Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980 11 Gullna hliðið í vasaútgáfu SÁLIN HANS JÓNS MÍNS. Brúðuleikrit. Handrit og leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir. Brúður og leikmynd: Messíana Tómasdóttir. Stjórn brúða og aðstoð við brúðugerð: Erna Guðmarsdótt- ir, Hallveig Thorlacius, Helga Stefíensen og Þorbjörg Hösk- uldsdóttir. Lýsing: David Walters. Umsjón með tónlist Páls ísólfs- sonar: Þuríður Pálsdóttir. Lelklist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Flytjendur tónlistar: Kristján Þ. Stephensen. Dóra Björgvins- dóttir, Reynir Sigurðsson. Söngur: Ásrún Davíðsdóttir. Katrín Sigurðardóttir og Þóra Einarsdóttir. Hljóðupptaka: Sigfús Guð- mundsson. Sálin hans Jóns míns er líklega viðamesta sýning Leik- brúðulands til þessa, en geta má þess að hún hefur verið tæpt ár í undirbúningi. Brúðuleikhús sker sig úr m.a. fyrir það að „fyrst þarf að búa til leikara og leik- muni, fyrir utan leiktjöld" svo að vitnað sé til orða aðstandenda Leikbrúðulands. Það er skiljanlegt að Leik- brúðuland kjósi sér verkefni á borð við Sálina hans Jóns míns, ekki síst með það í huga að ætlunin er að flytja leikinn erlendis í enskri þýðingu Alans Boucher. Að sögn leikstjórans Bríetar Héðinsdóttur var í fyrstu ráðgert að sviðsetja þjóð- söguna, en í ljós kom að ekki var unnt að „láta eins og Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson væri ekki til“. Niðurstaðan var sú að stuðst var við þjóðsöguna, ljóð Davíðs Sálina hans Jóns míns og Gullna hliðið. Þetta hefur tekist furðu vel, einkum þar sem lögð er áhersla á hið skoplega og ádeilukennda. Um endursögn Gullna hliðsins er ekki að ræða, en aftur á móti er þræði verksins fylgt svo að segja má að hér sé komið Gullna hliðið í vasaútgáfu. Fátt mælir gegn því að verk sem orðin eru sígild séu flutt í brúðuleikhúsi. En brúðuleikhús- ið má ekki herma eftir venjulegu leikhúsi. Það er í eðli sínu sjálfstætt og lýtur öðrum lög- málum en önnur leikhús. Því meira frumkvæði sem brúðuleik- hús hefur því betra. Markverð- ustu sýningar Leikbrúðulands hafa að mínu áliti verið þær sem stjórnendur brúðanna hafa sjálfir verið höfundar að. Leik- brúðuland hefur gert margt vel á þeim tólf árum sem það hefur starfað, enda eru margir farnir að átta sig á gildi þess. Til dæmis var hlutur Leikbrúðu- lands ekki svo lítill í framgangi verka eins og Litla prinsins og Krukkuborgar í Þjóðleikhúsinu. Það sem háir brúðuleikhúsi jWfðáur á morguu Sumardagurinn fyrsti DÓMKIRKJAN Kl. 11 skátamessa í samvinnu við Skátasamband Reykjavíkur. Skátar flytja bænir og ritningarorð og leiða söng. Organisti Marteinn H. Friðriks- son. Sr. Þórir Stephensen. Skátamessur verða einnig kl. 11 árd. í Neskirkju og Langholts- kirkju. ÁRBÆJARPRESTAKALL Ferm- ingarguðsþjónusta í Safnaðar- heimili Árbæjarsóknar sumardag- inn fyrsta, 24. apríl kl. 11 árdegis. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Skátamessa kl. 11 í Breiðholts- skóla. Sr. Jón Bjarman. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL Fermingarguðsþjónustur í Bústaðakirkju kl. 11 og kl. 14. Sr. Hreinn Hjartarson. GARÐAKIRKJA Skátaguðsþjón- usta kl. 11 árd. Hrefna Tynes skátaforingi flytur hugleiðingu og skátar aðstoða. Sr. Bragi Frið- riksson. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Al- tarisganga. Safnaðarstjórn. ÚTSKÁLAKIRKJA Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprest- ur. EYRARBAKKAKIRKJA Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Sóknar- prestur. AKRANESKIRKJA Skátamessa kl. 10.30 árd. Bragi Skúlason guð- fræðinemi prédikar. Skátar að- stoða. Sr. Björn Jónsson. KEFLAVÍKURKIRKJA Skáta- messa kl. 11 árd. Sóknarprestur. Sýning Sendiráð Tékkóslóvakíu, Þýzka alþýðulýðveldisins, Póllands og Sovétríkjanna ásamt Útflutningsbóka- miðstööinni „Mezdunarodnaja Kniga“ gangast fyrir sýningu á bókum, grafík, plakötum, frímerkjum og hljómplötum í tilefni af 110. afmælisdegi V.l. Lenins. Sýningin er opin að Hallveigarstöðum við Túngötu kl. 14—19 frá 23. til 27. apríl. Aðgangur ókeypis. hér á landi er að það skortir höfunda sem skilja eðli brúðu- leikhúss og geta samið verk sem hafa til að bera frumleik. Ekki er nóg að sýna börnum og fullorðnum hreyfanlegar brúður með hljóðupptökum á röddum leikara. Brúðuleikhúsið þarf að rækta sinn eiginn garð án hlut- deildar leikara og leikstjóra at- vinnuleikhúsanna. Messíana Tómasdóttir hefur margt vel gert með leikmyndum sínum og brúðum. Að þessu sinni tókst henni best gerð Jóns og Sýslumanns. Nokkuð vantaði á að Kerling hennar væri nógu lifandi. Sumar brúðanna voru reyndar steindauðar. Þess er að vænta að margir eigi eftir að kynnast Sálinni hans Jóns míns í sýningu Leik- brúðulands. Eins og margoft hefur verið bent á er brúðuleik- hús ekki bara handa börnum. jé Viðjbjóðum moeta buxnaúrval lllCOia landsins á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.