Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980 Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, hefur lagt það í vana sinn undanfarið, að kenna ríkis- stjórn Alþýðuflokksins um hvað- eina, sem illa gengur í stjórnartíð ríkisstjórnar hans sjálfs. Aðrir ráðherrar hafa líka haft uppi tilburði í þessa átt. Er þá sagt að ríkisstjórn Alþýðuflokksins hafi slegið á frest afgreiðslu ótal mik- ilvægra mála og því sé fyrir hendi margra mánaða „samsafnaður vandi". Sérstaklega er tilgreint að ríkisstjórn Alþýðuflokksins hafi haldið of strangt á verðlagsmálum og verðhækkanir í hennar tíð hafi ekki verið nógu miklar. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, hefur t.d. haldið því fram, að meginástæðan fyrir miklum verð- hækkunum þessa dagana sé of litlar verðlagshækkanir í stjórn- artíð Alþýðuflokksins, og ef verð- lagshækkanir á yfirstandandi árs- fjórðungi fari í 12% eða meira eins og horfur eru á, þá sé það Alþýðuflokknum að kenna. Það er auðvelt að kenna öðrum um, en stórmannlegt er það ekki. Þessi málflutningur gefur til- efni til þess að líta nokkru nánar á röksemdafærsluna og rifja upp fáein atriði úr stjórnartíð Alþýðu- flokksríkisstjórnarinnar. Kenning Gunnars Thoroddsens um verðbólguna Lítum fyrst á kenningu Gunn- ars Thoroddsens, forsætisráð- herra, um að verðbólgan um þessar mundir sé aðhaldssemi Alþýðuflokksstjórnarinnar að kenna. Samkvæmt þessari kenningu er verðbólgan núna svona mikil, af því að hún var of lítil í stjórnartíð Alþýðuflokksins. En ef þetta er skýringin, þá hefur verðbólgan væntanlega orðið þó þetta mikil hjá ríkisstjórn Alþýðuflokksins af því að verðbólgan var of lítil í tíð ríkisstjórnar Olafs Jóhannessonar og hún varð of mikil í ríkisstjórn Olafs Jóhannessonar af því að hún var of lítil hjá ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Samkvæmt þess- ari kenningu væri líklega lítil sem engin verðbólga hjá okkur núna, ef vinstri stjórnin á árunum 1971—1974 hefði haft vit á því að hafa svona eins og um 500% verðbólgu. Það sér auðvitað hver heilvita maður, að svona kenning stenzt ekki. Þetta er falskenning vegna þess að verðbólgan fæðir af sér frekari verðbólgu. Verðbólgan hjaðnaði um ca. þriðjung Núverandi ríkisstjórn hefði í rauninni verið í lófa lagið að notfæra sér það að ríkisstjórn Alþýðuflokksins hafði tekist að ná verðbólgunni verulega niður, eða úr 10—13% á ársfjórðungi í 6— 8%, eftir því hvaða mælikvarði er notaður. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens valdi hins vegar að auka skrið verðbólgunnar. Hún segir að nú þurfi „að hieypa fram hjá“, áður en niðurtalning hefst. Þetta er ógæfusamlegt. Þessi verðbólguviðbót mun nefnilega leiða til aukinnar þarfar fyrir verðlagshækkanir og þannig geta af sér enn frekari verðbólgu. Sannleikurinn í þessu máli er þannig þveröfugur við það sem forsætisráðherra heldur fram. Samræmdar aögerðir I ríkisstjórn Alþýðuflokksins var niðurtalning verðbólgunnar hafin og það er hreint tap og glappaskot að hverfa nú af þeirri braut, því að við það magnast vandinn. Aðgerðir ríkisstjórnar Alþýðuflokksins einkenndust af samræmdum aðgerðum á öllum sviðum efnahagslífsins. Fylgt var ströngu aðhaldi í ríkisbúskapnum