Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980 Guðmundur Breiðfjörð Pétursson — Minning Fæddur 28. ágúst 1914. Dáinn 13. apríl 1980. í dag, 23. apríl kl. 3 fer fram frá Fossvogskirkju útför Guðmundar Péturssonar stýrimanns, Stang- arholti 32 hér í borg. Hann lést úr hjartasjúkdómi í Landakotsspítal- anum sunnudaginn þann 13. þessa mánaðar. Þessi félagi minn og sveitungi hét fuliu nafni Guð- mundur Breiðfjörð. Hann var fæddur að Saxhóli í Breiðuvíkur- hreppi á Snæfellsnesi þann 28. ágúst 1914 og var því á sextugasta og sjötta aldursári er hann lést um aldur fram. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson frá Brennu á Hellissandi, síðar út- vegsbóndi og formaður í Ártúni í Keflavík sama staðar, og kona hans, Guðrún Þórarinsdóttir Þór- arinssonar bónda og hreppstjóra og konu hans Jensínu Jóhanns- dóttur. Merk hjón sem að verðleik- um nutu mikilla vinsælda og hylli sveitunga sinna. Guðmundur ólst upp í stórum systkinahópi hjá foreldrum sínum í Ártúni til fullorðins ára. Hann hóf ungur að aldri sjómennskuferil sinn, fyrst sem viðvaningur með föður sínum á opnu áraskipi og síðar sem fullgildur háseti á trillubátum er þeir fyrst komu til sögunnar á Hellissandi. Hann starfaði síðan sem sjómaður mestan hluta ævinnar bæði á smáum og stórum fiskibátum og enn síðar sem stýrimaður og skipstjóri á togara- flotanum eftir að hann lauk prófi frá Sjómannaskólanum árið 1941. Svo óvænt kom mér andlátsfregn Guðmundar að ég hneigði höfuð mitt í djúpri þögn langa stund, svo þungu höggi þótti mér ég vera sleginn í andlitið er ég skynjaði fráfall þessa hugþekka drengskap- armanns, þótt ég annars vegar hefði vitneskju um að hann hefði ekki gengið heill til skógar nokkur hin síðari ár og hins vegar að mér væri sagt frá dauða hans af hæversku og tillitssemi af einni skrifstofustúlkunni í fyrirtækinu. Þegar Guðmundur hætti störfum á sjónum og hvarf að atvinnu í landi réðst hann til starfa hjá Fiskifélagi íslands og starfaði þar til æviloka við vaxandi vinsældir því bæði var að maðurinn var vinnufús og eins hitt að hann var mjög samviskusamur gagnvart vinnuveitanda sínum. Því ríkir nú við fráfall hans eftirsjá í góðum og eftirminnilegum drengskap- armanni og þykir að vonum skarð fyrir skildi, þar sem áður ríkti kæti og hrekklaus spaugsyrði er nú þögn og dapurleiki og gáska- brosið horfið af vörum félaga hans og samstarfsmanna nú um sinn. Ósjaldan kom það fyrir að við mættum Guðmundi á göngum fyrirtækisins og værum ef til vill eitthvað þungt hugsandi eins og oft vill verða, að hann tók okkur tali og sjaldan brást það að viðkomandi skunduðu frá honum glaðir í sinni, en hann stóð broshýr og glettinn eftir á gangin- um. Guðmundur var grandvar maður í allri umgengni og var góðum og hagnýtum gáfum gædd- ur sem komu honum að góðu haldi í starfi og leik. Hann var þeirrar manngerðar að hann kætti hvern mann er á vegi hans varð en grætti engan enda er það og aðalsmerki þeirra sem taldir eru drengir góðir. Þetta er myndin af honum Guðmundi Péturssyni er mér stendur gleggst fyrir hugarsjón- um. í einkalífi sínu naut hann verðskuldaðrar hamingju. Hann gekk að eiga frændkonu sína, Lydíu Guðmundsdóttur, þann 19. apríl 1940, mikla mannkostakonu að allri gerð. Þeim varð