Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.04.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980 7 r I Shakarov og I Sovétrann- I sóknir I Framkvæmdanefnd I rannsóknaráðs hafnaði á dögunum erindum sov- I ózkra rannsóknaleið- ■ angra um rannsóknir hér 1 á landi — en sovézkar | „rannsóknir“ hafa verið . umfangsmiklar hérlendis I um langt árabil. Neitun | ráösins mun að hluta til byggð á því að rússarnir | hafa ekki skilað um- I sömdum gögnum um * störf sín hér — né haft I ráðgert samstarf viö íslenzka vísindamenn. Júlíus Sólnes prófess- | or lét og bóka þá skoðun 1 á fundi rannsóknaráðs, | „að framkoma sovézkra I yfirvalda í garð Shak- I arovs“, rússnesks and- I ófs- og vísindamanns, „og meðferð þeirra á | honum ein sér væri ■ nægileg ástæöa til að ' hafna allri samvinnu við I______________________ sovézka vísindamenn, að minnsta kosti þetta árið“. Ástæða er til að taka undir þessa afstöðu próf- essorsins og fagna þess- ari rödd innan veggja rannsóknaráðs. 65 skattkrón- ur af 100 afla- krónum! Eftir aö heimild var veitt til 10% álags á 11% brúttóútsvör geta tekjur í efsta skattþrepi oröiö fyrir 65% skattskerðingu áður en þær verða tiltæk- ar sem ráðstöfunartekjur heimila og einstaklinga. Sem ráðstöfunartekjur skerðast þær svo enn í ríkissköttum í vöruverði: tollum, vörugjaldi, sölu- skatti, bensíngjaldi, — eða hvaö þau nú heita öll „niöurtalningar“-ákvæði stjórnvalda í vöruveröi (til tryggingar kaupgildi launa). Jaðarskattar í hæsta skattþrepi geta orðið sem hór segir: • Tekjuskattur meö álagi til byggingarsjóðs 50,5% • Útsvar 12,1% • Sjúkratryggingargjald 2,0% • Kirkjugarðsgjald 0,2% • Samtals beinir skattar 64,8% Svo háir jaðarskattar eru naumast hvati til Ragnar — maðurinn með skattstigann. vinnu, framtaks eða tekjuöflunar í þjóðarbú- skapnum. Þeir verka því, bæði í bráö og lengd, skerðandi en ekki skap- andi í þjóðarbúskapnum og á þjóðartekjur, sem móta lífskjör í landinu og á skattstofninn og þar með tekjumöguleika ríkissjóðs. Þessi skatta- stefna Alþýðubanda- lagsins og ríkisstjórnar- innar er því bæöi skammsýn og skaðleg. Þóftan mín og þóftan þín Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra sat fyrir svörum í Morgun- pósti sl. mánudag. Aö- spurður um, hvern veg honum líkaði hásetahlut- ] Ólafur — Ekki allar þóftur eins setnar. urinn hjá kapteini Thor- oddsen, svaraði hann stuttaralega: Mér líkar sæmilega þóftan, sem ég sit á. „Sæmilega" er ekki stórt orð né litríkt í munni hins „ókrýnda foringja" Framsóknarflokksins. Ekki sagöi hann berum oröum, hvern veg þóftur væru setnar, þær er aðrir skipa, en ekki var vor- hljóð í rödd hans um standið á Goddastöðum. Utanríkisráðherra fór hins vegar höröum orð- um um fréttaleka og frá- sagnir af Jan-Mayenvið- ræðum, sem hann sagði fjarri sanni. Engar get- sakir vildi hann hafa um uppsprettulind frásagna — en heitt var honum í hamsi og í lofti lá aö litlir væru kærleikar til skraf- skjóða í samstarfsliði. Vormót Sunnlendinga Stóöhestar, áöur óættbókarfæröir 4. vetra og eldri, veröa sýndir á Vormóti á Hellu sunnudaginn 4. maí og hefst sýning kl. 2 e.h. Stóðhestar séu mættir til dóms um hádegi á laugardag. Þátttöku ber aö tilkynna til Sigurgeirs Báröarsonar, Hvolsvelli, í síma 99-5245 fyrir þriöjudag 29. apríl. Framkvæmdanefnd Háskólafyrirlestur: Skyndleikabönd í dýraríkinu DR. Phil. Claus Nielsen, lektor við Kaupmannahafnarháskóla, flytur almennan fyrirlestur á vegum verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla íslands í dag, miðviku- daginn 23. apríl 1980, kl. 15:15 í sal 201 í Lögbergi, húsi lagadeild- ar háskólans. Fyrirlesturinn nefnist Skyld- leikabönd í dýraríkinu (Dyrerig- ets slægtsskabsforhold) og er hann öllum opinn. HVERVILLEKKI BÆTA AÐSTÖÐU BARNA SINNA? Eigum til tröppustóla, barnahúsgögn, og leiktæki. Allt selt á framleiösluveröi. Sendum í póstkröfu. Húsgagnavinnustofa Guðmundar Ó. Eggertssonar Heiöargeröi 76, Reykjavík Sími 35653 Fáksfélagar Dönsum út veturinn og fögnum sumri í félagsheimil- inu í kvöld 23. apríl. Hljómsveit Þorsteins Guömundssonar leikur. Húsiö opnar kl. 20.30. Miöar seldir í Félagsheimilinu í dag kl. 16—19. Skemmtinefnd Kaffihlaðborö Sumarkaffi veröur í félagsheimili Fáks á sumardaginn fyrsta. Fákskonur sjá um meölætið og þá svigna boröin. Börnum, sem veröa í fylgd meö fullorönum, veröur leyft aö koma á hestbak kl. 15—16. Húsiö opnað kl. 15. Hestamenn og hestadnnendur, fögnum sumri og drekkiö síödegiskaffiö hjá okkur. Fákskonur MILWARD • Hringprjónar • Fimmprjónar • Tvíprjónar • Heklunálar Framleitt úr léttri álblöndu Heildsölubirgðir: Davíö S. Jónsson&cohf. Sími 24-333. heimilistæki hf TÆKNIDEILD — SÆTÚNI 8 — SÍMI 24000 Afspilunar- tæki fyrir verslanir, veitingastaði, biðstofur o.fl. •Spila samfellda tónlist. •Auöveld í notkun. •Tvær gerðir m *>K*v'**m * <*t(* oo%w! fowtii mmm LiWÍN*’ ik-mo f jt I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.