og haldið fast um taumana þannig að afkoma ríkissjóðs var skárri en oft áður. Flutt var fjárlagafrum- varp, sem hefði verið raunverulegt viðnám gegn verðbólgunni og gerði ráð fyrir verulegum skatta- lækkunum og hóflegum umsvifum á ríkisbúskapnum. I peningamál- um var líka fylgt aðhaldssamri stefnu, t.d. með því að fylgja fram raunvaxtastefnu með vaxtabreyt- ingunni 1. des., þegar hluti af gróða bankanna var afhentur sparifjáreigendum, jafnframt því að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að lánstími yrði lengdur og greiðslubyrði af lánum þannig létt og bönkunum var gert að kynna fólki hverra lánskjara væri völ. Með þessu var sparifé verndað og stuðlað að sparnaðaraukningu. En hjá núverandi ríkisstjórn er öllu öfugt farið. Peningamála- stjórn er lítil sem engin, sparn- aður mun dragast saman. Ríkis- búskapurinn og skattlagningin er nú þanin upp úr öllu valdi með tilheyrandi verðbólguáhrifum og óþægindum fyrir fólkið í landinu á komandi misserum. Verðhækkunum sett föst takmörk í samhengi við aðhaldsaðgerðir á öðrum sviðum voru verðlags- hækkanir líka ákveðnar með sam- ræmdum hætti. Þær lágu ekki óafgreiddar eins og Gunnar Thoroddsen gefur í skyn. Þær voru afgreiddar, en með samræmdum hætti innan fastákveðins ramma samkvæmt verðhjöðnunarmark- miðum. Um þetta tókst góð sam- vinna við verðlagsráð. Þeir aðilar sem sóttu um verðhækkanir fengu að sjálfsögðu ekki eins mikið eins og þeir óskuðu eftir, en þeir undu því. Þetta gilti jafnt að því er varðaði opinbera þjónustu, svo sem eins og síma, rafmagn, hita- veitu og aðrar gjaldskrár hins opinbera eins og um verðákvarð- anir, sem teknar eru á vegum Verðlagsráðs, eða varðandi land- búnaðarafurðir. Þar á meðal var t.d. ætlast til þess að vinnslustöðv- ar landbúnaðarins tækju þátt í þessu viðnámi gegn verðbólgunni, með því að þær fengu um 2% minni verðhækkun heldur en gert hafði verið ráð fyrir í tillögum frá Verðlagsráðl landbúnaðarins. Þetta var eðlilegur þáttur í sam- ræmdum aðgerðum. Eitt var látið yfir alla ganga. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins skilaði af sér tiltölulega góðu búi, þveröfugt við það sem t.d. ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar gerði, sem skildi við efnahagslífið þannig að atvinnuvegirnir höfðu stöðvast eða voru að stöðvast. í ríkisstjórn Alþýðuflokksins hrönnuðust vandamálin alls ekki upp. Þau voru einmitt afgreidd og þá í samræmi við viðleitni til að draga úr verðbólgunni. Núverandi ríkisstjórn magnar vandann Þeirri ríkisstjórn, sem nú situr, hefur hins vegar tekist alveg lygilega að magna upp þann vanda, sem er í þjóðfélaginu. Eitt fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar var t.d. að „skila aftur“ til vinnslu- stöðva landbúnaðarins þeim tveimur prósentustigum, sem ríkisstjórn Alþýðuflokksins taldi að þær ættu að taka á sig sem lið í viðnámi gegn verðbólgu. Daginn eftir var fiskverðssamningum sagt upp og kom reyndar engum á óvart. Og síðan sat ríkisstjórnin við það vikum saman að reyna að koma saman nýju fiskverði og skriðan hafði verið sett af stað. Þannig hefur þetta gengið koll af kolli. Þegar einn hefur fengið skammt, heimta allir aðrir meira í sinn hlut, en