fjögurra barna auðið og eru þau öll vaxin úr grasi og búin að stofna eigin heimili. Nú að leiðarlokum þakka ég Guðmundi samfylgdina og mik- ið myndi það nú gleðja mig ef ég ræ magnþrota síðasta róðurinn upp að ókunnu ströndinni ef ég sæi þar Guðmund Pétursson glað- an og brosandi eins og á samvist- ardögunum svo segjandi: Vertu velkominn gamli og þreytti Snæ- fellingur. Ég skal koma skektunni þinni í haust fyrir þig það er sko ekkert mál. Ég votta af alhug konu hans, fjölskyldu og ættingj- um öllum samúð mína og óska þeim heilla og hamingju um ókomin saknaðarár. Að lokum árna ég Guðmundi Péturssyni fararheilla til hinna nýju heim- kynna. Fari hann heill og sæll um aldir. Kristján Þórsteinsson frá Öndverðarnesi. Þegar maður heyrir um andlát góðs vinar drúpir maður ósjálfrátt höfði og horfir í tómið. Smátt og smátt hverfa þessi snöggu geðhrif og hugurinn leitar á vit minn- inganna. Maður horfir ekki lengur sljóum augum á ekki neitt heldur greinir skýrt löngu liðna atburði þar sem þeir koma fram milli dökka skýjabólstranna. Leiðir okkar Guðmundar Breiðfjörðs Péturssonar er lést 13. þessa mánaðar lágu saman haustið 1939 er við báðir settumst til náms í Sjómannaskólanum. Ég var eitt- hvað seinn fyrir í fyrsta tímann og voru allir sestir er ég kom inn í kennslustofuna. Ég skimaði eftir auðu sæti og var ég svo heppinn að þetta auða sæti var við hliðina á Guðmundi. Það var komið fram á varir mínar að spyrja hann hvort meiningin væri að slá svo um sig í bekknum að hann þyrfti tvö sæti en gerði það ekki, heldur ávarpaði hann með tilheyrandi kurteisi. Hann taldi sjálfsagt að ég notaði sætið. Verð ég að segja að heppn- ari gat ég ekki verið, skemmtilegri sessunaut hefði ég ekki getað lent hjá. Enda hlýtur svo að vera, því þennan eina og hálfa vetur sem námið tók, liðu ekki svo margir dagar að ég ekki labbaði inn á Njálsgötu, þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni til að sitja hjá honum þar líka. Reyndi oft á þolrifin í Lullu blessaðri, konu hans, þegar við vorum að skvaldra fram á miðnætti en hana langaði að fara að hafa það rólegt. Ég segi nú ekki að erindið til Guðmundar á kvöldin hafi alltaf verið bara að fá að sitja hjá honum og heyra hann vera sniðugan og skemmti- legan. Nei, hann kunni ýmislegt fleira. Hann kunni að létta af manni áhyggjum þegar maður rembdist eins og rjúpan við staur- inn, en gat ekki. Stærðfræðingur var hann ágæt- ur og stjörnufræðin lá fyrir hon- um eins og hefði hann síðustu árþúsundin henst sem flökku- stjarna um þvera og endilanga vetrarbrautina og þekkti þar hvern krók og kima. Þegar þessu skemmtilega skólatímabili lauk skildu leiðir eins og gengur. Þær lágu þó saman aftur nokkuð mörg- um árum síðar. Hann var þá kominn í útgérðarbasl en ég var orðinn fisksali við erfiðar aðstæð- ur. Okkar samskipti urðu þá með ofurlítið öðrum blæbrigðum í þetta skiptið en á skólaárunum. Hann sem útgerðarmaður vildi fá sem mest verð fyrir sinn fisk, en ég aftur á móti vildi gera sem best innkaup. En þessi andstæðu sjón- armið stóðu ekki í vegi fyrir margra ára ánægjulegum við- skiptum okkar í milli, eða allan þann tíma er hann gerði út frá Reykjavík. Á þessum árum dáðist ég oft að þeirri miklu skafheið- ríkju og bjartsýni er alla