lánadeildar Framkvæmda- stofnunar ríkisins, að því er Eggert Haukdal alþingis- maður og formaður stjórnar Framkvæmdastofnunarinnar staðfesti í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Eggert sagði, að Benedikt myndi taka til starfa innan skamms, en ráðninguna sagði hann gerða í samráði við dr. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra. Benedikt hefur und- anfarið rekið eigið fyrirtæki í Reykjavík, Verkfræðistofu Benedikts Bogasonar, sem er til húsa að Borgartúni 29. ljósi á þá upplausn, sem nú er innan Alþýðusambandsins. Við höfum sætt ákúrum og gagnrýni af hálfu Alþýðu- sambandsins fyrir það að leggja til skattalækkunarleið út úr þessum kjarasamning- um. Nú kemur Verkamanna- sambandið og biður um skattalækkanir í samræmi við hugmyndir okkar. Alþýðusam- bandið hefur einnig túlkað kröfur um nýtt verðbótakerfi. Mörg aðildarfélaganna hafa með fyrirvörum og í sérkröf- um farið fram á annars konar verðbótakerfi en Alþýðusam- bandið hefur sett fram í kröf- um sínum. Þetta sýnir, að þessi önnur aðalkrafa ASÍ stenzt ekki lengur. Þá er á það að líta að einstök sérsambönd hafa í sérkröfum markað allt aðra grunnkaupshækkunar- stefnu en fram kemur í kröfu Alþýðusambandsins. Þetta sýnir, að Alþýðusambandið er ekki lengur samnefnari fyrir neina heildarstefnu launþega- félaganna og er lítil von til þess, að nokkur hreyfing verði í samningamálum á meðan ASI er svo reikandi og í hreinni upplausn." Dagleg notkun Palmolive með olivuolíu heldurhúðinni mjúkri og ferskri. Olivuolían gengur inn í húðina og kemur í veg fyrir að hún þorni. Palmolive með ljúfri angan er svo mild, að hún hæfir jafnvel viðkvæmustu barnshúð. Láttu Palmolive verða hluta .4’ú af daglegri snyrtingu þinni. Palmolive er annað og meira NS en venjuleg sápa. Ný óþekkt tilfmning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.