djarftækust er reyndar ríkisstjórnin sjálf, sem sífellt ætlar sér stærri skammt og er þannig öðrum til eftirbreytni! Fiskverð, verðupp- bót á vannýttar fisk- tegundir, nýmæli í fiskveiðistjórn Það er reyndar ekki úr vegi að rifja upp nokkur önnur mál, sem ríkisstjórn Alþýðuflokksins stóð að og afgreiddi. I stjórnartíð Alþýðuflokksins var ekki einungis ákveðið verð á landbúnaðarafurð- um heldur einnig fiskverð og um það tókst allsherjarsamkomulag. í sambandi við fiskverðsákvörðun- ina var flutt frumvarp, sem varð að lögum frá Alþingi, um löggjöf um verðuppbætur á vannýttar fisktegundir. Þetta var mikið framfaraspor sem liður í því að hafa stjórn á fiskveiðum okkar. Það var líka í stjórnartíð Alþýðu- flokksins tekið upp það nýmæli að setja heildarramma um fiskveiðar yfir allt árið. Um það tókst gott samstarf við alla aðila, sem - í greininni vinna. Frjálsari gjald- eyrisviðskipti Ekki er úr vegi að rekja ýmis önnur umbótamál, sem voru af- greidd í ríkisstjórn Alþýðuflokks- ins eins og t.d. það að afnema leyfaúthlutun á innflutningi á sælgæti og kexi, sem var hin mesta ósvinna og bauð upp á mikið sukk en hafði viðgengist í langan tíma. Þá var gjaldeyris- reglugerð sett og gjaldeyrisvið- skiptum komið í langtum frjáls- legra form, sem fólkið í landinu nýtur nú góðs af. Og það voru reyndar gerðar tilraunir með að gefa verðlag frjálst, en í þá átt verður að fikra sig. Þannig var verðlag á dagblöðum gefið frjálst að ósk ríkisstjórnarinnar og til- mælum komið til verðlagsráðs um athugun á frjálsri verðlagningu á vinnuvélatöxtum. Olíuviðskiptamál, lífeyrissjóðsmál o.fl. Þá má minna á það, að olíu- viðskiptum okkar var komið í nýjan farveg með því að fá Rússa til þess með miklum eftirgangs- munum að sleppa okkur úr þeirri heljargreip, að við þyrftum að ákveða öll olíuinnkaup okkar í einu lagi heilt ár fyrirfram, en gangast í staðinn inn á það, að við gætum sagt til um það með tiltölulega skömmum fyrirvara hvað við vildum kaupa á hverjum ársfjórðungi. Þetta gerir mögulegt að gera samninga eins og t.d. við bresku aðilana um kaup á olíuvör- um á hagstæðara kjörum. Á þess- um tíma komst líka skriður á samningagerðina um olíukaupin frá Bretlandi og fleiri innkaupa- leiðir voru kannaðar. Það var enn fremur ákveðið í ríkisstjórn Al- þýðuflokksins að beita sér fyrir því að gufuhverfill yrði keyptur til rafmagnsframleiðslu í Svartsengi, en því máli hafði ekki verið sinnt í fyrri ríkisstjórn. Þótt fleiri mál verði ekki talin hér, þá er ekki úr vegi að minna á mikinn fjölda stjórnarfrumvarpa um félagsmál, húsnæðismál, lífeyrismál, réttindamál sjómanna o.fl., sem ríkisstjórn Alþýðu- flokksins lagði fyrir Alþingi, og er þingið enn að vinna að afgreiðslu margra þeirra, en mörg hafa þegar verið samþykkt. Merkast þeirra er vafalaust lögin um lífeyrisréttindi til handa þeim, sem réttlausir hafa verið með öllu. Þetta mannréttindamál, sem hafði þvælzt óafgreitt í tíð tveggja fyrrverandi ríkisstjórna, varð að lögum um seinustu áramót. Ásakanir forsætis- ráðherra út í hött Þannig var fjöldi mála afgreidd- ur í stjórnartíð Aiþýðuflokksins en öðrum þokað áleiðis. Ríkis- stjórn Alþýðuflokksins skilaði af sér tiltölulega góðu búi. Allt hjal