jafna fyllti svipmót þessa ágæta skóla- bróður míns. Væri þó synd að segja að útgerðin hafi alltaf verið eintómur dans á rósum hjá hon- um. Þó maður ætti ekki beinlínis von á því, þá kom það manni samt sem áður ekki á óvart þó brúnir sigu og þungi færðist í augnaráðið þegar sem erfiðlegast gekk hjá honum, en bjartsýni og skapið góða náði fljótt undirtökunum og leystu úr öllum vandamálum. í byrjun viðskipta okkar var ég á bíl sem Guðmundi fannst skammarlega lítill, atyrti hann mig og sagði það meir en litla ósvífni að ætlast til þess að hann fiskaði ekki meir en á þessa bíldruslu. Ég þumbaðist við að fá mér stærri bíl og benti á þá staðreynd að hann hefði dugað til þessa. En ég lá fljótlega í því, Guðmundur kom með hlaðafla að landi og varð ég að fara frá og ná mér í annan fisksala til að taka fiskinn með mér en sagði við hann áður en ég fór að þeim væri óhætt að setja á drusluna eins og kæmist. Þegar ég kom svo niður að bíl aftur voru þeir búnir að fylla bílinn svo rækilega að ekki hefði mátt troða fisktitti í húsið á honum, svo ég tali nú ekki um ósköpin á pallinum. Ég sé fyrir mér glaðklakkalegan svipinn á Guðmundi þegar hann horfði á mig ryðja húsið til að komast að stýrinu. Neyddist þá til að hlæja með hinum. Húmorinn gat verið gálgakenndur á stundum þegar galsi var í mannskapnum. Þegar ég svo kveð góðan vin við þessi tímamót og þakka allar ánægjustundirnar sem við áttum saman, vil ég óska sjálfum mér til handa að þegar ég í lokin tek land eftir siglingu yfir móðuna miklu að hann setji mig niður við hlið sér og fræði mig um það sem hann hefur gert. Guð blessi Lullu, konu hans, og börnin þeirra. Steingrímur Bjarnason. í dag verður jarðsettur frá Fossvogskirkju Guðmundur Breiðfjörð Pétursson, en hann lést á Landakotsspítala sunnudaginn 13. apríl sl. eftir mjög skamma sjúkdómslegu. Guðmundur var fæddur 28. ág- úst 1914 að Saxhóli í Breiðavíkur- hreppi. Foreldrar hans voru þau Guðrún Þórarinsdóttir frá Saxhóli og Pétur Guðmundsson frá Brennu á Hellissandi, en þau hjónin áttu 9 börn, 8 syni og eina dóttur og var Guðmundur næst- elstur þeirra systkina. Guðmund- ur ólst upp i foreldrahúsum í stórum og gtaðværum systkina- hóp, en 13 ára fór hann að heiman til Stykkishólms þar sem hann réð sig á bát og var það upphaf á löngum og farsælum sjómennsku- ferli sem stóð í rúm fjörutíu ár eða allt þar til hann varð að fara í land af heilsufarsástæðum fyrir um 10 árum. Guðmundur kynntist eftirlif- andi konu sinni, Lydíu Guðmunds- dóttur, þegar þau voru mjög ung og voru þau frá því mjög samrýnd og góðir förunautar. Ekki ætlum við að rekja lífshlaup Guðmundar út í hörgul þar sem kynni okkar hófust ekki fyrr en um 1960. Guðmundur var á margan hátt litríkur maður. Glaðværð hans og kímni gerði honum auðvelt að umgangast fólk og var hann því alltaf hrókur alls fagnaðar. Hann hafði yndi af að segja frá og kunni það og þeir sem fengu að heyra kunnu svo sannarlega að meta sögur hans og hláturinn sem vanalega fylgdi á eftir. Guðmund- ur var alla tíð mikill áhugamaður um stjórnmál og skoðanaríkur á því sviði og hann þreyttist aldrei á að tala máli hinna smáu og undirokuðu. Oft um dagana vék hann peningum að þeim ógæfu- mönnum, sem höfðu orðið undir í harðri lífsbaráttunni, enda