Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRIL 1980 VMSÍ afhend- ir sérkröf- ur sínar Verkamannasamband ís- lands mun í dag afhenda Vinnuveitendasambandi ís- lands sérkröfur sínar, sem samþykktar voru á sambands- stjórnarfundi VMSÍ í fyrra- dag. Kröfurnar eru að sögn VMSÍ-manna töluvert mikil einföldun á launakerfi verka- manna, auk þess, sem farið er fram á leiðréttingar, m.a. svipaðar þeim og félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur fengu með kjara- dómi á síðasta ári og myndað hefur launabil, sem er allt að 30% hjá mönnum, sem vinna sömu störf — eftir því, hvort þeir eru í VR eða félögum innan VMSÍ. Ungfrú Austurland valin í Valaskjálf EKÍlsstödum þann 21. apríl 1980. FEGURÐARSAMKEPPNI ís- lands var haldin í Valaskjalf á Egilsstöðum á laugardagskvöld og Stærri farm- ur en áður til Hafnar Hornafirði. 22. april. SÍÐASTLIÐINN sunnudag kom Arnarfellið hingað til Hafnar með stærsta farm, sem hingað hefur komið, en það voru 1653 tonn af áburði frá Heröya í Noregi. Að sögn Gunnars Hermannssonar hjá Skipaafgreiðslu KASK gekk losun skipsins einstaklega vel og var áætlað að skipið færi héðan í kvöld. Ekki var neinum erfiðleik- um háð fyrir Arnarfellið að sigla hingað inn og varð mönnum hugs- að tii loðnuskipstjóra, sem verið hafa smeykir við innsiglinguna hér á Höfn. — Einar var þar valin Ungfrú Austurland, en kvöldið áður hafði farið fram undankeppni á Neskaupstað. Hlutskörpust varð Elsa Dóra Gísladóttir, 18 ára nemandi í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hún hefur dvalið hér á Egils- stöðum í vetur, en er ættuð af Suðurnesjum. Önnur varð Jónína Margrét Einarsdóttir frá Hlégarði í Hjaltastaðaþinghá, 17 ára, og þriðja varð Steinunn Sigurðar- dóttir frá Eskifirði. — Jóhann. Ungfrú Austurland, Elsa Dóra Gísladóttir, 18 ára gömul. Frá blaðamannafundi þar sem útgáfa íslenzks máls var kynnt. Fyrir borðsendanum situr Kristján Árnason formaður íslenzka málfra'ðifé- lagsins, en honum á hægri hönd eru Ilelgi Guðmundsson og Höskuldur Þráinsson og Jón Friðjónsson og Stefán Karlsson á vinstri hönd. ___ ^ Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Timant um íslenzkt mál ÍSLENZKA málfræðifélagið hef- ur gefið út fyrsta bindi tímarits- ins íslenzkt mál, en jafnframt því að það er gefið út til að efla rannsóknir á íslenzkri tungu og fræðslu um málfræði er það afmælisrit helgað Ásgeiri Blön- dal Magnússyni orðabókarstjóra sjötugum. Fyrirhugað er að tímaritið komi út a.m.k. einu sinni á ári, og eru áskrifendur þegar orðnir um 300, en þeir sem óska að gerast áskrifendur geta snúið sér til Jóns Friðjónssonar eða Ilöskulds Þráinssonar í Árnagarði. Hlutverk þessa tímarits, að því er fram kom á blaðamannafundi, er fyrst og fremst að birta greinar um alls konar viðfangsefni í íslenzkri málfræði, en greinar um almenna málfræði, samtímalega eða sögulega, verða einnig vel þegnar. Samtals eru greinar og stuttar athugasemdir eftir 23 málfræð- inga í fyrsta tímaritinu. Annað bindi tímaritsins er væntanlegt næsta haust. Ritstjóri fyrsta bind- isins var Gunnlaugur Ingólfsson og í ritnefnd voru Höskuldur Þráinsson, Jón Friðjónsson og Kristján Árnason, sem jafnframt er formaður íslenzka málfræðifé- lagsins. Ritstjóri næsta bindis er Höskuldur Þráinsson og í ritnefnd eru Baldur Jónsson, Gunnlaugur Ingólfsson, Halldór Halldórsson, Helgi Guðmundsson, Jón Frið- jónsson, Kristján Árnason og Stefán Karlsson. Áskriftarverð fyrsta bindisins er 9.000 krónur, en áætlað verð annars bindis er 10.000 krónur. íslenzka málfræðifélagið var stofnað 1. desember 1979. Tilgang- ur þess er, samkvæmt lögum þess, að efla rannsóknir á íslenzkri tungu og fræðslu um málfræði. Markmiðum sínum hyggst félagið m.a. ná með fundahöldum og útgáfustarfsemi. Félagið er öllum opið sem áhuga hafa á málefnum þess. Á stofnfundi voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn: Kristján Árnason, formaður, Jón Friðjónsson, gjaldkeri, Stefán Karlsson, ritari, Helgi Guð- mundsson, meðstjórnandi, Hösk- uldur Þráinsson, ritstjóri. Sumardagurinn fyrsti: Guðsþjónustur, skrúÖgöngur, skátatívolí og skemmtanir — á dagskrá hjá skátum í Reykjavík á morgun Sumardagurinn fyrsti er á morgun. Skátasamband Reykjavíkur mun sjá um há- tíðarhöldin í Reykjavík. Þau hefjast með fjölskylduguðsþjón- ustu í þremur kirkjum i Reykjavík, eftir hádegi verður skrúðganga og skemmtanahald í miðbænum verður tvíþætt