um „samsafnaðan" vanda er þann- ig rökleysa eins og verðbólgukenn- ingar Gunnars Thoroddsens. í stjórnartíð Alþýðuflokksins var fylgt aðhaldssamri stefnu á öllum sviðum efnahagsmála til þess að ná árangri í verðlagsmál- um og þannig tókst að draga úr verðbólgunni. Núverandi ríkis- stjórn hefði verið í lófa lagið að notfæra sér þetta svigrúm til þess að ná enn frekari árangri. En þessi ríkisstjórn slappleikans og aumingjaskaparins stefnir í þver- öfuga átt, þannig að verðbólga mun hér magnast á komandi mánuðum. Ásakanir forsætisráð- herra um að fjöldi mála hafi legið óafgreiddur í stjórnartíð Alþýðu- flokksins eru gersamlega út í hött. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins bjó einmitt nokkuð vel í haginn fyrir þá ríkisstjórn sem tæki við. Kjartan Jóhannsson. Kjartan Jóhannsson alþm: Gunnar kennir öðrum um en staðreyndir tala sínu máli Borgarstjórn lætur kanna: Hvar er hægt að gera skíða- brekkur innan borgarinnar? SAMÞYKKTAR voru á síðasta borgarstjórnarfundi tvær til- lögur sem að skíðaíþróttinni lúta. Tillögurnar voru frá Markúsi Erni Antonssyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, og frá borgarfull- trúum Alþýðubandalagsins. Tillaga Markúsar er svohljóð- andi: Á allra síðustu árum hefur áhugi Reykvíkinga á skíða- íþróttinni farið óðum vaxandi eins og aðsókn að skíðaaðstöð- unni í Bláfjöllum og öðrum skíðalöndum borgarbúa ber greinilega með sér. Fólk á öllum aldri stundar þessa hollu íþrótt, sem í raun hefur skapað mörg- um fjölskyldum ný tækifæri til að verja tómstundum sínum í sameiningu. í ljósi þeirra vinsælda, sem skíðaíþróttin nýtur meðal barna og fullorðinna telur borg- arstjórn rétt að kanna sérstak- lega með hvaða hætti sé unnt að útbúa æfingasvæði fyrir yngsta skíðafólkið og byrjendur í greininni inni í sjálfri borginni, t.d. í næsta nágrenni við íbúðar- byggð úthverfanna eða á skipu- lögðum leik- og útivistarsvæð- um. Borgarstjórn felur íþrótta- ráði og umhverfismálaráði að gera könnun á því, hvar lands- lagi innan borgarinnar háttar svo, að mynda megi þar skíða- brekkur með því að fjarlægja grjót eða aðrar hindranir, sem auðvelt er að ryðja úr vegi. Einnig verði kannað, hvort grundvöllur sé fyrir rekstri ein- földustu gerðar togbrauta við slíkar æfingabrekkur. Niðurstöður af þessari athug- un ásamt kostnaðaráætlun skulu lagðar fyrir borgarráð til endanlegrar ákvörðunar. Þá var eftirfarandi tillaga Alþýðubandalagsins einnig samþykkt: Borgarstjórn felur embætti borgarverkfræðings að sjá til þess að komið verði upp skíða- brekku norðaustan við Út- varpsstöðvarveg ofan Jaðarsels í Breiðholti. Báðar tillögurnar voru sam- þykktar samhljóða. Lítil háls-, nef- og eyma- deild nyrðra í GREIN í blaðinu sl. föstudag segir, að eina háls-, nef- og eyrnadeild landsins sé í Borg- arspitalanum. Athygli blaðsins hefur vakin á því að í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hafi slík deild verið starfandi síðan 1976, að vísu lítil, þar sem framkvæmdar eru allar almennar háls-, nef- og eyrnaaðgerðir. Sjúklingar sem þurfi á meiriháttar aðgerðum að halda séu á hinn bóginn sendir suður og góð samvinna þar á milli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.