mat hann einlægni og góðvilja margra slíkra, en hafði andúð á tildri, rembingi og hégómaskap ýmissa sem meira máttu sín. Eins og margur sjómaður var Guðmundur oft langdvölum að heiman og gat því ekki notið samvista við konu sína og börn sem skyldi, en stopular samveru- stundir voru því dýrmætari en ella. Eftir að hann fór að vinna í landi gaf hann barnabörnum sínum ómælt af ást sinni og umhyggju og var eins og hann vildi með því bæta upp óhjá- kvæmilegar fjarverustundir sjó- mannsáranna. Barnabörn hans geyma í hugum sér ljúfar minn- ingar um afa sinn, kátan, þolin- móðan og stundum örlítið utan við sig. Hatturinn fylgdi Guðmundi hvert sem hann fór og oft var hlegið dátt þegar hann var að fara og fann hvergi hattinn og leitaði hans allsstaðar jafnvel í ísskápn- um. Eftir að Guðmundur fór í land starfaði hann hjá Fiskifélagi íslands og er okkur til efs að hann hefði getað starfað í landi án þess að starfið tengdist sjónum því að fyrst og síðst var Guðmundur sjómaður. Með Guðmundi er horfinn af sjónarsviðinu góður drengur. Við þökkum fyrir að hafa átt samfylgd með honum, sem þó hefði mátt vera lengri. Það er gott að hafa fengið að kynnast slíkum manni og við munum sakna hans. Blessuð sé minning Guðmundar Péturssonar. Aldrei er svo bjart yfir MlinxKmanni, aA eigi neti syrt eins sviplexa o« nú. og aldrei er svo svart yfir sorgarranni. að eigi geti birt fyrrir eiiifa trú. (M. Jochumss.) Sigurður Einarsson, Gunnar Felixson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma JÓHANNA JAKOBSOÓTTIR, Skúlagötu 74, lést f Landspítalanum 21. apríl. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir okkar VALGERDUR SÆMUNDSDÓTTIR Hátúni 10 B, lést að Vífilsstööum mánudaginn 21. apríl. Oddbjörg Jónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir. t Móöir mín, tengdamóöir og amma MARÍA INGIBJÖRG SÆBJÖRNSDÓTTIR Skeggjagötu 9 veröur jarösungin frá Dómkirkjunni miövikudaginn 23. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Sjöfn Sigurjónsdóttir Reyndal Erlingur Reyndal og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móðursystur minnar, GUÐRÍÐAR JÓSEPSDÓTTUR, Noröurbrún 1. F.h. ættingja, Lára Hjaltested. t Hjartanlega færum viö öllum alúðarþakkir sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför BALDURSBALDURSSONAR Magnea Jónsdóttir, Hafliði Baldursson, Brynja Baldursdóttir, Guömundur Ó. Baldursson, Halldóra Baldursdóttir, Baldur Guömundsson, Hildur Þorláksdóttir, Guömundur Jónsson, Helga Stefánsdóttir, Hilmar Sigurjónsson, Jón Baldursson og systkinabörn. t Inmlegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför ÞORKELS FRÍMANNS AÐALSTEINSSONAR, Tjarnargötu 12, Sandgerói, Olafía Guömundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Okkar innilegustu þakkir til allra ættingja, vina og vandalausra, nær og fjær, fyrir auösýnda samúö og hluttekningu vegna andláts og útfarar JÚLÍU MAGNÚSDÓTTUR Hagamel 18. Sérstakar þakkir færum viö læknum, hjúkrunarliöi og ööru starfsfólki að Hátúni 10B fyrir aödáanlega hjúkrun og umönnun i hennar löngu veikindum. Guð blessi ykkur öll og launi ykkur starfiö. Guðbjörn Guömundsson, Magnús Guöbjörnsson, Elfn Guöbjörnsdóttir, Björn Halldórsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.