í eftirmiðdag. Fjölskylduguðsþjónusta verð- ur í Dómkirkjunni, Neskirkju ðg Langholtskirkju kl. 11 um morg- uninn. Eftir hádegið verður safnast saman á tveim stöðum í borginni, þ.e. á Hlemmtorgi og við Melaskóia og lagt af stað í skrúðgöngu frá þessum stöðum kl. 13.30 frá Hlemmi og 13.20 frá Melaskóla. Tívolískemmtun skáta verður í Austurstræti, Pósthússtræti og á Hótel-íslandsplaninu. Hún hefst, er skrúðgöngurnar eru komnar í miðbæinn. Verða þar 14.30. Kynnir verður Þorgeir Ástvaldsson. Þar koma fram sönghópar og kórar, s.s. Lítið söngdúó og skólakór Melaskóla. Þar verða einnig trúðar, leik- þáttur o.fl. Ennfremur verður sýnt það nýjasta í barnafatatízk- unni og skólahljómsveitir Laug- arnesskóla og Árbæjar og Breið- holts blása nokkur lög. Kassabílar skátanna verða einnig í miðborginni á morgun og munu skátar reyna að safna upp í þær 1,1 millj. kr. sem vantar upp á til að leysa út bifreið fyrir Kópavogshælið, en þeir söfnuðu til bifreiðakaup- anna með kassabílaralli sl. sumar. Skátarnir vonast til að sumar- dagurinn fyrsti geti orðið sann- kailaður fjölskyldudagur og sögðu þeir á blaðamannafundi á mánudag, að þeir væru búnir að biðja um gott veður og vonuðust til að orðið yrði við þeirri ósk, þannig að allt mætti fara vel fram. A111 starf skátanna við undirbúning og framkvæmd skemmtanahaldsins er unnið í sjáifboðavinnu og hafa þar margir lagt hönd á plóginn, jafnt starfandi skátar, fyrrver- andi skátar og utanaðkomandi aðilar. Þessi mynd er tekin í skátatívoliinu á sumardaginn fyrsta í fyrra. 55 atriði, s.s. rúllettur, nagla- írekstur, veðreiðar, dósabakkar o.fl. Sumarkróna, sem kostar 100 kr. verður gjaldmiðill í tívolínu og kostar 1—3 sumarkrónur að taka þátt í hverju atriði. Skemmtidagskrá fer fram á sviði á Lækjartorgi og hefst kl. STORA SVIÐIÐ LITLA SVIÐIÐ „Elti ekki ólar við alla þessa ósannindaromsu64 — segir Helgi Gunnarsson, yfirfangavörður á Litla-Hrauni HELGI Gunnarsson, yfirfanga- vörður á Litla-Hrauni. hafði samband við Mbl. vegna bréfs refsifanga á Litla-IIrauni til dómsmálaráðuneytisins og sem birtist í Mbl. 19. apríl sl. og vildi koma eftirfarandi á fram- færi: Út af ásökunum þeim sem beint hefur verið að einangrun- arklefum okkar hér á Litla -Hrauni og kom fram í Morgun- blaðinu 19. þessa mánaðar, vil ég taka eftirfarandi fram: Klefar þessir hafa verið í notkun hér allt frá árinu 1957 og hafa því hlutverki að gegna að hýsa þá fanga sem óhlýðnast hafa um- gengnisreglum okkar á einn eða annan hátt. Ég vil geta þess föngum okkar til hróss, að klefar þessir eru mjög sjaldan notaðir nú orðið, eða síðast í marz 1979. Einnig má geta þess að nú fyrir aðeins tveimur dögum var hér á ferð heilbrigðiseftirlitið á Eyr- arbakka, sem hefur árlegt eftir- lit með húsakynnum okkar. Þeir skoðuðu einangrunarklefana og töldu þá alveg vera í lagi. Þá vil ég geta þess að klefar þessir, þótt ófullkomnir séu eru ekki á nokkurn hátt lakari en þeir klefar, sem gegna svipuðu hlutverki í fangelsum nágranna- þjóða okkar, en að sjálfsögðu eru þeir orðnir yfir 20 ára gamlir og má því að sjálfsögðu margt að þeim finna, eins og eldri hluta fangelsisins yfirleitt, en hann er nú orðinn yfir 60 ára gamall. Nú erum við með í byggingu nýja álmu sem kemur til með að leysa af þessa gömlu klefa að mestu leyti og hefði þessi hópur verið lítið eitt seinna á ferðinni með uppþot sitt hefðum við að sjálfsögðu vistað þá þar. Ég mun að sjálfsögðu ekki elta ólar við alla þá ósannindaromsu, sem kemur fram í þessari kvört- un. Þó vil ég geta þess að þessir klefar eru þrifnir reglulega og skipt á rúmfötum eftir hverja vistun. Lyf fá fangar eftir læknisráði og fá að hafa samband við lækni þegar hann er hér, eða einu sinni í viku, nema um sjúkleika sé að ræða, þá fá þeir að sjálfsögðu að komast í samband við hann strax. Hvað lögmenn snertir geta þeir ef þeir óska komið til hans skilaboðum um að hafa samband við sig og strax er þeir eru lausir úr einangruninni. Ásakanir á fangaverði tel ég fáránlegar og órökstuddar og má benda á að í 7. grein reglugerðar um fangavist númer 160 frá 1957 segir: Sérhverjum fanga er skylt að hlýða reglum þeim er gilda um fullnustu refsivistar og hlýða í einu og öllu fyrirmælum fanga- varða og annarra yfirmanna fangelsisins. Að lokum vil ég svo lýsa furðu minni á að birt skuli slík sam- setning og þessi í Morgunblað- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.